Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VlSIH. MIÐVIKUDAGUR14. JULl 1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Hekla Sæbergsdóttír annast daglegan rekstur Feröamiðstöðvar Austuriands. FERÐAMANNA- PARADÍS Á EGILSSTÖÐUM Þórhmllur Sigurðsson, útgerðarmaður á Lagarfíjótí, Þórhalla Snæbjömsdóttír, hótelstjóri Hótel Eddu á Hallormsstað og Sveinn Sigurbjörnsson sérleyfishafi. Alla virka daga aka sérleyfishafar i tengsium við innanlandsflug Flugleiða, Flugfélag fílorðurlands og Flugfélag Austurlands. Þannig að engir eru samgöngu- erfiðleikamir og næg gistírými. Séð yfirAtíavík og Hallormsstaðarskóg. Ferðamiöstöö Austurlands á Egils- stööum er ung aö árum en hefur unniö merkilegt starf. Að sögn Rúnars Pálssonar stjómarformanns Ferðamiðstöðvarinnar hefur er- lendum ferðamönnum á vegum fyrirtsekisins f jölgað um 20% á milli ára. Ferðamiðstöðin býður upp á hverskonar þjónustu fyrir ferða- menn, farmiða út um allan heim, hún hefur umboð fyrir Flugleiðir og annast afgreiðslu Smyrils á Seyðis- firði fyrir ferðaskrif stof una Urval. Vegna legu Egilsstaðakauptúns hefur mikilvægi kauptúnsins sem samgöngumiðstöðvar vaxiö hröðum skrefum með tengingu hringvegar- ins og auknum flugsamgöngum. Áriö 1981 fóru nær fimmtíu þúsund farþegar um Egilsstaöaflugvöll og yfir tíu þúsund farþegar frá Færeyjaferjunni Smyrli fóru um kauptúnið og a.m.k. annað eins fór þar um í áætlunarbifreiðum á vegum ferðaskrifstofa eða á eigin vegum. Fáir staðir á landinu hafa betri aðstöðu til móttöku ferðamanna en Fljótsdalshérað. Þar eru 2 Eddu- hótel, á Eiðum og Hallormsstað. Gistiheimili er rekið í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað, farfugla- heimili í Húsey nyrzt í Hróarstungu, gistiheimili á Egilsstöðum og Hótel Valaskjálf. Þeir sem kjósa útiveru eiga kost á góðum tjaldstæðum með snyrtiað- stöðu í Atlavík og á Egilsstöðum. Flestir landeigendur leyfa fólki að tjalda í landi sínu sé við þá talaö. Fyrir allmörgum árum voru reglubundnar siglingar með fólk og vörur á Lagarfljóti. Nú ætlar Þórhallur Sigurösson útgerðar- maður að taka þessa hætti upp aö nýju og siglir með fólk frá Lagarfossi inn fyrir Hallormsstaðarskóg, um 50 til 60 km leið daglega. Lögurinn er kjörinn fyrir vatnaskiði og siglingar. Af og til segist fólk hafa séð Lagar- fljótsorminn, það sögufræga skrímsli. Nú er bara að bregöa sér í ferð með Þórhalli og leita vininn uppi og að sjálfsögðu hlýtur sá frægð og frama sem tekst aö ná mynd af skrimslinu. Einar Rafn Haraldsson/Egilsstöðum PÁLL OG ÞORGEIR Á HJÓLUM Rokkað í Reykjavík Hallvardur Þórsson heitir ungur maður sem ætlar sér að standa fyrir fjögurra daga rokkhátið i Reykjavik i lok þessa mánaðar. Hátiðin byrjar i Austurbæjarbiói 20. júli nk. þar sem Grýlurnar og Egó spila og syngja. Video-fyrirtækið Framsýn mun ætla að taka hijómleikana upp á spólu og telst það nýnæmi fyrir unnendur islenzks popps. Síðan verða tónleikar þrjú kvöld i röð á Hótel Borg þar koma fram hljómsveitirnar Egó, Grýlurnar, Bodies, Q.4U, Fræbblarnir, Purrkur Pilnikk og Þrumuvagninn. Hugmynd Hallvarðs var siðan að halda útifestival á Me/avelli iágúst og er óskandi að úr þvi verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.