Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR14. JULt 1982. » Sandkorn Sandkorn Sandkorn Sérhannaður útvarpsfótbolti Vinsælasta íþrótt á íslandi, fótboltinn, hefur nú verið sér- hannaður endanlega fyrir út- varp Reykjavík. Venjulegur fótboltaleikur er 90 minútna langur með hléi í miðjum leik, en útvarpsfótboltinn er hins vegar helmingi styttri — eða 45 mínútur. Þessi útvarpsfótbolti er sem sagt seinni hálfleikur hvers venjulegs fótboltaleiks. Skiptir auðvitað engu máli, þótt jafn algengt sé að úrslit leikja ráðist með öllu í fyrri hálfleik og að seinni hálf- leikur sé „steindauður”. Hér er auðvitað átt við lýsingar frá fótboltaleikjum í útvarpinu, eins og til að mynda i gærkvöldi. Þannig segir útvarpið okkur lifandi fréttir úr í- þróttaheiminum þá sjaldan að lýst er fótboltaleikjum nú orðið. Með sama fréttamati gæti útvarpið auðvitað sparað helminginn af hverjum fréttatima og látið nægja að lesnar væru hálfar fréttir yfirleitt — eða eingöngu fréttaúrdrátturinn. Sérskattur á umslög utan um sendibréf? í fréttabréfi Verzlunar- ráðsins, Viðskiptamálum, er birt dæmisaga um íslenzku tollheimtuna: Opinber stofnun fær vikulega upplýsingar erlendis frá á diskettu fyrir tölvu, sem hún fékk áður bréflega. Strax og upplýsing- arnar hafa verið skráðar af diskettunni er hún send aftur út. í hvert sinn sem diskett- an kemur þarf stofnunin að greiða háan toU af henni, þótt hún sé ekkert annað en um- búðir eins og umslag utan um bréf. Um þetta eru skýr fyrirmæU i toUskránni. Diskettan skal því tolluð vikulega árið um kring! Eitthvað mun þetta hafa bögglazt fyrir brjóstum manna hjá þessari opinberu stofnun og mun nú komin nefnd í máUð fyrir þrábeiðni þeirra. Er nú beðið í ofvæni eftir áUti diskettunefndar rikisins. Innréttingar á uppboði ' Það sem eftir er af inn- réttingum skemmtistaðarins Manhattan i Kópavogi, eign Borgarholts hf., verður væntanlega boðið upp á mánudaginn. Hlutafélagið hefur verið lýst gjaldþrota, en rekstrinum var hætt í vetrarlok. Hlutar af innréttingunum voru settir upp með eignar- réttarfyrirvara, lýsing, loft- ræstikerfi og fleira og eru ekki tU sölu á uppboðinu. Lausamunir hafa þegar verið seldir að verulegu leyti. Engu að síður er þarna eftir stofn i veitingastað, ef mönnum þykir fýsilegt að reyna sig. Og munu ýmsir hafa sýnt því áhuga, komið og skoðað, ekki sízt menn starfandi i öðrum veitinga- húsum og jafnvel veitinga- menn. Það gæti því orðið fjörugt uppboð á mánudaginn. LeigusaU húsnæðisins er Svansprent hf. Skæraskellir í Þjóðviljanum Eg tek heUs hugar undir hinar vandlega rökstuddu hýðingar kUpparans i Þjóð- vUjanum i gær, og særí hér með mennina á „bláa bátn- um” tU að bæta ráð sitt. Skæruskellirinn á rauðu fingurbjörginni hefur lög að mæla. „Ofstækið, alræðis- hneigðin, ritskoðunin og lygin endurtekin” sem gubbast yfir þjóðina upp úr bláa bátnum er yfirgengUeg. Jafnframt styð ég „fuUtrúalýðræðið” sem íhaldið á bláa bátnum ætlar lifandi að drepa og mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir því sem einn maður að hver einasti frjálsborinn íslendingur lendi að minnsta kosti i nefnd og sem flestir í sveitarstjórn. Þörfin fyrir algert fuUtrúalýðræði hefur aldrei verið meiri. Ef það næði fram að ganga þyrftum við engar frekari áhyggjur að hafa af tUverunni. Umsjón: Herbert Guömundsson. Það má þó alltaf segja að fágætar lýsingar i átvarpinu frá fótbolta- leikjum séu hálfgerð hátíð... Kvikmyndir Kvikmyndir Nýja bíó: Stuð-meðferð: Fjörmikill fáránleiki — eða Skonrokk í einn og hálf an tíma Nýja bíó: Stuð-meðferð (Shock Treatment) Leikstjóri: Jim Sharman Handritshöfundar: Richard O Brien og Jim Sharman með viðbótarhugmyndum frá Brían Thomson. Stjórnandi kvikmyndatöku: Mike Malloy Höfundur tónlistar: Richard O'Bríen. Aðalleikarar: Jessica Harper, Cliff De Young, Richard O'Brien, Patricia Quinn, Charles Gray, Ruby Wax og Barry Humphries. Brezk, árgerð 1981. Dans- og söngvamyndin Rocky Horror Picture Show hefur notið all sérstæðra vinsælda í Bandaríkjun- um. Þar hefur fólk flykkzt í kvik- myndahús til að sjá myndina svo árum skiptir. Reyndar er það mest sama fólkiö sem kemur aftur og aftur, klætt svipuöum búningum og persónumar í myndinni. Áhorf- endumir láta sér ekki nægja að sitja þögulir í sætum sínum heldur stökkva þeir á fætur og syngja og dansa með myndinni. Þetta er ekk- ert undarlegt því mörg lögin í Rocky Horror Picture Show em ákaflega grípandi og það kann að vera skemmtilegt að sleppa algerlega fram af sér beizlinu og haga sér eins og Rocky og félagar hans. Nú hefur verið búin til mynd sem er einskonar framhald af þeirri fyrri. Efni söngvamyndanna tveggja er nær ekkert skylt, en uppbygging þeirra og andi í ákaflega svipuðum dúr. I stað Rockys, kynskiptingsins á nælonsokkunum, er í Stuð-meðferð kominn mglaður stjórnandi sjón- varpsstöðvar. Raunar er dálítið erfitt að segja eina persónuna í myndum á borð við Rocky Horror Picture Show og Stuð-meðferð mglaðri en aðra, en höfuðpauramir í þeim báðum eru óneitanlega skrautlegirfuglar. Brad og Janet sem þoldu ýmsar furöulegar uppákomur í Rocky Horror eru enn komin á stjá í Stuð- meðferð. Að þessu sinni álpast þau inn í sjónvarpssal. Þar taka þau þátt í einhverri fáránlegri sjónvarpsdag- skrá og lenda fyrir þá sök í ýmsum hrakningum. Brad situr reyndar keflaður og bundinn á höndum og fótum mestallan tíma myndarinnar á meöan Janette slær í gegn á sjón- varpsskjánum. Öll myndin Stuð-meðferð snýst raunar um sjónvarpið. Sjónvarps- stöðin í myndinni er sett upp sem ríki í ríkinu og virðast næsta lokaður heimur. Áhorfendurnir unna sér lítillar hvíldar og halla sér einungis stutta stund aö næturlagi á áhorf- endapöllum sjónvarpssalarins. Sjónvarpið með auglýsingum sínum og tannkremsbrosum er yfir og allt um kring. Liklega er ádeilan í mynd- inni til muna skiljanlegri fyrir Bandaríkjamenn en Islendinga því hér á landi eiga menn þess enn ekki kost aö láta sjónvarpiö þruma yfir sér allan sólarhringinn. Þó finna megi ádeilu í Stuð- meðferð er yfir henni sami fárán- leikablærinn og einkenndi Rocky Horror. Persónurnar eru margar hverjar svo ýktar og þeirra líkar hittast helzt í teiknimyndasögum. Samt verður engin þeirra eins á- berandi skemmtileg og Rocky (Tim Curry) var 1 fyrri myndinni. Þaö er helzt aö kynnirinn Bert Schnick (Barry Humphries) komist með tæmar þar sem Rocky hafði hælana. Ekki má gleyma að minnast á systkinin Cosmos (Ricliard O’Brien) og Nation (Patricia Quinn) sem raunar hétu Magneta og Riff Raff í Rocky Horror. Þau eru enn anzans ári ísmeygileg og leiða hugann frá skælbrosandi sjónvarpsþulum Stuö- meðferðar að hreinum fáránleika Rocky Horror. Rocky Horror Picture Show á aö líkindum enga sína lika meðal kvik- mynda. Það ber því vott um mikla bjartsýni að gera framhald af henni. Engu að síður hefur tekizt nokkuð vel að endurvekja anda Rocky Horror í Stuð-meðferð. Myndin er meinfyndin á köflum og hlýtur að verka hress- andi á áhorfendur. Raunar minnir Stuð-meðferð talsvert mikiö á Skonrokk; hressileg lög leikin og furðulegustu uppátæki sýnd á meðan tónlistin er flutt. Aödáendum Rocky Horror Picture Show þykir á- reiðanlega gaman aö líta á Stuö- meðferð og rifja upp kynnin við fjör- mikinn fáránleika. -Solveig K. Jónsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir VIDEOLEIGUEIGENDUR ATHUGIÐ! Innflytjandi á „löglegum” myndböndum óskar eftir umboðsaðilum á eftirtöldum stöðum: KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI GARÐABÆ MOSFELLSSVEIT AKRANESI AKUREYRI Uppl. í síma 92-3822 (eigi síðar en föstu- dag 16. júlí 1982.). PH0ENIXVIDE0 FREEPORT KLÚBBLJRINN KVÖLDVERÐARFUNDUR með NORMU og DR. FRANK HERZLIN að Hótel Loftleiðum, Víkingasal fimmtudagskvöld, 15. júlí. Húsið opnaó kl. 19.00 Félagar og makar fjölmennið og takið meó ykkur gesti. STJÓRNIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.