Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR14. JULl 1982. Spurningin Hvað finnst þér viðkunnan- legast í fari fólks? Ölafur Þór Ragnarsson fulltrúi: Fólk sem er opið og glaðvært og getur séö broslegu hliðina á því alvarlega er viö- kunnanlegast. Bölsýni finnst mér á hinn bóginn hvimleiö. Ægir Bergsson verkamaður: Mér finnst hressileiki og hlátur þaö við- kunnanlegasta í fari fólks. Og ekki skemmir það ef fólk getur sagt góða brandara. Sverrir Jónsson forritari: Ætli þaö sé ekki brosiö. Með því sýnir það manni aö það er i hressu skapi og létt í lund. Emmý Bang námsmaður: Hláturinn er örugglega það viðkunnanlegasta í fari fólks. Mér finnst hláturinn og hressileikinn jafnskemmtilegur og nöldur í fólki er leiðinlegt. Hjördís Harðardóttir nemi: Opið fólk og ófeimið er langskemmtUegast. Þeir eru einnig mjög viðkunnanlegir sem eru ávaUt i góðu skapi. Ingimundur Steindórsson, eftirUts- maöur hjá SVR: Kurteisi og góö fram- koma er viðkunnanlegust. Þá er aUtaf gaman af fóUci sem kann að taka gríni og getur skotið á móti. Lesendur Lesendur Lesendur Stóra fíkniefnasendingin: Nokkrar fyrírspumir til lögreglunnar A.K. hringdi: Þar sem ég vinn spunnust miklar umræður um hvað liði rannsókninni á stærsta fikniefnamáli, sem til þessa hefur séö dagsins ljós á Islandi. Þar sem meiningar á vinnustað mín- um voru aU sundurleitar um þaö hvernig þessi rannsókn yröi afgreidd, langar mig til aö koma fyrirspurn á framfæri tU réttra aðila gegnum les- endadálk y kkar um eftirfarandi: 1. Getur veriö að máUð verði látið nið- ur faUa, eða réttara sagt rannsókn þess, eins og sumir vinnufélagar mínir viljameina? 2. Er það rétt að íslenzkir rannsóknar- aöilar séu að bíða eftir því hvort máUð leysist á þeim stað, þar sem sendingin á aö hafa komiö frá, á Jamaica ef ég man rétt? Hríngiö ísíma 86611 milli ki. 13 og 15 eða skrifið 3. Er máUö taUö „viðkvæmt” eins og einhvers staðar var ýjaö að, t.d. vegna þess að islenzkir aöilar eru skráðir viðtakendur fíkniefnanna ? 4. Telja rannsóknaraðilar sjálfir úti- lokað að þetta magn hafi átt aö fara hingað tU lands, þótt vitað sé að mjög áköf eftirspum sé í landinu eftir sUkum fíkni- og eiturlyf jum? 5. Hvenær rná búast við fréttum um gang rannsóknarinnar frá ábyrgum aðilum? Að lokum nokkur orð ahnennt um fíkni- og eiturlyfjamál, sem umfjöUun fá í fjöhniðlum. Mér frnnst ems og fréttaflutnmgur um smygl og þá sem teknir eru fyrir tilraunir til innflutn- ings þessara efna sé þess eðlis að hér sé um gamanmál að ræöa, eða dægur- mál þegar bezt lætur. T.d. var fréttin í Tímanum nýlega um „vesUngs” ferðamennina sem eru „plataðir” til að taka pakka eða far- angur erlendis og koma inn i landið dæmigerð. Og hljómar reyndar eins og skopsagaá þann hátt sem hún er sett fram. Og aUir þeir sem teknir eru fyrir tU- raunir til smygls á þessum varningi og er síöan sleppt fljótlega. Eru fUcniefni og eiturlyf kannski smám saman að flokkast undir venjulegan varnmg ferðamanna, bara ef þeir koma með þau sjálfir, og í „hófi”? Sjónvarpið með kvikmyndir á kvöldin íjúlímánuði! Bréfritari gerir þaö að tUlögu sinnl aö s jónvarpið sýni kvikmyndir á hverjn kvöldi það sem eftir lifir júlimánaðar. Sjónvarpsáhorfandi skrifar: Þegar sjónvarpiö lét loks undan á- köfum þrýstingi almenningsálitsins og opnaði fyrU útsendingar sl. sunnudag og sýndi. frá heimsmeistaramótinu í knattspymu þá kom berlega í ljós að fólk getur ekki án sjónvarps verið, f remur en þaö getur verið án útvarps. Sjónvarp er oröið hluti af daglegu lífi fólks, rétt eins og hver önnur tækni sem daglega er til staðar tU að létta fólki lífið, ýmist tU afþreymgar eða aöstoðar, t.d. við heimiUsstörf. Það er því aldeilis fáránlegt að þessi þjónusta við almenning, sjónvarpið, skuli einfaldlega geta lokað ár eftir ár, heilan mánuö í senn. Að bera við sumarfiríi starfsfólks er auðvitað hrein rökleysa, því á þeirri stofnun má skipuleggja sumarfrí eins og á öðrum vinnustöðum. Þótt margir séu á faraldsfæti um landið og enn aðrir erlendis, þá er obbinn af landsmönnum heima og á kvöldin fara menn þó inn í hús sín, eöa hvað! Þaö er því engin frágangssök að sjónvarpið inni einhverja þjónustu af hendi við þessa landsmenn, einmitt í formiafþreyingar. Ég geri það að tiUögu minni að sjónvarpið sýni eina (tvær væri þó betra) kvikmynd á hverju kvöldi það sem eftir er af júUmánuöi. Þessi sýning gæti byrjaö kl. 9 eða 10 aö kvöldi. Það getur varla þurft marga menn tU að renna filmu í gegn um sýningarvél í sjónvarpinu. Það þarf engan þul eöa kynningu, nóg væri að setja upp titil mynd- arinnar á skjáinn og birta hann jafnframt í dagblöðum. Jafnvfl þarf ekki heldur íslenzkan texta, ef það væri tU þess að létta sjónvarpinu kostnaðinn. Nú vU ég koma eftirfarandi spumingum á framfæri til sjón- varpsins eða einhvers aðUa þar innan dyra, ef ekki eru alUr í fríi. Hvað kostar aö opna sjónvarpið fyrú- sýningu einnar kvikmyndar á dag og hve marga starfsmenn þarf tU sUkrar útsendingar? Hvað þarf langan auglýsingatíma tU þess að sUk sýning borgi sig? Hefur sjónvarpið ekki aðgang að Skyggni fyrir fréttaöflun daglega, — og ef svo er, því er þá ekki hægt að sýna fréttir, hvert kvöld, t.d. án frétta- þulasjónvarpsins? Nú er ekki víst aö stofnunin sjónvarp vUji svara neinum þessara spuminga. Þvi langar mig tU að bæta því við, að slík frammistaöa, sem sjón- varpið gerir sig bert að, gagnvart landsmönnum, hefur einmitt flýtt fyrir myndbandavæðingu hér og á- framhaldandi tilraunum fólks til að nýta tæki sín. Með sama áframhaldi veröur sjónvarpið undir í sam- keppninni viö aðra tækni á þessu sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.