Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR14. JULt 1982. 5 Sýndi hve mikid öryggi er fólgið i góðri talstöð — segir Ari B. Einarsson sem lenti ásamt Jóhanni Hallvarðssyni f hrakningum á seglbáti á leið f rá Snæf ellsnesi til Reykjavíkur Ari B. Einarsson og Jóhann Hailvarðsson dytta að skútunni áður en þeir halda frá Arnarstapa áleiðis til Reykjavíkur. Við athugun á skútunni kom í ljós bilun í stýri, sem þeir gerðu við áður en þeir lögðu af stað. Þeirri viðgerð áttu félagarnir eftir að verða fegnir. DV-mynd: S. ,,Við vorum aldrei í neinni lífshættu á leiðinni því bæði vorum við vel klæddir og meö allan öryggisbúnað sem krafizt er um borð. Sérstaklega vorum við með góða VHF-talstöð og gátum auöveldlega náð sambandi við skip og stöðvar í landi. Síðast en ekki sízt var skútan í fullkomnu lagi, en við höföum yfirfarið hana áður en viö lögðum af stað frá Arnarstapa. Þá sáum við aö logsuða í stýrinu haföi brotnað og eftir á vorum við fegnir að hafa gert við þá bilun,” sagði Ari B. Einarsson í samtali viö DV. Ari og Jóhann Hallvarðsson voru á leiðinni frá Amarstapa á Snæfellsnesi til Reykjavíkur á seglbátnum Assa aðfaranótt mánudags er hávaðarok gerði og urðu þeir að senda út hjálpar- beiðni. Tók Reykjaborg RE 24 segl- bátinn í tog og dró hann síðasta spölinn inn til Sandgerðis. Ari og Jóhann lögðu af stað frá Arnarstapa um átta-leytiö á sunnudagsmorgim, en þar sem mikið logn var miöaöi þeim h'tið áieiðis til Reykjavíkur. „Við vorum í sólbaði og við fiskveiðar fram eftir degi og það var ekki fyrr en um kvöldmatarleytið að tók aö hvessa. Fyrst sigldum við í átt að Þormóðsskeri og ætluðum að sigla á slóðir sem við þekkjum vel undir Skaganum. En um miðnætti tók aö gera brælu og þar sem við óttuðumst að okkur gæti rekið upp í Mýramar ef breytti um vindátt, tókum við stefnuna á Reykjanesið. Viö slógum undan vindi og hugðumst ná höfn í Keflavík eða Vogunum. Þeirri stefnu gátum við síöan ekki haldið vegna ölduhæðar, en þegar hér var komiö sögu var skohiö á hávaðarok. Við höfðum samband við menn í landi og gátum miöað stað- setningu okkar nákvæmlega út. Slæmt skyggni var og varö að leiðbeina okkur úr landi. Báturinn valt ekki mikið þar sem seghn voru uppi. Það var ekki fyrr en Reykjaborgin tók okkur í tog og við felldum segl, að báturinn tók að velta. Þegar Reykjaborgin tók skútuna í tog vorum við rétt við Skagaflösina og um 20 mínútum síðar vorum við komnir að bryggju í Sandgerðishöfn. Þá var klukkan langt gengin í níu, en hjálpar- beiönina sendum við út um sexleytið. I þessari ferö sýndi þaö sig hversu gífurlegt öryggi er í góðri talstöð og hve mikilvægt er að hafa allt í full- komnu lagi. Það segir kannski sína sögu að þegar viö komum í land, vorum við ekki einu sinni blautir og báturinn var alveg þurr undir þiljum,” sagði Ari B. Einarsson að lokum. -SA. Mikil fólksfjölgun í Árneshreppi í Strandasýslu Tvær f jölskyldur hafa flutzt hingaö í Ámeshreppinn að undanförnu. Er um fjögurra og fimm manna fjölskyldur að ræða. Þar sem íbúar hreppsins voru um tuttugu fyrir, er hér um mikla fjölgunaðræöa. Fyrri f jölskyldan sem flutti hingað, var fjölskylda Valgeirs Benedikts- sonar. En hann kom hingað ásamt konu og tveimur börnum. Bærinn sem þau búa á heitir Árnes II og eru þau aö byggja hér steinhús sem ætlunin er að flytja inn í með haustinu. Bróðir Valgeirs, sem er trésmiður, er hér að slá upp húsinu. Þá er séra Einar Jónsson einnig fluttur hingað með fimm manna fjölskyldu á prestsetrið Ámes. Er húsið á prestssetrinu illa fariö, enda er þaö að mestu byggt á sandi. Undir því miðju er þó klöpp. Hefur þetta þýtt, að húsið hefur spmngið mikið og era sprungur sérstaklega miklar í loftum þess. Eru þau nánast aö verða laus frá veggjunum þannig að ekki er árenni- legt að búa þarna. Finnst mér það nú tæplegast eiga við að prestssetrið sé aö mestu byggt á sandi. Og ég sem tel mig nú ekki vera lífshrædda konu, væri mjög hrædd í húsinu. En vonandi lætur hinn góði kirkju- málaráöherra byggja nýtt hús, því þeir sem hafa vit á segja að ekki sé hægt að laga þennan óskapnað. -Regína, Gjögri. Bergsveinn og Ævar urðu íþriðjasætií Húsavíkur- rallinu 1 frásögn DV af Húsavíkurrallinu vantaði fööurnöfn keppendanna, sem urðu í þriðja sæti. Ökuþóramir heita Bergsveinn Jens Olafsson og Ævar Sigmar Hjartarson. Þeir kepptu á Lada-bíl. Toyota Tercel Toyota Cressida ðrg. '79,2ja dyra, 5 gira, grðr-sans. station '78, grœnn, eklnn 64.000. Verð: 78.000.- Verð: 93.000.- Toyota Cressida, 4ra dyra, ðrg. '80, ekinn 00.000. Verð: 108.000.- Toyota Corolla ðrg. '78, ekinn 45.000, rauður. Verð 77.000.- Mjög vel með ffarinn bíll. Toyota Cressida station, ðrg. 78, sjðifskiptur, ek- inn 76.000, brúnn. Verð 95.000.- Toyota Corona Mark II ðrg. 73, hvitur, góður bill, ný frambretti, endurryðvarinn, ný dekk. Verð 39.000.- Subaru 4x4 ðrg. '81, ekinn 14.000, vinrauður. Verð 150.000.- (Mjögvel með farinn bill). Skipti möguleg ð ódýrari. Toyota Cressida 4ra dyra, 5 gira, ðrg. 78, ekinn 1000 km ð vðl, nýtt lakk. Verð 98.000.- Toyota Cressida 4ra dyra, 78, akinn 49.000, rauöur. Verð: 90.000.- ■ nl — - Einnig: Toyota HI-ACE disil ðrg. '82, ekinn 11.000, ðn glugga, hvítur. Verð: 138.000.- Toyota Corona Mark II árg. 77, ekinn 71.000, grœnn. Verð 70.000.- Toyota Corolla KE—30 ðrg. 78, gulur, akinn 24.000. Verð 70.000. Toyota Corolla Liftback ðrg. '80, ekinn 40.000, Ijósbrúnn, sjðlfskiptur. Verð: 105.000.- Mazda 626 sjðlfsk., ðrg. '81, grœnn, ekinn 37.000. Verð 110.000.- Toyota Corolla KE—20 ðrg. 77, ekinn 70.000, grðr-sans. Verð 58.000.- (Ný frambratti, nýtt lakk.) Toyota Carina ðrg. 78, ekinn 58.000, grðr-sans. Verð: 82.000.- ©TOYOTA SALURINN Nýbýlavegi 8, sími 44144. —»0PIÐ ALLA LAUGARDAGA FRÁ KL. 1-5.a Toyota Corolla ðrg. '80, ekinn 28.000, rauður. Verð: 90.000.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.