Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL1985. Kvikmyndir Kvikmyndir Þráinn Bertelsson leikstjóri kemur fram í myndinni í hlutverki blaða- manns. Hér sést hann með Unni (MaríuSigurðardóttur). Nýja bíó — Skammdegi_ Myrkraverk í afskekktri sveit SKAMMDEGI. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Handrit: Þráinn Bertelsson og Ari Kristlnsson. Kvikmyndun: Ari Kristinsson. Hljóóupptaka: Jón Hermannsson. Tónlist: Lárus Grímsson. Aðalieikendur: Ragnheiður Arnardóttir, María Sigurðardóttir, Eggert Þorleifsson og Hallmar Slgurðsson. Það hlýtur að teljast meiriháttar afrek hjá einu fyrirtæki að geta sent frá sér þrjár leiknar íslenskar kvik- myndir í fullrí lengd á tveimur árum. Það er einmitt það sem kvik- myndafyrirtækið Nýtt líf hefur gert. Til að geta gert þrjár kvikmyndir á jafnskömmum tíma verða kvik- myndirnar að sjálfsögöu að skila arði. Og það þarf mikinn áhorfenda- fjölda til að kvikmynd skiU aröi í jafnlitlu landi og Island er. Þetta hefur aðstandendum Nýs lífs tekist með tveimur fyrri mynd- um sínum, Nýtt Uf og DalaUf. Þær tvær myndir voru gamanmyndir sem féUu hinum almenna áhorfanda vel í geð og var Dalalíf tU að mynda eina kvikmyndin af fimm, er gerðar voru í fyrra, sem skilaði arði. Skammdegi er ekki gamanmynd heldur fjaUar hún um morð, fé- græðgi og dularfuUa atburði á af- skekktu sveitabýli á Vestfjörðum. Myndin gerist aö mestu leyti á bænum Reykjafirði við Amarfjörð. Þar er eingöngu rafmagn frá eigin orkustöö og bærinn er Utilfjörlegt kotbýli. En þar er mikiU hiti neöan- jarðar og er sumum mikið í mun aö geta keypt jörðina til að geta hafiö þar fiskeldi. Eigendur jarðarinnar eru þrjú systkin sem eiga hana að hálfu á móti Elsu (Ragnheiður Arnardóttir) sem er ekkja eftir einn bróöurinn. Hún er fengin tU að fara vestur og reyna aö hafa áhrif á systkinin sem ekki vilja selja. Ekki fær hún blíðar móttökur er í sveitina er komið. Unnur (María Sigurðardóttir) er sú sem stjómar á heimUinu. Magnús (Hallmar Sigurðsson) er annar bróðirinn, veUcgeðja og undir stjórn systur sinnar. Einar (Eggert Þorleifsson) er geðsjúklingur sem systirin veröur aðpassa veluppá. Fyrir Elsu er heimsóknin vestur martröð Ukust og koma fyrir hana ýmsir atburðir er óskýrðir eru í myndinni. Aö því er virðist er allt gert til, annaðhvort að koma henni í burtu sem fýrst eða jafnvel að drepa hana. Eftir miklar hamfarir, þar sem reynt er að drepa Elsu meö því að láta hana vera aftan í vélsleða á skíöum, reynt er aö drekkja henni og látiö er líta þannig út aö hún hafi ráðist á Unni, selja systkinin jörðina, en ekki fyrr en þau halda aö Elsa sé ekki lengur á meðal lifandi manna. . . Eins og söguþráöurinn er byggður upp er mikið um spurningar sem fá svör fást við og oft er handrítið gloppótt í atburðalýsingum. Persónunum eru misjafnlega vel gerö skil frá höfunda hendi. Eisa, sem er sú persóna sem ætti að vera heiisteyptust, er orðin spumingar- merki í lokin. Eins er um Magnús. Skýringar á hegðun hans eru litlar og tilfinningarhans eru eitthvað loðnar. Aftur á móti er Unnur vel gerð frá höfunda hendi og Einar einnig. Það má sem sagt finna ýmsa galla í persónusköpun í Skammdegi. Það aftur á móti bitnar minna á mynd- inni en ætla mætti. Leikaramir sjá um það. Þaö er sama hvar litið er á leik þeirra leikara er leika aðal- persónurnar, þeir koma því til skila sem handritiö býður upp á og vel það. Það er mikið um nærmyndatök- ur í Skammdegi og því reynir mikiö á leikarana. Það er erfitt að gera upp á milli fjögurra aðalleikaranna. Þó hreifst ég mest af kvenfólkinu. María Siguröardóttir nær sérlega vel að lýsa hinni einmana Unni sem vill engar breytingar en finnur samt fyrir vanmætti sínum í samanburði við heimskonuna Elsu. Ragnheiður Amardóttir er nær allan tímann á tjaldinu. Mikið er af nærmyndatökum af henni og ekki veit ég hvemig farið hefði fyrir myndinni heföi hún ekki haft þennan þokka og glæsileika ásamt góðum leikhæfileikum sem þarf til að koma Elsu vel til skila. Hallmar Sigurðs- son og Eggert Þorleifsson eru einnig góðir. Að vísu er Eggert það þekktur gamanleikari aö hann vekur hlátur hjá áhorfandanum þótt ekki gefi atriöiö tilef ni til. Varla er hægt að kalla Skammdegi spennumynd í þeirri merkingu sem orðið tíðkast hér á landi. Þriller er aftur á móti betra orð. Atburðarásin er í hægara lagi, þrátt fyrir það er ekki langt í spennuna og það eru atriði í myndinni sem fá áhorfand- ann til að hrökkva við. Það gefur myndinni nokkuð sérstakt yfirbragð að láta hana gerast að vetrarlagi í af- skekktu héraöi. Ognunin verður áhrifameiri fyrir bragöið. Kvik- myndatakan er í heild ágæt og hljóðið kemst vel til skila þótt ójafnt sé. Skammdegi er afþreyingarmynd sem fáum ætti að leiðast yfir þótt svörin við hinum ýmsu spurningum séu ekki á hreinu þegar mynd lýkur. HilmarKarlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Fengu mun minna útborgað en þær höfðu reiknað með: GRÆNLENSKU STÚIK- URNAR FARNAR FRÁ SUÐUREYRI Að undanfömu hafa margar græn- lenskar stúlkur verið í fiskvinnu í nokkrum bæjum á Vestfjörðum. DV hafði haft fregnir af því aö ekki væru Grænlendingarnir allir jafnánægöir meösín kjör. „Jú, þetta mun vera rétt. Um helmingur þeirra er nú farinn heim og hinn helmingurinn fer í dag,” sagði Sveinbjörn Jónsson, formaður verka- lýðsfélagsins Súganda á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þegar fólkinu er sagt hvað það muni fá í kaup snýr þetta ööruvísi viö því því að það þekkir ekki þau kjör sem verkafólk í íslenskum fiskvekunar- húsum býr við. Fólkið var : áðið til 6 mánaða og þurfti því að miðla málum til að það gæti hætt áður en sá tími var liðinn. Nú hafa atvinnurekendur sæst á að borga því farið til síns heima. Grænlensku stúlkumar hafa sagt að þeim hafi ekki verið tilkynnt hve mikið yrði dregið af launum þeirra, þannig að minna hefur veriö eftir í launaum- slaginu en þær hafa búist við. Þetta hlýtur að vekja athygli á þeim þrælakjörum sem starfsfólk í frystihúsum býr viö yfirleitt ef farið er að f jalla um þessi mál. Að mínum dómi er þetta líka misskilin góðgerðarstarf- semi sem við stundum. Það væri nær að hjálpa Grænlendingum á einhvern annan hátt, til dæmis með einhvers konar félagslegri aöstoð,” sagöi Svein- björn. „Þetta hefur verið leiöinlegur tími sem við höfum átt héma,” sagði ein grænlensku fiskverkunarstúlknanna sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Það hefur verið tekið miklu meira af laununum okkar en við bjuggumst viö. Á skrif stofunni í Grænlandi, sem sá um þessi mál, var okkur sagt hve hátt kaupiö okkar myndi verða en þar var ekki tekið fram hve mikið yrði dregið af launumokkar.” Ekki tókst að ná tali af talsmönnum frystihússins á Suðureyri. ÁE Sjóbirtingsveiðin hafin: Góð veiði á regn- bogasilungi í Varmá Margir vona að vorið sé á næstu grösum, vorfuglamir sumir komnir og bændur famir að huga að vorverkun- um. Þetta er merki um vorkomuna langþráða. Mörgum finnst kærkomið að fá að renna um páskana og komast út í náttúmna og glíma við silunginn. I apríl mátti veiðin hefjast og var víst ekki hægt að veiða nema í Varmá í Hveragerði. Þar gekk víst mikið á og fengu menn regnbogasilung í hverju kasti. „Það var alveg sama hverju viö beittum, regnbogasilungurinn tók allt, þetta vom 1—2 punda fiskar og gaman að veiöa þá. Fengum helling og ætli maður láti ekki reykja þá, fengum líka sjóbirting og þeir vom jafnstórir 1—1,5 punda.” Þetta hafði veiðimaöur að segja um góða veiöi í Varmá, en vel hefur veiðin gengið þar þessa fyrstu veiðidaga. Tveimur dögum á eftir þessum veiddi veiðimaður 25 regn- bogasilunga og sjóbirtinga víða í lækn- um, allt fallega fiska og veiddust þeir á flugur. Veiðimenn njóta nú góðs af því að síðasta haust slapp töluvert af regn- bogaseiðumíána. Sú fræga sjóbirtingsá Geirlandsá var ísi lögð og Vatnamótin líka fyrstu daga mánaðarins. Um Laxá í Leirár- sveit og Leirá var svipaða sögu aö segja, allt ísi lagt en þaö kom betri tíð. Hún var kærkomin þíðan sem kom um páskana og veiöimenn uröu kátir mjög. Arnefndin í Geirlandsá tók kvótann þegar veiöin gat hafist og veiddi hún 30 fiska á tveimur dögum, en veiða má 5 fiska á stöng á dag og veitt er á þrjár Skúli Kristinsson með fallega veiöi úr Varmá í Hveragerði um helgina. DV-mynd G. Bender. stangir. Hann var 9 punda sá stærsti og veiddust allir fiskarnir á reflex spún og voru þetta í bland bjartir fiskar og dökkir. „Gekk heldur rólega til að byrja með og á skírdag og föstudaginn langa fengum við ekki ..eitt. A skírdag vom Vatnamótin á ís en það fór að rigna og á föstudaginn langa var ísinn farinn að mestu, en fiskurinn tók ekki, elti bara,” sagði Jón R. Ársælsson úr Keflavík.” Á laugardaginn fórum við snemma út og þá byrjaði veiðin, fengum 12 sjóbirtinga 2—2,5 punda og það var greinilega að lifna yfir þessu, næstu veiöimenn ættu að fá þá, þetta voru bæöi nýir og eldri fiskar.” Allt var víst heldur dautt í Hörgsá og Fossálunum en þetta kemur allt með betritíð.. G. Bender. Þeir reyndu margir veiðimennirnir um helgina en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þessir reyndu í Ytri- Rangó og þar var ekki beint vorlegt. DV-mynd G. Bender. íslendingar f I júga þotu Artic Air Islenska flugfélagið Artic Air er þessa dagana að láta breyta leiguþotu sinni til vöruflutninga. Þotan, sem er af geröinni Boeing 707—320 og ber ein- kennisstafina TF—AEA, hefur undan- fama þrjá mánuði veriö notuð til farþegaflutninga. Að sögn Amgríms Jóhannssonar, flugstjóra, eiganda Artic Air, er þotan leigö af bresku fyrirtæki til næstu sex mánaða. Ein áhöfn mun fyrst um sinn fljúga þotunni. Amgrímur veröur flugstjóri. Einar Frederiksen, sem hefur að undanförnu veriö í þotuþjálfun í Belgíu, verður aðstoðarflugmaöur. Flugvélstjóri verður Bjöm Vignir Jónsson. Þeir félagar ætla að bjóða í verkefni hér og þar á hinum alþjóðlega markaði. Amgrímur gerði ekki ráð fyrir því að þeir myndu keppa á ís- lenska markaðnum enda væri hann lítill. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.