Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRlL 1985. 15 VERÐUG MINNING íslenska óperan, Tónleikar í Minningu Péturs Á. Jónssonar, óperusöngvara, 30. mars. Flytjendur: Guðmundur Jónsson, Anna Júlfana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Magnús Jónsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Hrönn Hafliðadóttir, Sigurður Bjömsson, ósamt meðleikurunum Agnesi Löve, Ólafi Vigni Albertssyni og Vasa Weber. Hér í eina tíð var Sjómannadagurinn hátíðlegur haldinn á Austurvelli, þ.e.a.s. hinn alvarlegri hluti hátíðar- haldanna og músíkalskur þáttur hátíðarinnar var í allföstum skoröum. Hrafnistumenn, Gnoö úr hafi, Bára blá og Alfaðir ræður (gjaman uppnefnt lengsta lag á Islandi) voru fastir liðir. Mér er í bamsminni að hafa heyrt Pétur Jónsson syngja við slíkt tækifæri og hefur það líklega verið í eitt alsíðasta sinn sem hann söng opinber- lega. Helst minnist ég þess frá þeim atburði hversu óskaplega hátt maður- inn gat haft og hve lengi hann gat haldiö tóninum á hápunkti og loka- tónum. I þá tíð held ég að það hafi þótt ámóta virðingarmikið að syngja á Tónlist Eyjólfur Melsted Sjómannadaginn meö Lúðrasveitinni og að vera Fjallkonan á sautjánda júní. Hinu gerði barnið sér enga grein fyrir, aö þama syngi einn merkasti listamaður þjóðarinnar ef til vill í síð- asta sinn. Hans starfsvettvangur var óhjákvæmilega í útlöndum en aö lokum sneri hann heim og vann að því að mennta blómakynslóð íslenskra söngvara, þeirra sem enn em að og stundum nefndir „gömlu jálkarnir” — auðvitað í góðu. Þeir gömlu jálkar era ekki eldri en svo að þeir syngja enn í landsliðinu — með fullum rétti. Annars er hugtakið kynslóðabil langt því frá að vera neitt lykilhugtak hjá söngvara- liöi okkar. Þó vantaði í landsliðið þá allra yngstu á þessum tónleikum og eins hafði umgangspestin höggvið skörð í liðið. Hér komu menn á söngpall hver á eftir öðrum, rétt eins og á skólatónleik- um (vinsælt form þessa dagana), en í landsliðinu syngja aðeins þeir sem fullhertir teljast og láta sig ekki muna um að syngja sig í stuö á nokkrum hendingum. Meö tónleikum jiessum minntist íslenska óperan fyrsta ís- lenska óperusöngvarans á verðugan hátt. EM BA CHTÓNLEIKAR Bach tónleikar ó vegum Listvinafólags Hallgrímskirkju í Langholtskirkju 30. mars. Stjórnendur: Hörður Áskolsson og Porgeröur Ingólfsdóttir. Flytjendur: Hamrahlíðarkórinn, Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð og Mótettukór Hall- grímskirkju. Ávarp, Bach minning: Árni Kristjónsson. Efnisskró: Jóhann Sebastian Bach: Lobet den Herrn, alle Heiden BWV 230; Jesu meine Freude BWV 227; Komm, Jesu, komm BWV 229. Það var framtak þriggja kóra að minnast gamla Bachs í Langholts- kirkju á laugardaginn fyrir pálma- sunnudag. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, hástig hans Hamrahliðar- kórinn og Mótettukór Hallgrímskirkju héldu þá undir merkjum Listvina- félags Hallgrímskirkju til ágóöa fyrir oreglsjóð kírkjunnar. Fyrstur söng yngri kórinn, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, mótett- una Lobet den Herm, alle Heiden. Þaö var létt yfir söngnum, tónninn með þessum sérstaka Hamrahlíðarblæ og Tónlist Eyjólfur Melsted að venju kunnu allir sitt upp á hár, öðruvísi eru réttirnir ekki fram bomir úr því músíkalska kokkhúsi. Jesu, Meine Freude er síður en svo ný mótetta fyrir eyrum íslenskra tónleikagesta. Hana söng Mótettukór Hallgrímskirkju með reisn en þó án þess að slaka nokkuð á kröfum sínum um mýkt og blíðu í tóni. Einkum fannst mér að karlaraddirnar kæmu skýrar fram en áður, hvort sem því olli þróun í söngstíl eða ómgerð Langholtskirkju. Kirkjan var fullsetin og þá fyrst við slíkar aöstæður fá menn notið ein- stæðrar heyrðar hennar til fulls. Saman sungu Mótettukórinn og Hamrahlíðarkórinn Komm, Jesu, komm, að lokum. Allur var söngurinn með sömu formerkjum og fyrr, blíður, hreinn og fagur og það eina sem ég hefði óskað til viðbótar var svo sem eins og lúsarögn af snerpu. Ávarp Áma Kristjánssonar var gott innlegg og aldrei verður ofbrýnt hversu mikið menn eiga að þakka guð- spjallamanni tónanna. EM ur Neytendur Neytendur Neytendur Mélefni leigubif reiða hafa miklð verið I deiglunni að undanf ömu. ÁNÆGJA MEÐ NÝBREYTNI í ÞJONUSTU LEIGUBIFREIÐA I nýlegri ályktun Neytendafélags Eeykjavíkur og nágrennis kemur fram ánægja meö nýbreytni og fjölbreytni í þjónustu sem Bifreiðastöö Steindórs hefur bryddaö upp á. Skal þá nefnt aukiö úrval bifreiöa- tegunda, afnám aukataxta vegna bæjarmarka innan hins svokallaöa Stór-Reykjavíkursvæöis, greiöslu- kortaþjónustu og fleira. Neytendafé- lagiö hvetur til þess aö höfuöborgar- svæöiö veröi almennt gert að einu gjaldskré rsvæöi og aö sta rtgj aldiö s vo- nefnda veröi endurskoöaö, enda hlut- fallslega hærra hér á landi en viöast hvar annars staöar. Þaö er álit félags- ins aö startgjaldiö sé leifar gamla tim- ans áöur en talstöövarþjónusta varö almenn. Neytendafélagið vekur athygli neyt- enda á þeirri breytingu sem varö viö síöustu gjaldskrárhækkun leigubif- reiöa sem felst i þvi aö nú hækkar taxt- inn viö fimmta farþega í stað sjötta farþegaáöur. hheL í DV 28. mars halda vinir Steindórsmanna áfram áróðrinum/' gjaldiö sé leifar gamla tímans áöur en talstöövarþjónusta varö almenn. NeytendafélagiÖ vekur athygli neyt- enda á þeirri breytingu sem varö viö síðustu gjaldskrárhækkun leigubif- reiða sem felst í því að nú hækkar taxtinn viö fimmta farþega í stað sjötta farþega áöur.” reikna í þess staö meö því að ályktunin sé aðeins fljótfærnisverk unnið af, reyndar ámælisveröri van- þekkingu. Ekki nenni ég aö elta ólar viö alla vitleysuna en tek fyrst fyrir þá full- yröingu að Bifreiðastöö Steindórs bjóöi upp á aukið úrval bifreiða- A „Ef það er virðingarverð fjöl- breytni að bjóða upp á tvær teg- undir bifreiða þá væri gaman að sjá sömu samtök hæla þeirri fjölbreytni bifreiða sem hinar leigubílastöðvarnar bjóða neytendum.” Að þessi ályktun Neytendafélags Reykjavíkur sé stórkostlega röng byggð á ótrúlegri vanþekkingu, ekki síst með tilliti til kunningsskapar mUU starfsfólks félagsins og Stein- dórsmanna, er víst ekki of mælt. Reyndar er ályktunin svo röng að ætla mætti að fariö væri rangt meö af ásettu ráði. Því vil ég þó ekki trúa en tegunda. Staðreyndin er sú að á Bif- reiöastöð Steindórs eru aðeins tvær leigubifreiöar, önnur pólsk af ,gerðinni Polonez en hin japönsk af gerðinni Galant. Ef það er virðingar- verð fjölbreytni að bjóöa upp á tvær tegundir bifreiöa þá væri gaman að sjá sömu samtök hæla þeirri fjöl- breytni bifreiöa sem hinar leigubíla- stöðvamar bjóða neytendum. Aö startgjaldiö sé úrelt vegna talstöðv- anna er byggt á vanþekkingu. Þensla borgarinnar er slöc að nú, þrátt fyrir talstöövar eru bílar sendir jafnlang- ar og jafnvel miklu lengri vegalengd- ir en gerðist fyrir tiUcomu talstöðv- anna. Þessi ályktun fellur því dauð og ómerk. Varöandi gjaldskrár- breytinguna nú nýveriö er eitt atriði gagnrýnt, en vandlega þagað yfir þeirri breytingu að viðbótartaxti fyr- ir 5 tU 8 manna bíl var lækkaöur úr 25% álagi í 20% álag. Þetta atriði skiptir viðskiptavini Steindórs engu máli, þar sem sú stöð býður sínum viðskiptavinum aðeins tvo bíla og báða aðeins fjögurra farþega. Greiðslukortaþjónustu Steindórs (hjá tveimur bUum) þakka neyt- endasamtökin, en þaö viröist hafa fariö fram hjá þeim að mikUl og vax- andi fjöldi bUa á hinum stöðvunum býður einnig þessa þjónustu. Að lokum. Því miður bendir „þakkaávarp” Neytendafélags Reykjavíkur til þess að samtökin nái ekki áttum í moldviöri Steindórs- manna, eða hins sem verra væri, að innan Neytendasamtakanna ráði kunningsskaparsambönd við Stein- dórsmenn orðum og geröum. Kristinn Snælaud. Nýkomid Skóverslun Þórðar Péturssonar Laugavegi 95, sími 13570. Kirkjustrœti 8, sími 14181. Teg. 1014 Joke. Litur: brúnt ledur. Stcerdir: nr. 36—40. Verð kr. 1.495,- uu iKuur. Stœrdir: nr. 41—47. Verðkr. 1.585,- Teg. 1104 Joke. Litur: svart ledur. Stœrðir: nr. 36—40. Verð kr. 1.495,- Stcerðir: nr. 41—47. Litir: grátt, brúnt eða svart leður. Verðkr. 1.585,- Teg. 1504 Free. Stcerðir: nr. 40—46. Litir: grátt eða svart leður. Verð kr. 1.675,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.