Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUA. Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ferðagleði um páskana Talsverð hreyfing hefur veriö á landsmönnum yfir páskana. Flug gekk vel og hjá Flugleiðum voru áætlaðar 26 flugferðir á áætlunarstaði og þrjár þotuferðir til Akureyrar í gær. Flugið hjá Arnarflugi gekk einnig mjög vel yfir páskana. Meðal þess sem seiddi úr Reykjavík var skíðalandsmót áSiglufirði. Hjá Bifreiðastöð Islands var umferðin hins vegar meiri í ár en í fyrra. Mest til Akureyrar en líka mikil áHöfn. Góð þátttaka var í útivistarferðir Ferðafélagsins og tJtivistar um páskana og var farið í Þórsmörk og Landmannalaugar. -SGV. Kari efstur áSkákþingi Karl Þorsteins er efstur í lands- liösflokki á Skákþingi Islands. Karl hefur hlotið sjö og hálfan vinning þeg- ar níu umferðum af þrettán er lokið. Þröstur Þórhallsson er annar með sex vinninga, og Lárus Jóhannesson er þriðji með fimm og hálfan vinning. Næstir með fimm vinninga eru Andri Áss Grétarsson og Davíð Ölafsson. -KMU. Kollafjarðarstöðin: Ákvöróun ívikunni „Ákvöröun mun liggja fyrir síðar í vikunni,” sagði Jón Helgason land- búnaðarráðherra í viðtali við DV í morgun „Eg vil kynna máliö fleirum, áður en ákvörðun verður tekin. . . ” Landbúnaöarráðherra hefur úr- skurðarvald um til hvaða aögerða verður gripið í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Fisksjúkdómanefnd hefur lagt fram tillögur um niðurskurð seiða og að stöðin verði sótthreinsuð vegna nýmaveiki sem kom upp þar í vetur. -ÞG. mm blómaáburður frá hollensku blómaþjóðinni. Skyldi Denni stefna á gondóla-útgerð? Fjármálaráðherra um „bílastyrki” ríkisbankastjóranna: „ÞETTA VERÐUR AÐ STÖÐVA” „Þetta verður að stöðva, það er mín skoðun,” segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra um þá ákvörðun bankaráða ríkisbanka og stjórnar Framkvsndastofnunar, að greiöa yfirmönnum 450 þúsund hverjum í bílastyrk á ári. Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráöherra vill fá greinargerö aðila áður en hann tekurafstööu. Ákvarðanir um þessa nýju bfla- styrki em nýjar af nálinni. Þær ieysa af hólmi þau kjör að viðkomandi yfirmenn fái niðurfelld aðflutnings- gjöld af einkabifreiðum sínum þriðja hvert ár. Alþingi samþykkti í maí í vor þingsályktun um að fela rflcis- stjóminni aö fella þessi hlunnindi niöur. Um helgina ályktaði þingflokkur Alþýðuflokksins á þá lund að ríkis- stjórnin heföi bmgðist og nýju bíla- styrkimir brytu í bága við samþykkt Alþingis. Einnig að vísitölutrygging slíks kaupauka sé lögbrot, en hún á aö gflda um aðra en bankastjóra Búnaðarbankans. Alþýðuflokkurinn átti frumkvæði að þingsályktuninni i maí. Þá skorar þingflokkur Alþýðu- flokksins á ríkisstjórnina að fram- fylgja ályktun Alþingis, á viðkom- andi bankaráðsmenn að segja þegar af sér og á Alþingi að samþykkja nú þegar lagafrumvarp tveggja alþýðu- flokksmanna um afnám bifreiða- hlunninda ráöherra. Þeir stjórnendur sem njóta eiga umræddra bflastyrkja munu hafa 70—100 þúsund krónur í mánaðar- laun, utan bflastyrkjanna. HERB Lögreglan færlr hinn granaða að lögreglublfreiðinnl. DV-mynd S. Réðst inn á sofandi stúlku Á fimmtudagsmorgun var ungur maður handtekinn eftir aö hann hafði fariö inn í hús á Tómasarhaga. Aö sögn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins barst tilkynning um að maður hefði ráðist inn til ungrar stúlku snemma á fimmtudaginn. Stúlkan, sem var sof- andi í svefnherbergi sínu, vaknaði er hann var kominn inn í herbergi hennar og hófust á milli þeirra átök sem stóðu í 15 til 20 mínútur. Stúlkunni tókst aö koma manninum út og gera lögreglu aðvart. Kom hún á staðinn og var maðurinn handtekinn skammt frá húsinu þar sem hann braust inn. Að sögh lögreglunnar er ekki ljóst hve mikla áverka maöurinn veitti stúlkunni. ÁE. Verslunarstríð á Hellu á fóstudaginn langa: Kaupfélags- mennkærðu en opnuðu svosjálfir Eg taldi skynsamlegast, eftir að hafa athugað viðbrögð ánnare staöar, að senda lögreglumenn með tilmæli um lokun. Síöan fylgir skýrslutaka og málið verður afgreitt eins og önnur, eftir páska,” sagði Böðvar Bragason, sýslumaður í Rangárvallasýslu, um verelunar- stríð sem geisaði á Hellu á föstu- daginn langa. Þann dag voru allar búðir lokaðar fyrri hlutann utan veitingasalan Hrafninn. Þegar forráðamenn kaup- félagsins komust að því kærðu þeir eigendur Hrafnsins. Eigendurveitingasölunnar höfðu opið-áfram þrátt fyrir tilmæli sýslu- manns. I kjölfar þess var kaup- félagið þá opnað siðar um daginn og haft opið frá 14 til 20. Einhverjir framtakssamir íbúar á Hellu töku sig þá til og kæröu kaupfélagið. Sitja því báöar verelanimar eftir með kæru. „Með þessum aðgeröum fékk maður á hreint hvort lögunum yrði fylgt bókstaflega eða ekki,” sagði Jón Bergþór Hrafnsson, fjármála- stjóri Kaupfélagsins á Hellu, um kæruna. Svo virðist sem frávik séu algeng frá lokunarlögum víðsvegar um land yfir hátíðamar. Lögreglan á Selfossi gat til dæmis upplýst aö opið heföi verið i Eden allan föstudaginn langa og í Foss- nesti og Ambergi eftir hádegi. -SGV. Steingrímur íFeneyjum Foraætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, er nú í Feneyjum á Italíu. Þar situr hann ráðstefnu leið- toga Vestur-Evrópuríkja umnýsköp- un atvinnulífsins, í boði Craxis, for- sætisráðherra ltalíu. Þórður Friðjónsson, efnahagsráöunautur ríkisstjórnarinnar, er í för með Steingrímí. Þeir eru væntanlegir aftur heim á laugardag. HERB Landsf undur Sjálf stæðisf lokksins hefst á f immtudaginn: ENGIN ATÖK UM FORMENNSKUNA Formennska í Sjálfstæðisflokkn- um verður ekki átakamál á lands- fundi flokksins sem hefst á fimmtu- daginn, fari svo semnú horfir. Mikill einhugur ríkir um að endurkjósa Þoretein Pálsson formann, sam- kvæmt víðtækum heimildum DV. Hugsanlega dreifast atkvæði í vara- formannskjöri eitthvað en Friörik Sophusson er talinn hljóta öruggt endurkjör. Aðalmál landsfundarins, sem haldinn verður í Laugardalshöllinni, verða húsnæðismál og framtíð at- vinnulifsins, nýsköpun þess og efl- ing. Einnig má búast við talsverðum umræðum um ríkisstjórnina. Lífslík- ur hennar munu ekki ráðast á þessum fundi. Þær velta umfram annað á kjarasamningum í sumar og haust, ekki síst eftir að fram- sóknarmenn hafa nánast beðið sjálf- stæðismenn um gott veður enn um sinn. Landsfundurinn stendur í fjóra daga og endar á kosningu formanna og miðstjómar. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.