Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRlL 1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Unglingadeild Útivistar sá um skemmtiatriðin. Hér sjáum við imynd bitlaáratugarins, siðhærðir slánar i köflóttum jökkum og stelpur i stuttum pilsum. Eins og sjá má kunnu menn vel að meta góðar veitingar í Hlégarði. Boðið var upp á lostætt lambakjöt. Hallgrímur Jónasson, níræði unglingurinn, fararstjórinn, kennarinn og hagyrðingurinn flutti ávarp í bundnu og óbundnu máli. „Vex mór óðum vit og styrkur veðrið gott og iiðið frægt, nú er komið niðamyrkur nú er orðið pelatækt." Þrátt fyrir nokkurn aldur er Hallgrimur enn hinn hressasti og var m.a. einn af fararstjórum Útivistar í nokkrum ferðum sl. sumar. Hæ þú, hæ þú. . . Fönguleg fljóð og djarfir dátar dilla sér i imynd ástands- áranna. Dagrún Hlöðversdóttir og Jón Ingi taka lagið. Feröafélagiö Utivist er tíu ára um þessar mundir, stofnað í Reykjavík 23. mars 1975.1 tilefni af merkisafmælinu var haldin vegleg árshátíö félagsins í Hlégaröi nú nýlega þar sem ungir sem aldnir Utivistarfélagar komu saman og skemmtu sér viö dans og söng fram á rauöa nótt. I Utivist ríkir ekkert sem heitir kynslóðabil, þar skemmta unglingamir sér ekkert síöur en eldra fólkiö á skemmtunum jafnt sem í ótelj- andi ævintýraferðum félagsins um víö- feöma íslenska náttúm. I nýútkominni ferðaáætlun fyrir þetta ár kennir margra grasa. Boöiö er upp á fjölbreytt úrval feröa, lengri og skemmri, um allt land. Þórsmörk er aö venju vinsælasti viökomustaöurinn enda er þar ekki einungis um aö ræöa náttúruvin sem ekki á sér neina líka heldur hefur Utivist komiö sér upp fullkominni gisti- og snyrtiaöstööu fyrir hópa á vegum félagsins í Básum, aðstaða sem landsmenn hafa vel kunnað aö meta á síöustu árum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá kann Utivistarfólk aö skemmta sér og er auðséð aö mikil gróska er í öllu starfi félagsins. „Mjöllin skreytir fjöllin flúri, í fjallaloft ersál mín þyrst. Ég labba um sem Ijón í búri, mig langar svo með Útivist.” HÖFUNDUR: Aðalbjörg Sóphaníasdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.