Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL1985. Andlát Guðrún Slgurðardóttir, Ljóshetmum 6, Reykjavík, fyrrum húsfreyja á Þór- oddsstöðum í Olafsfiröi, lést á heimili sínu 28. mars sl. Kveðjuathöfn fer fram í Langholtskirkju í dag, þriðju- daginn 9. apríl, kl. 13.30. Jarösett verður fr á Ölafsfjarðarkirkju miðviku- aaginn 10. apríl kl. 14. Margrét Halldórsdóttlr frá Isafirði er látin. Otför hennar fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 15. apríl kl. 15. Haraldur Isleifsson, fyrrverandi fiski- matsmaður, Skólastíg 28 Stykkis- hóimi, sem andaöist sunnudaginn 31. mars í St. Fransiskusjúkrahúsinu Stykkishóimi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju í dag, þriðjudag- inn 9. apríl, kl. 14. Henning Busk verkstjóri, Barðaströnd 17, sem andaöist 28. mars sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 10. apríl kl. 13.30. jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Kveðjuathöfn um Kristinu Pálmadóttur, FeUsmúla 2 Reykjavík, fyrrum húsfreyju Hnausum, Húna- vatnssýslu, fer fram í FossvogskapeUu í dag, þriðjudaginn 9. apríl, kl. 15. Jarðsett verður á Þingeyrum laugar- daginn 10. apríl kl. 14. 80 ára er í dag, þriðjudaginn 9. apríl, Vaigerður Ingibergsdóttir frá Melhól í MeðaUandi. Hún tekur á móti gestum eftir kl. 16 í dag aö Bakkaseli 22, Reykjavík. Tilkynningar Kvenfélagið Hrönn Skemmtifundur veröur haldinn i dag, þriðju- daginn 9. apríl, kl. 20.90 aö Borgartúni 18. Matur verður fram borinn, tískusýning. Félag Snæfellinga og Hnappdæia í Reykjavik. Vorfagnaöur Félags Snæfellinga og Hnapp- dæla i Reykjavík verður haldinn laugardag- inn 13. apríl í Domus Medica og hefst kl. 21. Athygli er vakin á aö þessi skemmtun er ætluö fólki á öUum aldri og væri skemmti- nefnd mikil ánægja að sjá margt ungt fólk á þéssari samkomu. Það helsta til skemmtunar verður: kl. 22 stutt kvikmyndasýning frá Frönsku Rivier- unni þar sem SnæfeUingafélaginu gefst kostur á að dvelja í september nk., kl. 22.30 kór- söngur. Tveir kórar koma fram, Selkórinn undir stjórn Helga Einarssonar og kór SnæfeUingafélagsins, stjórnandi Friðrik Karlsson. Að lokum verður dansað. Hljómsveitin Skuggar leUtur. Þá vUl skemmtinefnd minna á kaffiboð félagsins fyrir eldra fólkið sem veröur i félagsheimiU Bústaöakirkju sunnudaginn 5. maí. Kvenfélag Kópavogs heldur spilakvöld í dag, þriöjudaginn 9. apríl, kl. 20.30 í félagsheimili Kópavogs. Kvenfélag Breiðholts heldur fund í Breiöholtsskóla 9. apríl nk. kl. 20.30. Gestur fundarins veröur Ingólfur Sveinsson læknir og talar hann um streitu og vöövasjúkdóma. Allar konur hvattar til aö koma. Stöðlun í rafmagnsfræði Almennur fyrirlestur verður í Norræna hús- inu miðvikudaginn 10. april kl. 16. Þar mun Hans Svensson skýra frá stöölunarmálum i grannlöndum, viðhorfum sínum til þeirra mála hér á landi og svara fyrirspurnum. Fyrirlesarinn kemur hingað á vegum Sam- bands ísl. rafveitna. Koma hans er undirbúin i samráði við iðnaðaráðuneyti, Iðntæknistofn- un Islands, rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðifélags Islands, Rafmagnseftirlit ríkisins, verkfræði- og raunvísindadeild Há- skóla Islands, Orkustofnun auk aðalfélaga SIR. Fyrirlesturinn erölium opinn. Myndakvöld Miövikudaginn 10. apríl kl. 20.30 efnir Feröa- félagið til myndakvölds í Risinu á Hverfisgötu 105. Efni: Sigurður Bjarnason sýnir myndir og segir frá gönguferöum F.I. milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur og um Hornstrandir, einnig frá ýmsum öörum stööum á landinu. Eftir hlé: Bjöm Magnússon sýnir myndir frá Héraöi og Austfjöröum (næsta sumar er F.I. meö feröir á þessar slóöir). Allir eru velkomnir, félagsmenn og aörir sem vilja kynnast feröum Feröafélagsins. Aö- gangseyrir kr. 50,00. Feröafélag Islands Golfskóli GR Nú fer aö líða aö þvi aö golfkennslan hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur hefjist utanhúss. En fram aö þeim tíma verður Golfskóli GR starf- ræktur í nýbyggingunni í Sundlaugunum í Laugardal. Skólinn er opinn sein hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 15.30—21.00, laug- ardaga ogsunnudaga kl. 11.00—16.30. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp aö á föstudögum, laugardögum og sunnudöguin geta meðlimir Golfklúbbs Reykjavíkur fengiö ótakinörkuö afnot af aöstööunni þarna gegn 50 kr. gjaldi á dag. Þó skal á þaö bent aö salurinn er frátekinn fyrir ókeypis kennslu unglinga 2 tíma á sunnudögum. Kl. 11.00— 12.00 er tíini fyrir unga kylfinga, sem eru ineðliinir í Golfklúbbnuin og eru vanir golf- leik. Kl. 14.00—15.00 er tími fyrir alla unglinga, utan klúbbs, sem innan, sem eru byrjendur í iþróttinni. Þá er rétt aö geta uin ókeypis kennslutíma á inánudögum kl. 17.00—18.00 fy rir konur sem eru ineölimir í GR. Einnig er rétt aö minna inenn á púttkeppnina sem fer fram á hverjum laugardegi. Stofnfundur Stoðar Félagiö STOÐ heldur stofnfund sinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 20 aö Hótel Borg. Tilgangur félagsins er að styöja viö bakið á fólki sem vill hverfa frá vímu- efnaneyslu, sinna félagsþörf þess og koma á fót eigin aöstöðu fyrir félagið með aöstandendum og öðru áhuga- fóiki. Einnig er áætlað að aðstoða fé- lagsmenn í atvinnuleit og byggja upp sjálfstraust þeirra. Framsöguerindi á fundinum flytja: 1. Þórarinn Tyrfingsson um skaðsemi vímuefna. 2. Grettir Pálsson um stöðu fólks eftir meðferö. 3. Kristín Waage um stöðu aðstand- enda. 4. Sævar Pálsson um þörf á félagslegri aöstoð. 5. Omar Ægisson um tilgang og stefnu félagsins. Elín Garðarsdóttir skýrir frá störfum undirbúningsnefndar, Sigurgeir Baldursson fjallar um húsnæðismál fé- lagsins, Kristinn T. Haraldsson kynnir lög félagsins. Fundarstjóri: JakobMöller. Allir velkomnir — Byggjum upp virkt félag. f _..... Í.B.R. ___________ K.R.R. REYKJAVÍKURMÓT MEISTAR AFLOKKUR í KVÖLD KL. 20.30 ÍR—ÞRÓTTUR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Um helgina Um helgina Allir i gufu Um hátíðirnar jól og páska draga ríkisfjölmiðlamir fram efni sem á aö gera dagskrána skemmtilegri. Nú voru það kvikmyndin The Revenge of the Pink Panther á laugardags- kvöld, óskarsverölaunahátíðin á laugardagskvöld og skemmtiþáttur á mánudagskvöld. Allt var nú þetta gott og blessað. Skemmtiþátturinn var heldur svona vandræðalegur nema þegar atvinnumennirnir í skemmtanabransanum sáu um skemmtiatriðin. Omar, Halli og Laddi eru alveg ómissandi í íslenska skemmtiþætti. Hvers vegna er ekki hægt að hafa fleiri íslenska skemmti- þætti í islenska sjónvarpinu? Hvemig værí að gefa Ladda lausan tauminn eins og í fyrravetur er hann gerði alveg ágætan þátt? Þrátt fyrir allt þetta úrvalsefni þá var það finnska gufubaðsleikritiö sem gerði mesta lukku á mínu heimili. Þetta er þriðja finnska mánudagsleikritið sem mér finnst gott. Hin vom fyrir nokkm síðan. Otvarpsdagskráin var ósköp hefðbundin en ég gaf mér tíma til að hlusta á leikritið Mýs og menn sem er orðið sígilt, alltaf jafn gott. Hemmi Gunn og féiagar gera það gott og kitia hlá turtaugarnar. Nú var síðasti þátturinn „Farðu nú sæll” og er það vel. Vonandi er sá sem kemur i staö hans betrí. Eiríkur Jónsson safnstjéri. TÖ Bridge Bridgedeild Húnvetninga Mikil og jöfn keppni er um efsta sæt- iö i aöalsveitakeppni deildarinnar. Þegar ein umferð er eftir, er staðan þessi: Sveit Stig 1. Halldóru Kolka 188 2. Valdimars Jóhannssonar 180 3. Jóns Oddssonar 172 4. Hreins Hjartarsonar 172 5. Kára Sigurjónssonar 164 6. Halldórs Magnússonar 156 7. Guðrúnar Þórðardóttur 127 Síðasta umferð verður spiluö mið- vikudaginn 10. apríl kl. 19.30. Aformað er að spila við Bridgedeild Skagfirðinga þriðjudaginn 9. apríl. Áætluö er ferð til Blönduóss laugar- daginn 4. maí og spila þar við norðan- menn. Tilkynning um þátttöku þarf að berast til Valda s. 37757 og Ola 75377 semfyrst. Tafl- & bridge- klúbburinn Eftir tvö spilakvöld í barómeter- keppni TBK er 14 umferöum lokið og er s taðan sem hér segir: Stig 1. JónS. Ingólfssonog Jakob 200 2. Sigurjón Helgason og GunnarKarlsson 180 3. Gísli Þ. Tryggvason og GuðlaugurNielsen 172 4. Anton Gunnarsson og Friðjón Þórhallsson 141 5. Gunnlaugur Oskarsson og Sigurður Steingrimsson 140 6. Sigfús Sigurhjartarson og Geirharður Geirharðsson 114 7. Hrannar Erlingsson og Matthías Þorvaldsson 109 8. Vilhjálmur Pálsson og Dagbjartur Pálsson 108 9. Jón P. Sigurjónsson og Trúnaðarbróf afhent forseta íslands Nýskipaður sendiherra Belgíif, hr. Paul Denis, nýskipaður sendiherra Nicaragua, dr. Jorge Javier Jenkins-Molieri, og nýskipaður sendiherra Kanada, hr. John Maurice Harr- ington, afhentu forseta Islands trúnaðarbréf Sigfús Ö. Arnason 108 10. Þórður Jónsson og Bjöm Jónsson 100 Hæsta skor var hjá þeim Jóni S. Ingólfssyni og Jakobi, samtals 203 stig úr 28 spilum. Keppninni veröur fram haldið fimmtudaginn 11. apríl nk. kl. 19.30 í Domus Medica eins og venjulega. Stjómin. sín nýlega að viðstöddum Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Síðdegis sama dag þáðu sendiherramir boð forseta Islands á Bessastööum ásamt fleiri gestum. Sendiherrar Belgíu og Kanada hafa aösetur í Osló en sendiherra Nicaragua í Stokkhólmi. Menning Menning Menning Það er ekki þar Rikisútvarp — sjónvarp Stalín ar akkl hér sftir Véstsln Lúðviksson Lsikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson Sviðsmynd: Baldvin Bjðmsson Búningar: Matki örlygsdóttir Stjóm uppt&ku: Elin Þór« Friðfinnsdóttir Því er ekki að neita að sviðsetning Þjóðleikhússins á stofuleik Vésteins Lúðvíkssonar um Þórð jámsmið og hans fólk árið 1977 var hressilegur gustur á sínum tíma, þótt leikritiö væri fomfálegt í sköpulagi og visaði langt aftur í tímann til fordæmis natúralismans. Þegar svo sjónvarpið réðst í kvikmyndun þess fyrir alllöngu síðan og eyddi til þess löngum tima i æfingum og upptökum undir stjórn ungs kvikmyndagerðar- manns og leikstjóra vaknaði forvitn- in, tíminn, eini prófsteinninn á lang- lífi leikverka, hvemig skyldi hann hafa leikið þetta umdeilda verk? Sjón er sögu ríkari, en þó er óhætt aö segja að Stalín er ekki hér standist vel tímans tönn. Gallar verksins hrópa enn í móti áhorfand- anum, leikstjórinn hefur nokkuð mildað þær steríótýpur sem persón- urnar vom, matmóðirin Munda, gljátíkin Svandís, afætan Stjáni og skopfígúran Kalli vom í sýningu sjónvarpsins miklu mildarí i ýkjum sínum en í frumflutningi leiksins. Það er í senn kostur og galli: sumar þeirra máttu vel við því, einkum Kalli, sem verður fyrir bragðið miklu sennilegri persóna, aðrar, eins og Stjáni, misstu við það lit og urðu óljósari. Hér má hugsanlega sakast við leikstjóm og jafnvel áherslur í myndatöku, og oft undraðist ég það í sýningunni á páskakvöld hvað litiö var beitt nærmyndum til að sýna viðbrögð og ástand þessa fólks, þess í stað langdrægari skotum og á stöku stað uppstillingum sem skáru sig skýrt úr öllum stíl þess verks í töku. Upphaf og endir verksins segja reyndar mikið um háborgaralegt efni þess, endalok patríarkans í fjöl- skyldunni og upplausn hennar. Ef numinn væri á brott sá grunni póli- tíski og sögulegi blær sem á þessu verki er, og sem kom ákveðnum aðil- um i samfélagi okkar á óvart, sum- um þægilega en öðrum óþægilega, þá er eftir fornt uppgjörstema stutt þokkalega skrifuðum samtölum, ís- lensku umhverfi, persónum sem skipta áhorfandann sáralitlu máli í raun. Fann einhver sárt til með Þórði í túikun Helga Skúiasonar þegar allt var glataö, huldunni svipt Leiklist Páll B. Baldvinsson úr lífssýn hans? Vöktu meinleg örlög Huldu einhverja samúö eða örvænting Kalla? Þessu verða áhorf- endur að svara hver fyrir sig. I mínum augum skýrðist það sem mig hafði lengi grunaö af kynnum við þetta verk: höfundi var í upphafi fyrirmunað að skapa í orðum (en orð ráöa ríkjum i þessum texta, ekki athafnir) persónanna svo ljós gildi manneskjunnar að við tækjum af- stöðu til eða frá á tilfinningalegum grunni. Jafnvel vesalmennin í verk- inu, Svandís og Stjáni, veröa óskýr. Og í þessari gerð var þaö sú sem kemur öllum illindunum og um leiö réttlætinu af staö í þessum grugguga poili kjarnafjölskyldunnar, Hulda, sem fór einhvem veginn með sigur- inn af hólmi. Þó er það persóna sem getur verið margráð, en Guðrún Snæfríður lék hana á afskaplega innilegan og hófstilltan máta, sem er gleðiefni út af fyrir sig. Hin ung- mennin í leikarahópnum áttu erf- iðara með að ná fullum tökum á sín- um hlutverkum. Þröstur Leó gerði snotra hluti á köflum, Egill og Vil- borg sömuleiðis, en aftur hverf ég að óljósrí persónusköpun sem ég skelli hiklaust á reikning leikskálds og leikstjóra. Margréti Helgu tókst hinsvegar að gera Mundu að heil- steyptri og sannverðugri persónu. Helgi gerði kaldan eintrjáning úr Þórði, allt til hins síðasta þegar kvik- an átti að vella upp úr kariinum fyrir hið fálega pólitíska uppgjör þeirra feðginanna. öll umgerð leiksins var til sóma; víst gerði sá áhorfandi sem hér skrif- ar sér vonir um að þröngt svið heim- ilisins yrði bæði brotið upp með úti- skotum, útsýn um glugga og eins að þrengsli húsakynna væru notuð til áherslu, en það hefur ekki freistaö leikstjórans. Sjónvarpið — lista- og skemmti- deild getur unað vel við sitt. Slæmt aö viö skulum ekki eiga fleiri frambærileg sviðsverk sem erindi eiga á skerminn, og enn verra aö við skulum ekki eiga leikskáld sem vilja sinna þessum miðli og þeim firna- mörgu yrkisefnum sem eiga nú brýnt erindi við okkur áhorfendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.