Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gorbatsjov boðar- frystingu kjama- vopna i Evrópu en er þurrlega tekið á meðan Sovétmenn hafa yfirburði íEvrópu í kjarnavopnum Leiðtogafundur þeirra Reagans for- seta og Mikahíl Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, einhvern tíma í náinni framtíð verður með degi hverjum æ líklegri möguleiki en alger ágreiningur er um frystingu kjarnavopna í Evrópu. Stjóm Hvíta hússins lét í ijós von- brigöi með fyrstu meiriháttar stefnu- yfirlýsingu Gorbatsjovs síöan hann tók við embætti í síðasta mánuði. I viðtali, sem birtist í Pravda um páskana, boðaði Gorbatsjov að ekki mundu sett- ar upp fleiri kjarnaflaugar sem miöaö væri að Evrópu.... ekki fram að nóvember næsta. Skoraði hann á Bandaríkjastjórn að gera eitthvað á móti. Bandarikjastjórn túlkar þessa tii- kynningu sem gamalt bragð er Leonid Hollendingar ræða við Sovéta umeldflaugar Hans van den Broek, utanríkisráð- herra Hollands, var væntanlegur til Moskvu í dag og mun aö líkindum ræða viö sovéska ráðamenn áætlun NATO um að koma fyrir meðaldrægum kjarnaeldflaugum í Hollandi. Almennt er talið að þessari áætlun verði fylgt þrátt fyrir tilkynningu Sovétmanna um frystingu kjarnavopna í álfunni. Van den Broek mun ræöa viö Andrei Gromyko starfsbróður sinn. Vekur fundur þeirra meiri athygli en ella vegna tilkynningar Sovétstjómarinnar um aö ekki verði settar upp fleiri sovéskar kjarnaflaugar í Evrópu þar til í nóvember. Svo vill til að í nóvember má einnig vænta ákvörðunar Hollandsstjórnar um hvort komið skuli fyrir í Hollandi 48 bandarískum stýriflaugum, eins og NATO—áætlun gerir ráö fyrir. Hollandsstjórn haföi frestaö ákvörðun sinni og lýst þó um leið yfir að eldf laugapallamir y rðu settir upp ef SS-20 eldflaugum Sovétmanna hefði fjölgað í nóvember frá því 1. júní í fyrra. Samkvæmt tölum bandariskra sér- fræðinga em núna 414 sovéskar flaugar af gerðinni SS-20 í Austur- Evrópu en í júni sl. voru þar 378. Hollenskir stjórnmátamenn létu í gær í ljósi efasemdir um tiigang Sovét- manna með frystingartilkynningunni. heitinn Bresnev hafi reynt 1982 til að valda klofningi milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu. — Er lögð áhersla á að slík frysting kjama- vopnabirgða, eins og þær em í dag, veitti Sovétmönnum algera yfirburði meö átta kjamaodda á móti hverjum einum vestanmanna. Hin hugmyndin, sem Gorbatsjov viöraði, um hugsanlegan leiötogafund hans og Reagans, fékk aftur á móti mjög góðar undirtektir í Washington. En bent er á að slíkur fundur þurfi rækilegan undirbúning. Víöast í V-Evrópu hefur tilkynningu Gorbatsjovs um frystingu kjama- vopna, eins og birgðir em núna, verið tekið fremur þurrlega. Indlandsstjórn stefnir Union Carbide til bóta Indlandsstjóm hefur krafiö fyrir- tækið Union Carbide um skaöabætur fyrir hönd þeirra sem fómst eða slösuöust þegar eiturgas lak út úr eiturefnaverksmiðju fyrirtækisins í Bhopal í desember í vetur. Engar fjárhæðir voru tilgreindar í stefnunni en tekið fram að bætur skyldu nógu háar til þess að fæla Union Carbide og önnur fjölþjóðafyrirtæki frá því að „virða að vettugi rétt og öryggi borgara þeirra landa, þar sem þau stunda rekstur.” Málið er höföaö fyrir bandarískum dómstólum og er reist á því að gaslek- inn úr verksmiðjunni í Bhopal hafi beinlínis orsakast af vanrakslu fyrirtækisins. — Rúmlega 2500 létust af eitrun og það er talið aö um 200 þúsund hafi beðið eitthvert tjón á heilsu sinni út af gasinu. Þessi hnáta úr Hvíta húsinu, Amy, dóttir Jimmy Cartsrs, nú orflin 17 ára dama, var i mótmmiaaflgerðum vifl sendiráð S-Afríku í Washing- ton fnrð i handjámum burt í lögreglubifreifl. DÓTTIR CARTERS HANDJÁRNUÐ Amy Carter, hin sautján ára dóttir Jimmy Carters fyrrum Banda- ríkjaforseta, var handtekin í gær við mótmæli fyrir utan sendiráð Suöur- Afríku í Washington. Þar hafa dag- lega að undanfömu veriö höfð uppi mótmæli viðaðskilnaðarstefnunni. Amy sagði fréttamönnum í sömu mund sem hún var handjámuö og færð í lögreglubíl að fjölskylda henn- ar hefði ekki sett sig upp á móti mót- mælaaðgerðum hennar gegn aðskilnaðarstefnu S-Afríkustjórnar. „Ég hringdi heim fyrst og þau sögðu OK,” sagði Amy. — Chip, eldri bróöir hennar (35 ára), tók einnig þátt í mótmælunum en var ekki handtekinn. Mótmælin við sendiráð S-Afríku hófust í nóvember og hafa yfir 1860 verið handteknir fyrir að rjúfa bann viö að fara of nærri sendiráðinu með mótmælum. Amy hafði reynt ásamt tveim öðrum að fá inngöngu í sendi- ráðið og virtu þau að vettugi fyrir- mæli lögreglunnar um að halda sig í hæfilegrifjarlægð (165metra). Yfirleitt hefur þetta fólk sloppið við kærur og verið látið laust strax aftur á næstu lögreglustöð. Verkföllum aflétt í Súdan eftir valdaránið Hinn nýi leiðtogi Súdans, Abdul- Rahman Swareddahab hershöföingi, virðist núna, fjómm dögum eftir valdatökuna, hafa fengið grið til að festa sig í sessi með því aö verkalýðs- félögin hafa fallist á að aflétta verkföll- um. — Þaö var einmitt verkfallaalda sem veitti hernum tækifæri til að steypa stjórn Jaafar Nimeiri forseta. Swareddahab, sem vék stjóm Nimeiris frá á laugardaginn, átti í gær ítarlegar viðræður við verkalýðsfor- kólfa. Að þeim loknum lýstu verkalýðs- leiðtogarnir yfir því að verkföllum skyldi hætt. Þó bættu þeir því við í yfir- lýsingunni að verkalýðshreyfingin þyrfti að halda vöku sinni, einingu og staöfestu til þess að viðhalda kröfum alþýðunnar. Virðist af því sem verka- lýðsforystan sé ekki alveg örugg um stefnu herforingjastjórnarinnar. Læknar, vélstjórar, verkfræðingar, lögfræðingar, kennarar, flugumferðar- stjórar, bankastarfsmenn og dýra- læknar hófu verkföll á miðvikudag til að mótmæla efnahagskreppu og póli- tísku öngþveiti sem ríkt hefur í land- inu. Kröfðust þeir afsagnar Nimeiri forseta, sem nú er staddur í Kaíró, en hann var þá í heimsókn í Washington. Swareddahab hefur þegar orðið við kröfum um að leysa upp hina illræmdu innanríkislögreglu og hefur látið hand- taka marga nánustu aöstoðarmenn Nimeiris og embættismenn. Þar á meðal varaforsetana þrjá. Frá Kaíró hefur Nimeiri gert Swareddahab hershöfðingja orð og lýst stuðningi sínum og skilningi á kring- umstæðunum sem leiddu til valdatök- unnar. Hershöfðinginn lét sleppa öllum póli- tískum föngum á laugardag eftir að þúsundir gerðu aðsúg að Kobarfang- elsinu við Khartoum. Múgurinn reyndi að rífa þar niður tyftunarpall sem reistur var fyrir 19 mánuðum þegar Nimeiri innleiddi Islams-lög. Þar voru af brotamenn handhöggnir. Herforingjaráðiö, æðsta stjórn hers- ins, fer nú með æðstu völd í landinu og gilda herlög fyrst um sinn, en Swared- dahab lýsti yfir því að herforingjarnir þyrftu lengra svigrúm áður en þeir gætu falið landstjórnina óbreyttum borgurum aftur. af öllum SKOFATNAÐI f búðinni með- an við rýmum fyrir nýjum vörum.Rýmingarsalan stendur aðeins út þessa viku. Skóverslun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8, sími 14181.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.