Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRlL 1985. fFrá grunnskólum Reykjavlkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1979) fer fram í skólum borgarinnar miðvikudaginn 10. og lýkur fimmtudaginn 11. apríl nk., kl. 15—17 báða dag- ana. • Það er mjög áriðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Skólastjórar. flAUSAR STÖÐUR HJÁ ____I REYKJAVÍKURBORG Bifvélavirki Reykjavíkurborg óskar að ráða bifvélavirkja sem fyrst á viðgerðaverkstæði S.V.R., Borgartúni 35. Upplýsingar veitir Jan Jansen yfirverkstjóri í síma 82533. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þarfást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. apríl 1985. ■ ^ TOLLVÖRU ^GEYMSLAN Aðalfundur Tollvörugeymslunnar hf., Reykjavík, verður haldinn í hliðarsal, II. hæð, Hótel Sögu, þriðjudaginn 9. apríl 1985 og hefsthann kl. 16.30. Dagskrá: 1. Samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. 3. önnur mál. Stjórnin. fFrá Skólaskrifstof u Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, fer fram í Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, simi 28544, miðviku- daginn 10. og fimmtudaginn 11. apríl nk., kl. 10—15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 6. bekk þarf ekki að innrita. LAUS STAÐA HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Afgreiðslufulltrúi og gjaldkeri (heil staða) við Breiðholtsútibú Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, Asparfelli 12. Stúdentspróf, verslunarmenntun eða starfs- reynsla í skrifstofustörfum á rekstrarsviði kæmi sér vel. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur yfirmaður fjármála og rekstrardeildar F.R. í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þarfást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. apríl 1985. Leifur: „ÞaA eru vaxandi grunsemdir um að streita sé hærri orsakaþáttur sjúkdóma en áður var haldið." LeifurDungal læknir: HEIMILISLÆKNAR ERU Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn — Af hverju fer fólk til læknis? „Fyrir því eru tvær meginástæöur. Annars vegar finnur fólk fyrir ein- hverjum óþægindum sem angra það svo mikið aö það ákveöur aö láta at- huga þaö nánar. Þröskuldur þessara óþæginda getur á hinn bóginn veriö mismunandi, t.d. fer fólk fyrr til læknis út af óþægindum í brjósti en í fingri. Hins vegar er þýöing þessara óþæg- inda þaö sem viðkomandi er hræddur við. Þá er það ekki verkurinn sem veld- ur pínu heldur spumingin hvaö þama sé á ferðinni. Dæmi um þetta er br jóst- verkur. Þaö er búiö aö innræta fólki að verkur í brjósti geti táknaö kransæða- stíflu. Þaö má segja aö hægt sé aö skipta allri aösókn aö Heilsugæslunni út frá þessum tveim atriöum aö viöbættri vottoröagjöf og heilsuvernd.” Samfélagsmynstrið — Er hægt aö tala um einhverja sér- staka nútímasjúkdóma? „Nú á seinni árum hefur minnkað mjög mikiö tíöni alvarlegra smitsjúk- dóma eins og sullaveiki, kíghósta og berkla, sem voru mikill hluti veikinda fólks hér áöur fyrr. En í staðinn em komnir ýmsir slitsjúkdómar sem em tengdir umhverfinu. Stór hluti þjóðarinnar er yfir sex- tugu og þaö fólk er einfaldlega meö sjúkdóma sem tengjast því aö veröa gamall. Því er svo ekki aö neita aö fjöldi fólks telur sig þjást af sjúkdómum sem í raun eru bein afleiöing af samfélags- mynstrinu. Þeún hraöa og þeirri streitu sem er í þjóöfélaginu. Sumir segja jafnvel aö hægt sé aö rekja flest- ar tegundir krabbameins til geðrænna og félagslegra þátta. Fæstir læknar myndu hins vegar þora aö ganga svo langtíályktunum. „Það er miklu auðveldara fyrir lækna að afgreiða kvörtun með ein- hverjum lyfjum frekar en að setjast niður með sjúklingnum og reyna að komast að orsök vandans."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.