Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRlL 1985. 13 Tekist á um stjómarlff? Tiltölulega rólegt virðist nú á yfir- borði íslenskra stjórnmála. Ekki er þó gott aö segja hvort heldur er að þar sé eitthvert jafnvægi að skapast eöa kyrröin sé lognið á undan storminum, eins og á stundum er sagt. Vafalítið er hluta skýring- arinnar aö leita í því að framundan eru þýðingarmiklir fundir í báðum stjómarflökkunum, landsfundur Sjálfstæðisflokksins og aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins. Líklegt er að forystu beggja þessara flokka þyki vopnaskak liðsmanna í fjölmiölum orðið nægilega mikiö og vilji fremur bera klæði á vopnin en ýta undir illindi. Ljóst er þó að á hvorugum fundinum verður logn- molla og mikið mun pískrað í honum ekki síður en í þinghúsinu viö Austur- völl. Framsóknarmenn Ljóst er að framsóknarmenn munu á sínum fundi ekki sprengja ríkisstjómina, nema eitthvað óvænt gerist fram að fundinum svo for- maðurinn telji stjórnarslit óhjá- kvæmileg. Gegn vilja hans rís flokkurinn ekki nema meö því móti aö skipta um formann, og það er óhugsandi eins og málin standa. Eftir sem áður mun veröa tekist á á miðstjórnarfundinum, en ekki er gott að segja hversu háværar deilumarverða. Að venju munu fulltrúar dreifbýlis og höfuðborgarsvæðis stimpast nokkuð vegna ólíkra hagsmuna. Vafalítið veröur hart sótt að ráðherrum flokksins vegna stefnunnar í vaxtamálum og þeir verða spurðir um þaö hvenær þar sé breytinga að vænta. Raunar kæmi mér ekki á óvart þótt f undurinn sam- þykkti mjög ákveöna yfirlýsingu í þeim efnum, sem erfitt yrði fyrir ráðherra að ganga gegn síðar. Vera kann að þarna sé mesti pólitíski þrösKulduiinn milli stjórnarflokk- annaáyfirborðinu. Þessi umræða um vaxtamálin í Framsóknarflokknum ber einnig nokkum keim af innanflokksátökum. Þeir sem harðasta afstöðu hafa tekið í þeim málum eru forystumenn flokksins í Reykjavík, en einmitt meðal þeirra hefur alla tíð verið helst að leita andstöðu við formann flokksins, sem ekki hefur verið ýmsum mönnum þar eins leiðitamur og þeir hefðu viljað. En andstaða gegn vaxtastefnunni á sér miklu meiri hljómgmnn innan flokksins en svo að hún verði skýrð með persónu- legri andstööu við formann flokksins, enda hefur hann sjálfur lýst yfir að gerð hafi verið pólitísk mistök á sínum tíma með ákvörðun lánskjara. Eg er líka illa svikinn ef ekki gætir megnrar óánægju á miðstjórnar- fundi framsóknarmanna yfir því hve hægt gengur að marka nýja atvinnu- málastefnu. Vera kann að í þeim efnum fái ráðherrar flokksins harðsoðið veganesti, svo og varðandi uppstokkun sjóðakerfisins, enda þótt það kerfi eigi sér vafalítið gegna full- trúa í miðstjórn Framsóknar eins og í öðrum flokkum. Sjálfstæðismenn Viðhorfin em að ýmsu leyti önnur meöal sjálfstæðismanna. Fyrst ber þar að telja hinn stóra mun aö for- sætisráöherrann er ekki úr þeirra flokki og því er sjálfstæðismönnum miklu auðveldara að rjúfa stjómar- samstarfið en framsóknannönnum. Hvort sá aðstöðumunur skiptir ein- hverjum sköpum skal ég ekkert um segja en.fyrir hendi er hann alla- vega. Það hefur ekki farið leynt aö skoðanir em mjög skiptar innan Sjálfstæðisflokksins á því hvort halda beri stjórnarsamstarfinu áfram eða efna til kosninga. Eg held aö harla ólíklegt sé að landsfundur flokksins iísi g~gn vilja flokksforyst- unnar í þeim efnum og mér virðist Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON formaðurinn ekki vera á því að efna til kosninga nú. Þar yrði hann vænt- anlega að ganga gegn ráðherraliði flokksins og ráöherramir hafa mikið fylgi á bak við sig. Hins vegar á formaðurinn óneitanlega úr vöndu að ráða, því þeim eykst fremur fylgi að ég hygg, sem vilja láta kjósa nú og skipta um meðreiöarsveina í sam- starfi. Hafa þeir þar einkum áhuga á Alþýöuflokknum undir forystu Jóns Baldvins, sem hefur nýlega lýst yfir því að hann vilji gjama samstr rf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjóm. Vafalítið er vilji borgarstjórans í Reykjavík þungur á metunum. Margir telja hann mesta foringja- efnið í flokknum nú, og þótt hann muni ekki ganga gegn núverandi for- manni er grannt eftir orðum hans hlustað. Hvort sem borgarstjórinn vill slíta stjómarsamstarfinu eða ekki hefur hann gilda ástæðu til þess að vUja alþingiskosningar nú. Næsta vor veröur kosiö til sveitarstjóma og það er dýrkeypt reynsla sveitar- stjórnarmanna að hið almenna stjórnmálaástand hefur mikU áhrif á sveitarstjórnarkosningar, þannig að kjósendur gleyma því iðulega að þeir séu ekki aö kjósa til Alþingis. Þessi áhrif eru í raun óeðlileg. Menn eiga að kjósa eftir sveitarstjómar- málefnum þegar þeir kjósa tU sveitarstjóma — en þeir gera það bara ekki. Borgarstjórinn er vafa- laust minnugur þess að sjálfstæðis- menn töpuðu völdum í höfuðborginni vegna óánægju með samsteypu- stjórn sjálfstæöismanna og framsóknarmanna 1978 og hann vUl enga áhættu taka heldur hleypa dampinum fyrst af nú i réttum kosningum, það er alþingiskosning- um. Þá má svo auðvitað ekki gleyma málefnum. Ymsum sjálfstæðis- mönnum þykir ekki nógu vel hafa tekist til með ýmis mál í stjóminni. Þeim finnst framsóknaimenn hafa veriö ihaldssamir og tregir í t''umi i ýmsum málum. Þar má nefna al- „Vafalitið er vilji borgarstjórans í Reykjavík þungur á metunum. Margir telja hann mesta foringja- efnið i flokknum nú, og þótt hann muni ekki ganga gegn núverandi formanni er grannt eftir orðum hans hlustað." mennan samdrátt í rUrisumsvifum, setningu nýrra útvarpslaga og þeim þykja umsvif samvinnuhreyfing- arinnar of mikU. Þetta verður meðal þess sein á landsfundinum veröur gagnrýnt og vissulega munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins koma nestaðir af sínum fundi eins og framsóknarráðherrarnir. En ég held að stjómin lafi. Margt bendir til þess að hún sé komin yfir örðugasta hjallann, framundan séu skárri tímar, og það hlýtur að vera mjög freistandi fyrir forráðamenn beggja þessara flokka að geta siglt þjóðarskútunni upp á við úr þeim öldudal, sem hún hefur óneitanlega veriöíundanfarið. Og varla verða stjórnarandstöðu- flokkarnir til þess að fella hana. For- ráðamenn þeirra eru ýmist i Tógo eða Limbó og nýjustu skoðunakann- anir benda til þess aö straumurinn úr stjómarflokkunum til þeirra sé farinn aðhægja á sér. Magnús Bjarnfreðsson. Æk „Líklegt er að forystu beggja þess- ^ ara flokka þyki vopnaskak liðsmanna í fjölmiðlum orðið nægilega mikið og vilji fremur bera klæði á vopnin en ýta undir illindi. ” Ruglið í honum Jónasi Krístjánssyni Þeir eru oft skrýtnir leiðararnir hans Jónasar Kristjánssonr rit- stjóra. I leiðurunum tekur Jónas sér gjaman fyrir hendur að gagnrýna eitthvað í þjóðfélaginu sem hann telur að betur mætti fara. Maðurinn er vel gefinn og ritfær en viðfangs- efnin nálgast hann oftast á undarleg- an hátt. Með hvítglóandi ofstæki ræðst hann að þeim sem hlut eiga að máli og virðist þá mest ríða á aö finna nægilega stór orð, en einu má gilda hversu vel þau eiga við í það og það skiptiö. Stundum virðist Jónas nær því skipta um skoðun frá upphafi leiðarans til loka hans og geta þá lok leiðarans verkað sem gagnrýni á byrjunina. Samræmd heildarstefna kemur þá ekki fram, heldur virðast skrifin stjórnast af einhvers konar tilfinningavindi, sem blæs hingað og þangað. Eitt er þó oftast sem rauður þráður í gegnum skrif Jónasar. Það er undirhitinn og hlakkandi baráttuvilji til að ryðja út í hafs- auga spillingunni og sukkinu í þjóð- félaginu. Sjálfsagt er ekki nema gott um það að segja en hættan er sú, eins og mér virðist stundum ske með Jónas, að hugsýnin beri hann ofurliði, sjónin daprist og hann sjái drauga í hverju homi. Þá skaðar þessi ritfæri maöur les- endur sína, æsir upp tortryggni og veldur hugarfarsmengun. I slíkum skrifum sínum leiðir Jónas lesendur sína inn á kamrana oglokarþáinniþar. Gæludýr í fiskeldi Mig langar til aö gera aö um- ræðuefni leiðara Jónasar fyrra fimmtudag. Leiðarinn heitir „Gæludýr í fiskeldi” og snýst að meginefni um það að íslandslax hf. skyldi fá rétt til nýtingar jarðvarma í landi Staðar við Grindavík. I leiðaranum telur Jónas aö Sam- bandinu, sem er annar eigandi Islandslax, séu veitt forréttindi. Telur ritstjórinn samning þennan „óhæfuverk”. En lítum nánar á máliö: Eldisstöð Islandslax er svo langt frá veitukerfi Hitaveitu Suðumesja, að aðveituæð mundi kosta stórfé. Aðveituæð sem kosta mundi 17—18 m.kr. mundi stórauka stofnkostnað fyrirtækisins auk þess sem krafa Hitaveitu Suðumesja var að Islands- lax borgaði aðveituna, en síðan væri hún eign hitaveitunnar. Gjaldið til H.S. átti síðan að vera 26 kr/mJ sem er hátt miðað við það sem sums staðar annars staöar er unnt að fá. Þetta tefldi hagkvæmni fisk- eldisins í tvísýnu. Við þessar aðstæður veitti land- búnaðarráðherra fyrirtækinu rétt til að bora eftir heitu vatni. En nú er margt að athuga. Islendingar vita vel að borun gefur ekki alltaf árangur. Sérfræðingar segja að Staður sé í útjaðri háhitasvæðis og reynsla af vinnslu á slíkum stöðum sé engin. Um árangur geti því brugðið til beggja vona en kostnaður orðið mikill. Eigi aö síður sá fyrirtækið sig knúiö til að reyna þessa leiö vegna óhagkvæmni þess að tengjast H.S. En varðandi gæludýrið: 1) Getur Jónas Kristjánsson bent á eitt einasta fyrirtæki sem greiði meira fyrir jarðhitarétt í þeim samningum, sem ríkið hefur gert á undanfömum árum? Það skyldi þó ekki koma í ljós að Islandsiax greiði meira en áður eru dæmi um. Bendir það til að um gæludýr sé að ræða ? 2) Getur Jónas Kristjánsson bent á eitt einasta fyrirtæki sem neitað hefur verið um rétt til nýtingar jarðvarma á ríkislandi við svipaðar aðstæður? Ekki bendir það til sérréttinda ef svoerekki. 3) Getur Jónas Kristjánsson bent á eitt einasta fyrirtæki sem nú er að leita eftir nýtingu jarðvarma á ríkislandi og hefur fengið afsvar? Hvaða forréttindi er verið að talaum? Kjallarinn GUÐMUNDURG. ÞÓRARINSSON VERKFRÆDINGUR 4) A undanfömum árum hefur Orkusjóður greitt borkostnað ef enginn árangur næst, að minnsta kosti að verulegum hluta. Nú ætti Jónas aö athuga hvort Orkusjóður hafi ekki greitt eða tekist á hendur greiðsluskuld- bindingu í flestum tilvikum öörum en hjá Islandslaxi. Það skyldi nú ekki vera að ailir eöa nær allir sem boraö hafa eftir heitu vatni hafi notið þessarar fyrirgreiðslu hjá Orkusjóði aörir en Islandslax. Þetta ætti Jónas að athuga vel. Varla bendir það til gæluverkefnis ef Islandslax er eina fyrirtækið eða eitt af fáum sem ekki njóta opinberrar fyrir- greiðslu í þessum efnum. Niðurstaðan er auðvitað sú, aö Islandslax hefur í engu notiö sér- réttinda nema síöur sé. Fyrirtækiö hefur orðið að leggja stórfé í lag- færingu á þjóðveginum til þess að komast aö svæðinu. Tenging raf- magns er dýr. raforkuverð hátt og aðstæður á allan hátt erfiðar þarna úti á hraunflákanum. Islendingar em nú injög að leita eftir stórfyrirtækjum til að byggja upp orkufrekan iðnað í landinu, jafnt á sviði raförku og jarðvarma. Fiskeldi í þeim dúr sem Islands- lax fyrirhugar er stóriðja. Þetta fyrirtæki nýtur engra forréttinda. Það greiðir dýr tengigjöld, hátt orkuverð, sem hækkar um 40% vegna söluskatts og verðjöfnunar- gjalds, verður sjálft að lagfæra þjóðvegi og stunda umfangsmiklar rannsóknir á svæðinu. Síðan greiðir það 25% aUs stofnkostnaðar beint í ríkissjóð í formi söluskatts. A sama tíma verja nágranna- þjóðir okkar stórfé til þess að útbúa aðstöðu fyrir fyrirtæki er vilji hefja starfrækslu og beita auk þess skatta- ívUnunum. Svíar bjóða einu fyrirtæki núna t.d. 30 m. S.kr. styrk ef það vill hefja framkvæmdir. Þetta verða menn aö bera saman. Jónas kallar mál Islandslax „óhæfuverk”. Oröið bæði skýrir sig sjálft og dæmir sig. Þetta kallar Jónas: „Þjóðargjöf til Sambandsins”. Hvert eru menn að fara? Umræðan Umræðan um Islandslax-málið hefur veriö aldeiUs fráleit. Raunar finnst mér umhugsunarefni hvernig þjóðmálaumræðan er að veröa í okkar landi. Hún er mest í einhvers konar kjaftakerlingastíl. Eg held að hér sé oft fjölmiðlamönnum mest um aö kenna. Þeir hafa annaðhvort ekki getu eða hæfileika til þess aö komast að kjarna málanna en hlaupa eftir gróusögum. Líklega mun tíminn leiða í ljós að Islandslax sé einmitt dæmi um hversu lítið stjórnvöld gera til þess að örva nýsköpun í at- vinnulífi. Guðmundur G. Þórarinsson. A „Getur Jónas Kristjánsson bent á w eitt einasta fyrirtæki sem greiöi meira fyrir jarðhitarétt í þeim samningum, sem ríkið hefur gert á undanförnum árum? ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.