Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNl 1987. Stuðmenn á Akureyri Þjóðhátíðarhöldin hefjast á Akur- eyri kvöldið fyrir 17. júní með tónleik- um Stuðmanna í H-100. Þjóðhátíðar- morguninn sjálfan munu félagar í Bifreiðaklúbbi Akureyrar keyra um bæinn og boðið verður upp á siglingu um Pollinn á togara. Klukkan 14.00 verður farin skrúð- ganga frá torginu að íþróttavellinum þar sem hin eiginlega hátíðardagskrá fer fram. Klukkan 17.00 verða Stuð- menn og fleiri með sprell en síðan hefst skemmtun klukkan 21.00. Þar verður fyrst sýnt leikrit en síðan munu Stuðmenn, Sniglabandið og Addi rokk leika og syngja fram á nótt. -JFJ Hjálp til sjálfshjálpar Samtökin KONAN stefna nú að því að koma á fót áningarstað fyrir kon- ur/stúlkur sem hafa verið í meðferð vegna ofheyslu vímuefna. Aningar- staðurinn mun nefnast Dyngjan og mun verða leitast við að gera konuna færari um að takast á við lífið á nýjan leik. Kona, sem dvelst í Dyngjunni, mun vinna úti og bera ábyrgð á sér sjálf, innan ramma húsreglna. Alls munu 17 konur geta dvalist á áningarstaðnum og felst stuðningur við konuna meðal annars í reglulegum hópfundum, einkaviðtölum við lækni og ráðgjafa, sem verða til taks, auk AA-funda. Aðstandendum samtakanna hefur þótt vanta slík heimili fyrir konur þrátt fyrir að þörfin sé til staðar. Slík heimili eru einungis varða á leiðinni til bata og eiga að hjálpa konunni við að standa á eigin fótum að nýju, um er að ræða hjálp til sjálfshjálpar. JFJ Bflvelta við Laugaland Ökumaður, sem var einn á ferð, velti bíl sínum við Laugaland á Þelamörk á laugardagsmorgun. Ökumaðurinn var fluttur töluvert slasaður á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann liggur enn. Bíllinn er talinn ónýtur. -sme Fréttir Fjölbreytt hátiðartiold 17. júní Ungur Islendingur i þjóðhátíðarskapi. Hátiðarhöldin á morgun verða fjölbreytt. Dagskrá þjóðhátíðarhaldanna 17. júní í Reykjavík verður með hefð- bundnum hætti fyrir hádegi. Forseti Islands og forseti borgar- stjórnar leggja blóm við minnis- varða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra flytur ávarp. Fjallkonan ávarpar samkomuna, Karlakór Reykjavíkur syngur og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Að lokum verður guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. Skrúðgöngur verða frá Hall- grímskirkju og Hagatorgi klukkan 13.45 og skemmtidagskrá verður í miðbænum á þremur leiksviðum. í Hljómskálagarðinum verður hægt að fara í ýmsa leiki og á Tjörninni verða róðrarbátar. Dagskrá verður fyrir eldri borgara í Sigtúni og VR-húsinu og á nokkrum stöðum verða íþróttamót. Að kvöldi þjóðhátíðardagsins verður kvöldskemmtun á Lækjar- torgi þar sem hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur ásamt fleiri. I Laugardalshöll verða hins vegar tónleikar þar sem 4 hljómsveitir munu spila. Hafnarfjörður í Hafnarfirði munu hátíðarhöldin hefjast með skrúðgöngu frá Hellis- gerði klukkan 14.15 en hátíðarsam- koma verður á Thorsplani með hinum ýmsu skemmtiatriðum. Handknattleikslið FH og Hauka munu etja kappi saman um 17. júní bikarinn klukkan 17.00 við Lækj- arskóla og um leið verður bingó Flensborgarkórsins í félagsálmu íþróttahússins. Klukkan 18.00 hefst konsertkeppni unglingahljóm- sveita og dagskránni lýkur með kvöldskemmtun á Thorsplani. Kópavogur Hátíðarhöldin hefjast í Kópavogi með víðavangshlaupi klukkan 10.30 frá Vallargerðisvelli. Klukk- an 13.30 verður farin skrúðganga frá Kópavogsskóla en síðan verður hátíðardagskrá á Kópavogsvelli þar sem meðal annars Ríó tríóið kemur fram. Seltjarnarnes Á Seltjarnarnesi fara hátíðar- höldin fram á Eiðistorgi og hefjast að lokinni skrúðgöngu sem farin verður frá dælustöðinni við Lind- arbrautklukkan 13.30. Á Eiðistorgi verður hefðbundin hátíðardagskrá en í félagsheimilinu verður björg- unarsveitin Albert með kaffi og þar í nágrenninu verða skátar með ýmsar þrautir. Mosfellssveit Dagskráin hefst klukkan 10 í Mosfellssveit með sundkeppni og víðavangshlaupi. Um kl. 13.30 fer skrúðganga frá Kjörvali að íþrótta- húsinu þar sem hátíðarhöldin fara fram. Eftir hátíðina mun flug- klúbbur Mosfellssveitar láta karamellur falla niður yfir hátíðar- svæðið og hestamenn munu leýfa börnum að stíga á bak. Verði gott veður munu félagar í -svifdreka- klúbbnum fljúga yfir. I Hlégarði verður ungmennafé- lagið með kaffisölu og á Tungu- bökkum gefst fólki kostur á að kaupa sér flugfar yfir sveitina. Um kvöldið verður síðan dansleikur i Hlégarði. Garðabær Hátíðarhöldin hefjast með víða- vangshlaupi klukkan 10 í Garða- bæ. Klukkustund síðar verður knattspyrnukeppni milli bæjar- hluta þar sem aldurslágmarkið verður 30 ár. Klukkan 14.30 verður farin skrúðganga frá horni Hof- staðarbrautar og Karlabrautar að Garðaskóla en þar fer hátíðardag- skráin fram. Við Garðaskóla verður línusig á vegum Hjálparsveitar skáta auk þess sem skátar verða með tívolí og knattspyrnudeild Stjörnunnar með tombólu. Laust fyrir kl. 17.00 verður hátíð- in flutt inn í íþróttahúsið þar sem veitt verða verðlaun fyrir víða- vangshlaupið, úrslitaleikurinn í bæjarhlutakeppninni fer fram, danssýning verður og fimleikar, og loks mun bæjarstjórnin etja kappi í körfubolta við lið úr frjálsum fé- lagasamtökum bæjarins. Um kvöldið verður diskótek í íþrótta- húsinu. _jFj I dag mælir Dagfari Sérfræðingar í alþjóðafundum Við erum enn á hálfgerðu kennd- eríi eftir NATO-fundinn á dögunum enda er heimspressan enn að vitna í það sem þar gerðist eða gerðist ekki. Eins og vænta mátti stóðum við okkur með sóma með allt er laut að undirbúningi og framkvæmd og árangurinn af fundinum sjálfum hefði eflaust orðið enn meiri og betri ef við hefðum fengið að ráða ein- hverju þar um. Að vísu ræddi Matti Matt við Shultz vegna þess að Kan- ar vilja að við leggjum niður vopn gegn hvölum og svo ræddi hann líka við Genscher hinn þýðverska um þá óhæfu að Þjóðverjar væru að skipta sér af því með hvaða hætti við send- um hvalkjöt til Japan. Hestöðvaand- stæðingar komu saman með spjöld á lofti til að mótmæla því að NATO væri að ræða afVopnun en þau mót- mæli voru öllu hógværari en 1968 þegar slagurinn mikli var háður. Ólafur Ragnar var ekki kallaður á fundi NATO-manna og fór alheims- friðarboðinn auðvitað í fylu og sagði í sjónvarpi að það mætti leggja NATO niður á hálfum degi. Þá eru eiginlega upp talin þau afskipti sem við Islendingar höfðum af þessum fundarhöldum ef undan er skilin ræða Steingríms en valdamenn heims eiga jafnan vin í varpa þar sem Steingrímur er. Allt fór slétt og fellt fram í kringum þennan fund. Það er ástæðulaust að gera mikið úr smámistökum sem urðu. Til dæmis er sagt að frítt lög- reglulið hafi beðið komu Carring- tons á Reykjavíkurflugvelli og átti lest lögreglubíla og hjóla að fylgja honum til hótels. Þar sem liðið var að æfa heiðursvörðinn bárust hins vegar þau tíðindi að lávarðurinn mundi lenda á Keflavíkurflugvelli. Stukku laganna verðir þá upp í bíla sína og var ekið mikinn í átt til Keflavíkur. Hersingin mætti bíl Carringtons hins vegar í Kúagerði og fór því mesti glansinn af heiðurs- fylgd lögreglu. Að venju reyndu fréttamenn að draga það upp úr hinum erlendu gestum hvemig þeim líkaði dvölin á íslandi og þeir blessuðu land og þjóð í bak og fyrir. Það var líka eins gott því ekki megum við heyra styggðar- yrði úr munni útlendinga án þess að það verði tilefhi til ævilangrar óvináttu í garð þeirra sem ekki kunna að meta andlegt og líkamlegt atgervi landans. Við erum bestir og auk þess sérfræðingar í alþjóðafund- um. Sjónvarpið kallaði helsta sérfræð- ing sinn í friðarmálum heim frá Kaupmannahöfn svo hann gæti blandað sér í samræður minni spá- manna innan og utan sjónvarps í hinum ómissandi umræðuþáttum sem eru fastir fylgifiskar svona funda. Nú er að vísu hætt að kalla Áma Bergmann til skrafe og ráða- gerða þegar afvopnunar- og firiðar- mál ber á góma en Gunnar Gunnarsson og Ólafur Ragnar hafa tekið við af honum. Eins og venja er í svona þáttum er talað geysimikið án þess að segja neitt og allir jafn- nær á eftir eins og vera ber. Eftirminnilegasta framlag sjón- varpsins í sambandi við fundinn vár að sjálfsögðu það að hurðarhúnninn á Sögu sást bara alls ekki, hvað þá að fókusað væri á hurðarhún tímun- um saman eins og þegar Höfðafund- urinn var. Samt var sjónvarpið opnað á fimmtudaginn en það var ekki fyrr en um seinan sem upp- götvaðist að það er enginn húnn á útihurðum Sögu. Stöð 2 sneri sér meira að bresku kosningunum og fréttamaður Stöðv- arinnar benti á þá athyglisverðu staðreynd að Ihaldsflokknum var spáð sigri þrátt fyrir THatcher og Kinnock var í mikilli sókn þrátt fyr- ir Verkamannaflokkinn. Varð þá ýmsum hugsað til kosningasigurs Steingríms þrátt fyrir Framsóknar- flokkinn og ósigur Þorsteins þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þegar öllu er á botninn hvolft eru atburður eins og NATO-fundurinn fyrst og fremst vatn á myllu fjölmiðlaspekinga sem fá kjörið tækifæri til að fjalla um þau mál sem til umræðu eru af slíkri alvöru og af slíkri þekkingu að þeir fyllast aðdáun á sjálfum sér þótt al- menningur láti sér fátt um finnast. En það má sjónvarpið eiga að þyrlu- flug fréttakonu yfir Sögu fyrir fundinn var skemmtilegt og vel unn- ið fréttaskot sem vakti mun meiri athygli en núlllausnir utanríkisráð- herranna. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.