Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 30 Smáauglýsingar - Sími 27022 Vinningstölumar 13. júní 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.388.070,- 1. vinningur var kr. 2.199.328,- og skiptist á milli 4 vinningshafa, kr. 549.832,- á mann. 2. vinningur var kr. 657.624,- og skiptist hann á 282 vinningshafa, kr. 2.332,- á mann 3. vinningur var kr. 1.531.118,- og skiptist á 6.866 vinningshafa, sem fá 223 krónur hver. 4^ M Upplýsingasimi: 685111. Ný sending af blússum. Dragtin, Klapparstíg 37, sími 12990. ■ Varáhlutir Toyofa Carina II '87 til sölu, ekinn 5 þús., sjálfskiptur, overdrive, vökva- stýri og framhjóladrif, vínrauður, sanseraður. Uppl. í símum 53768 og 985-22623. Toyota Tercel 4x4 '85 til sölu, brúnn (tvílitur). Verð 500.000 kr. Uppl. í síma 50386 eftir kl. 20. M. Benz 914 ’85 til sölu, 490 cm milli hjóla. Uppl. í síma 673322 og 985 21884. ■ Ymislegt ■ Bílar til sölu M. Benz og Citroen BX. Benz 280 SE ’81, 1. grænsans., sjálfsk., v.st., ABS hemlakerfi, álf., litað gler, centrall., nýuppt. vél. Verð 950 þús. Citroen BX 16 TRS ’83, rafm. í rúðum/ læsingum, í góðu standi. Verð 350 þús. Uppl. í síma 39675 e.kl. 19. Ahugamenn um fornbíla ath! Hef til sölu Plymouth Special De Lux árg. ’47. Uppl. í síma 97-2359 á kvöldin. Þarft þú að selja bílinn þinn strax? Hringdu í síma 689990 og skráðu bíl- inn í blaðið sem selur bílinn þinn. Næsta blað kemur út á föstudaginn og er dreift.á öll heimili á Reykjavík- ursvæðinu. Einnig á allar Olís bensín- stöðvar á landinu. Benz 307D sendibíll ’83 til sölu. Uppl. á bílasölunni Bílakaup í sima 686010 eða 985-22052. Fer yfir land, vatn og snjó: Fullkomnar smíðateikningár, leiðbeiningar o.íl. um þetta farartæki sem þú smíðar sjálfur. Sendum í póstkröfu um land allt. Uppl. í síma 623606 frá kl. 16-20. ■ Þjónusta Veist þú að það er opið alla daga hjá okkur frá 8-19 og þjónustan tekur aðeins 10 mín.? Við tökum einnig í handbón og alþrif, djúphreinsun. Sækjum, sendum. Bón- og bílaþvotta- stöðin, Bíldshöfða 8 (v/hliðina á Bifreiðaeftirlitinu), sími 681944. JAGUAIT Varahlutaþjónusta. • Boddíhlutir • Vélahlutir • Pústkerfi • pelgur • Hjólbarðar og fl. Sérpöntum einnig allar teg. og árg. af Jaguar/Daimler bifreiðum með stuttum fyrirvara. Uppl. Jaguar sf., sími 667414. Fréttir Dómnefndin óbreytt „Meginkrafan í bréfi lögmanns Hannesar Hólmsteins var að engin dómnefrid yrði skipuð. Við vorum sam- mála um að alltaf ætti að skipa dómnefnd þegar sótt er um fasta stöðu eins og venja heftir verið til hér við félagsvísindadeild," sagði Þórólfur Þórlindsson, deildarforseti félagsvís- indadeildar, um þá ákvörðun deildar- fundar að verða ekki við kröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að breyting yrði á skipan dóm- nefhdar sem meta á störf umsækjenda um stöðu lektors í stjómmálafræði. Þórólfur sagði að deildarfundurinn hefði ekki talið dómnefndarmenn van- hæfa vegna þess að þeir ættu að meta störf umsækjenda út frá fræðilegum sjónarmiðum. Um þetta væru til reglur við Háskólann svo og hefði hann farið eftir erlendum fyrirmyndum. Þórólfur vildi sérstaklega benda á að í apríl hefði rektor verið beðinn um að skipa sinn fulltrúa í dómnefnd- ina sem væri Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Einnig hefði nefhdin heimild til að leita til erlendra sérfræð- inga. „Deildarfundur fer síðan yfir dómnefndarálitið og þar sitja um 20 einstaklingar og fylgjast með hvort einhverjar brotalamir eru á því.“ -JFJ Niðurstaðan kemur á óvart - segir Hannes Hólmsteinn „Þessi niðurstaða kemur mér á óvart, ég myndi sjálfur ekki taka sæti í dómnefhd ef ég þyrfti að dæma einhvem sem væri annaðhvort góð- ur vinur minn eða fullkominn gandmaðursagði Hannes Hólm- steinn Gissurarson um þá niður- stöðu Félagsvisindastofhunar að taka ekki tillit til kröfu hans um að dómnefhdarmenn, sem meta ættu umsækjendur um lektorsstöðu í stjómmálafræði, yrðu látnir víkja Hannes sagði að gætt hefði ákveð- ins misskilnings í sambandi við þetta mál. „Ólafur Ragnar Grímsson og félagar hans hafa ekki átt í venjuleg- um fræðilegum ritdeilum við mig. Ef svo hefði verið hefði ekkert verið við þetta að athuga. Sannleikurinn er sá að þeir hafa átt f illvígum per- sónulegum deilum við mig, kallað mig síðasta móhíkana fslenskrar níðblaðamennsku, vísvitandi falsara og rógbera. Það er ailt annars eðlis en venjulegar ritdeilur milli fræði- manna Það má benda á að vinnubrögð Ólafe Ragnars í mikilli deilu við mig í ársbyijun 1984 bera ekki vitni um vönduð vinnubrögð. Þá réðst hann af offorsi á Milton Friedman fyrir falsanir og bar fyrir sig rannsóknh prófessors Hendiys en það kom í ljós, þegar ég grennslaðist fyrir um mál- ið, að túlkun ólafs Ragnars var fullkomin fjarstæða og hann hafði ekki lesið skýrsluna sem vitnað var til,“ sagði Hannes Hólmsteinn. Varðandi það að Jónatan Þór- mundssyni lagaprófessor var bætt inn í dómnefhdina sagði Hannes: „Hitt er annað mál að ég treysti Jónatan Þórmtmdssyni ákaflega vel.“ -JFJ Stærsti lax sumarsins Bjami Amason heldur hér hreykinn á stærsta laxi sumarsins. Laxinn, sem Bjarni veiddi í Austurá í Miðfirði, var 25 punda hængur. Bjami heldur einn- ig á 18 punda hrygnu. Veiðin heldur áfram í Miðfjarðará og næsta holl er mætt til veiða en það eru veiðimenn úr Tryggingu og ætla þeir víst að tryggja sér góða veiði. Lokatölur veiðihóps Upp og niður-gengisins vom 55 laxar og er þetta önnur besta opnun hans í ánni. Þessi hópur hefur veitt í 10 ár og alltaf opnað ána. Meðal- þyngdin hjá þeim félögum er sú besta sem þeir hafa fengið, eða 13 pund, sem þýðir að þeir fengu alls 637 pund af fiski sem er frábært. DV-mynd Július Guðni Antonsson 17. júní hátíðardagskrá Ólafsfjörður 13.45 Skrúðganga frá félagsheimilinu Tjamarborg að gagnfræðaskól- anum. 14.00 Helgistund. Fjallkonan. Ræða dagsins. 14.30 Víðavangshlaup. Kvennaknatt- spyma. 15.00 17.00 Tívolí skátanna. Vöfflu- og kakósala ungmennfélagsins í félagsheimilinu Tjarnarborg. > Unglingadiskótek um kvöldið, frír aðgangseyrir. Ólafsvík 13.00 Skrúðganga frá Hábrekku með hestamenn í broddi fylkingar og skáta. Gengið verður niður að Sjómannagarði. Hátíðardagskrá í Sjómanna- garði: Setning - Sveinn Þ. Elínbergsson. Ávarp - Ámi Al- bertsson. Fjallkona - Ingveldur Björgvinsdóttir. Kynnir - Guð- laugur Wium. Að lokinni hátíðardagskrá verð- ur gengið að íþróttavelli. Dagskrá á íþróttavelli: Knatt- spyma milli verslunarfólks og viðskiptamanna, júdókeppni yngstu aldurshópa og víða- vangshlaup. Hestamenn verða með hesta fyrir þá sem vilja. Sundmót hefst kl. 15. Aldurs- hópar 12-13 ára og aldurshópar 14-15 ára. Skátarnir verða með afmarkað svæði þar sem fram fer þrautakeppni. Allir geta unnið til verðlauna, einnig verður spá- kona. 15.00 Kvenfélagið verður með kaffi- sölu í safnaðarheimilinu. 20.00 Dansleikur fyrir alla fyrir utan kaupfélagið, Klakabandið sér um fjörið. 22.30 Verðlaunaafhending fyrir þraut- ir dagsins. Álftanes 13.15 Helgistund í Bessastaðakirkju (fánaborg úti og inni). Skrúð- ganga frá kirkju að Álftanes- skóla og verður þar mikil dagskrá sem öll æskulýðsfélögin sjá um. Skátamir sjá um þrauta- braut og tívolí. Borganes 11.00 Hlaup upp á íþróttavelli. 13.00 Skrúðganga frá Dvalarheimili aldraða að kirkju. Eftir messu verður farið niður í Skalla- grímsgarð. Dagskrá í Skallagrímsgarði: Ávarp. Fjallkonan. Skátar verða- með þrautabrautir og létt skemmtiatriði. Kópasker 13.30 Skrúðganga frá Grunnskóla Kópaskers að íþróttavelli og fánastöng. Dagskrá: Ávarp. Fjallkonan. Leikir og þrautir sem skátar og ungmennafélagar sjá um. 15.00 Brúðubíll HallveigarThorlacíus. Þórshöfn 11.00 Siglingar með smábátum. 14.00 Skrúðganga frá félagsheimilinu að vegamótum Brekknaheiðar til móts við friðarhlaupið. 15.30 Kaffisala í Grunnskóla Þórs- hafnar. 16.30 Hestaferðir fyriryngstu kynslóð- ina. 17.00 Knattspymuleikur. Sauðárkrókur 13.30 Skrúðganga frá starfsvelli að íþróttavelli. 14.00 Hátíðardagskrá m.a. helgistund. Ávarp. Fjallkonan. Hátíðardagskrá er þetta árið í umsjón ungmennfélagsins Tindastóls. 19-21.00 Bamaball. 21-24.00 Unglingaball.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.