Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 40
F R E T A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 16. JUNI 1987. Eins og áhugi einhverra hafí minnkað —segir Þorsteinn Pálsson „Mér finnst þetta nú hafa dregist um of,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í morgun þegar DV spurði hann hvernig honum litist á stöðuna í stjómarmyndunarviðræðunum. „Það er allt of mikill seinagangur á þessu núna. Manni finnst eins og áhugi einhverra hafi minnkað. Von.andi kemst samt einhver skrið- ur á þetta. Það er full þörf á þvi,“ sagði Þorsteinn. -ES Tíminn vinnur með þessu - segir Jón Baldvin „Þetta tekur nokkra daga enn,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, þegar DV innti harip eftir gangi mála í morgun. Þegar Jón var spurður hvort hann væri ekki farinn að ókyrrast sagði hann að svo væri alls ekki. „Nú er ég mjög rólegur. Tíminn vinnur með þessu. Við fundum nú í dag, formennimir, til að ná sam- '9* komulagi um fyrstu aðgerðir. Það kæmi mér ekki á óvart þó það tæki tvo fundi,“ sagði Jón Baldvin. -ES Lógreglan klippir á Akureyri Jón G. Hauteson, DV, Akureyri. Það verða engin hátíðarhöld hjá þeim sem eiga eftir að láta skoða bílana sína á Akureyri á morgun. Eftir 17. júní ætlar lögreglan að byrja herferð á að klippa númer af bílum sem en er óskoðaðir. „Það eru margir óskoðaðir bílar enn í bæn- um,“ sagði Gunnar Randversson lögregluvarðstjóri við DV í morgun. DV DV kemur næst út fimmtudaginn 18. júní. Smáauglýsingadeildin er opin til kl. 22 í kvöld. Lokað á morg- un, 17. júní. Síminn er 27022. LOKI Á krataforinginn við framsóknarmálgagnið? Sölusamtök fiskframleiðenda: Setja upp umboðs- skrifstofu á Spáni Sennilega verður Barcelona fyrir valinu, segir Dagbjartur Einarsson stjómaiformaður „Islenskir saltfiskframleiðendur hafe enga umboðsskrifstofti á Spáni og við höfum fúllan hug á að breyta því og þess vegna er unnið að því að koma þar upp skrifstofú. Það er ekki ákveðið hvort það verður Spán- verji eða fslendingur sem stjómar skrifstofúnni, en það skýrist Qjót- lega,“ sagði Dagbjartur Einarsson, stjómarformaður Sölusamtaka ís- lenskra fiskframleiðenda, i samtali viðDV. Saltfiskframleiðendur hafa ekki tfl þessa verið með eigin umboðsskrif- 8tofu á Spáni og að sögn Dagbjarts er þar nú enginn sérstakur umboðs- maður. Nær öllum íslenska saltfiskinum er landað í Bilbao í Baskalandi, en stærsta neyslusvæðið er Barcelona- svæðið, íbúar þess eru yfir 5 milljónir manna. Til þessa hefúr íslenskur saltfiskur ekki verið seldur á S-Spóni, en nú stendur til að breyta því, að sögn Dagbjarts. f ráði er að fá þar sölu- menn til að selja saltfiskinn, en vitað er að mikið saltfiskhungur er á S- Spáni og þar er einnig mesta fisk- neysluhefðin í landinu. Sfspánn hefur verið talinn fátæktarsvæði þar sem ekki þýddi að bjóða svo dýra vöru sem saltfiskurinn er. Þetta hef- ur breyst hin síðari árin og grund- völlur er kominn fyrir þvi að selja þaríslenskanaaltfisk. -S.dór Það er ekki talinn fallegur siður að gægjast á glugga. En þegar um sundlaug er að ræða og vinirnir ef til allir i sundi, glugginn þar að auki opinn og maður verður að standa uppá hjólinu sínu til að sjá hverjir eru mættir, þá er það afsakanlegt. Myndina tók Kristján Ari Ijósmyndari DV við Sundlaug Hafnarfjarðar í gær. Steingrímur Hermannsson: „Úrslit fyrir helgina" „Við verðum að fá úrslit í þessum viðræðum fýrfr helgina," sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra í morgun um stjórnarmyndun. „Þá verður að liggja fyrir samstaða um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum og ffamhaldsaðgerðir um áramót sem ekki eru minna mál en alveg órætt ennþá. Og menn verða að hafa komið sér saman um skiptingu ráðuneyta og forystu. Eg held að þetta sé ekki útilokað, en það þarf líka að gerast mikið á skömmum tíma til þess að við náum saman ríkisstjórn í þessum viðræð- um.“ -HERB Stjómarmyndunin: Fundað um fyrstu aðgerðir í dag Nú í dag hefst lokapretturinn í stjómarmyndunartilraun Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. I gær skilaði hagffæðinganefhdin af sér og í gærkvöldi ræddu formennimir við sína flokksmenn um niðurstöður og valkosti hennar. Þá hitti Jón Bald- vin þá að máli Steingrím Hermanns- son og Þorstein Pálsson en sinn í hvom lagi. I dag er gert ráð fyrir að formennim- ir hittist og ræði fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum og verður sá fúndur Veðrið þann sautjánda Vel þekkt þjóðhátíðarveður verður þann sautjánda. Fremur hæg sunnan og suðaustanátt um mestallt landið. Víða skýjað við sjávarsíðuna en öllu bjartara veð- ur inn til landsins. Hiti á bilinu tíu til sautján stig. líklega ekki fyrr en eftir hádegi. Vitað er að mikil andstaða er við skattatillögur nefndarinnar í Sjálf- stæðisflokknum og eftir upphlaupið þar fyrir helgi er enn erfiðara fyrir Þorstein Pálsson að koma óvinsælum hugmyndum hljóðalaust í gegn. Hins vegar er mörgum sjálfstæðismönnum það ljóst að ef þessi stjómarmyndun tekst ekki má eins búast við að flokk- urinn verði utan stjórnar á næsta kjörtímabili. -ES Borgaraflokkurinn: Þórir Lárusson formaður í Rvík „Ég var alveg steinhissa, þama mættu um 200 manns og það er reynsla mín að þetta sé ekki heppilegasti tíminn til þess að halda pólitíska fúndi. En þetta sýnir að það er líf í Borgara- flokknum," sagði Þórir Lámsson rafvirkjameistari sem var kosinn form- aður kjördæmisfélags flokksins i Reykjavík í gærkvöldi. Þórir er fyrrverandi formaður Landsmálafélagsins Varðar sem er stærsta félagið í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Með Þóri í stjóm kjör- dæmisfélags Borgaraiflokksins em 14 manns. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.