Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. Tíðarandi I blíðu og stríðu Giftingum fj ölgar og rómantík setur svip sinn á athöfnina „Að giftast er eitthvað sem maður ætlar bara að gera einu sinni á ævinni og því eins gott að gera það almenni- lega,“ segja þau Hannes Strange og Bryndis Björnsdóttir sem giftu sig nýlega með viðhöfn í Dómkirkjunni. DV-mynd BG Sumarið er sá tími þegar mest er um brúðkaup. Sólin og góða veðrið virðist hafa örvandi áhrif á ástina og í'ómantíkina. Því er einnig oft haldið fram að hjónabandið eigi meira upp á pallborðið nú en oft áður hjá ungu fólki, allavega fer þeim heldur fjölgandi sem láta pússa sig formlega saman. Auk þess virðist æ vinsælla að skella sér í hnappheld- una með pomp og prakt eins og sagt er. Það er ekki lengur í tísku að laumast inn til borgardómara og láta gifta sig í kyrrþey. Ungar stúlkur vilja gifta sig í kirkju, í hvítum rómantískum brúð- arkjól með brúðarslöri og hafa brúðarmeyjar og allt tilheyrandi. Brúðguminn er gjarnan klæddur í kjól og hvitt og er út á kirkjutröpp- urnar kemur henda ættingjar og vinir hrísgrjónum yfir þau nýgiftu. Síðan er sest inn í stóra límósínu, sem oftast er svört skreytt hvítum borðum og öðru skrauti, og ekið sem leið liggur þangað sem herleg brúð- kaupsveisla skal haldin. Við ræddum við nokkra aðila sem í tengslum við starf sitt koma á ein- hvern hátt nálægt brúðkaupum og brúðkaupsveislum. Viðmælendur okkar voru almennt á því að gifting- um hefði fjölgað og að rómantík og íburður setti í vaxandi mæli svip sinn á þessa athöfn. Áhriffrá Orator „Þær tölulegu staðreyndum sem ég hef sýna að orðið hefur greinileg aukning í vor miðað við það sem var í fyrravor, og reyndar miðað við allt þetta ár,“ sagði séra Jón Dalbú Hró- bjartsson, sóknarprestur í Laugar- nesprestakalli, í samtali við DV. „Mér finnst líka áberandi við þess- ar giftingar að þetta er allt gert svöna með pomp og prakt. Það eru haldnar stórar veislur og fjölda gesta boðið og svo framvegis. Fólk vill gjarnan gera úr þessu hátíð. Mér finnst þetta mjög ánægjulegt og það er gaman að vinna með brúðhjónum þegar það er svona mikill hátíðar- og gleðibragur yfir öllu.“ Aðspurður um hverjar hann teldi ástæður þess að giftingum færi fjölg- andi, sagði séra Jón Dalbú að þetta gengi í bylgjum og sennilega smitaði það út frá sér, til dæmis á vinnustöð- um, þegar einhver gengi í hjónaband. „Eins gæti ég trúað að þættirnir í sjónvarpinu, sem Orator stóð fyrir og undirbjó mjög vel, um lagalegar hliðar hjónabands og sambúðar, hafi ýtt undir gildi þess að vera í hjóna- bandi. Mér fannst eins og skriða kæmi f að panta brúðkaup á eftir þessum þáttum. Annað sem mætti nefna er að við höfum nokkrir prestar staðið fyrir hjónabandsnámskeiðum og sú um- fjöllun sem þau hafa fengið í fjölmiðl- um hefur kannski ýtt undir meiri umræðu um hjónabandið. Það hefur átt sér stað mikil umræða um þessi mál og ég held að fólk sé opnara nú en áður og vilji gjarnan velta fyrir sér gildum lífsins fremur en efnisleg- um hlutum. Spurningum eins og hvernig getum við látið okkur líða betur í andanum, í stað þess að hugsa bara um að byggja stórt hús. Mér finnst líka fólk gifta sig öllu seinna en áður var. Það giftir sig eldra og þroskaðra, er búið að kynnast nokk- uð vel og jafnvel búa saman. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem vilja gifta sig í kyrrþey. En ef marka má hvernig vorið hefur verið þá er þróunin í þá átt sem ég lýsti áðan og hátíðin í fyrirrúmi. Eg var ein- mitt að tala um það við konuna mína að það væri eftirtektarvert hvað ungu brúðirnar hafa verið í viðam- iklum og fallegum kjólum,“ sagði séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Ógleymanleg stund - segj a Hannes Strange og Bryndís Björnsdóttir sem giftu sig nýlega Sólbjartan sumardag í byrjun júni gengu þau Hannes Strange og Bryndís Björnsdóttir í hjónaband við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann er tuttugu og tveggja ára, hún tuttugu og eins og þau kynntust á Rhodos fyrir tveimur árum og hafa verið saman síðan. Þau sögðust bæði hafa verið ákveðin í að gifta sig, en vildu láta reyna á sambandið fyrst, því það að ganga í hjónaband væri alvarlegt skref. „Þegar þú ferð út í þetta verð- ur þú að vera alveg ákveðinn. Hjónaband er annað og meira en sambúð. Sambúðarformið er ein- hvern veginn lausara, þó það geti alveg gengið,“ sagði Hannes. Hann og Bryndís voru þó alveg sammála um að ástæðan fyrir því að þau hefðu ákveðið að gifta sig væri ekki sú að hjónabandið væri tryggari stofnun lagalega séð, sögðust lítið hafa hugs- að um þá hliðina. „Giftingin hefur .&ÍtZEÚSa1$!&ÍnfÍHfl ÍS1S2 íiflSÍÖVb fremur táknrænt gildi fyrir mann,“ sagði Bryndís. „Innst inni finnst manni þetta betra þó maður geti ekki alveg skýrt af hverju," sagði Hannes. Þau giftu sig með viðhöfn, héldu stóra veislu og buðu fjölda gesta, hann klæddist svörtum smókingföt- um og hún gullfallegum, hvítum brúðarkjól og bifreiðin sem ók þeim til og frá kirkju var skreytt bleikum borðum. En hvers vegna allt þetta tilstand? „Við vorum strax ákveðin í að hafa þetta kirkjubrúðkaup með öllu til- heyrandi. Við vildum leyfa vinum og vandamönnum að njóta þessarar gleðistundar með okkur,“ sagði Hannes. „Þetta er eitthvað sem mað- ur ætlar bara að gera einu sinni á ævinni og eins gott að gera þetta almennilega." „Þetta er mikilvægur dagur, sann- s>g» Ó6 inyav go nsve.c\rn i>l go rnö/d 6’ kallaður hátíðisdagur," sagði Bryndís. Brúðkaupsnótt í nýrri íbúð Bryndís fékk brúðarkjólinn leigð- an, en engu að síður var hann saumaður á hana. Það vildi nefnilega svo heppilega til að brúðarkjólaleig- una vantaði kjól í stærð Bryndísar og hún fékk því að hafa í hönd í bagga með gerð kjólsins. Brúðguminn fékk að sjálfsögðu ekki að líta herlegheitin augum fyrr en Bryndís gekk inn kirkjugólfið og varð að eigin sögn ofsalega hrifinn. - En skyldu þau ekki hafa verið neitt taugaóstyrk? „Eg var ofsalega óstyrk, sérstak- lega þegar ég gekk inn gólfið," sagði Bryndís og brosti að minningunni. „Maður var auðvitað pínulítið spenntur og hræddur um að klúðra einhverju. En þetta gekk alveg ein- staklega vel,“ sagði Hannes. Að lokinni athöfninni í kirkjunni orr i'j mócl iJÍKfrruJ; Bifreiðin sem ók þeim Bryndísi og Hannesi frá kirkju var skreytt bieikum borðum. DV-mynd BG tók við velheppnuð áttatíu manna veisla þar sem vinir og ættingjar glöddust með ungu brúðhjónunum. Én allar veislur taka einhvern tíma enda og okkur lék forvitni á að vita hvar hjónakornin hefðu eytt sinni fyrstu nótt í hjónabandi. „Við keyptum nýja ibúð, tilbúna undir tréverk, í janúar. Hún var fullfrágengin þennan dag og við fluttum inn um kvöldið. Eyddum sem sagt fyrstu nóttinni í nýrri íbúð,“ sagði Hannes. - Hélstu á Bryndísi yfir þröskuldinn? ,Já, að sjálfsögðu. Þetta var allt eftir kúnstarinnar reglum hjá okkur. Það er um að gera að hafa þetta nógu „grand“ úr því maður er að j bislu y i r >i . þessu á annað borð,“ svaraði Hann- es. Einstaklega fallegur dagur Við spurðum þau nýgiftu að lokum hvort dagurinn hefði veriö alls þessa tilstands virði. Þau litu hvort á annað og brostu. „Þetta var ógleymanleg stund og svo sannarlega vel þess virði að standa í þessu,“ sagði Bryndís. Og eiginmaðurinn nýbakaði bætti við; „Þetta er dagur sem maður man alltaf eftir, þó maður muni kannski ekki orðrétt allt sem presturinn sagði. Þetta var líka alveg einstak- lega fallegur dagur, glampandi sól og blíða." 1íílífi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.