Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. Spumingin Hvað gerirðu á þjóðhá- tíðardaginn? Bergþór Bjarnason: „Ha, sautjánda júní? Ekki neitt - hvíli mig, Það er ekkert hátíðlegt við þann dag í Vestmannaeyjum - okkar þjóðhátíðardagur er í ágúst.“ Kjartan Stefánsson: „Maður gengur um bæinn og skoð- ar liðið. Það er mjög íjölbreytilegt eins og venjan er aðra daga.“ Helga Ásgeirsdóttir: „Eg verð að vinna þennan þjóð- hátíðardag. Annars fer ég yfírleitt í bæinn og skoða fólkið." Sesselja Hennings: „Ég ætla að venju í skrúðgöngu á Seltjarnarnesi - með blöðrur og fána.“ Dóra Einarsdóttir: „Ætla að skreppa út úr bænum núna. Er annars yfirleitt með góðum vinum og fastur liður er að hitta mömmu og pabba, systkini og barna- börnin í kaffidrykkju klukkan fjögur.“ Guðlaugur Einarsson: „Mest lítið - slappa af. Fæ mér að vísu í glas annan hvern þjóðhátíðar- dag - hann er einmitt þetta árið.“ Lesendur Bréfritari segist þakka fyrir að komast lifandi heim til sín eftir hjólreiðaferð i Reykjavik. Kínverjar verða jafnþakkl- átir fyrir að finna reiðskjótann að loknum vinnudegi. Eru hjolreiðar hættuspil? Hjólareiðamaður skrifar: Það er oft verið að tala um ómenn- inguna sem ræður ríkjum í umferðar- málum okkar Islendinga og ómenning er svo sannarlega rétta orðið yfir það hvemig ökumenn koma fram við hjól- reiðamenn. Það er hreint eins og hjólreiðamenn eigi engan rétt og allir keppast hver um annan þveran við að svina fyrir þá sem voga sér út á ak- brautina á hjólum. Ég er einn af mörgum Reykvíkingum sem brúka mikið hjól, hjóla meðal annars daglega í vinnuna. En því mið- ur er umferðin stundum með þeim hætti.hér í þessari annars ágætu borg okkar, að maður má þakka fyrir að komast nokkum veginn heill á húfi heim til sín. Samt neita ég að gefast upp og fá mér blikkbelju eins og hin- ir. Hjólreiðar eru ódýr samgöngutæki, þau menga ekki fyrir okkur andrúms- lofið, þau framleiða ekki hávaða eins og bílamir og em auk þess ágætis heilsusport fyrir eigandann. Auk þess er orðið allt of mikið af bílum í borg- inni og göturnar okkar anna varla ósköpunum. Þess vegna finnst mér að borgaryfirvöld ættu að hefja markviss- an áróður fyrir aukinni notkun reiðhjóla og gera meira fyrir hjólreiða- menn. í borgum eins og Amsterdam og Kaupmannahöfn em hjólreiðastíg- ar um allt og við ættum að taka þessar borgir okkur til fyrirmyndar í þeim efnum. Ég er viss um að þegar til lengri tíma er litið er það Qárfesting sem borgar sig. Biðin langa á læknastofunum Kranki ritar: „Mikið kemur það manni spánskt fyrir sjónir að á sama tíma og rætt er um offramboð á læknum virðist það ekki heiglum hent að fá læknishjálp í þessu landi. Hjá mörgum sérfræðing- um er nokkurra mánaða bið eftir tíma og það skiptir engu máli þótt aðstoðar sé þörf án tafar. Og ekki batnar það þegar hinn lang- þráði tími er fenginn. Þá tekur við biðin á læknastofúnni sjálfri sem oft á tíðum skiptir klukkustundum. Fólk í fúllri vinnu á erfitt með að eyða tímanum í langtímasetur af þessu tagi og er því brýnt að reynt verði að skipu- leggja þessar heimsóknir með meiri virðingu fyrir sjúklingunum. Það má til sanns vegar færa að tími sérfræð- ingsins er dýrmætur en svo er einnig um sjúklingana sjálfa. Og ennþá virð- ist við lýði eins konar þjónslund almennings gagnvart læknastéttinni - en þegar grannt er skoðað er þessu öfugt farið. Það er einmitt læknirinn sem er á staðnum til þess að sinna þörfúm sjúklingsins." Hringið í síma 27022 milli kl 13 og 15, eða skrifið. Oftrú á náttúruefnum Fjóla hafði samband: „Auglýsendur telja ósjaldan vöru sinni það til ágætis að hún sé ein- ungis gerð úr náttúruefnum. Slík slagorð eru orðin hálfgerð tíska og í hugum margra fela þessar fullyrð- ingar í sér jákvæðan boðskap - náttúruefnin eru talin dæmalaust holl og góð til notkunar, hvort sem er til átu eða áburðar. Staðreyndin er sú að alls ekki öll náttúruefhi eru af bráðhollu gerð- inni og nægir þar að nefiia tóbak og arsenik. Blóma- og grastegundir eru algengir ofnæmisvaldar, svo eitt- hvað sé nefiit. Er ekki kominn tími til að koma á fót virku eftirliti með auglýsendum sem stöðvaði texta af þessu tagi. Villandi auglýsingatextar hljóta að varða við lög og ætti engum að líð- ast að ganga vísvitandi í berhögg við ríkjandi lög og reglur þótt hart sé barist við að koma vörunni á markað." Ekki eru öll náttúruefnin bráðholl. Hann nýtur tóbaks og sólar þessi en getur fengið krabbamein í lungu og húð þegar timar líða. DV Vonbrigði með Breiðvanginn K.A. hrrngdi: „Mikil urðu vonbrigðí mín og samferðarmannanna eftir ferð á fegurðarsamkeppnina sem haldin var á Broadway. Miðamir voru fjúkandi dýrir en þrátt fyrir það sáu forsvarsmenn staðarins ekki ástæðu til þess að láta vita af því í tíma að aðalgesturinn, Johnny Logan, kæmi ekki á staðinn. Við keyptum miðana ekki síst vegna hans og hefðum getað séð stelp- umar í sjónvarpinu heima í stofu. Þegar svona gerist finnst okkur að staðnum beri skylda tii þess að endurgreiða miða óánægðra gesta - og reyndar ættu þeir að bjóðast til þess að fyrra bragði. Það em hinir einu heiðarlegu viðskipta- hættir að okkar mati.“ Borðar Guðlaug? Björn S. Lámsson hótelstjóri skrif- ar: Guðlaug Aðalsteinsdóttir skrifar 4. júrií til lesendasíðu Dagblaðsins og kvartar yfir því að matur hafi verið óætur og dýr á ákveðnu hót- eli hér á Suðurlandi. Það er ávallt leitt til þess að vita þegar gestir fara óánægðir frá borði á veitingastað. Ég býð því með þessu bréfi Guðlaugu og gest- um hennar að snæða hér á Hótel Selfossi, henni að kostnaðarlausu. Fólk hefur lítið vitað um tilvist þessa nýja hótels en eitt get ég fullvissað Guðlaugu um að við höfum aldrei fengið kvartanir fyrir vondan mat. Skítalykt um allt hverfið Nágranni skrifar: „Einn daginn er ég kom heim úr vinnunni og steig út úr bílnum gaus á móti mér þessi líka hræði- lega skítalykt. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð óveðrið en þeg- ar að var gáð hafði nágranni minn sturtað stórum haug af glænýjum hrossaskit á óræktarlegan blettinn hjá sér. Af þessu lagði fiiykinn. Og ekki nóg raeð það. Umhverfið fylltist af litlum skítafiugum. Pest- in var svo mikil að ekki er nokkur leið að haia oþinn glugga á þeirri hlið hússins sem veit að þessum nágranna. Mig langar til þess að vita hvort svona nokkuð sé leyfilegt, að nota glænýjan skít sem enn lyktar mjög mikið ? Segir eitthvað um það í lögreglusamþykkt borgarinnar T‘ I heilbrigðisreglugerð frá Heil- brigðis- og tiyggingamálaráðu- neytinu frá árinu 1972, segir í 45. grein: „Eigi má hafe á almannafæri fiskifeng eða annað sem öþef eða óþrifnaði getur valdið.“ Þegar lesendasíðan leitaði tíl Hollustuvemdar ríkisins varð Þór- hallur Halldórsson fyrir svörum. Hann sagði þessu ákvæði yfirleitt ekki beitt gegn notkun húsdýraá- burðar á tún. Þar væri tekíð mið af því hversu fljótt þessi lykt hverf- ur en á móti kæmi gagnsemi taðsins fyrir gróðminn. Skilyrði er þó að áburðurinn sé notaður á viðimandi máta og leiki vafi á því, er það hlutverk viökomandi heil- brigðiseftirlits aö koma á staöinn og dæma í máhnu. Þannig að í þessu tilviki væri réttast að hafe samband við heilbrigðiseftirlit staðarins og kalla fulltrúa þess á vettvang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.