Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 21 íþróttir íþróttir Þowaldur • Terry Venabies Venables áfram hjá Barcelona Englendingurinn Teriy Ven- ables mun þjálfa spænska liðið Barcelona í eitt ár til viðbótar. Samningar þar að lútandi voru gerðir í gær að sögn talsmanns Barcelona. Venables sem er 44 ára gamall, hefur þjálfað Barcelona undanfar- in þrjú ár og gerði liðið að meistur- um 1985. Einnig kom hann liðinu í úrslitaleik í Evrópukeppni Bikar- hafa á síðasta ári. Undanfarna daga hefur verið á kreiki orðrómur um að Venables yrði ekki endurráðinn hjá Barce- lona en sá orðrómur var endanlega kveðinn niður í gærkvöldi. Stjóm- armenn Barcelona voru ekki ánægðir með að Venables skyldi ekki takast að stýra liðinu til sig- urs í spönsku deildinni í ár en urðu síðan ásáttir um að gefa Venables tækifæri á að bæta árangur félags- ins. -JKS „Sjonni“í banastuði Sigurjón R. Gíslason, GK, sigraði um helgina síðustu á opna Nes- mótinu í golfi. Sigurjón lék 36 holur á 72 höggum. Annar varð Björn Víkingui-, GS, á 75 höggum og Jóhann Einarsson, NK, þriðji á 76 höggum. Alls tóku 107 kylfíngar þátt í mótinu. • í keppni með forgjöf sigraði Ólaíúr Schram á 64 höggum en Jóhann Einarsson, NK, varð ann- ar á 65 höggum. Næstir komu þeir Sigurjón R. Gíslason, GK, og Guðni Haraldsson en þeir léku báðir á 66 höggum. • Aukaverðlaun voru veitt íyrir að vera næstur holu í upphafs- höggi á þriðju braut. Þau hlaut Aðalgeir Jóhannsson, GG, en kúla hans hafhaði 2,36 metra frá hol- unni. -SK fer í „Eg hef ákveðið að leika með Vals- mönnum á næsta keppnistímabili. Það verður endanlega gengið frá félaga- skiptunum í þessari viku. Ég hef allan minn feril leikið með Fram svo mér fannst nú komið tilvalið tækifæri til að breyta til“sagði Þorvaldur Geirsson í samtali við DV í gærkvöldi. Vals- menn fá þama mikinn liðsstyrk í úrvalsdeildarkeppninni í körfubolta á næsta vetri en að sama skapi verða Framrar fyrir mikilli blóðtöku. Evrópumeistarar Frakka verða með mjög breytt lið gegn Norðmönnum í Osló í kvöld í leik landanna í þriðja riðli Evrópukeppni landsliða. Ungir leikmenn, sem komust í undanúrslit heimsmeistarakeppni pilta 1982 og 1986, setja nú sterkan svip á franska Iandsliðið. Michel Platini er hættur með landsliðinu og allar hkur á að Jean Tigana verði fyrirliði liðsins í Osló. Einn af ungu piltunum, sem landsliðsþjálfarinn Henri Michel hef- ur valið nú, Gerald Passi, Toulouse, mun hins vegar taka við markahlut- verki Platini í liðinu. Þá er búist við miklu af Philippe Fargeon, miðherja Bordeaux, sem mun leika sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann er 23 ára og hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum fyr- ir Bordeaux eftir að hann var keyptur frá svissnesku 2. deildai* liði í vetur. Frakkar hafa litla möguleika á að Björgvin Þorsteinsson, landsliðsein- valdur í golfi hefur valið landslið Islands sem mun keppa á Evrópu- meistaramótinu í golfi sem fram fer í sumar. Ekkert í vali Björgvins kemur á óvart en þeir sex kylfingar sem hann valdi eru með flest stig eftir þau þrjú stigamót sem fram hafa farið. • Þeir kylfingar sem leika fyrir ís- lands hönd eru: Úlfar Jónsson, GK, Siguijón Amarsson, GR, Sveinn Sig- urbergsson, GK, Sigurður Sigurðsson, GS, Gylfi Kristinsson, GS og Sigurðui- Pétursson, GR. „Valsliðið hefm- á að skipa toppliði í körfúknattleik sem verður til alls lík- legt á næsta keppnistímabili svo ég get ekki annað en litið björtum augum fram á veginn“sagði Þorvaldur. Þorvaldur er sterkur körfuknatt- leiksmaður og hann hefur verið burðarás í Framliðinu í mörg ár en eins og flestir vita hefur gengi þess á undanförnum árum verið heldm- misjafnt. Þorvaldur hefur leikið um 30 A-landsleiki fyrir ísland. -JKS komast í úrslit EM 1988 og veija því varla titil sinn ffá 1984 í Þýskalandi næsta ár. Sovétríkin standa mjög vel að vígi í riðlinum. Norðmenn hafa ekki sigrað í þremur leikjum sínum í riðlinum.en hafa möguleika á að kom- ast upp fyrir ísland með .sigri eða jafntefli gegn Frökkum. Norðmenn verða án tveggja sterkra leikmanna í kvöld, Rune Bratseth og Kai Erik Herlovsen. Félög þeirra í Vestur- Þýskalandi gáfu þeim ekki leyfi til að leika. í landsliðshópum landanna era þessir leikmenn. Noregur. Thorstvedt, Rise, Mordt, Soler, Giske, Köjedal, Ahlsen, Osvold, Sundby, Thoresen, Andersen og Ök- land. Frakkland. Bats, Martini, Amoros, Domergue, Boli, Senac, Thouvenel, Bijotat, Poullain, Ferreri, Passi, Tigana, Delamontagne, Miccic- he, Fargeon og Stopyra. -hsím • Tíu efstu menn í stigakeppninni eru nú þessir: Úlfar Jónsson, GK................109 Sigurjón Amarsson, GR.............79 Sveinn Sigurbergsson, GK..........71 Sigurður Sigurðsson, GS............69 Gylfi Kristinsson, GS.............61 Sigurður Pétursson, GR............57 Einar L. Þórisson, GR............49 Tryggvi Traustason, GK...........47 Gunnar Sigurðsson, GR............44 Hjalti Pálmason, GV............ 41 -SK Miklar breytingar á franska landsliðinu - í Evrópuleiknum gegn Norðmönnum í kvöld í Osló SexvaldiráEM 3 sjáHismörk á Hofsósi - Víkverji á toppinn í c-riðli 4. deildar Víkverji skaust á toppinn í C riðli 4. deildar ef'tir 3D sigur á Höfnum um helg- ina. Sigur Víkverja var aldrei óviss og hefði liðið getað skorað enn fleiri mörk eftir gangi leiksins. Þeir Albert Jónsson, Knútur Kristinsson og Svavar Hilmarsson skoruðu mörk liðsins. I sama riðli áttust við Snæfell og Léttir og fór leikur liðanna fram á Stykkis- hólmi. Snæfeflingar sigruðu 2-1 og voru öll mörkin skoruð í síðaii hálfleik. Léttis- menn náðu óvænt forystunni í leiknum en síðan fóru heimamenn í gang og þeir Einn leikur í kvöld Síðasti leikur fimmtu umferðar í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spymu verður í kvöld og leika þá Víkingur og Einherji á Laugar- dalsvelli og hefst leikurinn kl.20.00. -JKS Lárus Jónsson og Egifl Ragnarsson tryggðu liðinu sigur. Markamaskínur Reynis í stuði Markamaskínur Reynis frá Hnífsdal hafa heldur betur verið í stuði í sumar og hafa leikmenn liðsins komið tuðrunni alls 18 sinnum í netið hjá andstæðingum sínum og verður það að teljast góður árangur. Á laugardag sigraði liðið Badmintonfélag Isafiarðar 4-2, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3-1 fyrir Reyni. Rúnar Guð- mundsson skoraði tvö _mörk og þeir Jóhannes Ólafsson og Ámi Hjaltason skoruðu eitt mark hvor fyrir Hnífsdælinga. Þá sigraði Geislinn lið Bíldudals með einu marki gegn engu og þar unnu Geisla- menn sinn íyrsta sigur í sumar. Þriú sjálfsmörk á Hofsósi Ungmennafélag Svarfdæla gerði góða ferð til Hofsós og fóru heim með 3 stig eftir að hafa glímt til sigurs gegn Neistan- um. Úrslit leiksins urðu 4-0 og skoruðu heimamenn þrjú sjálfsmörk og lögðu þann- ig grunninn að eigin ósigri. Garðar Jónsson skoraði síðan fiórða mark Svarf- dæla. Á Hvammstanga léku Kormákur og Árroðinn og lauk þeirri viðureign með sigri Kormáks, 3-1. Stórsigur Vasks Vaskur frá Akureyri vann stóran sigur á Austra frá Raufarhöfn á laugardag. Lokatölur urðu 5-0 en sigur liðsins var þó of stór miðað við gang leiksins. Donald Kelly skoraði þrjú mörk fyrir Vask í leikn- um. Fyrr í vikunni sigraði HSÞ-c lið Æsk- unnar 3-1 en þessum leik var frestað fyrr í mánuðinum. Huginn tapaði óvænt I F riðli bar það helst til tíðenda að Huginn frá Seyðisfirði mátti sætta sig við tap þegar liðið heimsótti Hött á Egilsstöð- um. Leikmenn Hattar unnu 2-0 og kom sá sigur nokkuð á óvart. Hilmar Gunnlaugs- son skpraði fyrra mark Hattar og Heimir Þorsteinsson bætti öðru markinu við úr vítaspymu í síðari hálfleik. I sama riðli sigraði Valur frá Reyðar- firði Hrafnkel,3-1 og þar með hlutu Valsarar sín fyrstu stig í riðlinum. Sindri Bjamason,Aðalsteinn Böðvarsson og Lúð- vík Vignisson (víti) gerðu mörkin fyrir Val. -RR Fegurðardrottning lendir í fallhlíf -stórieikur í knattspyrnu á morgun til styrktar föngum á Utla-Hrauni „Að baki þessu öllu liggur mjög mikill undirbúningur og ég vona að almenningur íjölmenni á Laugar- dalsvöllinn á morgun til að sjá skemmtilegan leik og styrkja mjög gott málefni," sagði Halldór „Hen- son“ Einarsson i samtali við DV í gærkvöldi en á morgun klukkan fimm fer fram allsérstakur knatt- spymuleikur þar sem svokallað „heimavamarlið" og „útlendinga- heideild" leiða saman snillinga sína. Allur ágóði rennur óskiptur til upp- byggingar íþróttaaðstöðu fyrir fanga sem dveljast á Litla-Hrauni. • í „heimavamarliðinu" eru líkur á þvi að Sigurður Dagsson standi í marki en aðrir leikmenn verða þeir, Jóhannes EðvaldssoiT, Grímur Sæ- mundsen, Marteinn Geirsson, Karl Þórðarson, Magnús Bergs, Ásgeir Eliasson, Rúnar Júlíusson, Ingi Björn Albertsson, Tómas Pálsson, Matthías Hallgrímsson, Jón Gunn- laugsson, Jóhann Jakobsson og Ólafur Júlíusson. • í „útlendingaherdeildinni" verða þessir leikmenn: Þorsteinn Bjamason, Gordon Lee, þjálfari KR, Ian Ross, þjálfari Vals, Ian Fleming, þjálfari FH, Peter Farrell, þjálfari Keflavíkur, Sigurður Jónsson, Am- ór Guðjohnsen, Janus Guðlaugsson, Ton Kleist frá Grænlandi, Vladimir Wodstock, sem lék á sínum tíma með Spartak Moskva, Heimir Karlsson, Guðmundur Torfason og Bobby Harrison sem eitt sinn lék með West Ham. • Eins og sést á þessari upptaln- ingu gefst knattspymuunnendum tækifæri til að sjá marga snjalla leik- menn en margir þeirra hafa þó hætt í knattspymunni en nær allir léku þeir landsleiki fyrir íslands hönd. , Hvað gerir Albert með bundið fyrir augun? Ballið á morgun hefst á því að nýkrýnd fegurðardrottning íslands, Anna Margrét Jónsdóttir, svífur til jarðar í fangi Rúnars Rúnarssonar fallhlífarstökkvara með knöttinn sem leikið verður með. í leikhléi fer fram mjög óvenjuleg vítakeppni. Þeir sem keppa verða Pétur Péturs- son, KR, Árnór Guðjohnsen, ný- krýndur meistari og markakóngur í Belgíu, og Albert Guðmundsson al- þingismaður. I marki standa þær Anna Margrét og Gígja Birgisdóttir. fegurðardrottning íslands i fyrra, til skiptis. Sú sem ekki stendur í marki hverju sinni hefúr það hlutverk með höndmn að binda fyrir augun á þre- menningunum þannig að þcir sjá ekki markið þegar þeir framkvæma vitaspymurnar. Verður fróðlegt að sjá hvemig snillingunum gengur að skora hjá drottningunum. Hvað gerir Walters? Eins og sést hér að framan munu margir frægir knattspymumenn sýna listir sínar á Laugardalsvelli á morgun og þess má einnig geta að til leiks mætir einnig þekktur Eng- lendingur. Robert Walters frá Birmingham, en hann er þekktastur f>TÍr það að hafa komist í heims- metabók Guinness fyrir að halda knetti á lofti samfellt i heilar þrettán klukkustundir. • Eins og áður sagði hefst skemmtunin á ntorgun klukkan fimm og eftir leikinn verður for- manni Verndar afhentur ágóðinn af leiknum sem vonandi verður sem allra mestur, -SK • Jóhannes Eðvaldsson. • Arnór Guðjohnsen. • Karl Þórðarson. • Þeir voru kampakátir þremenningarnir á þessari mynd eftir leik Fram og KA í gærkvöldi. Allir eiga þeir það sameigin- mmm mmm mmm mmm m legt að hafa leikið með Fram á sínum ferli. Frá vinstri: Haukur Bragason markvörður, Hörður Helgason, þjálfari KA, og Gauti Laxdal. DV-mynd GUN „Mótið er ennþá ungt - sagði Ásgeir Elíasson, þjálfarí Fram eftir 0-1 tap gegn KA í LaugarHal „Ég er að sjálfsögðu mjög óánægður með úrslit þessa leiks. Við sóttum fast en þegar upp að marki andstæðingsins kom rann allt út í sandinn. Það segir sig alveg sjálft að lið sem skorar ekki getur heldur ekki unnið leik. Ég er ekki hræddur við fallið, mótið er ennþá ungt“sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram eftir að KA hafði sigrað Fram 0-1 í l.deild íslandsmótsins í knattspymu á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Útlitið er orðið heldur dökkt hjá Islandsmeisturum Fram því eftir fimm umferðir hefur liðið aðeins hlotið fimm stig. Leikur liðanna í gærkvöldi var ekki spennandi fyrir þá 800 áhorfendur sem lögðu leið sfna á völlinn. Framarar sóttu ívið meira i fyrri hálfleik án þess þó að ná að skapa verulega hættuleg tækifæri. Framarar voru mikið meira með knött- inn, spiluðu nokkuð laglega úti á vellin- um en vöm KA gaf þeim engan frið þegar Fram nálgðist mark þeirra. Tvívegis með stuttu millibili komust þeir Janus Guðlaugsson og Amljótur Davíðsson í góð færi en Haukur Bragason markvörður KA var vel á verði í bæði skiptin. KA-menn áttu eitt umtalsvert tækifæri í fyrri hálfleik þegar Þorvaldur Örlygsson átti gott skot úr aukaspymu en knötturinn fór rétt yfir markið. Undir lok hálfleiksins átti Janus gott skot að marki KA en Haukur markvörður varði glæsilega. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, ef eitthvað var sóknarþungi framara meiri en allt kom fyrir ekki. Nokkrum sinnum komust framarar í ákjósanleg færi en Haukur markvörður var alltaf réttur maður á réttum stað. KA-menn virtust hugsa meira um að halda leiknum í jafntefli því þeir drógu sig mjög til baka. Á 73. mínútu komust KA-menn í skyndi- sókn og eftir mikla baráttu í vítateig Fram, barst knötturinn til Tryggva Gunn- arssonar sem skoraði af stuttu færi, framhjá Friðriki markverði. Öllum að óvörum voru KA-menn búnir að ná for- ystu í leiknum og úr sínu eina tækifæri í seinni hálfleik. Eftir markið hugsuðu' norðanmenn um það eitt að halda fengn- um hlut. Hin skyndilega forysta KA virtist koma Fram úr jafnvægi og ekki var á bætandi á leik leiksins. Norðan- menn héldu því glaðir heim og þremur stigum ríkari. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við lékum af skynsemi og uppskárum sam- kvæmt því gegn íslandsmeisturunum. Ég Úlfar vann Esso-mótið Úlfar Jónsson, GK, og Sigurður Pét- ursson, GR, háðu mikla keppni um sigurinn á Esso-mótinu í golfi á Graf- arholtsvelli um síðustu helgi en mótið gefur stig til landsliðs. Eftir að hafa leikið 72 holur voru þeir fé- lagar jafnir á 306 höggum og þurftu því að leika bráðabana. Úrslit feng- ust á fyrstu holu hans en hana lók Úlfar á höggi undir pari. Óskar Sæmundsson, GR, hafnaði í þriðja sæti á 307 höggum, Sveinn Sigurbergsson, GK, varð fjórði á 311 höggum og fimmti Sigurður Sigurðs- son, GS, á 313 höggum. Olíufélagið h/f var bakhjarl mótsins. • Á morgun. 17. júní, fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur minn- ingarmótið um Jason Clark og verður ræst út frá kl. 9. Leiknar verða 18 holur með fullri forgjöf. • Á fimmtudag eru tvö mót á dag- skrá hjá GR. Á Grafarholtsvelli fer fram kvennamót og á Korpúlfsstaða- velli reyna byrjendur með sér. Bæði mótin hefjast klukkan fjögur. -SK er með lið í höndunum sem heíúr litla reynslu en þetta gengui' samt hægt og sígandi. Við tökum aðeins einn leik fyrir í einu. Fram-liðið á eftir að bíta frá þegar á líður en hafa verður í huga að liðið varð fyrir mikilli blóðtöku þegar Guð- mundur Torfason og Guðmundur Steins- son fóru frá félaginu." Staða Fram í deildinni er ekki glæsileg sem stendur og þurfa leikmenn þess held- ur betur að taka sig til í andlitinu ef ekki á illa að fara. Pétur Ormslev og Janus Guðlaugsson stóðu upp úr að venju í þess- urn leik en þegar skammt va' til leiksloka þurfti Pétur að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í andliti. Lítið reyndi á Friðrik markvörð en annars var liðið mjög slakt. Leikurinn olli hinum fjölmörgu stuðings- mönnum liðsins miklum vonhrigðum. KA-liðið hefur komið á óvart það sem af er mótinu og er liðið r)ú í þríðja sæti deildarinnar. I leiknum í- gærkvöldi var vamarleikur liðsins sterkasti hlekkurinn. Allir leikmenn liðsins börðust vel og þó að liðið hafi ekki skapað sér rnörg tæki- færi þá nýttu þeir sér eitt þeirra sem gaf þeim mikilvægan sigur. Af öllum öðmm ólöstuðum átti Haukur Bragason bestan leik þeirra en einnig var Erlingur Krist- jánsson sterkur i vörninni. Dómari leiksins var Þorvarður Bjöms- son og dæmdi hann þokkalega. -JKS Brynjar Kvaran. Brynjar áfram hjaKA Biynjar Kvaran, landsliðs- markvörður í handknattleik, heftu' verið endun-áðinn þjáífari 1. deildarliðs KA frá Akureyri en Brynjar þjálfaði KA-liðið með ágætum árangri á síðasta keppn- istímabili. Frá þessu var gengið fyrir skömrnu og verður gaman að fylgjast með Brynjari og læri- sveinum í 1. deildinni næsta ^vetur. Óformlegt samkomulag - hefur tekist milli Anderiecht og Amórs fu Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Amór Guðjohnsen kom um helgina til Bmssel eftir vákufri í Túnis og hélt þá áfram samningaviðræðum við for- ráðamenn Anderlecht um nýjan samning við félagið. Ófonnlegt sam- komulag náðist til eins árs milli félagsins og Arnórs. Amór gat ekki skrifað undir endan- legan samning þar sem hann kemur heim til íslands í dag í þriggja vikna sumarfrí. Er talið að gengið verði end- anlega frá nýjum samningi þegarhann snýr aftur til Belgíu að loknu simiar- leyfi hér á landi. Forseti Anderlecht þarf að leggja blessun sína yfir þessi drög að nýja samningnum og er talið að hann geri það samstundis. Nokkra athvgli vekur Islandsmet Hafnfirðingui'inn Amþór Ragnars- son setti fslandsmet í 50 metra bringu- sundi á móti í Örbyehus í Svíþjóð á laugardag. Synt var í 50 metra laug og tími Arnþórs var 31,70 sek. Athygl- isverður árangur og Arnþór hefui' stórbætt afrek sín í bringusundinu sið- ustu vikumar. -hsím hve Amór semur til skamms tíma en allir þeir nýju leikmenn. sem And- erlecht hefur keypt fyrir næsta keppnistímabil. hafa samið til þriggja ára. Forráðamenn Anderlecht em með það á prjónunum að bvggja upp nýtt lið. Greinilegt er þó á öllu að Amór hvggsV með samningi til aðeins árs ekki hafa langa stans í Belgíu því hugur hans stefnir til félaga suðui' á bógimi. á Spáni og á Ítalíu. en engu að síður tekui' Arnór áhættu en vonandi fylgir hami frábæru nýafstöðnu keppnistímabili vel eflir næsta vetur. „Það er mjög slæmt að missa Vercauter- en til Nantes í Frakklandi en hann gaf oft á mig sendingar f leikjunum í vetur sem gáfu ntörk. Trúlega er aðeins einn leik- niaðm- sem getrn- tekið stöðu hans hjá Anderlecht en það er belgíski landsliðs- maðurinn Vervoort sem keyptm- var nvlega til félagsins. -JKS rstjörnusigun IStjaman sigraði Httuka á Hval- I eyrarholtsvelli í 3. deildimii í knatt- I Ispymu í gærkvöldi með þremur ■ mörkum gegn engu og gerðu | I Stjömumenn út unt leikinn strax í ■ I fyiTt hálfleik með því ttð skora þrí- | Ivegis. Jón Ámason skoraði tvö mörk _ og Valdimar Kristófersson bætti því I þriðja við og eftir það var sigur liðs- 1 ^^ns aldrei í hættu. -RF^J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.