Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 13 Handbók fyrir teppakaupendur Handbók fyrir teppakaupendur, holl ráð og hagnýtar upplýsingar nefhist bók sem komin er út á vegum Teppalands-Dúkalands. Þetta er 28 síðna handbók sem gefin er út í til- efni af 20 ára afmæli fyrirtækisins. Samhliða dreifingu handbókarinnar stendur einnig sumartilboð fyrirtæk- isins út júnímánuð. < Handbókin inniheldur ýmsar hag- nýtar upplýsingar fyrir neytendur eins og kaflaheiti bera með sér en þau eru m.a.: Hvemig spara má þús- undir króna og forðast leiðindi. „Hver er munurinn á hinum ýmsu gerðum teppa?“, Hvemig teppi eig- um við að velja okkur? Hvernig fórum við að því að leggja gólfteppið sjálf? Það er auglýsingastofan ÓSA, Ól- afur Stephensen, Auglýsingar -Almenningstengsl sem umsjón hafði með útgáfu handbókarinnar. -A.BJ. Fyrsta handbókin afhent viðskiptavini. Neytendur Opal og Tópas með innihaldslýsingu ingu á Topas sem sé í samræmi við reglugerð. I umræddri grein í DV var m.a. haft eftir Oddi Rúnari áð bæði Opal og Topas væm með ófullnægjandi upp- lýsingar. Við athugun á þessum vörutegundum hefur komið í ljós að þær eru báðar með áprentaðri inni- haldslýsingu. -A.BJ. Munið að senda inn upp- lýsingaseðilinn fynr heimilis- bókhald DV Borist hefur tilkynning frá Nóa Sír- íusi þar sem mótmælt er frétt um að Topas sé ekki með tilskildar innihald- slýsingar. i bréfinu er staðhæft að Oddur Rúnar Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, kannist ekki við að hafa nefnt Topas í samtali við blm. DV. Oddur hafi sjálfur samið innihaldslýs- Sjúkrakassar og slokkvitæki á uppsprengdu verði? Fyrir nokkrum dögum kom til okkar maður með sjúkrakassa og bíla- slökkvitæki sem hann hafði riýlega fest kaup á fyrir samtals 5.200 kr. Kostaði slökkvitækið 1.540 kr. en sjúkrakassinn 3.660 kr. Þennan vam- ing keypti hann af sölumanni sem gekk i hús og bauð vöruna fala. Maðurinn greiddi með Eurokorti en sölumaðurinn bauð honum jafnframt að skipta þeirri greiðslu á tvær af- borganir. í fyrstu taldi sögumaður okkar sig hafa gert góð kaup á nauðynlegum öryggistækjum en fljótlega kom á dag- inn að nákvæmlega eins slökkvitæki eru seld á bensínstöðvum Skeljungs á 1.078 kr. Hann rölti þá með sjúkrakassann í næstu lyfjaverslun og bað afgreiðslu- stúlkuna að meta innihald kassans. Niðurstaðan varð sú að innihald kass- ans var hægt að kaupa í lyfjaverslun- inni fyrir u.þ.b. 1.600 kr. í langflestum tilfellum hafði lyfjaverslunin á boð- stólum nákvæmlega sömu vörur og komu upp úr kassanum en í einstaka tilfellum var þó um sambærilegar vör- ur að ræða. Þegar hér var komið sögu hringdi hinn vonsvikni viðskiptavinur til Eurokortaþjónustunnar og fékk þá þær upplýsingar að það væru fullkom- lega ólöglegir viðskiptahættir að skipta kortagreiðslunni á þann veg sem hér um ræðir. Nú þótti honum tími til kominn að segja okkur söguna sem hér hefur verið höfð eftir. Við fórum svo á stúf- ana, fengum matið frá lyfjaversluninni staðfest, auk þess sem við létum einn- ig meta innhald kassans í annarri lvfjaverslun. í síðari lyfjaversluninni var innihald sjúkrakassans metið á 1.500 kr. í báðum þessum lyfjaverslunum voru mun fullkomnari sjúkrakassar til sölu fyrir töluvert lægra verð. I Apóteki Austurbæjar var t.d. hægt að fá nokk- uð stærri sjúkrakassa fyrir tæpar 2.000 kr. Auk þess var okkur svo tjáð að í sjúkrakassa sögumanns okkar vantaði ýmis nauðsynleg atriði, eins og t.d. verkjatöflur, sárasmyrsl, fingurbindi og öiyggisnælur. Við fengum verðið á slökkvitækjun- um einnig staðfest á nokkmm bensín- stöðvum Skeljungs, auk þess sem málsvari Eurokorta staðfesti að hér væri imi óleyfilega afborgunarskil- mála að ræða. Við náðum svo tali af þeim sem standa fyrir sölunni á öryggistækjun- um og báðum þá að skýra þann verðmun sem hér um ræðir. Greinargerð þeirra fyrir verðmynd- uninni var í megindráttum eftirfar- andi: Innkaupsverð: 1.870 kr. Sölulaun: 600 kr. Krísuvíkursamt.: 208 kr. Afföll v. lánsviðs.: 624 kr. Til ráðstöfunar: 858 kr. Söluskattur: 1.040 kr. Samtals: 5.200 kr. Aðstandendur öryggistækjanna lögðu áherslu á þá staðreynd að þeir færðu viðskiptavinum sinum vömna heim og að þeir tækju ekki vexti þrátt fyrir afborgunarkjör. „Afföll vegna lánsviðskipta" em hins vegar 12% af heildarverði örygg- istækjanna en hér er um vægast sagt frumlegan lið í greinargerð af þessum toga að ræða. Það er auðvitað sjálfsagður hlutur að hafa slökkvitæki og sjúkrakassa við höndina í bílnum og reyndar ætti enginn að leggja í langferð á eigin ökutæki án þessara öiyggistækja. Það er hins vegar einnig sjálfsagt að menn taki mið af hvoru tveggja. verði og gæðum. þegar keypt eru öiyggistæki. í þeim efiium þarf ekki hvað síst að vanda valið. En hvað um það. okur eða ekki okur? Dæmi nú hver fvrir sig. -KGK Vandið valið þegar þið kaupið öryggistæki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.