Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. Fréttir Vatnsendalandið: Kópavogsmenn vilja landamerkjauppgjör Beiðni Reykjavíkurborgar um að samþykkja kaup á 41 hektara úr Vatn- sendalandi, sem eru innan bæjar- marka Kópavogs, var ekki afgreidd á bæjarráðsfundi í Kópavogi á fimmtu- daginn. í staðinn var skipuð þriggja manna nefnd til þess að knýja fram landamerkjauppgjör við borgina. Þar eru mörg ágreiningsefni. Það kom í ljós á uppdrætti, sem fylgdi samningi borgarinnar og Vatn- sendabónda, að borgarmenn merkja sér meðal annars 18 hektara sem Kópavogsbær keypti athugasemda- laust af einstaklingi fyrir nokkrum árum og Kópavogsmenn telja innan sinna bæjarmarka. Skúh Norðdahl, skipulagsarkitekt Kópavogsbæjar, greindi DV frá þessu fyrir nokkrum dögum. Hann undirstrikar að þama sé um einn anga af þessum ágreiningi að ræða en ekki það að borgin teljist hafa hnuplað þessum hekturum. Meðal annars sem ágreiningur er um og er líklega þekktast er nýting Fossvogsdals þar sem borgarmenn hafa teiknað hraðbraut milli Breið- holts og miðborgarinnar, að mestu í landi Kópavogs. Kópavogsmenn vilja ekki láta dalinn undir annað en úti- vist. Þarna stangast skipulag sveitar- félaganna á og er þessi þáttur skipulags þeirra í biðstöðu hjá skipu- lagsstjórn ríkisins. I Kópavogsnefndinni, sem ganga á tii atlögu við Reykvíkinga um landa- merkin, eru Kristján Guðmundsson bæjarstjóri, Rannveig Guðmundsdótt- ir, formaður bæjarráðs, og Richard Björgvinsson bæjarráðsmaður. -HERB BHreiðagjaldið: Fellt niður á bílum öiyrkja Fjármálaráðherra hefúr ákveðið að bifreiðagjald verði ekki inn- heimt af bflum öryrkja. Imi- heimtuseðlar hafa verið sendir út og geta þeir öryrkjar, sem fengið hafa tilkynningu, snúið sér til við- komandi innheimtumanns og fengið kröfuna fellda niður. Hafi öryrki þegar greitt gjaldið verður það endurgreitt. Bifreiðagjaldið verður lagt á tvisvar á ári. Nú er það lagt á vegna síðari helmings þessa árs. Gjaldið nemur tveimur krónum á hvert kfló af eigin þyngd bílsins. Gjaldið getur þó aldrei orðið hærra en fimm þúsund krónur og aldrei lægra en eitt þúsund krónur. -sme Hér á myndinni er Svavar Gestsson að ota listanum margfræga að Guðna Jóhannessyni, formanni félagsins í Reykjavík, og eftir svipnum að dæma hefur hann ekki verið að biðja andstæðingum sínum blessunar. Á milli þeirra er Úlfar Þormóðsson, einn af dyggustu stuðningsmönnum Svavars. DV-mynd KAE Alþýðubandalagið: Alrangt að við höfum verið með útstrikanir segir Margrét S. Björnsdóttir, stuðningsmaður Olafs Ragnars „Ég átti þátt í því að stjóma vinnu við kosningaundirbúning til stuðnings Ólafi Ragnari fyrir landsfundarfull- trúakjörið í Reykjavík. Það er alrangt, hrein ósannindi, að við höfum verið með einhverja útstrikaða lista sem fundist hafi í ljósritunarvél Þjóðvilj- ans. Það sem við gerðum var mjög einfalt. Við útbjuggum lista meö 91 nafni fólks sem við töldum stuðnings- menn Ólafs. Listanum var dreift til fólks daginn fyrir fundinn og á fundin- um sjálfum. Við skildum eftir 9 eyður ef fólk vildi setja nöfn einhverra sem við mæltum ekki með. Þess vegna þurftum við engar útstrikanir. Svo einfalt er það,“ sagði Margrét S. Bjömsdóttir. Hún sagði að ástæðan fyrir því að gerður var listi með 91 nafni hafi verið sú að fólk sem styður Ólaf hafi spurt hveija það ætti að kjósa til aö tryggja honum kosningu. „Þaö hafa einhverjir útbúið þennan útstrikaða hsta fyrst hann er til og þá til aö koma höggi á okkur,“ sagði Margrét. -S.dór - sjá einnig á baksíðu Fýrsti íslenski hjartaþeginn: Fagna því að biðin er brátt á enda - hefur verið fluttur á sjúkrahús í London „Mér hður ágætlega. Ég kvíði að- gerðinni ekkert svo mikið. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir henni aö nú vh ég bara ljúka þessu af,“ sagði 24 ára gamall Kópavogsbúi sem nú hefur verið fluttur á Brompton sjúkrahúsið í London og bíður þess að komast í aðgerð þar sem skipta á um hjarta og lungu í honum. Verður hann þar með fyrsti íslendingurinn sem grætt verð- ur í nýtt hjarta. Ungi maðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur legiö á Landsp- ítalanum í rúmt hálft ár og beðið þess að komast í þessa aðgerð sem einn fremsti hffæraflutningasérfræðingur heims, Egyptinn dr. Magdi Yacoub, mun framkvæma. Ungi maðurinn fæddist með hjartagaha og gekkst und- ir hjartaaðgerð tveggja ára gamah. Síðan liíði hann nokkum veginn eðh- legu lífi þar th fyrir nokkrum árum að hehsan fór að versna. Fljótlega upp úr síðustu áramótum komust læknar svo aö þeirri niðurstöðu að éina lausn- in væri sú að græða í hann nýtt hjarta og ný lungu. Síðan hefur hann beðið á Landspítalanum eftir að komast í aögerð og fór í voi th London í rann- sókn th dr. Yacoub. Biðin eftir að komast í shka aðgerð er löng, bæði er forgangsröð, og er þá farið eftir ástandi sjúklingsins, og svo hggja liffæri, sem bæði eru af réttum blóðflokki og stærð, ekki á lausu. íslendingurinn er nú kominn það ofarlega á hsta að rétt þótti að hann færi th London og biði aðgerðarinnar þar. „Mér leist strax vel á Yacoub þegar ég hitti hann í vor. Svo er ég búinn að hitta hann núna og mér finnst hann bæði viðfehdinn og greinhega mjög fær læknir og ég treysti honum fuh- komlega enda hefur Yacoub mikla reynslu af slíkum aðgeröum." Ungi maðurinn er í 0 blóðflokki, algengasta blóðflokknum, og því hafa margir verið um þau liffæri sem sjúkrahúsinu hafa borist í réttum blóðílokki. „Núna er ég sá eini í minum blóð- flokki sem bíð eftir aðgerð á sjúkra- húsinu. Það er því bara spurning um daga hvenær ég kemst í aðgerðina og þá fer ég í hana fyrirvarahtið. Ég gæti þess vegna farið í aðgerðina strax í dag en það gæti einnig dregist í nokkra daga eða jafnvel vikur." íslendingurinn sagði að það hefði verið sér mikh hjálp í biðinni að for- eldrar hans hafa stutt hann dygghega. Bæði heimsóttu þeir hann á hveijum degi á Landspítalann í Reykjavík og þegar hann fór th London í síðustu viku fóru foreidramir með honum og eru hjá honum nánast allan daginn. „Ég hef verið dáhtið á ferðinni og skoðað mig um í nágrenni sjúkrahúss- ins. Eg þarf bara að hafa súrefnis- kútinn með mér. Ég kann ágætlega við mig í góða veðrinu hér í London en sakna dáhtið íslands og kunningj- anna þar. En ég er ánægður með þennan áfanga og fagna því að biðin skuli brátt vera á enda. Það er bara aö bíða eftir því að rétt líffæri detti inn á borðiö hjá þeim á sjúkrahúsinu,“ sagði ungi maðurinn í viðtah við DV i gær. Eftír aðgerðina verður íslendingur- inn í þijár vikur á sjúkrahúsinu og eftir það mun hann flytja inn í íbúð á vegum sjúkrahússins í London þar sem hann verður í nokkum tíma th eftirlits og rannsókna. Ef aht gengur að óskum verður hann búinn að ná sér eftir 3-6 mánuði, getur lifað eðh- legu lífi og unnið alla venjulega vinnu. -ATA Ríkið: Gæti selt 20 ára bréf með 7% ársvöxtum „Það ræðst mikið af því upp á hveiju ríkisvaldið tekur, hvort vextir hækka eða lækka á næstunni. Þar er þó ekki um að ræða nema brot úr hundraðs- hluta th eða frá. Eina rétta leiðin hjá ríkinu væri raunar að gefa eingöngu út bréf th 20 ára með svona 7% vöxtum og láta rétta aðha selja þausegir dr. Sigurður B. Stefánsson, forstöðumað- ur Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbank- ans hf. Spariskírteini ríkissjóðs em núna til tveggja ára með 8,5% vöxtum, fjögurra ára með 8% vöxtum og 6-10 ára með 7,2% vöxtum umfram verðtryggingu. „Stystu bréfin seljast vel, hin hreyfast ekki,“ segir Sigurður. „Við finnum th- hneigingu hjá ríkisvaldinu th þess að hækka vexti lengri bréfanna sem hefði áhrif th hækkunar almennt. í staðinn ætti að lækka vexti á stystu bréfunum örhtið sem hefði gagnstæð áhrif. Hitt er svo annaö mál að um 90% af spariskírteinum ríkissjóðs er selt í Seðlabankanum þar sem risastór af- greiðsla hefur nánast ekki annað verkefni. Ég vona bara að það fréttist ekki út fyrir landsteinana að Seðla- banki íslands reki slíka smásöluversl- un sem er út í hött og ahs ekki í verkahring seðlabanka. Veröbréfasöl- umar eru með skírteinin, við seljum dáhtið af þeim og fáum eðlhega þóknun. En á meðan Seðlabankinn rekur þessi verðbréfaviðskipti er skhjanlega hthl áhugi hjá okkur að beita okkur viö sölu ríkisskuldabréfanna. Það er þó vafalaust að verðbréfasalar eru vegna sérhæfingar sinnar mun hæfari th þess að selja verðbréf en afgreiðslu- fólk í bönkum. Ekki fórum við í matvörubúð th þess að láta skipta um dekk á bílunum okkar.“ Sigurður segir að síðan nýju banka- lögin tóku ghdi fyrir um ári hafi vextir á verðbréfúm annars vegar og útiánum banka hins vegar runnið saman. Vext- ir á verðbréfúm hafa lækkaö um 1-1,5% en bankavextir hækkað úr 5% íum9%. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.