Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 17. OKTOBER 1987. 17 Bóbó í draumi heitir hún, þessi myndasaga, sem er ein af mörgum sem Auður hefur búið til. Auður var aðeins 11 ára er hún orti þessa visu með hestamyndinni, en aðaláhugamál hennar eru hestar minn í að sinna honum,“ heldur hún áfram. Auður hefur fariö á þrjú reið- námskeið og oft fylgist hún með hestamönnum út um gluggann þar sem hún býr, við Elliðaámar. Faðir hennar, Aðalsteinn Guðjohnsen, er rafveitustjóri og það er einmitt hann sem hefur kennt Auði að setja saman vísur. „Það eru nú bara einfóldustu bragfræöireglur," segir hann. Aðal- steinn hefur sjálfur haft gaman af því að teikna og yrkja þó ekki vilji hann hafa hátt um það. Móðir Auðar, Ragna Siguröardóttir Guðjohnsen, hefur hins vegar aðstoð- að dótturina í sambandi við tónlistina. Ragna leikur á píanó og sama gerir Auður. „Það má segja að oft séu tón- leikar á heimilinu en þá koma vinkon- ur Auðar í heimsókn og þær spila og syngja af fuilum krafti. Sjálfsagt hafa margar Madonnur troðiö þar upp,“ segir Aðalsteinn. „Madonna er í miklu uppáhaldi hjá þeim.“ - Eftir hverju ferðu þegar þú teiknar Madonnu? „Eftir plakatmyndum sem ég á. Ég horíi á þær og teikna síöan,“ segir Auður og bætir við: „Ég var búin að teikna mjög margar áður en ég varð ánægð með þær.“ - Hvað ertu lengi að teikna eina Ma- donnumynd? „Ef ég vanda mig er ég hálftíma." Auður segist nota helst Hörpuhti þeg- ar hún er að mála en tekur fram að þeir séu of dýrir. „Ég notaði ailtaf krít, tréhti og stundum vatnshti en er hætt því núna.“ Auður er í Árbæjarskóla og þar er myndmennt kennd eins og annars staðar. Hún segir að frjálsu tímamir séu langskemmthegastir því þá fái hún að ráða hvað hún teiknar Fyrir nokkrum dögum var mynd eftir Áuöi valin til veggskreytingar í skólanum og er það sérstakur heiður sem aðeins tveir nemendur hijóta. - Hefur þú einhvern tíma sent mynd í verðlaunasamkeppni? „Nei, ég hef aldrei sent neinar mynd- ir frá mér utan einu sinni. Þá var ég sex ára og sendi Lesbók Morgunblaðs- ins jólamynd. Ég fékk hana birta en síðan hef ég bara gert þetta fyrir mig sjáffa." - Hvað hefur hstakonan ákveðið með framtíðina? „Það gæti vel verið að ég fari í Mynd- hsta- og handiðaskólann," svarar Auður. „Ég er þó ekki endarhega búin að ákveða það.“ - Þú hefur aldrei sýnt neinar myndir, er það? „Nei, en ég gæti það alveg því þær eru orðnar svo margar. Kannski geri ég það einhvem tíma,“ segir þessi unga fjölhæfa hstakona. Th gamans birtum við hér ljóð eftir Auði Guöjohnsen: Fjólan Fögur er Qólan, fíngerð og smá. Draumanna drottning og drifbjört að sjá Rósin Roöagulhð rósahaf rauðum bjarma slær. Þaðan berst mér hmur af, yndislega tær. -ELA Verðdæmi: Saab 900i staðgr. frá kr. 739.000. Saab 9000i staðgr. frá kr. 1.063.000. Verðdæmi: Citroen AX staðgr. frá kr. 339.000. Citroen BX staðgr. frá kr. 523.000. Opið laugardag og sunnudag kl. 13-17 Globus? Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 DiLMnmin dcivi nAOvrvuuu cimnM ivmvnoi: VIÐ tókum á okkur stóran hluta af hœkkuninni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.