Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 15 DV-mynd Brynjar Gauti Eiginkonur frá útlöndum Frá aldaööli hefur mannskepnan talið þaö hámark velsælunnar að ganga í hjónaband. Ungar stúlkur höndla ekki hamingjuna fyrr en þær eru búnar aö koma sér upp eiginmanni og æösti draumur allra yngissveina er aö finna sér kvon- fang. Fólk er varla oröið kynþroska áður en þaö festir ráð sitt. A land- námsöld höföu karlmenn þó vit á því aö haga hjónaböndum eftir stööu og efnahag og þurftu þá ekki einu sinni aö spyrja kvonfangið leyfis - hvaö þá að vinna hug þess eða hjarta. Biðlarnir báru upp bón- orðiö við feðurna sem samþykktu ráöahaginn eöa synjuðu eftir því hver heimanmundurinn var. Kvenfólkiö sat uppi með ektamenn þangaö til þeir drápust enda var karlaveldið allsráöandi en konur upp á punt - í mesta lagi til afnota. En eins og annaö á kvenfrelsisöld fékkst enginn friður meö þennan góöa og gamla siö. Nú verða biöl- arnir aö snúa sér beint til heitmeyj- anna og meira aö segja að hafa fyrir því aö kynnast þeim áöur en bón- orðið er horiö upp. Feöurnir eru ekki lengur spuröir ráða og enginn spyr um heimanmund og nú er nóg aö telja sér trú um að ástin sé lykill- inn aö hjónabandssælunni. Ungt fólk heldur aö ástin sé fólgin í því aö vera skotið í einhverjum eöa fá aö sofa hjá hvaö ööru og sendir knúsaðar og æöisgengnar stuö- kveöjur á útvarpsbylgjunum og heitir hvaö ööru eilífri tryggö og sælu. Hin opinbera stefna er sú að hjónabandið sé hin löggilta stað- festing á því aö fólk elskist og þess vegna er ekki linnt látunum fyrr en hringarnir eru komnir á sinn staö og helst er farið upp aö altar- inu í óspjölluðu brúöarskartinu og lýst yfir gagnvart guöi og heilögum anda aö tryggðin og dyggðin skuli vara allt til enda. Skilnaðir og skipbrot Því er ekki aö neita aö stundum vefst þaö fyrir manni hvernig standi á öllu þessu írafári í sam- bandi viö giftingar. Hvers vegna er ungt fólk aö gifta sig nú til dags þegar annað hvert hjónaband end- ar meö skilnaði og skipbroti? Það er líka svo einkennilegt meö karl- menn, sérstaklega gifta karlmenn, að þaö er leitun aö einhverjum sem hefur áframhaldandi áhuga á eig- inkonu sinni eftir að hann er búinn aö kvænast henni. Karlmenn ganga meö grasið i skónum á eftir kærustum sínum og unnustum og sjá ekki sólina fyrir þeim, eins og vera ber þegar ástin er annars veg- ar. Svo er stofnað til heimilis og konan verður ófrísk og börnin hlaðast upp og bæöi fara aö vinna og strita og hætta aö halda sér til. Og áður en varir er áhuginn horf- inn og eiginmaðurinn farinn að skáskjóta augunum á eftir öðrum pilsfóldum. Hjónabandið veröur útþvælt og slitið í hvunndeginum, og ástin - hvaö er nú það? Stúlkurnar eru ekki mikið betur settar. Þær verða ráðsettar eigin- konur af því aö þær vita ekki um örlög sín fyrr en um seinan. Sitja uppi meö karlpung sem heimtar þjónustu til borðs og sængur og gleymir öllum ástaratlotunum úr tilhugalífmu af því aö nú er hann búinn að eignast konuna og hefur komiö henni fyrir meö öllum hin- um húsgögnunum. Nú er breimerí- inu lokið og basliö tekið viö og eignarhaldið kemur í veg fyrir að öðrum leyfist að gera hosur sínar grænar fyrir konu sem ekki er lengur á markaðnum. Þrælahaldið er hafið. í lóðréttum stellingum Lengi vel var ekki hægt aö þver- fóta í Reykjavík fyrir fyllibyttum sem voru sá þjóðflokkurinn sem setti mestan svip á miðbæinn. Síö- an komu þessar fyllibyttur aftur og voru þá orönar edrú og nú er annar hver maöur afturbata og ekki hægt aö þverfóta fyrir þeim. Nú síðast eru hinir fráskildu teknir viö sem fjölmennasta stéttin í þjóð- félaginu og fjölgar stöðugt. Allt hefur þetta fólk orðið þeim örlögum að bráð á lífsleiðinni aö veröa ástfangið fyrir aldur fram og uppgötvaö þaö daginn eftir að hjónabandið gengur ekki sjálfkrafa og enginn eldur logar nema honum sé haldiö viö. Þegar hjónin þurfa að halda uppi samskiptum í lóö- réttri stööu og blanda geöi yfir barnagráti og bleyjuþvotti, rukk- unum og rifrildum og rugla saman reytunum í blíöu og stríðu, þá renna tvær grímur á ástina. Hún hefur því miður ekki nærri alltaf úthald fram yfir láréttu stelling- arnar. Þetta eru auðvitað feimnismál sem fólk ber ekki á torg öðruvísi en meö samanbitnar varir og bitru augnaráði. Kvenfólkiö hvíslar vandamálum sínum aö vinkonun- um í saumaklúbbnum en karlarnir fara á uppskeruhátíðir og þorrablót og fá útrás meö því aö bjóöa í nær- fótin af fatafellunum. Fólk talar ekki um einkamálin. nema þá helst í viðhafnarviðtölum í tímaritum, þar sem þaö þykir fínt aö segja bersöglissögur af sjálfum sér og lýsa lífsreynslu sinni eins og alþjóö komi hún eitthvaö viö. Það er alveg dæmalaus lenska hjá sjálfumglöðu fólki, sem ekki verð- ur flokkuö undir annaö en hégóma- girnd, aö vilja auglýsa ósigra sína og mistök í fyrri hjónaböndum til þess eins aö komast á glanspappír í magasínum. Að borði og sæng Nú þessa dagana eru fjömiðlarnir að flytja okkur fréttir af fjárlaga- gerðinni og viöskiptahallanum og þjóðhagsspánni. Sagt er aö minnk- andi hagvöxtur sé mesta áhyggju- efni þjóðarinnar um þessar mundir. En hvað skyldu margar fjölskyldurnar vera í þeim hópnum sem sefur ekki af áhyggjum út af hagvextinum? Ætli þær séu ekki nokk fleiri sem eiga viö annan vanda að stríða. heimiliserjurnar. reikningana. æpandi. ískalda þögn- ina? Mamma talar ekki við pabba. pabbi talar ekki mömmu. nema þá í gegnum krakkana. Heimiliö er undirlagt af þreytu, fjandskap og jafnvel af hatri. Hún sér æsku sína fjara út í barnsfæðingum, uppvaski og tveggja herbergja íbúöarholu. Hann sér tíma sinn týnast í vinnu og svefni og stöðugu þrasi og nöldri heima fyrir. Ásakanir á báða bóga, biturleiki yfir glötuðum tækifær- um og svo koma glansmyndirnar af fallega fólkinu í sjónvarpsaug- lýsingunum sem segja manni aö enginn sé maöur með mönnum nema hann sé með línurnar á rétt- um stööum. Fegurðin er mæld í ytra úliti, félagsskapurinn er þögn- in fyrir framan sjónvarpiö. afþrey- ingin er fvllirí um helgar. Hver er sjálfum sér næstur og lætur sig einu gilda hvað verður um hag\’öxtinn eöa hallann á fjár- lögum. Vandamálin eru inni á heimilunum. í hjónaerjunum. í stressinu sem veröur til í hjú- skapnum. sem stofnað var til í fljótfærni æskunnar. þegar enginn mátti vera að því aö veröa fullorð- inn til að læra á sjálfan sig og lífið. Sumir halda þetta út og ná smám saman áttum. Aörir gefast upp vegna þess að þeir vorkenna sjálf- um sér of mikið. Hjónaskilnaöirnir hrannast upp og heitstrengingarn- ar um trúmennsku fyrir framan prestinn eru varla þagnaðar fyrr en presturinn fær skötuhjúin aftur í heimsókn til að skilja þau aö borði og sæng. Maður vikunnar Sumir segja að hræðslan við eyðnina hafi þjappað mörgum hjónaböndunum saman. enda hef- ur lauslætið látið undan síga á síðustu misserum og syndin er ekki eins lævís og lipur og áður meðan freistingarnar lágu í leyni. lokk- andi og spennandi. En eyðnin hefur samt ekki ennþá unnið bug á kyn- hvötinni. sem hefur gert margan hjúskapinn að engu í framhjáhald- inu. Fólk heldur áfram að skilja. Aðrir kenna kvenfrelsinu um. uppstevtnum sem verður þegar konan neitar þrælshlutverkinu og þjónustunni. Hún er ekki lengur háð því að eiginmaðurinn drepist til að losna við hann eins og í tíð Guðrúnar Ósvífursdóttur. Hún sættir sig ekki við að vera elda- buska og útungunarvél og rífur kjaft þegar henni hentar. Þetta ógn- vekjandi kvenfrelsi er að steypa hamingjusömum hjónaböndum í glötun, segja karlrembusvínin. og riðla þeirri lífshamingju sem hefur verið hornsteinn hins borgaralega samfélags. En mitt í þessum hremmingum hjónbandssælunnar, þar sem eng- inn tekur áhættuna af því að eignast íleiri en eitt börn eða tvö, eða er búinn aö skilja áður en þau verða fleiri, stingur upp kollinum sjónvarpsfrétt af manni vikunnar. Maður vikunnar reynist kona með tíu böm á framfæri. Rétt tæplega fertug og lætur lítið yfir sér. Hvað er eiginlega með þessa konu? Hefur hún orðið \iðskila við stressið? Hefur hún gert eitthvað af sér? Það er meira að segja ekki annað að sjá en hún sé hamingjusöm og glöð! Annars hefði ég ekki síður haft áhuga á aö sjá framan í fóðurinn og eiginmanninn. Það var ekki að heyra hjá henni Sigrúnu að karl- maður hefði komið nálægt getnað- inum eða fæðingunum. Varla eru börnin eingetin? Það liggur \iö að svona fólk sé sýningargripi: og þaö í góðum og jákvæðum skilningi. Eða hver efast um að tíu barneignir á hálfum öðr- um áratug hafi haft í för með sér andlegt og líkamlegt álag til jafns við skilnaðarorsakir fjöldans sem gengur einstæður um göturnar? Lausnin fundin? Nú berast hins vegar þær fréttir að íslenskir karlmenn hafi snúið sínu kvæði í kross. Þeir eru búnir að gefast upp á íslenskum valkyrj- um sem gegna ekki því hlutverki sínu að vera góðar og þægar og skilja við menn sína þegar þeir derra sig. íslenskir karlmenn hafa hafið innflutning á thailenskum yngismeyjum sem ganga hér út eins og heitar lummur. Það er sagt að konur af þessu þjóðerni séu bæði undirgefnar og auðmjúkar í viðmóti og geri ekki kröfur til að fá að ráða eins stallsystur þeirra hérlendis. Kannski hér sé fundin lausnin á hjónaskilnuðum og upp- lausn í fj ölskyldulífi framtíðarinn- ar? Nú ætla ég mér ekki að gera lítið úr þessum konum. Vonandi fá þær atvinnuleyfi hjá verkalýðsfélögun- um sem eru á móti útlendu \únnu- afli. sjálfsagt vegna þess að verkalýðsfélög reka aðskilnaðar- stefnu þegar mannréttindabarátt- an er annars vegar. Annars færu þeir ekki að biðja um vegabréf hjá fólki sem leitar sér aö vinnu og ektamaka sem ekki er annars stað- ar að fá. Þetta er nú annar handleggur og kemur ekki hjónaböndum við. Það sem skiptir máli er að sú gamla árátta að leita sér kvonfangs hefur fundið sér farveg í því að flytja inn fólk til hjúskápar. Það eru tiðindi dagsins. Vonandi endast þau hjónabönd betur en hin sem fóru forgörðum! Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.