Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. Odysseifur snvr aftur Var það Þórsgata tuttugu og þrjú eða tuttugu og flmm? Ég giska á síð- ara númerið og geng bak við húsið. Magnús stendur skýrum stöfum á bjöllunni. „Halló?“ segir dyrasíma- rödd. „Magnús?" spyr ég. „Já“ er svarað. Ég er samt ekki viss. „Magn- ús Þór Jóusson?" „Nei, Megas er í númer 23“ svarar Magnús égveit- ekkihversson hálfhvekktur, heyrist mér. Hann hefur greinilega verið ónáðaður svona áður. Á númer tuttugu og þrjú koma fimm bjöllur til greina. Hvergi er Magnús merktur á þær. Ég hringi í neyð minni hjá Gerði. „Nei, Magnús býr ekki hér“, eins og mig grunaöi reyndar, „hann býr í risinu.“ „Ekki vildir þú vera svo væn að...“ Ein löng hringing og ég er kominn inn. Ég kvarta kurteislega yfir þessu með bjölluna þegar Megas býður mér inn til sín í risiö. Hann býður mér í staðinn upp á epladjús. Friður. Ævisaga til prófs - Þú ert búinn að vera að sýsla við nýja plötu, er ekki svo? segi ég í stof- unni. „Jú, stendur heima,“ svarar hann, „þú hefur vonandi heyrt eitt- hvað af henni?“ ... nei, bara ekki neitt. „Þú hefur alls ekki heyrt neitt af henni?“ Þögn. „Hvað er þetta eig- inlega?" segir Megas og hristir hausinn með vandlætingarsvip. Nei, sjáðu, ég ætlaði eiginlega ekkert að tala um plötuna, ha? „Ekki það, nei? Nú, jæja. Spyrðu þá bara.“ - Ég var satt best að segja að velta því fyrir mér, þegar ég kom upp stig- ann, hvað margir blaðamenn hefðu verið sendir þér til höfuðs í gegnum tíðina: „Það er nú slatti, ekkert rosal jga mikið samt; alltaf viðtöl tengd hljóm- plötuútgáfu eöa tónleikum. Fyrsta viðtalið við mig var tekið ’75. Nei, annars. Fyrsta platan mín kom út ’72 og um páskana ’73 hélt ég tónleika meö Passíusálmum. Ég held að það hafi verið eitthvert viðtal tengt því. Ég man það annars ekki,“ svarar Megas og er ekki alveg með á nótun- um. Ég sýp á epladjúsinu. Jú, sjáðu til. Ég er að spá í hvort þú sért ekki kominn í hóp hinna þekktu þjóð- félagsþegna. Almenningur gæti þess vegna tekið ævisögu ykkar fræga fólksins til prófs: „Jú, jú, ég held að það sé rétt að láta frekari upptalningu í þá veruna lokið. í seinni tíð hefur enda verið reynt að sneiða hjá ævisögunni minni sem allir vafalaust kunna.“ Þögn. „Blár þráður“ Ég vona að hann sé ekki móðgaður út í mig, hugsa ég. „Sko, það er spurning hvað er þá eftir,“ segir Megas svo. „Við verðum að búa til eitthvert smáviðtal. Bíddu hægur, ég skal lofa þér að heyra að- eins af nýju plötunni." Alveg endi- lega, segi ég feginn. Spólu er stungið í tækið og kveikt. „Við bísuðum hérna saman, við tveir, Birkiland og ég,“ hljómar um stofuna. „Þetta er fyrsta lag á hlið A,“ útskýrir Megas og fær sér aftur sæti. „Það má segja að það sé eitthvert ákveðið „con- sept'‘ sem ég er búinn að koma mér upp, miðað við það prógramm sem ég hef í höndunum. Það myndast ein- hver blár þráður. Það sem ég geri í stúdíóinu er oft þannig að mig langar til að búa til eitthvað í mínum uppá- halds stíltegundum sem eru margar. Ég meina, maður er kannski alinn upp við einhverja músík eða hefur heyrt músík í gegnum tíðina. Og maður hugsar með sjálfum sér: Vá, svona langar mig til að gera. Svo kemur maður í stúdíó og þá „pres- enterar" tækifærið sig.“ Spólan snýst. „Bíddu við, þetta er lag númer tvö á plötunni. Þetta er alls ekki kántrí eins og það fyrsta." Nei, nei, samsinni ég. „Það er engin gyðingaharpa slegin í þessu. Þarna spilar meðal annarra Éyþór Gunn- arsson," segir Megas og hlær. „Maður gerir það sem mann langar tU.“ Keyrsla afturábak - Þá hefur þú nú áhuga á ólíkum tegundum tónlistar. Ég hef stundum heyrt þig kynna stríðsáramúsík í Ríkisútvarpinu á kvöldin. „Já, já. Eg hef nú samt ekki farið svo langt aftur. Ég hef engin big bönd til að styðja mig í sambandi við að útsetja mín eigin lög. Tónlistar- smekkurinn eða pælingin nær hins vegar langt aftur. Mér fmnst mjög gaman að stríðsáramúsík en það er náttúrlega ekki sú músík sem ég ólst upp við. Ef maður fer út í svona „nostalg- ískar“ pælingar, rifjar upp músíkina sem maður heyrði í gamla daga, þá getur maður ekki stoppaö sig í aft- urábakkeyrslunni. Það fara að koma svo skemmtilegir hlutir upp.“ - Það er enda í góðu lagi að velta sér upp úr þessu, svara ég. „Jú, það er í mjög góðu lagi. Þessi pæling gerir það að verkum að maður getur ekki einskorðað sig við eitthvað eitt ákveðið. Ef maður kemur frjáls, óháður og glaður í stúdíóið, bara voða kátur og ætlar að skemmta sér, þá dúkka upp alls konar stíltegundir - uppriíjanir og tilvitnanir, hingað og þangað.“ Lag númer tvö er ennþá í gangi. Þetta er alls ekki kántrí. „Heyrðu, þarna spilar Gulli á gítar ásamt Ey- þóri - Mezzoforte og Þeyr, blandað saman." Megas skellir aftur upp úr. Klæðskerasaumað - Þegar talað er um samruna stílteg- unda og tilvitnana þá er Á bleikum náttkjólum ágætt dæmi um það - rafmagnað rokk í Paradísarfughnum og Orfeus og Evridís algjör andstaða: „Mikið ósköp. Á þeirri plötu voru allir að skemmta sér; við Spilverkið, Kalli Sighvats og margt ágætis fólk. Við skemmtum okkur við að búa til eitthvað með tilvisunum í hitt og þetta. Ég get alveg hugsað mér að gera plötu sem heldur sér í sama stílnum; ég er ekki frábitinn því. En mér finnst mjög gaman að leyfa mér hitt og þetta. Eg veit þó ekki hvort þessir stílar allir eiga nokkuö upp á pallborðið hjá fólki. Það hefur frjálst val.“ Og í því að lag númer tvö á spól- unni deyr út segir Megas: „Ég hef haft mjög gaman af að búa til þessa plötu. Þetta lag er svona vin- sældapæling. Það heitir Björg, með tölvum, kvennakór og sætri línu, eins og þú heyrir.“ - Ósköp þægilegt: „Einmitt, „lollypop“. Er þetta ekki klæðskerasaumað?" Tvö hundruð og eins árs Svo kemur upp úr dúmum að allar stíltegundimar á nýju plötunni eru til heiðurs höfuðborginni. Tilefnið: tvö hundruð og eins árs afmæli. „Mér finnst gaman að vera svolítið á eftir,“ útskýrir Megas. - Það vora margir hissa á plötunni sem kom út í fyrra, segi ég meðan Plastpokamaðurinn (Breiðholtsbú- inn ódauðlegi) spilast af spólunni í tækinu. „Yfir hverju voru menn helst hissa?“ spyr Megas á móti. - Maöur heyrði margt. Til dæmis var sagt um þig að ferillinn væri að leysast upp í ást og bjartsýni. Þú gerðir allt í svo andsk. góðri trú. „Leysast hlutirnir ekki yfirleitt upp í ást?“ svarar hann yfirvegað. „Ég veit ekki með bjartsýnina. Þetta voru allavega ekkert voðalega bjart- sýnir textar. Þeir voru angurværir, en það lukkaðist fátt í þessum textum ef ég man rétt. Þetta voru allt voða- legir bömmerar en voða sætir bömmerar - sennilega mjög sætar stelpur og sætir strákar." - Góðar minningar? „Já, þrátt fyrir illan endi. En var á meðan var, eins og þar stendur. Ég veit ekki, menn hafa kannski orðið forviða út af sándi eða einhveiju. Menn verða nú alltaf forviða. Það er gott.“ Sú gula smekkleg „Hvernig virkaði platan annars á þig?“ spyr Megas á móti. „Varstu forviða?“ - Nei, eiginlega ekki. Mér fannst hún svo skemmtilega fáguð. „Já, hún var það.“ - Mjög smekkleg. „Hún var voða smekkleg. Hún var keyrð á svipuðu róli allt í gegn. Eins og ég segi er ég ekkert á móti sam- ræmdu yfirbragði.“ - Og mikið af hljómborðum til upp- fyllingar. Það sem ég átti við með að fólk heföi oröið hissa var, til dæmis, að mönnum, sem voru með Drög að sjálfsmorði á hreinu, fannst sú gula vera fullsakleysisleg. „Kannski þeir átti sig betur á þessu nýja efni,“ er svarið. - Éólk gefur þér ef til vill lítið færi á að breytast. Það gerir ákveðnar kröfur... „Það gerir kröfurnar," grípur Meg- as fram í. „Hitt er annað mál að ég stend ekki við þær. Ég geri nákvæm- lega það sem mér þóknast. Ég meina, fólk verður bara að haga sér eins og þaö vill. Samt er ég alltaf að reyna að vera voða sætur og þóknunarleg- ur. En ég get ekki hangið til eilífðar- nóns í jafn-leiðinlegum sporum og Drög að sjálfsmorði voru. Það er ekki hægt að leggja á nokkurn mann.“ Starfslaun og skuldbinding - Heyrðu, hvernig stendur eiginlega á því að Reykjavík er svona ofarlega í huga þínum núna? „Ég var eiginlega búinn að skuld- binda mig til að búa til svona Reykjavíkurprógramm. Fyrir þrem- ur árum sótti ég um starfslaun í starfslaunasjóð rithöfunda til þess að gera svona prógramm. Síðan hef ég fengiö þriggja mánaða laun á ári út á þetta verkefni. Ég var nú að pæla í hinu og þessu á þeim tíma. Ég sótti um laun og vann svo ekkert í því. Svo þegar ég fékk þetta í þriðja skipti þá settist ég niður og vann þetta prógramm - sat í sófanum, sem þú situr í núna, og samdi í sumar. Það má segja að þetta sé mótífið. Ég er að standa við skuldbindingu og fæ laun út á það. Þetta var náttúr- lega mjög skemmtilegt verkefni út af fyrir sig,“ bætir hann svo við. „All- ir gerðu svona plötur í fyrra.“ - Einmitt, og sömdu lög við ljóð Tómasar: „Já, og allt mögulegt. Ég kem með síðbúna Reykjavíkurplötu. Alltaf ágætt að koma of seint. Það er meira um það talað.“ Skúli fógeti - Þú hefur alveg látið stórskáldin í friði í þetta sinn: „Já, já. Ég samdi eitt lag um Skúla fógeta, innréttingablús, en Ingólf lét ég liggja milli hluta, enda samið um hann tvisvar. Svo samdi ég um menn, sem settu svip á bæinn, eins og Jóhannes Birkiland. Platan sem slík tengist borginni að minnsta Texti: Þorsteinn J. Vilhjálmsson DV-mynd: Brynjar Gauti Megas: „Leysast hlutirnir ekki yfirleitt up| kosti. Og þá höfum við mótíf fyrir gerð plötunnar og mótíf. í henni sjálfri.“ - Flott. Ég nenni alls ekki að ganga í skrokk á þér og biðja þig að kryfja hana til mergjar. Fólk verður bara aö hlusta, ég eins og hinir. „Já, já. Hlustaðu... Þetta lag er til dæmis fónk. Ég er ekki alveg klár á því sjálfur. En einhver sem hefur heyrt þetta segir að þetta sé fönk.“ - Bassaslátturinn og gítarinn, jú, þetta er að minnsta kosti fönkstíll. „Og lagið þar á undan var háifgerð stemma.“ - Einmitt. Þar með er platan næstum því al- veg úr sögunni. Gömul tíska - Ég las einhvers staðar að þú værir í myndlist, segi ég og sný talinu að öðru. Er það ekki? „Jú, ég hef verið í myndlistaskólan- um undanfarin ár. Mig minnir að í eldgamla daga hafi frumkvöðlar ný- sköpunarinnar, sem hófst upp úr ’60, flestir verið í svona skóla. Annar hver maður var í „Art School“, ef ég mar. rétt. Keith Richards var í „Art School“, Dave Davis og fleiri. Mig minnir það. Kannski er ég ómeðvitað að feta í fótspor þeirra eða fylgja gamalli tísku sem er algerlega úr sögunni. Þegar ég hætti í þessum músík- bransa fyrir rúmum átta árum og stokkaði allt upp fannst mér eölilegra að gerast bara verkamaður til að komast í einhver tengsl við sjálfan mig. Ég er af verkamannaættum. Reyndar er ég líka af bændaættum en mér leist ekkert á að gerast bóndi. En þegar ég var búinn að iðka það í svo langan tíma sem hálft annað ár þá fannst mér það ekki eiga við mig. Það var fyrst og fremst of kalt að vera úti í kuldanum. Ég ákvað að fara í skóla. Síðan var að velja sér skóla, ekkert námskeið eða öldunga-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.