Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Síða 30
42 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. Popp 1 1 1 I 1 * 2» tf- s mm. T j?8t 'Sí r ■ 1 1 m 3S * 22 ¥ • a’-'M- m'w r fr inr'i'i'f Paul McCartney lætur aódáendur sína ekki alveg fara í jólaköttinn. Tvöföld safnplata frá Paul McCartney Ekkert verður af því að plata Pauls McCartney, sem hann hefur unnið að síðustu mánuðina, komi út á þessu ári. Gamli Makk hefur haldið sig á heimaslóðum við vinnsluna en fékk Bandaríkjamanninn Phil Ram- one til að stýra upptökum. Sá hefur átt stóran þátt í velgengni margra stórpoppara á undanfórnum árum. Má þar nefna Billy Joel, Paul Simon og nú síðast Julian Lennon. En fyrst nýja platan frestast hefur McCartney ákveðið að senda frá sér tvöfalda plötu með öllum sínum vin- sælustu lögum síðan hann hætti í The Beatles. Og til að gefa plötunni enn frekara gildi verður eitthvað af nýjum lögum haft meö. Heimildum ber ekki saman um hvort nýju lögin verða eitt, tvö eða þrjú. Eitt þeirra Helgarpopp Ásgeir Tómasson ku þó heita Once Upon A Long Ago. Platan tvöfalda hefur hlotiö nafnið All The Best. Og meira fyrir aðdáendur Bítilsins gamla: Sony setur á markaðinn, áður en langt um líður, klukkustundar- langa myndbandsspólu með McCart- ney. Loks má geta þess að Christie’s, uppboðsfyrirtækið fræga, hélt upp- boö á poppminjum nú á dögunum. Handrit McCartneys að texta lagsins She Came Through The Bathroom Window af plötunni Abbey Road seldist fyrir sem nemur 912.517 krón- um. Til samanburöar má nefna að á sama uppboði seldist vélritað hand- rit Lennons að Get Back á „aðeins“ 386.065 krónur. Munurinn hefur sennilega verið svona mikill því að McCartney hafði skrfað textann með eigin hendi. Nýja Hanisonplatan þykir lofa góðu „Mér leið eins og ég væri kominn í hljómsveit að nýju,“ segir George Harrison um samstarf sitt og Jeffs Lynne á plötunni Cloud Nine. Sú er sú fyrsta sem Harrison vinnur að síðan árið 1982 og er væntanleg á markaö eftir nokkra daga. Nokkuð er um liðið síðan Harrison ákvað að byrja á nýrri plötu. Árið 1982 kom út platan Gone Troppo sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá þorra manna. Þá ákvað Harrison að hún skyldi verða hans síðasta. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að semja tónlist og hljóðrita í einkastúdíói sínu heima í Friar Park í einu úthverfa Lund- úna. •e „Loks kom að því að ég ákvað að láta slag standa," segir George Harri- son. „En þá vantaði mig upptöku- stjóra. Einhverra hluta vegna datt mér Jeff Lynne í hug þótt ég þekkti hann ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég haföi vitaskuld fylgst með honum í hljómsveitinni Electric Light Orc- hestra og fannst við geta unnið saman.“ - Það kom og á daginn. Stjörnurnar sem koma fram á plöt- unni Cloud Nine eru svo sem ekkert margar en þess skærari. Eric Clap- ton leikur á gítar með Jeff og George. Trommuleikarar eru Ringo Starr, Jim Keltner og Ray Cooper, Elton John og Gary Wright leika á hljóm- borð og Jim Hom blæs í saxófón. Hvers konar plata skyldi svo Cloud Nine vera? Sú besta sem George Harrison hefur sent frá sér, síðan sú þrefalda All Things Must Pass kom út árið 1970, er áht eins blaðamanns Rolling Stone tímaritsins sem fékk að hlusta á plötuna skömmu eftir að lokahljóðblöndun lauk. Jeff Lynne segir að þeir George Harrison hafi verið sammála um að sleppa öllum skellunum og hamagangnum sem einkennir mikið af poppinu um þess- ar mundir. Þama er að finna lag sem er í svipuöum stíl og dægurtónlistin var í árdaga rokksins og annað sem gæti allt eins verið gamalt bítlalag. Það heitir reyndar When We Was Fab og fjallar einmitt um Bítlana. Tonar frá Billy Joel austan jámtjaldsins Billy Joel gerði garðinn heldur bet- ur frægan í Sovétríkjunum síðastlið- ið sumar er hann hélt nokkra tónleika í Moskvu og Leningrad. Nú fáum við hin, sem ekki komumst að, að njóta reyksins af réttunum, ef svo má segja. Tvöfold hljómleikaplata með Joel, hljóðrituð í Sovét, er að koma út. Hún heitir stutt og laggott Billy Joel Konsert, sem ku vera rúss- neska og þýðir Billy Joel á hljómleik- um. Að sjálfsögðu fáum við að heyra rjómann af smellum Joels síðasta áratuginn og rúmlega það. En það sem gerir plötuna forvitnilega er ný útsetning bítlalagsins Back In The U.S.S.R. Einnig leikur Billy Joel einn á kassagítar og syngur gamla Dylan- lagið The Times They Are A-Chang- in! Á nýju hljómleikaplötunni tekur Billy Joel sér gítar í hönd og syngur og leikur The Times They Are A-Chang- in! Jólaplata aldarinnar Bruce Springsteen, Madonna, U2, Bon Jovi, Pretenders, John Cougar Mellancamp og Whitney Houston eiga öll lög á nýrri jólaplötu sem kemur út í lok þessa mánaðar. A Very Special Chritsmas heitir platan. A & M gefur hana út og það er sá þekkti upptökustjóri Jimmy Iovine sem sá um að koma plötunni saman. Hinir listamennirnir sem syngja lög á þessari stjörnuplötu eru Point- ers Sisters, Eurythmics, Sting, Run-D.M.C., Bob Seager, Bryan Ad- Meðal þeirra sem taka lagið á A Very Special Christmas er Bruce Springsteen. ams, Alison Moyet og Stevie Nicks. Allur þessi hópur tók sérstaklega upp lögin sín fyrir plötuna nema Sting og Bruce Springsteen. Lag Stings er GabrieTs Message og Bruce og E-Street bandið leggja til Merry Christmas Baby. Bæði þessi lög munu hafa komið út áður. Ástæðan fyrir því að Iovine datt i hug að framleiða A Very Special Christmas var einfaldlega sú að hann langaði að gera virkilega rokkaða jólaplötu! Þegar allt var að smella saman flaug honum í hug að senni- lega ætti plata sem þessi eftir að seljast vel og hann langaði ekkert til að hirða af henni ágóðann. Hann varð því að grafa upp eitthvert líkn- arfélag eöa hjálparsjóð til að ánafna ágóðanum. Eina skilyrðið sem Iovine setti var það að engin pólitísk lykt mætti vera af félagsskapnum sem hann ætlaði að styrkja. Endirinn varð sá að Special Olympics fær ágóðann. Þessi félags- skapur skipuleggur íþróttaæfingar og keppnisprógrömm fyrir vangefna í Bandaríkjunum - jafnt börn og full- orðna. Það var reyndar kona Iovines sem benti honum á þennan félags- skap. Hún hafði sjálf unnið fyrir Special Olympics og vissi að illa gekk að safna fé til starfseminnar. Verður A Very Special Christmas jólaplata aldarinnar? Kannski ekki. En það ætti svo sannarlega að vera hægt að rokka kringum jólatréð í ár. George Harrison þekkti ekki Jeff Lynne er hann valdi hann sem upptöku- stjóra nýju plötunnar sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.