Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. Sérstæö sákamál Megrunarkúr og ný föt Dolores vissi að hún var í þann veginn að sjá á eftir manni sínum til annarrar konu. Ástæðan var sú að hann ákvað að fara í megrun og sam- tímis fór hann að kaupa sér ný fót. Þegar hún þóttist orðin viss í sinni sök fór hún að velta því fyrir sér hvernig hún gæti brugðist við þess- um ótíðindum. Grunaði samstarfskonu Grunur Dolores beindist brátt að samstarfskonu manns hennar, Gregs Clarke, á skrifstofunni sem hann vann á. Hún hét Rita Worall og var fjörutíu og þriggja ára. Dolores lét þó ekki á neinu bera og heldur ekki þegar maður hennar fór allt í einu að „vinna yfirvinnu“. Og hún gætti þess sömuleiðis að láta ekki bera á grunsemdum sínum er hann fór að tala af hrifningu um samstarfsfélaga sinn, Ritu. Reyndar átti Dolores sér veika von um að hrifnig Gregs á sam- starfskonunni myndi dvína en þegar þrír mánuðir voru hðnir án þess að nokkuð bæri á því varð hún næstum fuliviss um að tilraunir hennar til að halda hjónabandinu saman myndu ekki bera árangur. Starfsfólkið fer í ferðalag 22. maí í fyrra fór starfsfólkið í fyr- irtækinu, sem Greg vann við, í ferðalag. Þá hitti Dolores í fyrsta sinn keppinaut sinn, Ritu Worall. Um leiö varö henni endanlega ljóst að stríðið var tapað. Ástæðan var ekki sú að Rita Wor- all væri yngri. Hún var jafnaldri Dolores Clarke. Þá var það heldur e!:ki fegurð hennar því hún var alls ekki áberandi lagleg. Það sem gerði hana svo aðlaðandi var persónuleik- inn og framkoman. Meira að segja Dolores varð að viðurkenna hve ánægjuleg hún gat verið. Höfuðverkur Dolores Clarke ákvað að fá mann sinn til að koma heim með sér. Hún gerði sér upp slæman höfuðverk. En þegar hún ætlaði að snúa sér að manni sínum var hann hvergi að finna. Og þaö sama var að segja um Ritu Worall. Höfuðverkur Dolores hvarf eins og dögg fyrir sólu og með það sama hóf hún leitina að manni sínum og Ritu. Nokkru síðar fann hún þau á ár- bakka skammt frá - eða réttara sagt í sjálfri ánni - því þau voru þar að baða sig kviknakin. Þetta lífsglaða par hafði lagt fót sín á bakkann rétt hjá nokkrum runnum sem þar uxu. Dolores brosti með sjálfri sér þegar hún fjarlægði öll fötin. Um leið tók hún handtösku Ritu Worall með pen- ingum og lyklum. Fötin og töskuna faldi Dolores síðan í skurði skammt frá ánni. Aftur til hins fólksins Að svo búnu hélt Dolores aftur til hópsins sem var að gera sér glaðan dag. Nokkru síðar stóðu Rita og Greg á árbakkanum en nú höfðu þau ekk- ert til að fara í. Báðum varð sam- Rita Worall. stundis ljóst að meiriháttar hneykslismál gat verið í uppsiglingu. Það gæti orðið erfitt að dylja fyrir samstarfsfólkinu að óvenju náið samband var á milli þeirra. Teppi Greg varð ofsareiður og bölvaði og ragnaði en Rita hló bara. Nokkru síð- ar kom svo einn úr starfsmanna- hópnum að og sá hvernig komið var. Hann gerði þegar ráðstafanir til þess að útvega teppi svo Rita og Greg gætu hulið nekt sína. Svo fékk Greg lánaðan bíl svo hann gæti ekið Ritu heim. Dolores Clarke var ánægð yfir frammistöðu sinni og taldi sig hafa komið fram nokkrum hefndum. Hún hafði opinberað ótryggð manns sins og gert hann og Ritu að athlægi. Það sagði hún aö minnsta kosti við sjálfa sig. Greg Clarke kom ekki heim til sín fyrr en síðdegis daginn eftir og þá lýsti hann yfir því aö hann heíði ver- ið um nóttina hjá Ritu Worall. Dolores sá nú að alvörustund var runnin upp. Skilnaður Hún reyndi að koma af stað rifr- ildi. Héti Greg því ekki þegar í stað að slíta sambandið við Ritu myndi hún krefjast skilnaðar. Greg sagði að ekkert væri sjálfsagðara en að veita henni skilnað. Hann skyldi hún fá á mettíma. Hann gekk síðan upp á loft og fór að setja niður i tösku. Þá sá Dolores að hún hafði fariö rangt að og bað hann um að hætta viö að fara að heiman. Orð hennar höfðu þó ekki mikO áhrif og nokkru síðar heyrði hún að hann skellti útidyrahurðinni. Skelfd Daginn eftir var Dolores sem löm- uð af skelfingu. Hún spurði sjálfa sig hvað hún hefði gert. Fimm dögum eftir ferðalagið fræga hélt hún aftur niður að ánni. Þar fann hún fót manns síns og í einum vasanum úr sem hún hafði gefið honum er þau áttu tuttugu ára brúðkaupsafmæli. í tösku Ritu fann hún svo vasabók með heimilisfangi hennar en hún bjó í Thorpe Acre, í nágrenni Lough- borough, en sagan gerðist á Eng- landi. Nokkrum augnablikum síðar varð til djöfulleg áætlun. Dolores hefst handa Dolores byrjaði á því að hringja í skrifstofuna til Gregs. Hún sagði honum að hún heíöi íhugað skilnað og væri komin á þá skoðun að ekki væri um annað að ræða. Gætu þau ekki rætt málið heima næstkomandi mánudag? Greg Clarke féllst strax á það. Hún átti við mánudaginn 1. júní og þann dag hringdi Dolores til Ritu Worall, einnig á skrifstofuna. Hún breytti rödd sinni og þóttist vera frú Foster og kvaðst hafa fundið hand- tösku merkta Ritu Worall. Konurnar ákváðu að hittast síðar um daginn í verslunarmiðstöð í Loughborough. Hamarshögg Um sexleytið á mánudagskvöldinu fór Greg Clarke af skrifstofu sinni áleiöis heim til konu sinnar til þess að ræða við hana skilnaðinn. Um svipað leyti kom Rita Worall í versl- unarmiðstööina til þess að ræða við „frú Foster“. Hún ók bíl sínum að vörugeymslunni og hugsaði ekki um að verslununum haföi öllum verið lokað fyrir um klukkustundu. Það var heldur ekki „frú Foster“ sem barði á bílrúðuna hjá henni. Það var Dolores Clarke. Hún var íklædd fötunum sem Greg haföi verið í er starfsfólk fyrirtækisins fór í skemmtiferðina, kúrekabuxum og vindjakka. Rita Worall var svo undr- andi að hún var ekki nógu fljót á sér að læsa bílnum. Dolores dró hana nú undan stýri. í hægri hendi var hún með hamar. Rita Worall lést eftir tvö höfuðhögg. Dolores hélt þó áfram að slá hana þar til hún var öll orðin blóði drifm sem og líkið af Ritu. Loks lagði Dolor- es úr manns síns við hlið líksins og ók til Thopre Acre. Föt og hamar í poka Á leiðinni stöðvaði Dolores bílinn. Hún fór úr fötum manns síns, lagði þau í plastpoka og hamarinn með. Er hún var komin í sín eigin föt ók hún svo áfram og kom skömmu síðar að húsinu sem Rita Worall hafði búið í en það var við 10 Meadside Walk. Allt eftir áætlun Dolores var ánægð yfir því að sjá aö maður hennar var ekki þar. Hann hlyti að vera heima hjá henni, Dolor- es, þvi þangað hafði hún stefnt honum til þess að ræða skilnaöinn. Auðvitað myndi hún þó harðneita að hafa nokkru sinni mælt sér mót við hann þetta kvöld. Nú var bara að koma pokanum með blóðugu föt- unum og hamrinum inn í hús Ritu Worall og þá yrði Greg dæmdur fyrir morð. Tók upp lyklana Dolores tók nú upp lyklana sem Greg Clarke. Húsiö sem Rita Worall bjó I.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.