Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Side 9
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 9 Ferðamál Bestu flugfélög ávsins í nokkur ár hefur hið alþjóðlega ferðablað Business TraveÚer birt lista yflr bestu flugfélög ársins, bestu flugvellina, bestu hótelin og bestu bílaleigumar. Fleiri Ustar eru birtir, til dæmis yfir bestu toli- og farang- ursþjónustu á flugvöllum. Hér er um að ræða skoðanakönnun á meöal lesenda tímaritsins. í könnuninni, sem nú er nýbirt, bárust eitt þúsund svör frá lesendum og ferðalöngum í fimmtíu og tveimur löndum víðs vegar um heiminn. Það er mikið í húfi fyrir viðkomandi að- Bestu flugfélögin 1987: 1 (1) SWISSAIR 2 (2) British Airways 3 (3) Singapore Airlines 4 (4) Cathay Pacific 5 (8) Lufthansa 6 (6) Thai International 7 (5) KLM 8 (7) British Caledonian 9 (10) Qantas 10(9) SAS 11 (11) Air New Zealand 12 (13) Air France 13 (12) Japan Airlines 14 (17) TWA 14 (23) South African Airways ila sem til skoðunar eru í könnun- inni. Það skiptir gífurlegu máb fyrir flugfélög og hótel að komast á blað í þessari könnun, gefum við okkur. Það er sagt aö þeir ferðamenn, sem taki þátt í þessari skoðankönnum, greiði atkvæði með eða í gegnum „tékkheftin". Það skiptir neytendur máli að fá fyrir peninga sína þá þjón- ustu sem í boði er eða auglýst er hveiju sinni. Það er sagt að í yfir fimmtíu löndum sé áætiað að ferða- menn verji rúmlega sex þúsund billjónum króna í flugfargjöld og gistikostnað á hótelum á ári. (Þetta mun vera tíu þúsundfóld sú upphæð sem fjárlög íslenska ríkisins munu nema á næsta ári.) í fyrirrúmi Það sem virðist skipta fólk mestu máli á ferðalögum um heiminn er áreiðanieiki, að áætlanir standist, svo og auglýst þjónusta. Sjö atriði eru helst gagnrýnisverð af Qugfar- þegum í viðskiptaferðum og það er framkoma Qugáhafna á Qugleiöum, þægindi, stundvísi, máltíöimar, ör- yggi, Qugleiðir og áætianir. Besta Qugfélagið árið 1987 er sviss; neska Qugfélagið SWISSAIR sam- kvæmt niðurstöðum skoöanakönn- unar tímaritsins. Það er ekki breyting á flóm efstu sætunum frá Usta síðasta árs en í öðru sæti er British Airways, þriðja Singapore Airlines og Cathay PaciQc í flórða sæti. í fimmta sæti er þýska Qugfé- lagið Lufthansa sem greirúlega hefur bætt þjónustu sína frá síðasta ári en Máltíðir og framkoma flugliða um borð i flugvélum skipta miklu máli i vali ferðamannanna í skoðanakönnuninni. þá var félagið í áttunda sæti. Thai Intemational er í sjötta sæti, KLM (hollenskt) er í sjöunda sæti, fellur úr fimmta sæti í það sjöunda. QANT- AS og SAS skipta um sæti, SAS var í níunda sæti síðast en fer í tíunda en QANTAS tekur niunda sætið, færist upp um eitt. Aðeins eitt bandarískt Qugfélag er í einu af fjórt- án efstu sætum listans. það er TWA. Tvö Ougfélög deila Qórtánda sætinu. hitt er South African Airways sem í f\-rra var í tuttugasta og þriðja sæti og viröist því vera Qugfélag á uppleið. Air Canada. sem í fyrra var í þrettánda sæti. er nú í tuttugasta og þriðja svo að sviptingar eru hjá fyrirtækjum á þessum markaði.-ÞG Ferðapunktar Ferðum fækkað Bandaríska Ougfélagið PAN AM mun draga úr þjónusta til Honolulu (Hawaii) í næsta mánuði. Daglega hef- ur Ougfélagið haldið uppi áætiunar- Qugi frá New York og Los Angeles til Honolulu en eftir miðjan næsta mánuð verður ferðum fækkað en þetta er lið- ur í átján mánaða samdráttaráætiun félagins. Sólarhrings- þjónusta Nýja þjónustu er verið að taka upp á Holiday Inn hótelum í Bretlandi og víðar í Evrópu og einnig í Mið- Aust- urlöndum. Það er þjónusta sem nefna má á íslensku „gleymdist eitthvaö". Feröafólk þekkir það að þegar áð er á hótelherbergjum kemur stundum í ljós að það gleymdist aö setja tann- bursta eða tannkrem, rakvél eða greiðu og sjampó í töskuna. Þetta vandamál er mönnum ljóst á Holiday Inn hótelunum sem ætia nú að hafa þessa smáhluti til sölu allan sólar- hringinn. Jólainnkaup Það er ekki ráð nema í tíma sé tek- ið. í Glasgow er mikill viðbúnaður til að laða til borgarinnar fólk til jólainn- kaupa. Þegar hafa nokkur hótel kynnt jóladagskrár sínar. BorgaryQrvöld í Glasgow hafa heitið auknu ijármagni og Qeiri aðilar vilja stefna að þvi aö gera jólainnkaupin í borginni eftir- minnileg. Það verður mikið um alls konar „uppákomur" í desember, ráð- stafanir verða gerðar til að liðka til fyrir ökumönnum og ljósadýrðin eða götuskreytingar verða sérstaklega glæsilegar. Verslunareigendur leggja mikið upp úr vöruúrvali og orð'hefur farið af lágu vöruverði. í borgarblöð- um þarlendum má lesa fréttir um að fólk komi í verslunarferðir til Glasgow frá Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og íslandi. Og nú vilja menn fá enn Qeiri fyrir jólin. Opnum í dag stórglæsilega blómaverslun - ina ji airqn Bœjarhrauni 26, sími 50202. Við höfum opnað stórglæsilega blóma- verslun að Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði. Þar er stórglæsilegt pottaplöntuúrval og gjafavörur. Skreytingameistarar okkar sjá um allar skreytingar sem hugurinn girnist. Verið velkomin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.