Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 23 Veiðieyrað Nýjasta leynivopnið í sjóbirtingn- um þessa dagana er stremerin „flæð- armúsin“ sem Sigurður Pálsson hefur hnýtt. Er sjóbirtingurinn víst óður í hana. Hefur hann gengið vel í Vatnamótunum og víðar, herma sögur. En Sigurður Pálsson hefur gert meira síðustu daga en hnýta „flæðarmúsina“ því hann hefur síð- ustu helgar kennt fluguhnýtingar og hélt víst um daginn eina einkanám- skeiðið sem haldið hefur verið í fluguhnýtingum og voru tveir mætt- ir. Fengu þeir fina kennslu, þessir tveir. Veiðimenn, sem voru að renna í Mávabótaála, veiddu vel á „flæðar- músina“, fengu þrjá sjóbirtinga á stuttum tíma. Annar veiðimaður sá sjóbirting narta í fluguna. Það var blankalogn og veiðimaðurinn togaði aðeins í og viti menn, silungurinn sneri við og tók fluguna, hann var 8 pund. „Yfirfullt var og við urðum að vísa mönnum frá, við tökum bara 18 í tíma,“ sagði Kolbeinn Grímsson, fluguhnýtari og kennari, en Ármenn byrjuðu flugukennslu í íþróttahúsi Kennaraháskólans um síðustu helgi. Á sama tíma byrjaði kennslustarf Kastklúbbs Reykjavíkur og stanga- veiðifélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði í Laugardalshöllinni. Yfirfullt hjá Ármönnum og góð þátt- taka í Höílinni í upphafi boðar gott fyrir veturinn. „Við tókum 18, þetta eru mikið fjölskyldur sem koma og hópurinn er passlegur," sagði Kol- beinn í lokin. Eitt at því sem hefur verið föst venja i mörg ár fyrir austan, á Kirkjubæjarklaustri, er að fara í ádrátt eftir veiðitímann til að ná í sjóbirting i klak Þett£ eru nemendur og kennarar Kirkjubæjarskólans, en þar er kennt fiskeldi. Þykja þetta hinar fjörlegustu ferðir og hafa ár eins og Hörgsá og GeirlandsÉ verið heimsottar. Hér eru menn við ádrátt í Hörgsá. Nú eftir veiðitimann á að fara i Geirlandsá en eftirspurn eftir sjóbirtingsseiðum hefur aðeins minnk- að vegna þess að þeim hefur fjölgað sem ala þau upp og selja. Sj óbirtingur óður í flæðarmúsina Lítið hefur farið fyrir sjóbirtings- veiði síðustu daga fyrir austan vegna þess að vetur konungur hefur ráðiö þar mestu og ís er víst kominn á flest stöðuvötn þar. Við fréttum af veiði- mönnum sem renndu í Fossála fyrir skömmu og veiddu aðeins eina bleikju, en sáu nokkra væna sjóbirt- inga, frá 4 pundum upp í 15, en þeir tóku alls ekki. Stærsti sjóbirtingur sem við höfum haft fregnir af veidd- ist í Hólsá og var 18 pund, hann veiddist á spún, feikna fiskur. „Nú er það nýjasta hjá okkur dorg- veiði í gengum ís eftir að tjörnina hérna hjá okkur lagði,“ sagði Ólafur Skúlason um frægustu tjörn landsins að Hvammi í Hvammsvík í Kjós. Að undanförnu hafa menn farið á dorg sem á miklum vinsældum að fagna hjá mörgum veiðimönnum. Um síð- ustu helgi veiddust 120 fiskar á dorg en alls hafa fengist um 2000 regn- bogasilungar. Veiðimenn gætu með þessu heldur betur lengt veiðitímann og dorgað í Kjósinni. Þegar vetur konugur heldur innreið sína og veiðimenn leggjast i dvala, þeir sem ekki vilja fara á dorg, koma upp í hugann minningar frá sumrinu. Þessi mynd er af þeim síðustu sem mokveiddu í Laxá í Dölum 19. septemb- er, þeir fengu 31 lax af ýmsum stærðum og gerðum. Þetta eru Pétur Björnsson, Gunnar Björnsson kokkur og Helgi Eyjólfsson. Það hefði verið gaman ef veiðitúrarnir hefðu verið svona í sumar, flestir. SMÁAUGLÝSINGAR DV Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna það í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaðstorgið teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... ViÖ birtum... ÞaÖ ber árangurl Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Frjálst.óháð dagblaö KREDITKORTAÞJÓNUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.