Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Page 21
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 21 Haustboðinn leiði — árstíð kvefsins runnin upp Þetta gamla húsráð dugar ekki siður í baráttunni við kvefið en dýr meðul. Tími haustkvefsins er runninn upp. Þeir sem ekki sitja þegar hóstandi og hnerrandi geta svo gott sem geng- ið út frá þvi sem vísu að kvefið hellist yfir þá áður en langt um líður. Enn hafa ekki borist fregnir af skæðum kveffaraldri hér á þessu hausti þrátt fyrir rysjótta tíð nú í mánuðinum. Ekki er heldur búist við að flensa berist til landsins í bráð. En ef að lík- um lætpr þarf þó ekki að gera því skóna að þessir haustkvillar láti bíða lengi eftir sér. Þrátt fyrir aö mönnum hafi dottið ýmislegt í hug til að forðast kvefið þá er árangurinn næsta lítill. Smit- leiðirnar eru óteljandi og veirurnar sem þessum ósköpum valda svo fjöl- skrúðugar að ráð sem dugar gegn einni er gagnslaust við allar hinar. Nú er talið að veirur sem valda kvefi séu ekki færri en 200 og blóma- tími þeirra er á haustin. Á vorin flytja blöðin fréttir af „vorboðunum ljúfu“ um leið og þeir birtast. „Haust- boðarnir leiðu“ fá hins vegar að mestu að liggja í þagnargildi enda er fæstum nokkuð um þá gefið. Engin læknisráð Yfirleitt verða menn að þola kvefiö án þess að geta leitað líknar þótt ótal læknisráð séu í boði. Engin þeirra duga. Ólafur Ólafsson landlæknir ■ fullyrti í samtah við DV að allt það sem nú væri selt og ætti að lækna kvef væri vitagagnslaust til þeirra nota. „Það eina sem hefst út úr sölu kvefmeðala er að þau þyngja pyngju þeirra sem selja," sagði Ólafur. „Það dugar best að fylgja því sem mæður okkur ráðlögðu og þar er efst á blaði að fara vel meö sig.“ Töluvert er síðan farið var að gera tilraunir í Bandaríkjunum með mót- efni gegn kvefveirum en sá galli fylgir gjöf Njarðar að aukaverkan- irnar eru verri en sjálfur sjúkdómur- inn. Úrvalið er nóg af „kvefmeðulum“ þótt óvist sé með árangurinn. Fyrir nokkrum árum voru miklar vonir bundnar við lyf sem nefnist Interferon og kemur í veg fyrir að veirur fjölgi sér. Það hefur hins veg- ar í för með sér ýmsar aukaverkanir sem eru þegar kunnar og talið er að fleiri eigi eftir að koma í ljós við frek- ari tilraunir. Því verða þeir sem kvefast að treysta á hálstöflur og hóstasaft af ýmsu tagi þótt almennt sé viðurkennt að það eru engin lækn- islyf. Hins vegar er viðurkennt að þau geta linað þjáningar kvefaðra manna. Heimir Bjarnason aðstoðarborgar- læknir sagði í samtali við DV aö hálstöflurnar og hóstamixtúrurnar ættu fullan rétt á sér til að lina áhrif kvefsins en menn mættu ekki gleyma því að þetta væru ekki lyf og lækn- uðu ekki kvef frekar en annað sem í boði væri. í Bandaríkjunum er talið að árlega verji fórnarlömb kvefsins um 2 millj- örðum Bandaríkjadala í kvefmeðul. Þetta eru hátt í 80 milljarðar ís- lenskra króna í lyf sem lítil eða engin hjálp er að. Það er og eftirtektarvert að öll efnin sem nú eru notuð voru komin á markaðinn fyrir 20 til 30 árum þannig að í rauninni hefur ekkert miðað í baráttunni við kvefið. Ekki er vitað hve mikið er selt hér á landi af kvefmeðulum en telja má hklegt að hver íslendingur kaupi síst minna af þeim er gert er í öðrum löndum. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að hér á landi gæfu læknar ýmis sýklalyf til að verjast kvefmu í ríkari mæh en gert væri nú orðið í ná- grannalöndunum. Þetta telur hann eina af ástæðunum fyrir því að meira er notað yfirhöfuð af sýklalyfjum hér en þar. Hins vegar fullyrti hann að árangurinn af þessari lyfjagjöf væri enginn og því væri víðast hvar hætt að nota þau. Sönnunargögn vantar í Bandaríkjunum hefur þaðverið í lögum nú um tíma að framleiðendur kvefmeðala verða að færa sönnur á að þau komi aö gagni en hætta að selja þau að öðrum kosti. Þetta hefur þó dugað skammt því auðvelt er að fá frest th að leggja fram ný sönnun- argögn um kosti lyfsins og á meðan er sala heimil. Þessi lyf eru ekki á lyfjaskrá og því þarf ekki að sanna kosti þeirra áður en þau fara á mark- að heldur eftir. Vitað er að ýmis ofnæmislyf hafa áhrif á kvef og í Bandaríkjunum hef- ur sala á þeim verið leyfð, sem kvefmeðala, vegna þess að þau draga úr nefrennsli. Margir læknar þar eru þó lítt sáttir við þessi rök þvi auka- verkanir eru margar svo sem lystar- leysi og almennur slappleiki. Læknar viðurkenna að kvefmeðul gera ekki illt verra og það er sýnu skárra að taka nokkrar skeiðar af hóstasaft í góðri trú en að reyna ekk- ert. Slík meðul geta linað hóstann um stund þótt þau lækni hann ekki og þau eru með öllu hættulaus. Margir læknar eru þó þeirrar skoð- unar að heitir drykkir komi að sama gagni og sömuleiðis það gamla hús- ráð að hima yfir fati fullu af heitu vatni með handklæði yfir höfðinu. Þeir eru einnig til sem hafa tröha- trú á stórum skömmtum af C-víta- míni í baráttunni við kvefið. Þetta er þó umdeilt ráð og engar sannanir liggja fyrir um að það komi að gagni. Hins vegar er það talið hættulaust þrátt fyrir sögur um að C-vítamín geti örvað myndun nýrnasteina. Þær kenningar eru einnig ósannaðar. Þær tilraunir sem gerðar hafa ver- ið í Bandaríkjunum með C-vítamín, sem efni til að hindra að fólk kvefist, hafa lítinn árangur borið. Þessar til- raunir afsanna þó ekki að C-vítamín- ið geti dregið lítillega úr áhrifum kvefsins. Meira var þaö nú ekki. Hér á landi hefur C-vítamín notið vinsælda sem kvefmeðal og fóru raunar miklar sögur af áhrifamætti þess fyrir nokkrum árum. Síðustu árin hefur þó minna verið um þetta rætt. Aftur á móti telja margir sig hafa reynslu af áhrifum hvítlauks t.d. til að verjast kvefi. Nú eru seldar hér hvítlaukspillur, sem hafa þann kost fram yfir óunninn hvítlauk að þeim fylgir ekki jafnsterk lykt. Loksins, loksins Síðsutu ár hafa sink-töflur notið vaxandi vinsælda sem kvefmeðal víða um heim. Þegar þær komu fyrst á markaðinn var fullyrt að þær stuðl- DV-myndir GVA uðu að skjótari bata eftir kvefpest en ef ekkert væri að gert. Síðari tilraun- ir hafa þó sýnt að þessi trú á ekki við rök að styðjast. Því er jafnvel haldið fram að þessar töflur hafi alls engin áhrif á kvef en valdi aftur á móti oft munnherkjum og ónotum í maga. Þá geta stórir skammtar af sinki valdið eitrun. Þeir eru þó til sem ekki vhja af- skrifa sink-töflurnar og telja að þær geti haft einhver áhrif. En til að þær komi að gagni dugar ekki að gleypa þær. Eina leiöin til að nýta sinkið fullkomlega er að láta töflurnar bráðna í munni. Töflurnar eru hins vegar svo bragðvondar að margir telja venjulegt kvef skárra en að neyta þeirra. Þessar töflur eru ekki enn komnar á markaðinn hér hvað sem verður í framtíðinni. Hins vegar fæst sink hér í heilsuvörubúðum en það er ekki selt sem sérstakt kvef- meðal. Hér á landi eru þó vissulega á boð- stólum lyf sem eiga að duga betur í baráttunni viö kvefið en hóstasaftin og hálstöflurnar. Heilsumarkaður- inn og Heilsuhúsið bjóða lyf sem nefnist Echinaforce. Það er unnið úr jurtum sem reyndust indíánum í Noður-Ameríku vel til að slá á hvers kyns bólgur. Þetta lyf á að styrkja mótstöðukerfi líkamans og kemur að sögn í veg fyrir að fólk kvefist. Sann- anir fyrir kostum lyfsins eru þó ekki handbærar. Að sögn þeirra sem selja lyfiö nýtur þaö vaxandi vinsælda og hefur sala á því vaxið verulega eftir að kólna tók í veðri nú i haust. -GK FATAFELLUGLOS Þegar ís er settur í glösin afklæðast stúlkurnar, sem glösin prýða, öllum til mikillar ánægju. Þegar ísinn bráðnar fara þær aftur í fötin. Ómissandi á gleðistundum. Aðeins kr. 1190,- settið. Fótóhúsið. Bankastræti, simi 21556 Pöntunarsími 91-651414 og 623535 Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. Póstverslunin Príma, box 63,222 Hafnarfirði. © VISA © EUROCARD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.