Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Qupperneq 34
46 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. )hn Huston Jack Nicholson, Anjelica og faðir hennar, John Huston. Myndin var tekin þegar myndin Prizzi’s Honor var frumsýnd. Hin myndin sýnir Anjelicu er hún tók við óskarsverðlaunum fyrir leik sinn í þeirri mynd. Jack Nicholson og Anjelica Huston ætla að gifta sig næsta vor Leikararnir Anjelica Huston og Jack Nicholson hafa ákveðið að drífa sig í hjónaband næsta vor. Þau hafa átt í ástarsambandi um nokkurra ára skeið en upp úr því slitnaði fyrir tveimur árum. Nú hafa þau sem sagt tekið upp þráðinn á nýjan leik og það mun vera fóður Anjelicu, John Hus- ton, leikaranum fræga, að þakka. John Huston lést 28. ágúst sl. Jack Nicholson var mjög góður vinur hans og er Huston lá á sjúkra- húsi tveimur vikum fyrir dauða sinn kom Nicholson í heimsókn til hans á Rhode Island. Þá var Nicholson að leika í kvikmynd í Los Angeles en lét sig ekki muna að fljúga yfir til að hitta gamlan vin. Sagan segir að áður en Jack Nich- olson hafi kvatt félaga sinn hafi John Huston tekið um hönd hans og beðið hann einnar bónar ef hann myndi deyja. „Viltu lofa mér því að sjá um dóttur mína, Anjelicu, á meðan hún lifir.“ Huston mun hafa verið grát- andi er hann bað vin sinnar þessarar hinstu bónar og Jack Nicholson svaraði: „Ég skal lofa þér því.“ Það er því ekki bara í kvikmyndum sem tragedíumar gerast hjá leikur- unum. Jack Nicholson er sagður hafa hugsað mikið um þetta loforö á leið- inni til Los Angeles og segist allt í einu hafa gert sér það ljóst að Anj- elica væri í raun og veru eina konan sem hann hafi nokkurn tíma elskað. John Huston er sagður hafa hresst nokkuð eftir þennan fund og fékk að fara fljótlega af sjúkrahúsinu. Aðeins fimm dögum fyrir dauða sinn sagði þessi 81 árs gamli leikari öllum sem heyra vildu á hestasýningunni, þar sem hann var staddur, að Jack Nich- olson ætlaöi að láta hinstu ósk sína rætast og hugsa um Anjelicu á meö- an hún liföi. Síðan bætti hann við: „Ég er ekki að deyja en þegar ég dey þá geri ég það ánægður." Tveimur dögum síðar hringdi Huston í Nichol- son og minnti hann á loforðiö. Sá síðarnefndi sannfærði hann um að það stæöi. „Þegar Anjelica hringdi í mig þann 28. ágúst og tilkynnti mér um látið sagðist ég koma með næstu vél til hennar." Stuttu síðar flutti Anjelica heim til hans í Los Angeles. I stað þess að brotna niður eftir fráfall fóð- ur síns geislaði hún af gleði og vinir hennar segja að Jack Nicholson hafi bjargað henni frá sorginni. Nú hafa þessi væntanlegu hjóna- kom ákveðið að eignast börn áður en þaö verður orðið of seint þvi Anj- ehca er 36 ára og Jack Nicholson 50 ára. Þess má einnig geta aö Anjelica Huston fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Prizzi’s Honor. Kastalinn góði sem byggingameistarinn byggði yfir litla húsið sitt. DV-mynd ELA Ekki er öll vitleysan eins, hugsaði blaðamaður DV er hann spurðist fyr- ir um kastala einn mikinn í bænum Fairfield í Connecticut er hann var ^þar á ferð fyrir stuttu. Kastalinn skar sig úr umhverfinu og var ekki í neinu samhengi við önnur hús í þessu íbúð- arhverfi. En skýring var til og svo sérstök að ekki var annað hægt en mynda húsið og segja íslenskum les- endum frá. Eigandi kastalans bjó lengi í litlu húsi sem var talsvert minna en önn- ur hús í hverfinu. Næsti nágranni setti sig á háan hest og í mörg ár reifst hann og skammaðist við eig- anda litla hússins. Nágranninn var einmitt að setja út á að maðurinn skyldi ekki byggja við húsið sitt og sagði að eignirnar í götunni gætu ekki hækkað í verði á meöan þessi kofi stæði þar. Eigandi litla hússins, sem er bygg- ingameistari, var orðinn svo leiður á nágrannanum að í stað þess að selja húsið og flytja burt byggði hann hús yfir htla húsið og það svo um mun- aði. Kastahnn eða yfirbygging gamla hússins náði yfir öll lóðamörk bygg- ingameistarans og eyðhagði þar með allt útsýni fyrir nágrannanum. Eftir leiðindin í öll þessi ár sat nágranninn uppi með heljarinnar ljótan kastala á næstu lóð og sá ekkert annað út um glugga sinn - ekki einu sinni gróður. Ekki vhdi nágranninn sætta sig við þessi málalok og fékk að sjálfsögðu plögg yfir að stærð hússins væri langt umfram það sem leyfhegt væri á lóðinni. En gamli kastalaeigandinn lætur orð nágranna sinna sem vind um eyru þjóta og virðist lifa ágætu lífi í litla húsinu sem er inni í því stóra. Menn segja einnig að hann eigi bróður í bæjarstjórn og frænda í lög- reglunni og annan frænda sem er lögfræðingur, þannig að nágrann- arnir verða bara að sætta sig við stóra kastalann í götunni. Björn Borg og nýja kærastan, eftír því sem sagt er. Bjöm Borg nær í aðra 17 ára Bjöm Borg var mikið í fréttum fyrir rúmum tveimur árum er hann skhdi viö eiginkonu sína Mariönnu og tók að sér óþekkta sautján ára Stokkhólmsskvísu. Reyndar eignuöust þau son sam- an en það var ekki nóg th aö halda sambandinu gangandi. Nú mun Bjöm aftur vera kominn á sfjá í stelpuleit, eftir því sem út- lend blöð segja, og nú beinist athygh að annarri sautján ára stúlku, Mandy Smith. Hún ku hafa fýrst vakið á sér athygh þrettán ára gömul en þá bjó hún með einum meðlimi hljómsveit- arinnar Rolling Stones, Bhl Wyman. Myndin var tekin af þeim í samkvæmi í London fyrir stuttu en Bjöm þrætti fyrir að þau væm saman. Það mun vera vegna þess að hann er hræddur við slúöurfrásagnir blaða enda hefur hann lengi orðið fyrir barðinu á slíkum fréttum. Bjöm er væntanlegur hingað th íslands í næsta mánuði og það verður forvitnhegt að vita hvort hann kemur með einhvetja stúlku með sér eða hti í kringum sig á íslensku stelpumar. Hús í húsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.