Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. 19 eina viku í einu og hætta svo í því eins og venja var áöur, dansa dansar- amir nú á hveiju kvöldi meö aukinni einbeitingu, rétt eins og þeir séu aö gera bæði sjálfum sér og áhorfendum ljóst hve einstakt hvert augnablik kvöldsins er. Þessi nýja verkefna- skipan hefur allt í einu gert San Francisco-ballettinn hliðstæðan Óperu og Sinfóníu borgarinnar og gert hann eftirsóknarverðan fyrir ferðamenn. Öll nýju verkin sem Helgi Tómasson setti á svið á liðnu'sýningartímabili, ef frá er talið New Sleep eftir Forsythe, sýna sama djúpa skilninginn á þeim sígilda dansi sem Helgi Tómasson virðist stefna að að láta dansflokkinn til- einka sér. Dreams of Harmony sem er gert við Aðra sinfóníu Róberts Schumann er einstakt verk. Það er fjörutíu mín- útna langt og líkist helst reiprenn- andi frásögn af tilurð bræðralags dansins. Höfundurinn, Kudelka, tek- ur kunnuglegar hreyfingar eins og stökk og handleggssnúning úr Se- rendade eftir Balanchine og gerir að grunnstefi annars kaflans. Um er að ræða svo mörg afbrigði skrefa og mynstra að segja má að það sé eins og hreyfingarnar í verkinu beri skip- an þess ofurliði. New Sleep eftir Forsythe er sting- andi ádeila á öld röksemishyggjunn- ar. Dansararnir fimmtán líta út eins og þjálfaðir manndráparar sem hafa þó engin önnur vopn en tærnar á skónum sínum og hreyfingar fót- leggjanna. Sérstaka athygh vekur einnig lýsingin sem Forsythe stóð sjálfur að en hún sýnir annars vegar blindandi birtu rökhyggjunnar en hins vegar myrkur miðalda. New Sleep var sérstaklega sett á svið fyrir Viktoríu Morgan sem var nú að kveðja það fyrir fullt og allt. Margvíslegur ávinningur Hafi New Sleep gefið SFB það sem hann hafði þörf fyrir færði Sunset eftir Tayllor ballettinum það sem hann hafði óskað sér: hvasst stjórn- málaverk sem sýnir vel að nýfenginn styrkur dansflokksins liggur í tján- ingarmáta sem byggist á þeirri skoöun að karlmennska og ljúf- mennska stangist ekki á heldur eigi samleið. Mesta opinberunin, sem kom fyrir augu þeirra sem sóttu sýningar San Francisco-ballettsins á liðnu sýning- artímabili, var þó sú að nú dylst engum að dansflokkurinn á sér stjórnanda sem veit hvað hann vill. Um er aö ræða nokkurs konar köllun sem er að grípa um sig meðal dans- ara í borginni. Þegar síðasta sýning- arvikan rann upp í maí mátti sjá mörg kunnugleg andlit úr hópi dans- ara og áhugamanna um dans af svæðinu umhverfis San Francisco- flóa. í fyrsta sinn í mörg ár er það orðin fagurfræðileg nauösyn fyrir alla áhugamenn um dans í borginni að horfa á sýningar San Frnciscobal- lettsins. Þýð: ÁSG Helgi Tómasson. „Aaaaaaaahhhhhhhh! “ - Við höfum oukið verulega bilið á milli sœtanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.