Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1987, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987. Islensk tunga Að vanda sig... Hinu má lika halda fram að lélegi þulurinn hafi góð áhrif því almenningur forðist að herma eftir lélegum framburði hans. Oft heyrist því fleygt að fram- burði íslenskrar tungu sé hjá mörgum verulega áfátt. í kjölfar nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva má segja að það hafi komist í tísku að finna að framburði þeirra sem þar koma fram. Þetta er mjög í þeim íslenska anda að ekkert nýtt sé gallalaust og að nýjungar festast yfirleitt ekki í sessi nema þjóðin sé sannfærð um að þær séu gallaðar. Þegar svo allir eru fullvissir um að nýjungin sé meingölluð þá er hún tekin í sátt og varin með oddi og egg. Þannig fá íslendingar útrás fyrir nýjungagirni sína og tor- tryggni i senn. Ekki veit ég hvort íslensk tunga stendur verr nú en áður að þessu leyti og sjálfsagt veit þaö enginn. Enda skiptir það engu máli. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson Hitt er deginum ljósara að fram- burður manna er misjafn og misskýr. í þessu sambandi verður að hafa í huga þrjú mikilvæg atriði: í fyrsta lagi er við því að búast að dæmum um óvandaðan fram- burð fjölgi þegar fleira fólk á þess kost að tala í útvarp. í öðru lagi er engin framburðar- kennsla til í íslenskum skólum né fjölmiðlum þrátt fyrir fögur fyrir- heit þar um. Mig minnir til dæmis að eitthvað sé um þetta skrifað í grunnskólalögum og einhvern tím- ann samþykktu alþingismenn ályktun um framburðarkennslu í skólum og fjölmiðlum. í þriðja lagi verðum við að gera okkur grein fyrir hvað átt er við með skýrmæh og hvað er óskýr- mæli. Þetta með nýju stöðvarnar Það er hin mesta rneinloka aö nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðar hafi vond áhrif á framburð manna. Með tilkomu þeirra fá fleiri tæki- færi til að tjá sig á öldum ljósvak- ans, bæði vel máh farnir og illa. Sumir halda því fram að þulur með iélegan framburð hafi vond áhrif á smekk almennings sem fari ósjálfr- átt að herma eftir hinum óvandaða framburði. Hinu má líka halda fram að lélegi þulurinn hafi góð áhrif því almenningur forðist að herma eftir lélegum framburði hans. Þannig hallast ég að því að lélegir þulir séu eins góðir og jafn- vel betri framburðarkennarar heldur en góðir þulir. Nýju stöðvamar, hafi þær ein- hvern metnaö, hljóta þó að reyna eftir því sem tök eru á að velja hæft fólk th starfa qg þjálfa það í framburöi og lestri. Ég er ókunnug- ur því hvort þetta er gert. En það eru ekki bara þulir sem tala í útvarp og sjónvarp. Almenn- ingur hefur einnig greiðari aðgang að þessum stofnunum nú en áður. Og í mörgu fé er misjafn sauður. Ef meira ber á óvönduðum fram- burði er það einfaldlega vegna þess að framburður er að meðaltali óvandaður; ekki af því að fólk fær að tala í útvarp og sjónvarp. Það er mjög ánægjulegt að fleiri fái að tala í útvarp og sjónvarp en það leggur stjórnendum stöðvanna þær skyldur á herðar að leggja metnað sinn í að menn vandi mál sitt Það verður ekki gert nema með fræðslu. Sú fræðsla verður að vera annars vegar fyrir starfsmenn, hins vegar fyrir almenning. Framburðarkennsla Við sendum börnin okkar í skóla þar sem þau læra meðal annars erlend tungumál. Drjúgur tími tungumálanámsins fer í aö kenna framburð. Ætlast er til að nemend- ur læri fyrirmyndarframburð og haldin eru framburðarpróf. Öðru máh gegnir um íslensku- kennslu. Þar er engin framburðar- kennsla og engum dettur í hug að prófa nemendur í íslenskum fram- burði. í sjónvarpi eru kennd erlend mál. Kennd hefur verið enska, danska, þýska, franska og nú síðast spænska. í öllmn þessum þáttum er kenndur framburður. Að því er varðar kennslu í tungu- málum hefur íslenskan algera sérstöðu, þar er engin framburðar- kennsla. í sjónvarpi hefur einu sinni verið gerð tilraun til framburðar- kennslu. Galhnn við þá þætti var að mínu mati sá að þeir voru of fræðilegir, þar var kennd hljóð- fræði en ekki gefnar leiðbeiningar um framburð. Núna vakna tvær spumingar: Annars vegar af hverju enginn ís- lenskur framburður er kenndur og hins vegar hvemig ætti að kenna framburð. Þetta og fleira verður efni næsta þáttar sem birtist næstkomandi laugardag. Gleymið ekki að fara út í búð þann dag, kaupa DV og lesa. Vísnaþáttur Breiðfirskir sjómenn og Jens Hermannsson frá Flatey Einhverjum kann nú að fmnast þessi vísnaþáttur byrja einkennilega. En samt er eðlilegt að hann hefjist svona. Og svo kemur tilvitnun í fyrra bindi Breiðfirskra sjómanna eftir Jens Hermannsson, mikið ritverk sem kom út í annað sinn 1976. „Lesari. í nokkrum dráttum, sem hér fara á eftir, er áformað að rekja sannar sagnir um sjósókn á Breiða- firði, sókn sem stundum snerist upp í vörn eða jafnvel fullkominn ósigur. Aðeins fátt eitt fmnst nú skráð um þessi efni en nógu mikið samt til þess að sýna þá staðreynd að nærri hvert ár 18. og 19. aldarinnar er vígt skipstöpum og sjóhrakningum, ein- um eða fleiri, svo maður stendur hljóöur og undrandi." Kennari á Bíldudal En áður en við höldum lengra skul- um við aðeins með nokkrum orðum minnast mannsins sem svo byrjaöi stórverk sitt sem áður er nefnt, ritað á elhdögum þegar eiginlegu ævistarfl var lokið. Jens Hermannsson var lengst af ævi sinnar kennari á Bíldu- dal, fæddur í Flatey 1891, sonur frægs sjósóknara, dáinn í Reykjavík 1953. Hann gaf út eina ljóðabók eftir sjálf- an sig. Hún hét Út við eyjar blár og kom út 1944. Hér eru vísur úr henni: Þú ljóð, minn leyndi kraftur, mitt Ijós við ský, hve oft þú gafst mér aftur mitt afl á ný. Er sat ég sálardofinn og sveifst þú hjá, hve oft var af mér rofin mín ygglibrá. Ég greiði þúsund þökkum mín þöglu ljóð, og raula rómi klökkum minn rökkuróð. Og þegar dagur dvínar og dagsönn min, þá liggja laundyr mínar, mitt þóð, til þín. Og ef að á vill herða mín innri nauð, þú ljóð, skalt lifa og verða lífs míns brauð. En annars eru mest mannaminni og hátíðlegri kvæði í bókinni sem ekki henta vel í vísnaþátt. Þess vegna er hér aöeins til viðbótar vísa um eitt af uppáhaldsskáldum höfundar- ins, Steingrím Thorsteinsson: Ómar vors og angan nýrra blóma ávallt báru hæst í þinni för. Hvar sem ást og yndi bar á góma áttir þú hin ríku goðasvör. Höfuðrit Jens Hermannssonar Auðvitað eiga menn að sýtta Jens þann áhuga að lesa ljóð hans öll en þó fyrst og fremst höfuðritverk hans, Breiðfirska sjómenn, samtals um það bil 700 merkilegar blaðsíður, tvö bindi í stóru broti. Ég ætla enn að vitna til þeirra, sjá fyrra bindi, s. 16 og svo áfram: Undiraldan veit á vind, varnað manni býður, þannig öfhn þjóna blind þegar mest á ríður. „Ef þú, lesari góður, værir staddur úti á miðum frá Hellissandi, ættir lóðir í sjó og vissir að til þess að ná þeim og draga þær þyrftirðu 2-3 stundir, - ef þú heföir, meðan þú varst að leggja, veitt athygh dökkum skýjaflóka yfir Bjargtöngum og inn Vísnaþáttur yfir Rauðasandi, sem breiðist með ótrúlegum hraða inn Barðaströndina aht til Gilsfjarðar, þá heföir þú ástæðu til að óttast um lóðina þína því að sú var reynsla hinna æfðu Jökulformanna að þá væri skammt til norðanáhlaups... Þá mættir þú hafa augun hjá þér. Oft er hann fljót- ur að rífa sig upp í stórviðri... Össur Össurarson, síðar bóndi á Látrum, orti: Hjalla fyllir, fenna dý, falla vill ei Kári. Varla grillir Ennið í. Alla hryllir menn við því. Hún var ekkert barnagaman, til- hugsunin um að hrekjast undan landi og leggja á flóann þegar sjórinn var eins og grá gæra af rokinu en flóinn allur, þegar frá landi dró, graf- inn af æðandi holskeflum sem hveijum farkosti þeirra tíma virtist ófær... Sætirðu frammi á miðum við fiskidrátt og nóg væri um „þann gula“ þá þyrftirðu samt að halda at- hyglinni vakandi... Ef til viU sáu hásetar þínir enga breytingu. Þeir voru allir við fiskidráttinn." Önnur frásögn: .......Allt í einu skipaði formaður að hanka upp og halda til lands. Varð þá einn hásetinn æfur við og vildi með engu móti hlýðnast þessari fyrirskipun en renndi út að nýju... lét hann og nokkur ókvæðisorð falla til þeirra formanna sem hefðu afla af hásetum sínum... Eldingarhratt vatt formað- ur sér fram í rúmið til hans og skar á færið... Var svo haldið til lands. En ekki voru þeir meir en lentir þeg- ar á skall áhlaupaveöur." Stytt frásögn. Ef rosabaugur var í kringum sóUna og loft eins og korgað þá mundi slíkt skipta miklu máli... Ef í austri sólir sjást seggi flesta gleður. En í vestri, aldrei brást allra besta veður. Þormóður í Gvendareyjum Þormóður skáld í Gvendareyjum orti margt um stríð breiðfirskra sjó- manna og vitnar Jens til þess: Firðar gjörðu að fella voð, þá framan í skautið lagði, digra sína dráttarstoð dró hver út að bragði. í Lárós hugðu lending ná og leggja fley í skorður, gnípa fjalls þar gengur há, sú gnæfir hátt í norður. Eftir megni róðrar rog reyndu í nauða standi, ei nema fáein áratog áttu að meginlandi. Ekki er þetta skáldskapur sem nú- tímafólk hefur dálæti á en bæði konur og karlar fyrr á tíð styttu sér stundir við svona vísur og sóttu í þær kjark og þrótt. Best að enda samt með þessari vísu sem ungur, ónefndur Breiðfirðingur orti: Það er nauða skarpur skóh að skjálfa og titra sjónum á og vita af snót í væru bóli og varma nógan henni hjá. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.