Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 3 Fréttir Króflugos í uppsiglingu? Landns nu meira en fyrir síðasta gos Skyldutrygging bifreiða: Hækkunin á Akureyri nemur allt að 182% -hveigi hærri á landinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Hækkun skyldutrygginga bifreiða með A-númer er sú langmesta á landinu og kemur það til af því að bifreiðar með A-númer færast af áhættusvæði 2 á áhættusvæði 1, og tryggingin hækkar við það eitt um 8.000 krónur," segir Sigurður Harð- arson, fulltrúi hjá Brunabótafélagi íslands á Akureyri. Grunnhækkun trygginganna fyrir landiö allt er 60% en fyrir bifreiöar með A-númer nemur hækkunin 108-156% og er þá einungis átt við nettóiögjöld. Að auki kemur hækkun á ökumanns- og farþegatryggingu úr 120 krónum í 3.200 krónur. Sú trygg- ing, sem áður náði aðeins til dánar- og örorkubóta, er nú mun víðtækari og getur t.d. bætt atvinnutap. Sigurður Harðarson sagði að trygg- ing á smábíl með A-númeri, t.d. Colt, hækkaði úr 9.651 kr. í 23.101 krónu ef miðað væri við 50% bónus. Hækk- un á iðgjaldi jeppabifreiðar með A-númeri, miðað við sama bónus, nemur hins vegar 182% og verður 30.227 kr. í stað 10.718 kr. • „Ég held að það verði erfitt fyrir marga að standa í skilum með þetta, það liggur á borðinu. Ég vona að menn dragi það ekki að koma til tryggingafélaganna og semja um ákveðið greiðsluplan og geymi það ekki fram á sumarið, þegar kemur að skoðun, að gera þaö. Tryggingafé- lögin hljóta að gera sér grein fyrir því að menn henda ekki þessum upp- hæðum á borðið í einu lagi,“ sagði Sigurður. Akureyri: Gott ástand í umferðinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum mjög ánægðir með ástand mála í umferðinni, menn eru nær undantekningarlaust með bíl- beltin spennt og ljósin kveikt,“ sagði Matthías Einarsson, varðstjóri hjá Akureyrarlögreglunni, í samtali viö DV í gær. Matthías sagði að lögreglumenn hefðu verið mikið á ferðinni og strax í gærmorgun fylgdust þeir meö um- ferð á fjölfórnum gatnamótum. „Reyndar kemur okkur ekki á óvart að ástandið skúli vera svona gott, við gerðum könnun á þessum hlutum í umferðinni á dögunum og menn voru þá mjög almennt með spennt belti og ökuljósin á.“ Matthías sagði að ákveðið hefði verið að taka mjúkum höndum á því fyrstu dagana þótt menn gleymdu sér og færu ekki eftir þessum tveimur ákvæðum í nýju umferðarlögunum, enda væri lögreglan ekki búin að fá nýjar sektabækur .ennþá. Efnahagsaðgerðimar: Jóhanna mótmætti Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra lét bóka mótmæli sín gegn efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar á ríkisstjórnarfundi í fyrra- morgun. Mótmæli Jóhönnu voru þríþætt. Hún mótmælti því að lögfestingu á frumvarpi um breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga væri frestaö, aö framlag til Byggingar- sjóös ríkisins væri skert um 100 milljónir og ennfremur mótmælti hún skerðingu á framlagi til jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga um 260 milljón- ir króna. -ój Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að þaö sé enn ekki neinn uggur í fólki en menn fylgjast auð- vitaö vel með framvindu mála,“ sagði Jón Pétur Líndal, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, er DV ræddi við hann um ástandið á Kröflusvæðinu. Landris á svæöinu er nú þaö mesta sem orðið hefur í mörg ár, talsvert meira en þaö varö þegar síöast varð gos, síðla árs 1984. Jarð- skjálftar mælast á hverjum degi en Jón Pétur sagði að þótt þeir væru 2-3 stig þá væri landiö þannig að þeirra yrði lítið vart nema rétt yfir upptökunum. „Við erum ekki með neinn sér- stakan viðbúnað hér,“ sagði Jón Pétur. „Viö fylgjumst með mælum og viðvörunarkerfi sem hér er var prófað í byrjun febrúar og reyndist þá í góöu lagi. Ég reikna þó með að við höldum fund meö almanna- varnanefnd nú i vikunni, svona til þess að fara yfir hlutina.“ 1\a'daJ.„oia\ds Frvmili GJALDDAGI .FYRIRSKIL . A STAÐGREBSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd'né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein berað skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. hvers mánaðar en eindagi Þann 15 -Geríð skil tímanlega og forðist öríröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.