Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 15 Miklir matarskattar ókomnir fram „Prentað mál er skattaö i bók en ekki skattað í tímariti. Og þvi vaknar spurningin: Hvenær er timarit bók og hvenær ekki?“ spyr greinarhöf. Ríkisstjórnin er aðeins 8 mánaða gömul en á þessum stutta tíma hefur hún náð því tvívegis að skatt- leggja brýnustu nauðþurftir almennings. í haust kom fyrsti matarskatturinn sem hækkaði all- ar matvörur aðrar en mjólk, kjöt, fisk og egg um 10%. Um áramótin hækkaði síðan skatturinn á allar matvörur upp í 25%, en á ýmsum vörutegundum eru skattaálögurn- ar faldar til bráðabirgða með hækkun niðurgreiðslna á móti, t.d. á mjólkurafurðum og ýmsum kjöt- tegundum. Þessar miklu flóðbylgj- ur verðhækkana á brýnustu nauðsynjavörum hafa magnað upp mikla verðbólgu, skert kaupmátt launa, torveldað kjarasamninga og vakið réttláta reiði fólks um allt land. Þriðji matarskatturinn er eftir En líklega gera ekki allir sér grein fyrir þvi að þriðji matarskatturinn er eftir. Pjármálaráðherra hefur marglýst því yfir að aukning niður- greiðslna hafi aðeins verið til bráðabirgða. Landbúnaðarvörur hækka í verði fjórum sinnum á ári í takt við kostnaðarhækkanir í landbúnaði og almenna verðbólgu. Ef niðurgreiðslur eru ekki auknar jafnóðum og búvöruverð hækkar verða meiri hækkanir á þessum vörum en öörum. Söluskattur á mjólk, skyri, smjöri og dilkakjöti er ekki enn kominn fram og aðeins að hálfu leyti á ýmsum öðrum vör- um, eins og t.d. osti, kjúklingum og fiski. Flest bendir til þess að læða eigi þessum skatti yfir svo lít- ið beri á með þeirri lúmsku aðferð að hækka ekki niðurgreiðslur í takt við aðrar verðlagsbreytingar. Þessi KjaUariim Ragnar Arnalds þingmaður fyrir Alþýðubandalagið þriðji matarskattur felur í sér mikla kjaraskerðingu ekki síður en þeir matarskattar sem þegar eru komnir fram, enda ýmsar helstu nauðþurftir heimilanna sem þarna eiga í hlut, en skatturinn flæðir ekki yfir á einum degi, eins og í tvö fyrri skiptin, heldur leggst á vör- urnar smám saman á þriggja mánaða fresti. Er kerfið einfaldara en áður? í áratugi hefur verið forðast að skattleggja brýnustu lífsnauðsynj- ar. Kartöflur og mjólk hafa aldrei verið skattlagðar fyrr og fiskur ekki síðan í viðreisnarstjórninni á sjöunda áratug. Skattur á græn- meti, ávexti og brauð var felldur niður'1975 og vinstri stjórnin felldi niður allan skatt af matvælum 1978. Enginn hefur sýnt fram á að skattleysi matvara hafi valdið miklum skattsvikum. Vissulega voru til takmarkatilvik sem sköp- uðu vandamál, t.d. að heitur matur flokkaðist undir veitingar og var skattlagður en kaldur matur ekki. En nýja kerfið býður líka upp á alls kyns vandamál og vafatilvik. Eftir sem áður eru undanþágur frá söluskatti fjöldamargar. Prentað mál er skattað í bók en ekki skattað í tímariti. Og því vaknar spurning- in: Hvenær er tímarit bók og hvenær ekki? Annaö dæmi: Sá sem lætur nudda á sér skrokkinn er stundum skattlagður og stundum ekki. Allt eftir aðstæöum. Almenn heilsu- rækt er skattskyld en heilsurækt íþróttafélaga ekki. Þeir sem borga fyrir ljós úr sólarlömpum eru stundum skattlagðir og stundum ekki. Jassballett er skattskyldur en samkvæmisdansar.ekki. Fiskur og kjúklingar hafa ekki áður verið niðurgreiddir. Satt að segja er heildarkerfið síst einfaldara en það sem fyrir var 'og því veldur m.a. miklu flóknara nið- urgreiðslukerfi en áður. Skattleysi matvara er tæki til jöfnunar Jón Baldvin hefur helst haldið því á lofti sér til vamar að Svíar hafi.ekki viljað hafa lægri sölu- skatt á matvælum. Hins vegar getur hann ekki neitað því að í flestum öðrum Evrópulöndum er matvælum hlíft við hæsta skatti. Skattleysi matvara er hentug að- ferð til að bæta kjör þeirra tekju- lægstu. Stighækkandi tekjuskatt- ur, sem hlífir lægstu tekjuhópum, hefur hliöstæð áhrif. í Svíþjóö er skattur á háar tekjur miklu þyngri en hér og tekjuskatturinn miklu stærri hluti ríkistekna en á íslandi en veltuskattur á vörusölu létt- bærari. Þar er því ekki jafnrík nauðsyn og hér að styrkja hag hinna lægstlaunuðu með skattleysi matvara. Álagning matarskattanna ein- faldar ekki kerfið. En hún er hins vegar afar einfóld leið til að afla tekna. Aö sjálfsögðu voru margar aðrar leiðir til þess. Þúsundir fyrir- tækja skila miklum hagnaði og borga þó engan tekjuskatt, skattur á stóreignir er mjög léttvægur hér á landi og vaxtatekjur skattfrjálsar. En ríkisstjórnin valdi grófustu leið- ina. Einungis forhert hægri stjórn lætur sér til hugar koma að velja þá leið. Alþýðubandalagið varaði marg- sinnis við því á sl. vetri að matar- skattar væru yfirvofandi ef hægri stjórn yrði ráðandi á þessu kjör- tímabili. Við beittum okkur fyrir því á sínum tíma að afnema matar- skatt af matvælum og eitt af kjörorðum okkar fyrir seinustu kosningar var: Engan skatt á mat og menningu! Fólk verður að átta sig á því að matarskattarnir eru þáttur í stefnu sem verðlaunar þá íjársterku með ýmsum aðferðum, t.d. með okur- vöxtum á ijármagni en refsar aftur á móti þeim sem tekjulágir eru bæði með því að hækka skatta þeirra og þrýsta niður launakjör- um. Ragnar Arnalds „Flest bendir til þess að læða eigi þess- um skatti yfir svo lítið beri á með þeirri lúmsku aðferð að hækka ekki niður- greiðslur 1 takt við aðrar verðlags- breytingar.“ Konur og skuldaábyrgð VtXLAR ÍHHI SPARILÁN INNHEiMTUR CRLENDAfi INNHEIMTUR ERLENDIR INfMEIMTUVlXLAR INNLENDIR INNHEIMTUVlXLAR ÁBYRGOIR ERLENDUR QJALDEYRIR FOREIQN EXCHANGE FEROATÉKKAR ERLENOAR ÁVÍSANtR ERLENDMYNT GEYMSLUHÓUF (I KJALLARA) „Það var hlutverk eiginmannsins að heimsækja bankastjóra. En staða kvenna hefur breyst..segir i greininni. Á undanförnum mánuðum hafa nokkrar konur hringt á skrifstofu Jafnréttisráðs og kvartað yfir því að þeim hafi verið hafnað sem ábyrgðarmönnum hjá greiðslu- kortafyrirtækjum. Þessar konur hafa eðlilega verið bæði sárar og reiðar og túlkað viðhorf greiðslu- kortafyrirtækjanna þannig að konur almennt væru ekki hæfar sem ábyrgðarmenn að mati þess- ara fyrirtækja. Við nánari athugun á máli þessara kvenna kom í ljós að allar voru þær giftar. Allar kon- urnar áttu fasteign en þegar þær voru spurðar að því hvort þær væru þinglýstir eigendur að fast- eignunum, einar sér eöa með eiginmönnum sínum, svöruðu þær annaðhvort að þær vissu það ekki eða að líklega væru þær það ekki enda óþarfi þar sem þær væru gift- ar. Réttarstaða giftra kvenna En hveijar eru skýringar á því að þessum konum var hafnaö sem hæfum ábyrgðarmönnum? Til að fá svar við því þarf að skoða réttar- stöðu giftra kvenna. Gift kona, sem ekki er þinglýstur eigandi aö fast- eign, aðeins eiginmaðurinn, er, út frá sjónarmiði samfélagsins, eigna- laus kona. Hún er hins vegar vel tryggð komi til skilnaðar hjónanna eða andláts eiginmannsins. Við Kjállarinn Elsa S. Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs skilnað fær hún helming af eignum búsins og er sú helmingaskipta- regla óháð því hver er skráður eigandi eignanna. Hið sama gildir við andlát eiginmanns. Þá skiptast eignir búsins til helminga, eigin- konan á annan helminginn, hinn helmingurinn skiptist í ákveðnum hlutföllum milli erfingja hins látna. Eiginkonan er erfingi, annaðhvort með börnum hins látna eða foreldr- um hans. Þessar reglur gilda hins vegar ekki um konur í óvígðri sam- búö. Hvatning til kvenna um að íhuga réttarstöðu sína hefur þvi fyrst og fremst beinst að konum í óvígðri sambúð. Afstaða greiðslukortafyrir- tækjanna Konur hafa ætíð lagt sitt af mörk- um til eignamyndunar fjölskyld- unnar með vinnu utan heimilis og/eöa innan. Á undanförnum árum hefur það mjög færst í vöxt að konur afli sér starfsmenntunar og hasli sér völl í atvinnulífinu. Símhringingarnar frá þessum konum eru einmitt dæmi um -breytta stöðu kvenna í samfélag- inu. Hér áður fyrr var alls ekki' algengt að konur kæmu nálægt lánakerfmu í landinu. Það var hlut- verk eiginmannsins að heimsækja bankastjórann. En staða kvenna hefur breyst. Það er því mjög eðli- legt að kona, sem skrifar upp á tryggingarvíxil fyrir ættingja eða vin sem er að sækja um greiðslu- kort, reiðist þegar hún fær þann úrskurð að hún sé ekki hæfur ábyrgðarmaður. Afstaða greiðslu- kortafyrirtækisins er hins vegar mjög eðlileg. Einu hagsmunir þess eru að tryggja að mánaðarleg út- tekt á greiðslukortið fáist greidd. Greiði handhafi kortsins ekki er gengiö aö ábyrgðarmanni/mönn- um á tryggingarvíxlinum. Neiti hann aö greiða er hægt að fá dóm á hendur honum og gera síöan fjárnám í einhverri eign hans. Þá eign er síðan hægt að selja á nauð- ungaruppboði og fá þannig skuld- ina greidda, Það er því mikilvægt fyrir greiðslukortafyrirtækin að ábyrgðarmaður eigi fasteign sem hægt er aö ganga að. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki hægt að gera fjárnám í eign eiginmanns vegna skuldar sem eiginkonan ber ábyrgð á. Og hér erum við komin að kjarna málsins. Þaö er á þessum forsendum sem þeim konum, sem hringt hafa til okkar hjá Jafnrétt- isráði, var hafnað sem hæfum ábyrgðarmönnum. Hvatning til kvenna Þaö er von mín að þetta mál veröi til þess að giftar konur íhugi réttar- stöðu sína. Það er ekkert því til fyrirstöðu að bæði hjónin séu þing- lýstir eigendur að fasteign og að bæði hjónin séu skráöir eigendur heimilisbifreiðarinnar. Það er hvorki meiri fyrirhöfn né dýrara aö þinglýsa eign á tvö nöfn en eitt. íbúðin og bíllinn eru hjá flestum verðmætustu eignir heimilisins og því eðlilegt að bæði hjónin séu skráðir eigendur. Elsa S. Þorkelsdóttir „Gift kona, sem ekki er þinglýstur eig- andi aö fasteign, aðeins eiginmaðurinn, er, út frá sjónarmiði samfélagsins, eignarlaus kona.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.