Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. Fréttir Ahrif reglugerðar um fasteignamiðlun: Olöglegum fasteignasölum lokað um næstu manaðamot Búist við að þeim fækki um allt að helming Um næstu mánaöamót má búast viö að reglugerðar um fasteignasölur fari að hafa áhrif. Þá er gert ráð fyr- ir að samningur dómsmálaráöuneyt- isins og Félags fasteignasala um ábyrgðasjóð félagsins verði frágeng- inn. Að því loknu mun ráðunetið heíja aðgerðir til þess að loka þeim fasteignasölum sem ekki eru í félag- inu eða uppfylla ekki skilyrði reglu- gerðarinnar. Það má búast við því aö fasteignasölum, fækki um helming við þessar aðgeröir. Frá því reglugerðin var sett hafa fjölmargir fasteignasalar sótt um inngöngu í Félag fasteignasala og eru þeir nú orðnir um 40 talsins. Aðeins einum fasteignasala hefur verið meinuð aöild að félaginu, þar sem hann haföi ekki starfsstöð þar sem salan fór fram, en það er eitt ákvæði reglugerðarinnar. Ráðuneytið hefur enn ekki samþykkt ábyrgðarsjóð fé- lagsins sem fullgildan sem sjálf- skuldarábyrgðartryggingu fyrir félagsmenn, en samkvæmt reglu- gerðin ber fasteignasölum að hafa slíka tryggingu að upphæð 3 milljón- ir króna. Ábyrgðartryggingin sjálf, að upphæð 7 milljónir króna, er einn- ig ófrágengin, en Félag fasteignasala hyggst sjálft selja félagsmönnum sín- um hana. Samkvæmt upplýsingum Jóns Thors, skrifstofustjóra dóms- málaráðuneytisins, og Þórólfi Hall- dórssyni, formanns Félags fasteigna- sala, er búist viö því að gengið verði frá þessum málum fyrir lok þessa mánaðar. Ákvörðunum um ábyrgðasjóðinn var frestað á fundi Félags fasteigna- sala fyrir helgi. Að sögn fasteignasala sem DV ræddi við má búast við ein- hverjum andmælum við aðild tveggja eða þriggja félagsmanna að ábyrgðasjóðnum. Hann taldi að í reynslunnar vildu aðrir tæpast deila ábyrgð með þessum aðilum. Einungis tvær fasteignasölur utan Félags fasteignasala hafa uppfyllt skilyrði reglugerðarinnar og fengið löggiltingu ráðuneytisins. Það er Fasteignasala Árna Gunnlaugssonar og Skipasala LÍÚ. Fáeinar aðrar fast- eignasölur hafa lagt inn umsókn hjá ráðuneytinu en ekki fengið sam- þykki enn. Ef fer sem horfir má því búast við að einungis helmingur af fasteigiiasölunum verði löglegar í lok þessa mánaðar. Meðal stórra fasteignasala sem ekki eru í Félagi fasteignasala og ekki hafa fengið samþykki ráðuneyt- isins má nefna; Almennu fasteigna- söluna, Eignamarkaðinn, Fasteigna- söluna Garð og Fasteignasölu Sverris Kristjánssonar. Mikill íjöldi minni fasteignasala hefur sömuleiðis ekki fengið samþykki og má búast við að þeim verði lokað af ráðuneyt- inu um og upp úr næstu mánaðamót- um. í kjölfar reglugerðarinnar ákvað dómsmálaráðuneytið aö standa fyrir námskeiði fyrir þá sem höfðu hug á að öðlast réttindi sem löggiltir fast- eignasalar. Á íjórða tug manna sóttu námskeiðið. Stór hluti þeirra hefur starfað á fasteignasölum áður. Marg- ir þeirra reka fasteignasölurnar í skjóli lög- eða viðskiptafræðinga sem ekki hafá aðstöðu fasteignasölunni. Þeir munu ekki ljúka námi fyrr en um vorið 1989. -gse Atriði úr leikritinu Hjálparsveitin. DV-mynd Snorri Sprellfjörugur gamanleikur Snoni Kristleifeson, DV.’Borgaifiröi: Ungmennafélag Reykdæla frum- sýndi á laugardagskvöld leikritið Hjálparsveitina eftir Jón Steinar Ragnarsson. Hjálparsveitin er sprell- fiörugur gamanleikur um alvarleg mál. Það var fyrst sýnt á ísafirði í tilefni af ári aldraöra 1982. í leikskrá segir m.a.: „Bjartmar Hannesson endurbætti, afbakaði og frumsamdi söngtexta eftir óskum leikstjóra og á hans ábyrgð og án mótmæla höfundar leikrits enda án hans vitundar". Hulda K. Guðjónsdóttir og Örn Haröárson týndu til sönglög úr ýms- um áttum og frumsömdu önnur. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson, gamalreynd kempa á því sviði. Leik- persónur eru 19. Ungmennafélag Reykdæla verður 80 ára á sumardag- inn fyrsta. Félagið á og rekur samkomuhúsið Logaland. Leikritið verður næst sýnt á fóstudagskvöld. Samningar Verkamannasambandsins: Ríkisstjómin torveldaði samninga frekar en hitt - segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „Það var samdóma álit samn- inganefndar Verkamannasam- bandsins að ekki hefði verið mögulegt að ná lengra án verkfalla. Ég er sannfæröur um að þeir hafi verið þeirrar skoðunar að það hefði mátt hækka meira. En þeir sitja ekki einir við samningaborðið og það var þeirra mat að rétt væri að staldra við og taka þessari niður- stöðu. Ég held að það sé ekki rétt af minni hálfu aö leggja mat á þessa samninga vegna þeirra félaga sem eftir eiga að semja,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, þegar DV leitaði álits hans á samningum Verka- mannasambandsins og stööunni hjá verkalýðshreyfingunni. - Nú er þetta í fyrsta sinn um nokkurn tíma að landssamböndin semja hvert fyrir sig. Má búast við að frekari árangur hefði náðst ef um samflot hefði verið að ræða? „Það er alltaf erfitt að svara spurningum sem hafa mörg „ef‘. Samflot í samningum á síöustu árum hefur orðið til vegna þess að megináherslan hefur verið lögð á sameiginleg mál sem mörg hver hafa snúið að ríkisvaldinu. Mér sýnist á öllu að vilji ríkisins til þess að koma inn í samninga nú hafi verið fyrir neðan núllpunktinn. Þá á ég fyrst og fremst við matarskatt- inn sem hækkaði framfærslubyrð- ar hinna verst settu langt umfram aðra. Ég sé ekki betur en ríkið hafi frekar torveldað samninga en hitt.“ -gse Sláturtíð hjá SIS Heimkomu Eysteins Helgasonar var beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Það er ekki á hveijum degi sem menn eru reknir úr vinnunni með slíkum bravör að samanlögð fiölmiðlapressan bíður í ofvæni og haldinn er blaðamannafundur fyr- ir hinn brottrekna. Blaðamanna- fundurinn gekk út á það að Eysteinn lýsti því fyrir mönnum hvemig hann hefði blásaklaus ve- rið rekinn ur starfi og mun hafa komið kökkur í hálsinn á áheyr- endum þegar lýsingin náði hám- arki óg blaöamenn heyrðu hvað illa haföi verið farið með Eystein. í stuttu máli var raunasaga Ey- steins Helgasonar á þessa leið: Guðjón vildi reka Geir. Eysteinn vildi ekki reka Geir. Guðjón sagði að ef Eysteinn vildi ekki reka Geir þá mundi Guðjón reka Eystein fyr- ir að vilja ekki reka Geir. Eysteinn vildi halda fund með Guðjóni til að vita af hverju hann ætti að reka Geir. Guðjón vildi ekki halda fund með Eysteini. Guðjón vildi ekki halda fund með stjórninni, enda þótt stjómin gæti ein rekið Geir. Og af því að stjórnin gat ein rekið Geir og Guðjón vildi ekki kalla saman stjómina gat Eysteinn auð- vitað ekki rekið Geir vegna þess að hann hafði ekki umboð til að reka Geir. Þá rak Guðjón bæði Eystein og Geir og nú er Eysteinn kominn heim til að segja frá því af hverju Guðjón rak bæði Eystein og Geir. Með öðrum orðum: Ey- steinn fórnaði sér fyrir Geir og hann fórnaði sér líka fyrir Iceland Seafood enda þykir Eysteini vænt um Iceland Seafood. Nú gætu menn haldið að Ey- steinn væri góði strákurinn en Guðjón vondi strákurinn. En Guð- jón er líka góður og þykir vænt um Iceland Seafood. Hann vill hag fyr- irtækisins sem mestan og Eysteins líka. Þaö var Bysteini sjálfum að kenna að hann var rekinn en ekki Guðjóni. Guöjón var bara að vinna fyrir kaupinu sínu. Já, kaupið, vel á minnst. Nú hefur líka komiö í ljós að milljónirnar, sem Guðjón fékk í aukasporslu þegar hann var að vinna Iceland Seafood allt það gagn sem í hans valdi stóð, voru milljónir sem hann hefur unnið til samkvæmt samn- ingum. Guðjón segir sjálfur svo frá að eltingaleikurinn viö . þessar milljónir sé ekki tilgangurinn með þessum látum öllum. Það er ekki verið að ræna Guðjón kaupinu. Það er verið að ræna hann mannorð- inu. Af Geir Magnússyni er ekki ann- að að frétta en að það er búið að reka hann. Geir hefur ekki haldið blaðamannafund ennþá eins og nú tíðkast hjá þeim sem eru reknir en ef aö líkum lætur er Geir þessi blás- aklaus eins og hinir enda húinn að vinna vel og lengi fyrir Iceland Seafood og er sjálfsagt hinn vænsti maður úr því að búið er að reka hann. Segjá má að Sambandið hafi notið frábærra starfskrafta fyrr og síðar þar sem allir eru blásaklausir hugsjónamenn í anda samvinnu- hreyfingarinnar. Örlög þeirra allra eru einfaldlega þau að vera svo góðir í starfinu að ekki er hægt að una því og þess vegna er tekið upp á að reka þá úr starfi eða dreifa um þá gróusögum um launakjör til að reyta af þeim æruna. Þetta er illa gert gagnvart heiöarlegum mönnum sem ekki mega vamm sitt vita og hafa ekki hugmynd um af hveiju þeir eru reknir eða af hverju verið er að tala illa um þá. Nú væri þetta skiljanlegt ef óvin- ir þessara valinkunnu sæmdar- manna heijuðu á þá úr launsátri til að grafa undan SÍS-veldinu. En þaö er nú öðru nær. Þeir höggva hver annan. Þetta er heimatilbúið vandamál hjá Sambandinu sjálfu sem virðist haldið einhverri sjálf- seyðingarhvöt gagnvart stálheiöar- legum starfsmönnum sínum. Sláturtíðin hjá SÍS er þess eigin slátrun og það sama gildir um mennina sem slátrað er. Ýmist eru þeir svo góðir starfsmenn að þeir vita ekki af hveiju þeir eru reknir eða þá að þeir eru á svo góðum launum að þeir vita það ekki sjálf- ir. Og allir mega þeir tapa mann- orðinu vegna þess að fyrirtækið, sem þeir vinna hjá, vill ekki að menn með flekklaust mannorð starfi þar of lengi. Allir muna jú eftir Olíufélagshneykslinu og kaffi- baunamálinu og SÍS hefur ekki efni á að hafa blásaklausa og valin- kunna sæmdarmenn í störfum. Þess vegna eru hirt af þeim bæði störfin og mannorðin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.