Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkv^emdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. SÍS í sviðsljósinu Óvæntur brottrekstur forstjóra og aðstoðarforstjóra Iceland Seafood hefur dregið helstu ráðamenn Sam- bands íslenskra samvinnufélaga heldur betur fram í sviðsljósið. Vafasamt er þó að SÍS-forstjórarnir hafi mikla ánægju af því sviðsljósi. Það bætir að minnsta kosti hvorki ímynd þeirra né heldur Sambandsins og var þó ekki á bætandi. Erlendur Einarsson lét af starfi forstjóra SÍS á síð- asta ári eftir langt og að mörgu leyti merkilegt starf. Erlendur hélt vel utan um hið mikla veldi SÍS en lét þó aldrei fara mikið fyrir sér opinberlega. Eftirmaður hans, Guðjón B. Ólafsson, hefur ekki setið lengi á for- stjórastóli en um hann hefur þó staðið meiri styr, sem og um ýmsar ákvarðanir hans, en góðu hófi gegnir. Ber þar fyrst að nefna Útvegsbankamálið, landakaupin í Kópavogi, afstöðu hans til kaupfélaganna og nú síðast til ákvörðunar hans um að víkja forstjórum Iceland Seafood úr starfi. Allt hefur þetta og margt fleira, sem hvíslað er um úr herbúðum Sambandsins, varpað skugga á stjórnunarstörf Guðjóns. Gagnrýnin virðist jafnvel vera mest frá Sambandsmönnunum sjálfum og fullyrt er að áhrifamenn í þeirra hópi hafi látið leka út upplýsingar sem valda Guðjóni óþægindum og skaða. Greinilegt er að Guðjón B. Ólafsson hefur mikinn metnað fyrir hönd Sambandsins og hefur bryddað upp á ýmsum nýjum vinnubrögðum. Þau falla ekki öll í góðan jarðveg og ástæðan kann að vera sú að Guðjón hefur um langan tíma starfað erlendis og áttar sig ekki á því litla samfélagi og þeim sérstöku leikreglum sem hér tíðkast. Það getur komið sér bæði vel og illa. Þess vegna rekur hann sig á veggi um leið og hann neitar að fara troðnar slóðir. En þær deilur, sem risið hafa vegna ýmissa ákvarð- ana eða aðgerða Guðjóns, stafa ekki af ásökunum um óheiðarleika. Það er rétt að undirstrika. Fjaðrafokið út af launum Guðjóns B. Ólafssonar er sprottið af ágrein- ingi um túlkun launasamnings. Mörgum munu sjálfsagt blöskra þær upphæðir sem um er rætt og eru laun eins manns. Það er auðvitað mál Sambandsins eins hvað það greiðir forstjórum sínum í laun, enda þótt ekki sé það góð auglýsing á sama tíma og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna kveinkar sér undan kjarasamningum við láglaunafólk. Hann er oft kaldriíjaður, veruleikinn. Látum það vera. Hitt fmnst manni skrítið að forstjóri SÍS skuli þurfa að lenda í hremmingum við samstarfs- menn sína út af slíku máli. í stað þess að útkljá það mál innan fyrirtækisins hávaðalaust er forstjórinn gerð- ur tortryggilegur af þeim sem helst ættu að standa með honum. Þá ályktun verður að draga af þessum atburðum að heilindin á bak við ráðningu Guðjóns sem forstjóra SÍS hafi ekki veri óskipt. Guðjón fær rýtinginn í bakið. Hér verður ekki flutt nein varnarræða fyrir Guðjón B. Ólafs- son. I þeim deilum, sem um hann standa, eru ekki öll kurl komin til grafar. Margt og mikið er sjálfsagt ósagt enn. Kannski verður það niðurstaða Sambandsmanna að Guðjón B. Ólafsson sé ekki heppilegur forstjóri. Kannski verður honum ekki vært lengur. Það er þeirra mál. En meðan Guðjón B. Ólafsson er forstjóri, ímynd og andlit SÍS, mætti ætla að nánustu samstarfsmenn hans hefðu vit og manndóm til að standa að baki hon- um. Það hafa þeir ekki gert. Þeir hafa dregið bæði sjálfa sig og Guðjón niður í svaðið. Ellert B. Schram „Framleiðsla kjúklinga og eggja byggist ekki á náttúruauðlind, svipað og fiskveiðar og hefðbundinn land- búnaður. - Nær öll aðföng til framleiðslunnar eru innflutt", segir m.a. í greininni. Framleiðslustýring Nýlega hefur verið ákveðin fram- leiðslustýring á kjúklingum og eggjum. Nokkuð hefur þetta fyrir- komulag mælst misjafnlega fyrir og er það að vonum. „Framleiðslustýring" er nauðsyn þegar um er að ræöa takmarkaðar náttúruauðlindir, en hún getur verið meö ýmsum hætti. Þannig er ljóst að stýra verður veiðisókn í takmarkaða fiskstofna. Ella veldur ofveiði miklu tjóni. Út- hlutunarkerfi er hins vegar vandasamt í framkvæmd. Frjálsir fiskmarkaðir eru í æ ríkari mæli að ryðja sér til rúms. Þróunin hlýt- ur að stefna í ríkari mæli í þá átt. Hins vegar virðist úthlutunarkerfi á kvóta til veiðiskipa eins og nú tíðkast ekki ganga upp með frjáls- um fiskmörkuðum. Kerfið setur fiskvinnsluna í bóndabeygju með tímanum. Þar ræður gengisskrán- ing ekki nema litlu um. Eðli þessa kerfls, sem er að þróast, er að flsk- urinn er seldur hæstbjóðanda. Kaupendur utan markaöanna verða að taka mið af verði á fisk- mörkuðunum. Eftirspurn eftir fiski, sem virðist verða viövarandi og jafnvel vax- andi; veldur því að kaupendur teygja sig upp með verðið svo sem þeir frekast mega. Arðurinn lendir því hjá útgerð- inni og sjómönnum. Ekki er ástæða til aö amast við því þó þessir aðilar beri mikið úr býtum, en á hitt er að líta að arðin- um af auðlindunum verður að skipta meö sæmilegu réttlæti. Með þessu móti verður munurinn milli sjómanna og fiskvinnslufólks mik- ill og nokkrir útgerðaraöilar hafa aðganginn að fiskimiðunum. Minnir óþægilega á lénskerfi. Landbúnaður Framleiðslustýring í landbúnaöi er óhjákvæmileg að minnsta kosti eins og mál standa nú. Markaðir hafa dregist saman. Erfitt er að framleiða hér norður við Dumbs- haf landbúnaðarvörur í samkeppni við suðlægari lönd á erlendum mörkuðum. Framleiðslan innanlands er of mikil fyrir innanlandsmarkað og gróður landsins ber takmarkaða beit. Jafnframt sitja bændur á óðul- um sínum, eru með allt undir, fé er ekki unnt að losa og sveitir gætu lagst í auðn ef illa fer. Framleiðslustjórn með aðlögun að innanlandsmarkaði sem mark- mið virðist því óhjákvæmileg. Mér virðist hins vegar ekki hiö saina gilda um framleiöslu kjúkl- inga og eggja. Þessi framleiðsla byggir ekki á náttúruauðlind svipað og fiskveið- ar og hefðbundinn landbúnaður. KjaUariim Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn Nær öll aðföng til framleiðslunnar eru innflutt. Fóðrið er þar stærstur liður. Framleiðslan er með æ meira iðnaðar- eða verksmiðjusniði. Framleiöslan er mest við höfuð- borgarsvæðið og framleiðendur eiga takmarkaða samleið með hefð- bundnum landbúnaði. Lög um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum eru þannig úr garöi gerð að landbúnaðarráð- herra er skylt að koma á eða samþykkja kvótakerfi ef framleið- endur óska eftir því. Þannig skilja í það minnsta flestir lögin. Framleiðendur óska eftir þessari framleiðslustýringu, sem þýðir í reynd að ókleift verður fyrir aðra en þá, sem kvóta hafa, að framleiða egg eða kjúklinga til sölu. Það liggur í því að endurgreiðsla fóðurgjalds verður bundin við framleiðslukvótann. Verðlagning er síöan ákveðin á sama hátt og í hefðbundnum land- búnaði. Vilji- bóndi freista þess að fram- leiða kjúklinga og egg sem aukabú- grein er það ekki unnt lengur. Framleiðslunni hefur veriö lokað. Nú er ekki lengur unnt að hafa hænsni sem búbót til tekjuauka nema hafa leyfi, kvóta. Þarna hljóta menn að setja stórt spurningarmerki. Hvert ætla menn? Þetta er ekki bara umhugs- unarefni fyrir þá sem vilja athafna- frelsi í þjóðfélaginu, heldur einnig fyrir neytendur almennt. Verðstýring kemur í stað verð- myndunar. Ég hef spurt:, ,Hvað um verktaka- iðnaðinn, húsgagnaiðnaðinn o.s. frv.?“ Kvótakerfi skapa misrétti Væri ekki þægilegt að fá kvóta á verkfræðistofurnar? Fyrir okkur sem stundum þann rekstur væri það líklega ekki slæmt. Fleiri kæm- ust ekki að. Engir fengju að opna verkfræðistofur nema þeir hefðu kvóta. Baráttan um verkefnin hætti. Við fengjum ákveðinn hluta verkefn- anna. Verðið eða þóknunin væri ákveðin af „sex manna nefnd“. Engar deilur um verð eða gæði. Fastur kvóti, ákveðið verð, engin samkeppni, sérréttindi og öryggi fyrir þá sem fyrir eru í greininni. Ef til vill finnst sumum hér um of til jafnað. Ekkert sé skylt meö þessum greinum. En hugsi menn sig aðeins um sjá menn óvæntan skyldleika. Kvótakerfi drepa hagkerfið í dróma og skapa misrétti. Eins og ég hefi áður sagt er fram- leiðslustjórnun óhjákvæmileg á ákveðnum sviðum. En kjúklinga- og eggjaframleiðsla er ekki eitt af þeim sviöum. Mér virðist afstaða til þessa máls ekki fara eftir stjórnmálaflokkum. í þéttbýlinu er framsóknarmönn- um jafnan kennt um kvótakerfi og offramleiðslu í landbúnaöi. Meðal þingmanna hef ég hlotið nokkra gagnrýni fyrir afstöðu mína í þessu kjúklingamáli. Aö sjálfsögðu eru margir framsóknar- menn á móti mér í málinu, en meðal þeirra á ég þó ágæta sam- herja líka. Harðasta gagnrýni vegna minnar afstööu hef ég fengiö frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Vissulega greinir menn á í þeim flokki um málið, en enn sem komið er hef ég fyrirfundið hörðustu stuðningsmenn framleiöslustjórn- unar í kjúklinga- og eggjarækt í Sj álfstæðisflokknum. Innflutningur kjúklinga og eggja er allt annaö mál og engin ástæöa að ræða í sömu andrá. Guðmundur G. Þórarinsson „Harðasta gagnrýni vegna minnar af- stöðu hef ég fengið frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins;“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.