Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 5 Fréttir Guðmundur J.: Eftirköst Dagsbrúnarfundarins: er búið - kæran breytir engu „Þaö verður ekkert frekar aö- hafst í þessu máli. Það er fullkom- lega löglegt aö notast viö handauppréttingu og það hreyföi enginn mótmælum viö því fyrr en eför á. Ef einhver heíöi óskað eftir skriflegri kosningu hefði hun aö sjálfsögðu verið viðhöíö en úr þessu verður niðurstöðum fundarins ekki breytt," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, í samtali við DV í gær. Guðmundur sagðist bera fullt traust til þeirra manna sem töldu á fundinum, þeir væru allir vanir fundamenn og vanir talningar- menn á Dagsbrúnarfundum. Hann sagði að tvítalið heföi verið og einn hluti fundarmanna var þrítalinn vegna þess að teljurum bar ekki saman en það var hópur- inn sem var með samningunum og heföi þeim fækkað þegar talið var í þriðja sinn. „Ég hef sagt það áður að ég bjóst við meiri mun en raun varð á. Ég hygg að ég hefði sjálfur óskað eftir skriflegri atkvæðagreiðslu ef mig heföi grunað að munurinn yrði svona lítill,“ sagði Guð- mundur. Hann sagðist ekki eiga von á neinum eftirköstum í Dagsbrún vegna þessa máls, enda myndu Dagsbrúnarmenn sjá það aö sam- staöa væri nauðsynleg á komandi mánuðum sem hann taldi að yrðu erfiðir vegna rauðu strikanna sem eru í samningunum. „Ég vO taka það fram aö það er enginn fögnuður í mínum huga vegna þessara samninga. Ég mat bara stöðuna þannig að lengra yröi ekki komist nema með verk- föllum með ófyrirsjáanlegum aíleiðingum. Ég skil því vel reiöi þessara manna sem horfa upp á vaxandi launamisrétti 1 þjóðfé- láginu. En ég endurtek að það hefði kostað of miklar fórnir að reyna að komast lengra,“ sagöi Guðmundur J. Guðmundsson. -S.dór „Þeir fölsuðu bara kosningaúrslrtin“ - segir Páll Amarson sem kært hefur kosninguna á Dagsbrúnarfundinum til Alþýðusambandsins „Það er rétt, ég hef skrifað mið- stjórn Alþýðusambands íslands bréf og kært kosninguna á Dagsbrúnar- fundinum, enda voru úrslitin fölsuð. Þeir bara fölsuðu þau þegar þeim varö ljóst aö meirihluti fundar- manna var á móti samningunum,“ sagði Páll Amarson, verkamaður hjá Granda hf., í samtali við DV í gær. Hann sagðist hafa farið á skrifstofu Alþýðusambandsins og beðið Ás- mund Stefánsson, forseta þess, að hjálpa sér að skrifa kærubréfið, hvað hann og gerði, að sögn Páls. Páll sagðist ekki vongóður um að kæran hefði eitthvað að segja þar sem henni mun veröa vísað til Verkamannasambandsins eftir að hafa veriö tekin fyrir hjá Alþýðu- sambandinu. „Það verða svo sömu menn og stóðu að kosningafölsuninni á Dags- brúnarfundinum sem munu fjalla um kæruna hjá Verkamannasam- bandinu þannig að ég á ekki von á því að kæran beri árangur. En auð- vitað á að efna til annars fundar og kjósa aftur. Það er hart þegar menn eru farnir að beita sömu aðferðum við kosningar hér og í Chile eða Nic- aragua," sagði Páll Arnarson. Honum var bent á að teljararnir hefðu verið íjórir en þá benti hann á að 3 af þessurri 4 teljurum hefðu ve- rið í samninganefndinni sem skrifaði undir samninginn. Páll tók fram að hann stæði ekki einn að þessu kæru- bréfi þótt hann hefði einn skrifað undir það. „Það stendur stór hópur félaga minna á bak við mig í þessu máli,“ sagði Páll Arnarson að lokum. -S.dór Páll Arnarson, verkamaður hjá Granda hf., bendir á mánaðarlaun sin fyrir og eftir samninga. DV-mynd KAE Ólafur Ólafsson, stjórnarmaður í Dagsbrún og einn af teljurum á fund- inum. DV-mynd Brynjar Gauti Mistalning er útilokuð segir Olafur Olafsson, einn af teljurunum fjórum á Dagsbrunarfundinum „Að mínum dómi er útilokað að mistalning hafi átt sér staö. Munur- inn var 23 atkvæöi og við vorum fjórir teljarar úr hinum ýmsu hópum í Dagsbrún. Ég er líka sannfærður um að hver og einn þeirra gerði sitt besta,“ sagði Olafur Olafsson, stjórn- armaður í Dagsbrún og einn af fjórmenningunum sem töldu at- kvæði við handauppréttingu á Dagsbrúnarfundinum harða á mánudaginn. Ólafur sagði að í lögum Dagsbrún- ar væri gert ráð fyrir skriílegri kosningu ef ósk um það kæmi frá einhverjum. Það gerðist ekki á þess- um fundi. Hann sagði auðvelt að vera vitur eftir á og segja sem svo að það hefði átt aö viðhafa skriílega kosn- ingu, það hefði bara engum dottiö það í hug og enginn mótmælti neinu fyrr en úrslitin lágu fyrir. „Á þeim Dagsbrúnarfundum sem ég hef setið, og þeir eru margir, hefur handaupprétting við kosningar alltaf veriö notuð og henni aldrei verið mótmælt og aldrei neinar ásakanir komið fram fyrr en nú,“ sagði Ólafur. Hann sagði að útilokað væri að halda annan fund og láta kjósa um samningana, slíkt væri hreint lög- brot. Að kosningunni og talningunni hefði verið staðið með fullkomlega löglegum hætti. „Mér þykir ómaklega'að okkur vegið sem töldum á fundinum og al- veg sérstaklega þykir mér það ósmekklegt að blanda saman setu minni í bankaráði Alþýðubankans og að ég skyldi valinn til talningar- innar eins og gert var af einum Dagsbrúnarfélaga,“ sagði Ólafur Ól- afsson. -S.dór Vextir lækkuðu um mánaðamótin Vextir lækkuðu í gær, 1. mars, en síðast lækkuðu vextir 21. febrú- ar síðastliðinn. Samkvæmt upplýs- ingum, sem DV fékk hjá Ólafi K. Ólafs, viöskiptafræðingi hjá Seðla- banka íslands, breyta þær innláns- stofnanir vöxtum mest nú sem breyttu vöxtum lítt eða ekki í fe- brúar. Ólafur sagði að eftir vaxtabreyt- inguna hefði vaxtamunur á milli banka minnkað verulega. Sam- vinnubankinn, sem ekki lækkaði vextina 21. febrúar, lækkar vexti núna. Sparisjóðirnir lækkuðuvexti mest 21. febrúar og Iðnaðarbank- inn nær eins mikið og sparisjóðirn- ir og nú sagði Ólafur þróunina vera þá að aðrir bankar væru að nálgast vexti sparisjóðanna. Forvextir víxla eru nú 4,4% lægri en þeir voru að meðaltali fyrir 21. febrúar. Vextir af yfirdráttarlánum lækkuðu úr 38% í 33,5% á sama tímabili og vextir af almennum skuldabréfum lækkuðu úr 37% í 33,9%. Þá hafa nafnvextir óverð- tryggðra útlána lækkaö um 4%. Þá hafa innlánsvextir lækkað um 3% að meðaltali og dráttarvextir hafa lækkað úr 4,3% á mánuði í 3,8% á mánuði eða úr 51,6% í 45,6% á ári en dráttarvextir eru ákveðnir með hliðsjón af meðalútlánsvöxtum banka og sparisjóða. -ój TUNGUMALANAMSKE ENSKA SPÆNSKA PORTUGALSKA ÞÝSKA DANSKA ÍSLENSKA FRANSKA ÍTALSKA fyrir útlendinga Upplýsingar og innritun i sima 10004/2165S Mímir ■ANANAUSTUM 15MB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.