Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. Lífsstm Aukefni í matvælum Sumir sjá skrattann i aukefnum og setja samasemmerki milli E-númera og eiturs meðan aðrir hefja þau upp til skýjanna. Hvorugt er hins vegar rétt, þau hafa sína kosti og sína galla. DV-mynd Samúel Aukefni í matvælum hafa veriö nokkuð til umræðu undanfarið ekki hvað síst vegna þess að Holl- ustuvemd ríkisins hefur verið að semja nýjan lista yfir leyfileg auk- efni. En hvað eru aukefni? Aukefni em öll þau efni sem bætt hefur verið út í matvæli til að breyta þeim á einhvem hátt. Al- gengust em efni til rotvamar, litarefni og bragðefni og em mörg þessara efna umdeild. Það er kannski ekki nema von því eins og áður segir eiga þessi efni ekki heima í viðkomandi matvælum frá náttúmnnar hendi og margir fyll- ast tortryggni þegar veriö er að breyta fæðunni með því að setja í hana slík efni. Þrátt fyrir þetta gerir markaður- inn kröfu um að þessi efni séu notuð, útlit, bragð og geymsluþol leika það stórt hlutverk í fæðuvali almennings að efnin verður að nota. Svo dæmi séu tekin yrði Coca Cola grátt að lit ef ekki væri sett í það litarefni og myndu fáir festa kaup á slíkum drykk. Þar sem mörg þessara efna hafa legið undir grun semkrabbameins- valdar, auk þess sem vitað er að mörg þeirra hafa áhrif á ofnæmis- sjúklinga, hafa veriö settar strang- ar reglur um notkun þeirra í flestum löndum. í slíkum reglum em venjulega ákvæði um hámarksmagn og mörg efni hreinlega bönnuð. Einnig em ströng ákvæði um hvenær megi nota efnin og hvenær ekki. E-númer Til að auðvelda neytandanum að þekkja þessi efni hafa verið tekin upp svokölluð E-númer, en þá er hveiju efni gefið númer og fer það eftir hvort um bragð-, litar- eða rotvamarefni er að ræða. Þannig getur neytandinn á augabragði séð í hvaða tilgangi viðkomandi efni hefur verið sett í vömna. Númerin sjálf segja þó lítið, þaö er engin leið fyrir neytandann að vita hvaða efni leynist aö baki hvers númers. Til þess aö komast að því þarf neytandinn lykil að númerunum og er ólíklegt að fólk fari út í búð með slíkan lykil. Því hafa Svíar bragðið á það ráð að hengja upp slíkan lykil í matvöm- verslunum því mörg þessara efna valda ofnæmissjúklingum vand- ræðum. Villejuif- og Chaumontlistinn Svo sem fyrr segir em þessi efni sveipuð tortryggni. Þannig hafa ýmsir góðgjamir aðilar tekið upp á því að gefa út lista yfir efnin og skaðsemi þeirra. Á slíkum listum er yfirleitt að finna E-númer, efnis- heiti og svo hvaða sjúkdómum efnin gætu valdið. Þetta er fulbnikil einfóldun því oft ræður magn meiru um skað- semi heldur en efnið sjálft. Þannig er t.d. lífshættulegt að innbyrða heOt baðkar af vatni á einum klukkutíma og ætti enginn -að reyna slíkt. Frægt dæmi um slíkan lista er listi sem kenndur er við háskóla- sjúkrahúsin í Villejuif og Chaum- ont en þessi listi hefur hlotiö meiri útbreiðslu en nokkum gat órað fyr- ir. Þessi listi var fullur af villum og voru sum sárasaklaus efni út- máluð sem stórhættuleg. Þessi listi hefur nú verið for- dæmdur af hollustuverndum sjö ríkja og höfundur hans tók það til bragðs að brenna hann í beinni útsendingu í BBC til þess að reyna að koma honum fyrir kattar- nef. Best væri náttúrlega ef framleið- endur sæju sér hag í því að sleppa algerlega þessum efnum. Þau eru mörg hver vafasöm og eins og fyrr greinir beinlínis hættuleg stómm hópum fólks. Það er hins vegar ekki fyrirsjáanlegt að þau hverfi nokkum tímann og er því illskásti kosturinn að notkun þessara efna verði settar einhveriar skorður og að þau verði merkt á þann hátt aö fólk geti valið eftir þörfum hvers og eins. E-númerakerfið er tilraun til þess að koma á slíkri merkingu og mjög jákvæð sem slík. Hér á síðunni er greinargerð um aukefni frá Sól h/f sem útskýrir að miklu leyti sjónarmið matvæla- framleiðenda við notkun slíkra efna. -PLP. Hræðslan við E-efnin Undanfarið hefur það færst mjög í vöxt að skrifað sé um aukefni í matvælum. Er það vel. Aukin um- ræða um þessi mál er til þess fallin að auka skilning almennings og gefa upplýsingar. Alvarlegri hlutur er þegar upplýsingamar em vill- andi eða beinlínis rangar. Oft er skrifað um þessi mál af vanþekk- ingu og ætlunin oft ekki að gefa upplýsingar heldur frekar til að kasta rýrð á matvælaframleiðslu eða til að hræða almenning. E-númer em ætluð neytendum U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þertnan svarseðil. Þannig eruð j)ér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Helmili Sími Fjöldi heimilisfólks og eftirlitsaðilum til glöggvunar á því hvers konar efni sé um að ræða en eru ekki auðkenni á hættuleg- um efnum. Vegna þessarar mis- túlkunar og þeirrar neikvæðu umræðu sem E-númerin hafa orðið fyrir er í alvöra rætt um að leggja þau niður. Til dæmis hefur C-vitamín E- númerið 300 og efnaheitið askorb- ínsýra. C-vítamín hefur hingað til ekki verið talið skaðlegt, þvert á móti telja margir það hafa lækn- ingamátt, samt er þaö einkennt með E-númeri. Svo er um mörg önnur efni. Sum E-efni geta verið hættuleg heilsu manna, t.d. ef þeirra er neytt í miklu magni, en önnur alls ekki. Oft greinir rannsóknir á um hvað er hættulegt og hvað ekki. Sum efni eru hættuleg fólki meö ákveðna sjúkdóma en em skaðlaus öðrum. Fólki, sém þarf vara sig á einstök- um aukefnum, ætti því aö vera mikil hjálp í E-númerakerfinu. Reglugerð um notkun aukefna í matvælum og öðrum neysluvömm greinir síðan frá því hvaða efni má nota í hvaða vöruflokka og í hve miklu magni og er tíl að tryggja rétta notkun aukefna sem leyfð em í matvælum. Það er síðan á ábyrgð framleið- enda að fara eftír settum reglum og brot varða við lög. íslenskir framleiðendur eru ef til vill misjafnlega heiðarlegir í notk- un þessara efna en eftirlit með þeim er þó allavega til þótt í litlum mæli sé. Innflutningur aftur á móti virðist óheftur. Reglugerðin um leyfð aukefni í matvælum ætti að gera innflutningseftírlit auðvelt. Ónnur lönd nota oft slíka aukefna- lista til þess beinlínis aö koma í veg fyrir innflutning og vernda þannig innlendan iðnað. Hérlendis virðist tilhneigingin hins vegar sú að reglugerðin gildi eingöngu um inn- lendan iðnað. Forsvarsmenn Hollustuverndar segja jafnan að ekki sé hægt að koma upp innflutningseftírliti því E lOOtilE 199 er flokkur litarefna. E 200 til E 299 - rotvarnarefna. E 300 til E 399 - þráavarnarefna, sýra og salta. E 400 til E 499 - bindiefna E 500 til E 599 - ýmissa annarra aukefna E 900 til E 999 - froðueyða og yfirborðsefna E1400 til E1499 • - bindiefna rannsóknarstofu vanti. Það þarf ekki rannsóknarstofu til að lesa utan á umbúðir. í Helgarpóstínum 12.2. sl. er grein um eiturát íslendinga og er þar Neytendur vitnað í rannsóknir sem áttu að hafa verið gerðar á frönskum há- skólaspítala. Þar er t.d. E-330, sem er sítrónusýra, flokkuö sem hættu- legt aukefni. Sítrónusýra er í öllumsítrasávöxtum eins og t.d. appelsínum og sítrónum. í auk- efnalista Hollustuverndar ríkisins er sítrónusýra leyfð, t:d. í allar drykkjavörur og mjólkurvömr án þess að hámarksmagn sé tilgreint. Það er vægast sagt hæpið að trúa því að a'ppelsínur séu eitraðar og ef maður trúir því þá er hægt að ljúga hveiju sem er. Blaðamenn ættu því að leggja metnað sinn í að fræða almenning um hvað E-ið stendur fyrir en ekki að útleggja það í fávisku sinni sem hættulegt heilsu manna og því fleiri E-númer því hættulegra heilsu manna. Helga Sigrún Sigurjónsdóttir meinatæknir hjá Sól hf. Kostnaður í febrúar 1988: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. Munlð að senda inn upplýsingaseðilinn fýrir febrúarmánuð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.