Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 29 Eyyindur meðhor / - íslenskt mál ekki auðugt af slangri Lífestm DV-mynd Brynjar Gauti Sjómenn eru oft á tiöum frumlegir í sköpun slanguryrða. Ætli þessir borði Sæmund á sparifötunum? Slangur og slanguryrði eru af flest- um talin vitni um slæmt málfar og litla máltilfmningu. Það er þó alr- angt að líta svo á, því oftar en ekki er um frumlega málsköpun að ræða sem auðgar tungumálið og um leið tungutak manna. Oft á tiðum ruglar fólk saman slangri og slettum, en mörkin þar þar á milli geta oft á tíöum veriö óljós. En þessi ruglingur gerir það oftar en ekki að verkum að almenn- ingur og stjórnvöld fordæma slangrið og vilja það burtrækt úr málinu. Tíðarandi Talmál ekki ritmál Slangurorðasöfn eru ekki mörg í íslensku talmáli og lítið hefur verið gert til að safna þeim. Elías Mar rithöfundur er einn fárra sem hafa safnaö slanguryrðum. Hann hóf sína söfnun í stríðunu en hætti henni upp úr 1950. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál kom út fyrir nokkr- um árum og vakti mikla hneykslan sumra. Alltént voru skrifuð mörg bréf í lesendadálka dagblaðanna þar sem hneykslast var á framtak- inu og talið betra að reyna að útrýma slangrinu með þögn. í formála að Slangurórðabókinni, sem þeir Svavar Sigmundsson, Mörður Árnason og Örn Thorsson eru höfundar að, segir um slangur- yrði: „í upphafl eru slanguryrði yfir- leitt tengd ákveðnum þjóöfélags- hópum. Slangur nota menn í sinn hóp, síður við þá sem standa fyrir utan hópinn, og mjög sjaldan við formlegar aðstæður. Það er fyrst og fremst talmál, þó því bregði fyr- ir í dægurlagatextum og einstaka skáldsögum. Það hefur yflrleitt beina tilfmningalega skírskotun og er yfirleitt kraftmikið og auöugt líkingamál; oft eru þar ýkjur á ferð og gamansemi eitt af meginein- kennum þess.“ íslenskt mál ekki auðugt af slangri „Það er gömul hefð fyrir því að skapa ný íslensk orð í stað erlendra hér á landi, til að mynda höfum viö nú síðast búið til ný orð fyrir aids og video og ef til vill dregur þessi hreinsunarárátta að einhveriu leyti úr krafti til nýsköpunar á sviði slangurmáls," segir Ornólfur íþróttamenn bursta hver annan. Thorsson íslenskufræðingur. „Þegar viö vorum að vinna við Slangurorðabókina rákum viö okkur á að íslenskt slangur er ekki litskrúöugur orðaforöi, miklu meira ber á allskyns erlendum slettum sem fá íslenskar endingar. Annars er skilgreining á slangri ekki ýkja auðveld, það er eiginlega auðveldara að nota útilokunarað- ferðina til aö komast að raun um hvaö sé slangur og hvað ekki. Þeg- ar við vorum að vinna að slangur- orðabókinni tókum við meðal annars tillit til þess hvaða orða- forði hafði áður komist á bók og því er ef til vill meira af tökuorðum í okkar bók en ef tfl hefði veriö tökuorðabók, í íslensku. Slangur- orðaforðinn tengist meðal annars rokki, eiturlyijum og ýmsum slík- um menningarkimum eöa súb- kúltúrum. Og þar voru erlendar slettur og slangurlán býsna algeng Þegar maöur veltir fyrir sér út- breiðslu og lifdögum slanguryrða er það oft á tíðum spurningin um það hversu menningarhóparnir eru stórir og hversu áhrifamáttur þeirra í þjófélaginu er mikill. Til dæmis eiga blaöamenn miklu mun auðveldara með að koma sínu slangri á framfæri en blikksmiðir. Það sama má raunar segja um popptónlistarmenn sem eru vin- sælir viömælendur í flölmiðlum, þeir eiga auðveldara með að koma málfari sínu á framfæri en þeir sem stýra upptökutækjunum. Slangur er fyrst og fremst ný- sköpun og skapandi afstaöa til tungumálsins, og það verður aö segjast eins og er að íslendingar hafa ekki náð miklum árangri á því sviði eins og grannar okkar í austri og vestri. Danir eru til að mynda dyglegir viö aö búa til slangur og orðaforði þeirra að mörgu leyti skemmtilegri en okkar,“ sagði Öm- ólfur að lokum. Eyvindur með hor Mikið af slangurorðum, slettum og bannorðum tengist íþróttum, tónlistarmönnum, áfengis- og eit- urlyíjaneyslu, unghngamáh og kynlífssviðinu. Orðið asnaeymapungur er prýði- lega heppnað orð en það er haft um skip sem hefur tvo strompa. Ástar- slanga, sem notað er um kynfæri karla, er dæmi um orð þar sem merkingin er hvorutveggja í senn, nokkuö augljós og það er fyndið eins og slanguryrði eiga að vera. Eyvindur með hor og Sæmundur í Tökuroró með islenskum ending- um og viðskeytum vaða uppi i máli rokktónlistarmanna. skítagallanum, Sæmundur í spari- fotunum, hlandsíur eru orð úr sjómannamáli þar sem átt er við ákveðnar matartegundir, lamba- kjöt í karrí, matarkex, kremkex og nýru. Það hefur lengi veriö svo að sjómenn hafa verið sú stétt manna sem er hvað frumlegust í sköpun slanguryrða hér á landi. Á síðustu árum hefur sjómönnum fækkað og minna virðist vera um nýsköpun á slangurorðasviöinu hjá þeim nú en fyrir nokkrum árum. Slangurorðaforðinn, sem tengist bameignum, kynlífi og kynfæmm karla og kvenna, er nokkuð stór, má þar nefna bamamaskína, vera meö í bakaraofninum, banani, krani, jafnaldri, kviðmágur, kussa, mús, stóðlíf og kompa. Og svona mætti lengi halda áfram að telja. Útvarpsstöövarnar opna slangrinu nýja leið „Það hefur htið sem ekkert verið unnið að slanguroröasöfnun hér á landi síðan Slangurorðabókin kom út. Ég veit ekki hvort hægt er að segja aö verið sé aö þegja slangriö í hel af opinberri hálfu. Þaö hefur verið talað um aö gera einhverjar rannsóknir á þessu sviði en engar ákvaröanir hafa verið teknar þar að lútandi. Tilhneigingin virðist vera sú aö reyna að þegja slangriö í hel,“ segir Svavar Sigmundsson málfræðinugur. „Annars varð ég dáhtið var viö að fólk hætti að nota ýmis slangur- yrði eftir að orðabókin kom út, það var eins og fólki þætti ekki eins fínt aö nota það eftir að búið var koma því á bók. Slangurorðasafn þarf stöðugrar endumýjunar við og stöðugt þarf að skrá það sem nýtt kemur fram. Það má til dæmis nefna að ný leið fyrir útbreiðslu slangurs hefur opnast í kjölfar allra þessara nýju útvarpsstöðva. Því þar er hrein- tungustefnan ekki eins rík í fólki og var þegar ríkisfjölmiðlamir og prentmiölarnir réðu einir ríkjum á flölmiðlasviðinu. í þessum miðlum hafa lengst af verið skráð og óskráfT lög varðandi það hvað væri æski- legt tungutak og hvað ekki, hvort sem um meðvitaða ritskoðun hefur nú verið að ræða.“ -J.Mar Unglingar eru sá hópur í þjóðfélaginu „sem slettir" hvað mest, en þeir eru lika einn mikilvirkasti hópurinn I nýsköpun á slangri. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.