Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Fréttir Efnahagsaðgerðir rikisstjómarinnar: Fiystingin áfram rekin með tapi - segir formaður Sambands fiskvinnslustoðva „Þessar aðgeröir í gengis- og vaxta- málum munu ekki leiða til þess að frystingin komist upp fyrir núllið,“ sagði Arnar Sigurmundsson, for- maður Sambands fiskvinnslustöðva í samtali við DV þegar hann var spurður álits á aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum. Hjá Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra hefur kómið fram að fiskvinnslan hafi verið rekin með 5% tapi að jafn- aði en miðað við aðgerðir ríkisstjóm- arinnar muni tapið fara niður í 1,5% að meðaltali. „Tapið í frystingunni var áður yfir 10% en með þessum aðgerðum mun það minnka töluvert. Þær tölur sem forsætisráðherra nefnir eru tölur yfir meðaltalstap af söltun og fryst- ingu samnlangt en við höfum véfengt vaxtaútreikning Þjóðhagsstofnunar. Við erum þokkalega ánægðir með aðgerðirnar í vaxtamálum og endur- greiðslu söluskatts og niðurfellingu launaskatts en við lýsum hins vegar vonbrigðum okkar með það að launaskattur skuli ekki lagður niður nú þegar,“ sagði Arnar en launa- skatturinn verður í gildi til 1. júlí næstkomandi. Arnar var spurður að því hvort þessar ráðstafanir dygðu til þess að fiskvinnslustöðvarnar sæju sér fært að staðfesta nýgerða kjarasamninga, en þeir voru samþykktir af þeirra hálfu með fyrirvara um efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar. „Við munum taka kjarasamningana fyrir á fundi næsta mánudag og á sama tíma munu Sambandsfrystihúsin gera það,“ sagði Arnar. „Égþori ekki að segja til um það hvort samning- arnir verða staöfestir en ég tel það líklegra. Frystingin verður hins veg- ar áfram rekin með tapi að meðaltali og það er viðbúið að fjárhagsleg end- urskipulagning þurfi að koma til hjá einhverjum húsum," sagði Arnar Sigurmundsson. -ój Gaz 77 Rússi, með Land-Rover dísilvél til sölu, vökvastýri, mikið yfirfarinn, einn eigandi. Uppl. í síma 623508 eftir kl. 18 á daginn. 1519 frá Þýskalandi, Hiabkrani með snúningskrabba, snjótannarfestingar. Úrvals bíll, ekinn 204.000 km, gott verð. Jón Baldur, sími 91-686408. Þessi bátur er til sölu. Plast, 9 tonn, nýsmíði, vél 115 HF Ford, er að mestu frágenginn. Skipasalan Bátar og bún- aður, Tryggvagötu 4, 101 Rvík, sími 91-622554. Þessi bátur er til sölu, 26 feta hrað- fiskibátur frá Mótun. Vél Volvo Penta, 165 ha„ dýptarmælir, 2 tal- stöðvar, radar og 2 DNG færarúllur. Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 91-622554. Á réttu verði frá Englandi 9 tonna plast- bátur (úrelding) til afhendingar í apríl. Uppl. Bátar og búnaður eða sími 37955. Bflar til sölu VW Golf GL ’87 til sölu, blásans., 1800 vél, litað gler, 5 gíra, ný Michelin vetrar- og sumardekk, GTI grill, trim- hlífar á felgum, drullusokkar að fram- an, útvarp og segulband, ekinn 11 þús. Sími 29953. Chevrolet Silverado 4wd ’84, vél 6,21, dísil, bifreiðin er sjálfskipt, m/vökva- stýri og búin öllum þeim búnaði sem prýða má einn bíl. Uppl. í síma 23470 og 611985 eftir kl. 19. Ford Econoline XLT 350 ’87 til sölu, fullklæddur, með sætum fyrir 15 manns, vél V8, 351, bensín, hægt að láta 6,9 1 dísilvél með, kæling, cruise- cóntrol, rafmagn í rúðum, centrallæs- ingar, læst drif. Bíll í sérflokki. Uppl. í símúm 46599 og 29904. Ýmislegt Smókingaleiga. Höfum til leigu allar stærðir smókinga við öll tækifæri, skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna- laugin, Nóatúni 17, sími 16199. 5,5 tonna bátur til sölu, smíðaður ’74, vél 73 ha GM. Mikið eijdurbyggður ’86. Nýupptekin vél, nýlegur litamæl- ir, sjálfstýring og afdragari. Uppl. í síma 97-71351. Skipasala Hraunhamars. Til sölu eru þessir 6 tn. og 8,5 tn. bátar. Þeir eru vel búnir siglinga- og fiskileitartækj- um og í góðu ásigkomulagi. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. 10 tonna m. framdr. og spili, ekinn 35.000 km, selst með eða án kassa, tilvalinn til snjóbíla- og sleðaflutnings. Jón Baldur, s. 91-686408. Hjá okkur færðu kápur og frakka í úrvali. Einnig jakka, mjög hagstætt verð. Póstkröfuþjónusta um allt land. Kápusalan, Borgartúni 22, Reykjavík S. 91-23509, Kápusalan, Hafnarstræti '88, Akureyri S. 96-25250. Rýmingarsala, 20% afsláttur þessa viku. Dragtin, Klapparstíg 37, sími 12990. SÍMASKRÁIN Omiasandi hjálpartæki nútimamannsins Nýkomnir skautar. Sportbúðin, Völvu- felli 17, Laugavegi 97. Símar 17015 og 73070. Símaskráin geymir allar nauðsynlegar uppl., svo sem nöfn, símanúmer, heim- ilisföng, tollnúmer, nafnnr., kennitöl- ur, númer bankareikninga, skilaboð, eins löng og minnið leyfir, o.m.fl. Ótrúlega íjölhæf. íslenskur leiðarvís- "Jtir. ÚTSÖLUSTAÐIR: Radiobúðin, Skipholti, Leikfangahúsið, Skóla- vörðustíg, Bókabúð Braga, Lauga- vegi, Tónborg, Kópavogi, Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði, Bókabúð Jónas- ar, Akureyri. Heildverslunin Yrkir, Mánagötu 1, Reykjavík. Sími 621951. WENZ vor- og sumarlistinn 1988 er kominn. Pantið í síma 96-21345. Wenz-umboðið, box 781,602 Akureyri. ■ Bátar Pearlie tannfarðinn gefur aflituðum tönnum, fyllingum og gervitönnum náttúrulega og hvíta áferð. Notað af sýningarfólki og fyrirsætum. KRIST- ÍN - innflutningsverslun, póstkröfu- sími 611659. Sjálfvirkur símsvari tekur við pöntunum allan sólarhringinn. -Box 290, 172 Seltjarnarnes. Verð kr. 490. Toyota 4-Runner til sölu, árg. ’86, bein- skiptur, 5 gíra, vökvastýri, álfelgur, breið dekk, 31x15, verð 1100 þús. Skipti koma ekki til greina. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-7702. ■ Til sölu Furuhúsgögn Braga Eggertssonar, Smiðshöfða 13, auglýsa. Ný gerð af stækkanlegum hvítum barnarúmum ásamt hvítri hillusamstæðu nýkomin, einnig úr furu, barnarúmin vinsælu, stök skrifborð, stólar og borð. Sýning um helgina. Sími 685180. Þeir borga sig radarvararnir frá Hitt. Verð aðeins frá kr. 7.950. Hringdu og fáðu senda bæklinga, sendum í póst- kröfu. Uppl. í síma 656298, símsvari e.kl. 19. Hitt hf. ■ Verslun EP-stigar hf. Framleiðum allar teg. tré- stiga og handriða, teiknum og gerum föst verðtilboð. EP-stigar hf„ Smiðju- vegi 20D, Kóp., sími 71640. Veljum íslenskt. Akureyri: 660 íbúðir í Giljahverfi - byggingaframkvæmdir hefjast þar vorið 1989 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Næsta stóra íbúðahverfið, sem hafnar veröa framkvæmdir við á Akureyri, verður Giljahverfi, en það verður sunnan við Síðuhverfi fyrir ofan Hlíðarbraut. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur samþykkt að breyta „áður áætlaðri skiptingu húsgerða í hverfinu með tilliti til núverandi stöðu lóðá- og byggingarmála í bænum”. Þetta verður til þess að fjölbýlishúsaíbúð- um í Giljahverfi fjölgar úr 126 í 205 en einbýlishúsum fækkar hins vegar úr 193 í 172. Raðhúsaíbúðir verða 283 eins og ráö var fyrir gert samkvæmt eldri tillögu. Alls er því gert ráð fyrir 660 íbúðum í Giljahverfi og er það um 60 íbúðum meira en var samkvæmt fyrri tillögu. Áætlað er að fjöldi íbúa í hverfinu verði um 2000 þegar það hefur byggst upp. Að sögn Finns Birgissonar skipu- lagsstjóra er einnig gert ráð fyrir verslunarlóð og lóðum fyrir a.m.k. eitt dagheimili. Þá er skólalóð enn á skipulaginu þrátt fyrir að bæjaryfir- völd geri ekki ráð fyrir að byggja skóla í hverfinu. Finnur Birgisson sagði að í hverf- inu væru margar góðar lóðir að því leyti að grunnar yrðu þar ekki djúp- ir og dýrir. Hins vegar væru slíkar lóðir innan um og væri áætlað að byggja flölbýlishús á þeim lóðum til að dreifa kostnaðinum auk þess sem verstu lóðirnar yrðu hafðar sem opin svæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.