Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 7 Fréttir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins. Samstarfsmenn hans hafa borið á hann ásakanir sem ekki er hægt að túlka á annan hátt en að hann hafi tekið sér umtalsverðar fjárhæðir, umfram launasamninga, frá lceland Seafood Corporation. aði rannsókn á einkahögum forstjóra Sambandsins. Þessar upplýsingar, sem komið hafa fram á síðustu dögum, hafa orð- ið til þess að fyrirhuguðum fundi stjómar Sambandsins, þar sem ræða átti um hvernig staðið var að brott- vikningu Eysteins og Geirs frá Iceland Seafood, var skotið á frest. í stað þess að forstjóri fyrirtækisins fengi á sig ákúrur virðist sem stjóm- in verði einnig að taka afstöðu til formanns síns og ekki síður fyrrver- andi forstjóra. Áfall fyrir Sambandið Eftir heimkomu Guðjóns mun koma í ljós á allra næstu dögum hveijar lyktir þessa máls verða. All- ar ákvarðanir í þessu máli eru í Axel Gislason, aðstoðarforstjóri Sambandsins. Samkvæmt heimild- um DV tók steininn úr, að mati Vals og Erlends, þegar Guðjón neitaði alfarið að gera hann að fram- kvæmdastjóra verslunardeildar. höndum stjómar Sambandsins. Fyr- ir tveimur ámm átti Valur þar tryggan stuðning ef hann hefði viljað sefjast í forstjórastóhnn. Meirihluti stjómarinnar em kaupfélagsstjórar en Guðjón hefur að undantomu ver- ið gerður persónugervingur harðrar afstöðu Sambandsins til rekstrarerf- iðleika kaupfélaganna. Atburðir síðustu daga og viðbrögð manna við þeim, að ógleymdum niðurstöðum rannsóknar Geirs Geirssonar, munu þó sjálfsagt vega þungt. Hvemig sem fer þá hefur Sam- bandiö orðið fyrir miklu áfalli. Reyndar er það ekki í fyrsta sinn en upplausnin innan þess hefur aldrei verið í líkingu við það sem nú er. Allavega hefur hún ekki áður orðið jafnáberandi í umfjöllun fjölmiðla. Óánægja innan lceland Seafood: Eysteinn hlustaði bara á tvo af starfsmönnunum því urðu innkaup hans oft furðuleg Ólafur Amaison, DV, Harriaburg Samkvæmt áreiöanlegum heim- ildum, sem DV hefur aflað sér innan Iceland Seafood Corporati- on, mun ástandið innan fyrirtækis- ins hafa verið orðiö óbærilegt síðustu mánuði og vikur. Sölustjóri fyrirtækisins var á fömm og sömu sögu er að segja um marga háttsett- ustu starfsmennina. Að sögn heimilda DV var starfs- fólk óánægt með óeðlileg afskipti Geirs Magnússonar af starfsemi deilda sem ekki heyröu undir hann. Einnig var megn óánægja með það að Eysteinn Helgason skyldi ekki sjá til þess aö Geir heföi sig ekki í frammi. Enn fremur höfðu samskipti milh forstjóra og starfsmanna breyst mjög eftir að Eysteinn tók við af Guðjóni B. Ól- afssyni. Sarakvæmt heimildum DV tíðkaðist það undir stjórn Guðjóns að starfsraennimir af öllum stigum í fyrirtækinu leituöu til hans .með sín mál, bæði vandamál og ýmsar hugmyndir. Eftir að Eysteinn tók við mun hafa verið skorið miög á slíkt og í raun hafa einungis tveir menn í fyrirtækinu haft aðgang að Eysteini. Það munu hafa veriö þeir Geir Magnússon og Gunnar Jónas- son. Heimildarmenn DV kvörtuðu undan því að Eysteinn hefði treyst nær eingöngu á ráð þessara tveggja manna og ekki hlustað á aöra. Segja þeir það eina helstu ástæöu þess aö innkaup hafi verið mjög undarleg í tíð Eysteins og ekki í samræmi viö markaðinn. Heimildir DV halda því fram að ástæða þess að Eysteinn Helgason lét ekki afskrifa of hátt verömetnar birgðir Iceland Seafood á síðasta ári hafi verið sú að hann hafi átt von á aö starf hans yrði tekið til gagnrýninnar endurskoðunar og að hann hafi viljaö beita öhum ráð- um til að láta afkomu fyrirtækisins 1987 líta sem best út. Ef birgðir Iceland Seafood yröu afskrifaðar og færðar á réttu veröi tU reikninga myndi staða fyrirtæk- isins árið 1987 versna um eina til tvær núlljónir doUara þannig að niðurstaðan yrði þriggja til fjög- urra milljóna dollara hagnaður en ekki hagnaður upp á fimm milljón- ir, að sögn heimUdarmanna DV. Ökuskírteinið giidir til sjötugs Breyting er orðin á gUdistíma öku- skírteina. Nú eru gefin út tvenns konar ökuskírteini, bráðabirgða- og fullnaðarskírteini., Bráðabirgðaskír- teini eru gefin út fyrir byrjendur og gjlda þau í tvö ár. Fullnaðarskírteini gUda þar tíl skírteinishafi er 70 ára. Dómsmálaráðherra setur reglur um gildistíma ökuskírteina sem gefm eru út til þeirra sem orðnir eru sjötíu ára. Ráðherra getur ennfremur ákveðið aö ökuskírteini gildi skemur en til sj ötugs ef aðstæður eru þannig. Þegar fólk er orðiö sjötíu ára er það á valdi lögreglustjóra að ákveða hvort hlutaðeigandi skuli taka próf á ný. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um hvort próf skuh tekið að nýju. Dómsmálaráðherra getur ákveðið hvort meiraprófsréttindi skuli gilda skemur en almenn réttindi. -sme Albert Jóhannesson, fyrwerandi formaður LH: Jafnsekur öðrum rítnefndarmönnum Þegar stjóm Landssambands hestamannafélaga kaus nýja rit- nefnd að blaði sambandsins, Hests- ins okkar, var einn ritnefndarfuhtrúi kosinn til áframhaldandi starfa. Það var Albert Jóhannesson, fyrrverandi formaður LH. Hann var formaður í 12 ár og átti auk þess sæti í ritnefnd í nærri tuttugu ár. Albert sagði sig fljótt úr hinni nýju ritnefnd. DV innti Albert eftir ástæðum þess að hann sagði sig úr ritnefndinni. „Ég gerði það af þeirri einföldu ástæðu að félögum mínum hafði ver- ið sagt upp. Ef ástæða var til þess að segja þeim upp, og ef þeir höfðu unn- ið til þess, þá voru alveg sömu ástæður til þess að segja mér upp ritnefndarstörfum. Ég haföi enga sérstöðu fram yfir þá.“ - Var ekki um eðlilegt endurkjör í ritnefnd að ræða, eins og formaður LH hefur sagt? „Það finnst mér ekki. Þetta var a.m.k. ekki samkvæmt þeim hefðum sem hafa ríkt. í raun og veru hefur það verið þannig aö menn hafa verið kosnir í þessa nefnd og setið þar eins lengi og þeir hafa viljað. Við voram ekki einu sinni búnir að skila af okkur starfsárinu þegar ný nefnd var kjörin. Síðasta blaöið var ekki komið út.“ - Grein, sem fyrrverandi formaður ritnefndar, Kristján Guðmundsson, ritaði í blaðið, hefur greinilega orðið til þess að ný ritnefnd var kjörin. Fannst þér greinin vera það alvarleg að hún réttlætti þessar aðgerðir stjórnar LH? „Mér fannst það ekki. Að vísu er hart að fá gagnrýni á sig úr sínu eig- in blaöi. I greininni var ekki sagt annað en að það bæri að harma að stjórn LH skyldi ekki á landsþinginu 'hafa lagt fram lausn á þeim vanda sem við er að ghma. Það hljóta allir sem þessum samtökum unna að harma hvemig þetta hefur farið." - Hvemig þykir þér, sem fyrrver- andi formanni Landssambandsins, að horfa á þær deilur og sundrung sem óneitanlega eru uppi meðal hestamanna? „Ég er náttúrlega engan veginn sáttur við þetta. Það er meðal annars verið að ógilda mín störf. Þegar ég var í stjórn gerði stjórnin samkomu- lag um skiptingu móta á Norður- landi, það er Varmalandssamþykkt- ina. Þvi þykir mér núverandi stjóm hafa brugðist þegar ekki er farið eft- ir samkomulagi sem öh félögin á Norðurlandi samþykktu. Mér dettur ekki í hug að halda því fram aö Varmalandssamþykktin hafi haft bindandi áhrif á núverandi stjórn. Það var óþarfi að láta máhn fara á þennan veg,“ sagði Albert Jóhannes- son. -sme Jóreykur, glæsireið og glens í Reiðhöllinni Bakkabræður og tvær úr Tungunum bregða fyrir sig betri fætinum, heimsækja höfuðstaðinn og hittast i Reiðhöllinni. DV-mynd E.J. Miklar framkvæmdir hafa áti sér stað í Reiðhölhnni undanfarið og er starfsemi þar á fuliu. Reiðnám- skeið eru mjög vinsæl og uppselt í alla tíma. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið að halda hlöðuball í Reið- höllinni hafa þeir aðilar, sem stóðu að byggingu Reiöhallarinnar, ekki látið deigan síga og hafa ákveðið að hafa uppákomur tengdar ís- lenska hestinum i Reiðhöhinni um næstu helgi. Sýningar verða báða dagana 5. og 6. mars og hefjast klukkan 15.00 og 21.00. Blásarasveit þeytir lúðra sína á meðan gestir koma sér fyrir en sýningin hefst með fánareið Félags tamningamanna (F.T.). Böm og unglingar úr Reykjavík og ná- grenni sýna tölt og tjórgang og sýnd verða kynbótahross, bæði hryssur og stóðhestar. Laddi og Júlíus Bijánsson verða með glens og skens og nokkrir snjallir knapar úr F.T. sýna tölt og skeið. Edda Heiðrún Backman verður með bamagaman og Bakkabræöur í kvennaleit hitta tvær úr Tungun- um. Söluhross verða kynnt óg börn koma fram í gervi þekktra teikni- myndapersóna. Einnig verða sýndar hlýðniæfingar og hind- runarstökk og heimsmeistararnir íslensku verða kynntir. Búist er við að sýningin taki um það bil tvo og hálfan klukkutíma. Aðstaða fyrir áhorfendur er orð- in nokkuð góð og komast tæplega þrjú þúsund manns fyrir í sætum. E.J. Á fallegum orlofsstað við sjóinn, í East- boume á suðurströnd Englands. Nám- skeið frá þrem vikum upp í eitt ár. Heimavist eða gisting á heimilum. Vinsamlega útfyllið eyðublaðið og sendið það til. l"""vinsanilega sendið bælding ykkar. Ég hef áhuga á: Principal (DV), LTC College of English Tumó»* Compton Park, Compton Place Road, m □ Itarlegu ahnennu enskunámi | □ Ensku fyiii einkaiitara I □ Ensku fyiii veislun, viðsldpti og hótelstjóm □ Sumamámskeiðum Nafn.. Eastboume, Sussex, Éngland BN21 ÍEH j HeiimMan9.............................-.....| I ..Jfr/Fi | Tel: 27755 Tlx. 878763 LTC G 1 Ltc college OFENGUSH Rccogniscd as cfficicnt by Thc British Council

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.