Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Mánabraut 6B, þingl. eigendur Hilmar Guðmundsson og Anna Antonsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 4. mars 1988 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka ís- lands, Andri Arnarson hdl., Asmundur Jóhannsson hdl. og Jón Sveinsson hdl. ________________________Bæjarfógetinn á Akranesi íþróttir Enska knattspyman: Jafnt hjá Tottenham og Derby Derby County fékk dýrmætt stig í fallbaráttu 1. deildar í gær- kvöldi með 0-0 jafntefli gegn Toftenham á White Hart Lane í London. í öðrum leik í deildinni skildu Southampton og New- castle jöfn, 1-1. • Bradford tapaði mjög óvænt fyrir botnliði Huddersfield, 0-1, á heimavelli í 2. deild. • Dundee vann St. Mirren 2-1 í skosku úrvalsdeildinni. -VS Reykjawíkurmótið: Þróttur og Fylkir í fyrsta leik Það verða Þróttur og Fylkir sem hefja Reykjavíkurmótið í meist- araflokki karla í knattspymu á þessu vori. Annarrar deildar fé- lögin tvö mætast á gervigrasinu í Laugardal þriðjudagskvöldið 22. mars kl. 20.30. Mótinu lýkur síðan 8. maí með úrslitaleik. -VS SIÓNVARPSBINGÓ Á STÖD 2 Mánudagskvöldið 29. febrúar 1988 Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hvern að verðmæti kr. 50.000, frá Hljómbæ. 23, 61, 49, 13, 8, 84, 33, 59, 44, 11, 24, 30, 81, 58, 43, 19, 63 Spjöld nr. 18825 Þegar talan 63 kom upp var hætt að spila upp á aukavinningana. Þegar spilað var um bílinn komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur (eitt spjald). 2, 25, 31, 66, 42, 83, 15, 60, 29, 55, 67, 36, 76, 65, 37, 90, 45, 74, 20, 69, 16, 32, 79 Spjald nr. 12467 ki OGUR STYRKTARFELAG SÍMAR 673560 OG 673561 Handbolti -1. deild: Sigurður áffam í efsta sæti Sigurður Gunnarsson úr Vík- ingi heldur forystunni í marka- kóngskeppni 1. deildarinnar eftir 14. umferð. Hann skoraði 6 mörk gegn KA og sama gerði Hans Guðmundsson fyrir Breiðabhk gegn Val og því skilja tvö mörk þá félaga áfram. í efstu sætum eru þessir, í svig- um mörk í 14. umferð: SigurðurGunnarss.,Vík(6) 80/22 Hans Guðmundss., UBK .(6) 78/21 Þorg. Ó. Mathiesen, FH ...(5) 77/0 Héðinn Gilsson, FH..(3) 75/0 ValdimarGrímsson,Val.(6) 74/4 Stefán Kristjánss., KR.(4) 74/19 SigurpállAðalsteins,Þór(5) 74/36 Konráð Olavsson, KR....(4) 72/12 -VS Evrópuleikimir: Stórfé víða í húfi Sigurður Bjönisson, DV, Þýskalandú Það er mikið í húfi fyrir knatt- spymumennina sem leika í Evrópukeppninni í kvöld - meira fyrir suma en aðra. Real Madrid mætir Bayem Munchen og þar er um margt að tefla. Leikmenn Bayern fá 12 þúsund mörk (265 jús. ísl. kr.) í vasann hver sem aukagreiðslu ef þeir slá spænsku meistarana úr kepþninni. Liðs- menn Real fá hins vegar hver um sig þýskan sportbíl, metinn á 2 milljónir íslenskra króna, ef þeir verða Evrópumeistarar! • Jóhannes Kristbjörnsson, KR-ingur, í hörkubaráttu við Þorvald Geirsson, Vals- mann. Jóhann Bjarnason, Val, fyigist með darraðardansinum. DV-mynd Brynjar Gauti Bikarkeppni KKÍ - 8 liða úrsllt: Naumur sigur hjá vesturbæingum - KR lagði Val 74-72 í Hagaskóla KR hafði betur í fyrri viðureign sinrú við Val í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Leikurinn, sem fór fram í Hagaskóla í gærkvöldi, endaði 74-72, heimamönnum í vil. - Staðan var 52-39 í leikhléi. Valsmenn hófu leikinn raunar betur og náðu skammvinnri forystu á upphafsmín- útunum. Er á leið jókst hins vegar barátta Vesturbæinga og tók leikurinn mestan lit af krafti þeirra og sigurvilja. Um miðþik fyrri háfleiks var forystan orðin þeirra og létu vesturbæingar hana aldrei af hendi eftir það. Þó fór nokkuð að fara um stuðningsmenn liðsins á loka- mínútunum en Valur rétti fullseint úr kútnum. Tvö stig skildu liðin að er KR- ingar héldu í síöustu sókn sína. Varð hún lítið annað en vandræðalegt þóf sem tók enda er Valsmenn náðu boltanum, nánast á sömu sekúndu og leikurinn fjaraði út. Ástþór Ingason fór í fylkingarbrjósti KR-inga í leiknum. Var hann sérlega kröftugur fram að hléinu, bæði í sókn og vörn. Þá var Guðni Guðnason hittinn að vanda og Birgir Mikaelsson drjúgur með svipuðu lagi. Vaismenn voru hins vegar flestir fremur dáufir í þessum leik. Réð þar miklu föst vörn vesturbæinganna. Tómas Holton, sem verið hefur burðarásinn í Valshðinu í vetur, sýndi til að mynda lítið, hitti illa og skoraði aðeins 6 stig. Gamh jaxlinn, Torfi Magnússon, var hins vegar með liprasta móti undir körf- unni - gerði talsvert af stigum en gaf sér þó tíma til að senda mótherjum sínum tóninn annaö slagið. • Stig KR: Birgir Mikaelsson 18, Guðni Guönason 16, Ástþór Ingason 15, Símon Ólafsson 11, Jóhannes Kristbjörnsson 11, Matthías Einarsson 2 og Jón Sigurðsson 1. • Stig Vals: Torfi Magnússon 14, Jó- hann Bjarnason 13, Einar Ólafsson 13, Þorvaldur Geirsson 12, Leifur Gústafsson 10, Tómas Holton 6, Svah Björgvinsson 4. Naumt tap finnska liðsins Finnsku bikarmeistararnir Rovaniemen töpuöu naumlega, 0-1, fyrir Paris St. Germain frá Frakklandi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Þetta var heimaleikur Finnanna, en hann fór fram í Lecce á Ítalíu þar sem vallar- skilyrði eru ekki góð í heimalandi þeirra á þessum árstíma. Jean-Pierre Papin skoraöi sigurmark Frakkanna. Leik Young Boys frá Sviss og Ajax frá Hollandi var frestað. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.