Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 19 Frammi á ganginum, fyrir framan Kristalsalinn, sátu Þorsteinn Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Skáksambands íslands, hinn þekkti skákdómari og fyrrverandi rektor, Guðmundur Arnlaugsson, og stórmeistarinn Helgi Ólafs- son sem fyrr um daginn gerði jafntefli við Gurevich. DV-myndir GVA Fjölmemú á Hótel Lofúeiðum Þrettánda Reykjavíkurskákmótið stendur nú sem hæst á Hótel Loft- leiðum og spennan eykst með hverri umferðinni sem líður. Vegna hins góða árangurs Jóhanns Hjartarsonar hefur áhugi manna á skák aukist mjög og menn, sem hefði ekki dottið það í hug fyrir hálfu ári, koma og fylgjast með mótinu. íslendingarnir á skákmótinu á Hót- el Loftleiðum standa sig líka mjög v'el og ekki dregur það úr áhuganum. Blaðamaður og ljósmyndari brugðu sér á fimmtu umferðina á sunnudag- inn og var þar fjöldi áhorfenda saman kominn til þess að fylgjast með atganginum. Miðasölufólk áætlaði að rúmlega tvö hundruð miðar hefðu verið seldir þann daginn og var þá ótalinn stór hópur boðsgesta. Þarna mátti þekkja Skákáhugamennirnir Högni Torfason og Jón Þorsteinsson voru að vonum ánægðir með frammistöðu íslensku keppendanna í fimmtu umferðinni. margan frægan manninn skeggræða stöðurnar og frammistöðu okkar manna. Sjónvarpið var búið að koma upp aðstöðu til þess að spá í stöðurn- ar í beinni útsendingu og sjónvarps- skjáir voru um allt þar sem áhorfendur gátu fylgst með stöðum í skemmtilegustu skákunum. Er óhætt að segja að vel sé gert við áhorfendur sem kunna gott að meta. Þegar blaðamann bar að garði á sunnudaginn um fimmleytið var Jón L. Árnason nýbúinn að leggja meist- ara Polugaevski og ekki löngu síðar lagði Þröstur Þórhallsson Banda- ríkjamanninn Browne að velli. Virtist almenn ánægja meðal gestá með frammistöðu íslendinganna þennan dag en þó eru íslenskir áhorf- endur sjálfsagt þeir kröfuhörðustu í heiminum. í opiiíberri heimsókn í Bandaríkj unum Hertogahjónin af Jórvík eru nú um þessar mundir stödd í Bandaríkjun- um í opinberri heirasókn sem mun taka tíu daga. Þau byrjuðu á að koma til Los Angeles í Kalifomíu en Kalifomía er fjölmennasta fylki Bandaríkj- anna. Veörið leikur við Söm Ferguson og Andrew, enda er víst oftast sól og gott veður árið um kring í Kaliforhíu. Sara Ferguson á von á sér í ágúst en enn er ekki farið að sjá á henni að hún sé með barni því hún virðist lítið hafa þykknað undir belti. Tvær litlar stúlkur af kinverskum ættum komu hertogahjónunum af Jór- vik á óvart með þvi að færa þeim gjafir er þau heimsóttu kínverska hluta borgarinnar Los Angeles. Simamynd Reuter Kannaði skermndir í Suður-Englandi i\ai i uiciapimo vaiu au laid ____ w„Ml stígvélum þegar hann skrapp til Suður-Englands að kam skemmdirnar af völdum fárviðris sem geysaði þar fy stuttu. Simamynd Reut Fyrir fáum dögum gekk yfirmikiðfár- viðri í Suður- Englandi og olli miklu tjóni. Veðu- rofsinn var svo mikill að stór tré rifn- uðu upp með rótum, svo ekki sé minnst á hreyfingar annarra hluta, minna rótfastra. Karl Breta- prins ■ er í forsvari fyrir samtökum sem einbeita sér að því að bæta tjón úr veðrahami sem þessum og hann fór því til Sheffi- eld Park í Suður-Eng- landi, þar sem skemmdir urðu hvað mestar, til þess að kynna sér þær og áætla hvaö gera þyrfti til að bæta tjó- nið. Sviðsljós Ólyginn sagði.. Joan Collins brá aldeilis við upptökur á Dynasty-þætti fyrir skömmu. Hún átti að leika í atriði þar sem hún liggur uppi í rúmi og rekst á hálsmen sem elsk- hugi hennar átti að hafa gleymt eftir ástarævintýri með annarri konu. Upptakan tókst ekki allt of vel svo beð- ið var um 15 mínútna hlé fyrir næstu töku. Svo þegar Joan fór að leita aftur í rúminu brá henni mjög þegar hún dró hlutinn undan ábreiðunni því að einhver hrekkjalómur hafði skipt á hálsmeninu og hjálpartæki úr ástalífinu. Angela Lansbury hefur verið að velta fyrir sér hvað hún eigi að gera þegar vinsældir þáttanna Morðsaga dvína, þó ekkert útlit sé fyrir það. Hún hefur fengið tilboð frá CBS sjónvarpsstöðinni um leik í þáttum sem eiga að heita Act Your Age og eru um konu á sjötugsaldri sem fer til Hollywood að freista gæfunnar sem leikkona. Angelu líst mjög vel á hug- myndina. Patty Hearst - dóttir milljarðamæringsins Randolphs Hearst-semfræg varð þegar hún gekk í Symbi- oníska frelsisherinn og framdi bankarán er nú að leiðbeina við tökur á kvikmynd um ævi hennar. Hún gaf út sjálfsævi- sögu sem heitir Every Secret Thing og er myndin byggð á henni. Natasha Richardson, dóttir Vanessu Redgrave, leikur Patty Hearst í mynd- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.