Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Fréttir Forseti bæjarstjómar Keflavlkur: Tapaöi nafhadeilu Bærinn leggur ekki fram meiri peninga - öflu starfsfófld Hraðfrystihúss Keflavíkur sagt upp I gær var öllu starfsfólki Hraö- frystihúss Keflavíkur sagt upp. Greiöslubyröi frystihússins er orðin svo mikil vegna skulda aö ákveöiö hefur verið aö loka því og veriö er aö selja tvo togara þess til Sauöár- króks. „Þaö er alveg ljóst aö bæjarsjóður leggur ekki fram meiri peninga i hraðfrystihúsiö, enda settum viö þaö sem skilyrði fyrir tveimur árum þeg- ar 20 milljóna króna hlutafé var lagt fram aö ekki yröi um frekari hluta- íjárframlög frá bænum að ræða,“ sagöi Anna Margrét Guðmundsdótt- ir, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, í samtali viö DV. Hún sagöi aö fyrir tveimur árum heföi bæjarsjóður gerst hluthafi í Hraðfrystihúsi Keflavíkur og lagt fram 20 milljónir króna. Þetta bjarg- aði fyrirtækinu þá og varö til þess aö starfsemin hélt áfram. „Það er hins vegar ekki rétt sem komið hefur fram að bæjarstjórn Keflavíkur hafi lagt blessun sína yfir sölu togaranna tveggja, Aðalvíkur og Bergvíkur, frá Keflavík til Sauöár- króks. Málið hefur ekki enn verið rætt í bæjarstjórn, það verður gert á þriðjudaginn kemur. Hins vegar var á fimmtudaginn haldinn fundur þar sem okkur voru kynnt þessi sölu- áform,“ sagöi Anna Margrét Guö- mundsdóttir. Hún sagöi aö vissulega heföi bæjar- stjórn miklar áhyggjur af þessu máli, enda um 100 manns sem missir at- vinnuna þegar frystihúsinu verður lokaö. Rök stjómarmanna frysti- hússins væm þau aö ekki væri leng- ur rekstrargrundvöllur fyrir húsið og því ekki um annað að gera en loka. „Ég þori engu að spá um viðbrögð bæjarstjómar á fundinum á þriöju- daginn kemur. Það eina sem ég get fuUyrt er að við lítum þetta mál al- varlegum augum,“ sagði Anna Margrét. -S.dór Stýiirnannaskólinn: Fjörutíu millj- ónir í lóðina Nú standa yfir miklar framkvæmd- ir á lóð Stýrimannaskólans við Há- teigsveg. Þar er verið aö gera stæöi fyrir rúmlega hundraö bíla. Þá er veriö aö ganga frá lóðinni í heild en Reynir Vilhjálmsson landslagsarki- tekt hefur skipulagt hana. Er gert ráö fyrir aö frágangur lóðarinnar meö malbikuðum bílastæöum kosti um 40 milljónir króna. „Þessi lóð hefuir staðiö óhreyfð í 40 ár, svo þaö var kominn tími til aö koma henni í lag,“ sagði Guðjón Ár- mann Eyjólfsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans. „Þetta var komið í óefni, en þaö hefur ekki fengist fjár- magn fyrr en nú. Það er búiö aö gera skipulag fyrir lóðina í heild og nú vonum við bara að gengið verði í verkið með röggsemi. Skipulagið er mjög skemmtilegt. Það gerir ráö fyrir að ekið verði inn heimreið skólans og áfram til vesturs inn á bílastæðin. Síðan er hægt aö aka beint út austan við Háteigs- kirkju, þannig að þama verður um eins konar hringakstur að ræða. Þetta skipulag hefur verið unnið í samstarfi við forráðamenn kirkjunn- ar.“ Guðjón Ármann sagði ennfremur að verkinu hefði verið skipt 1 flmm áfanga og væri gert ráð fyrir að það tæki fimm ár. -JSS Framkvæmdir eru nú hafnar við lóð Stýrimannaskólans. Þar verða m.a. gerð bilastæði fyrir rúmlega 100 bila. DV-mynd: S. Tfllaga á Kirkjuþlngi um fækkun prestakalla: Oánægfa með að leggja niður famenn prestaköll „Það er stórmál aö leggja niöur prestakall. Þama er verið að vega að landsbyggðinni og það hefur áður verið gert á þennan hátt. Þótt það sé fámenni víða á landsbyggð- inni þá er ekki gefið að svo verði um aldur og ævi. En ef prestssetur verða lögð niður verður ekki aftur snúið. Það kemur úr hörðústu átt þegar biskup á frumkvæði að því að vegið sé svona að landsbyggð- inni. Áður en prestaköll em lögð niður verða menn að skoða hug sinn. Það er skylda Kirkjuþings aö hlíta skoðunum fólks í landinu og það er viða óánægja með þessar fyrirætlanir,“ sagði séra Árni Sig- urðsson, prestur á Blönduósi, á 19. Kirkjuþinginu sem haldiö er í Bú- staðakirkju þessa dagana. Frumvarp til laga um skipan prestakalla og prófastsdæma, sem nefnd skipuð af Jóni Helgasyni, fyrrverandi kirkjumálaráðherra, hefur útbúið var til umræöu á þing- inu í gær og virðist vera um nokk- urt hitamál að ræða. Var haft á orði að ef umræður um málið héldu fram sem horfði stæði Kirkjuþingið fram að jólum. í.frumvarpi þessu er lagt til að 8 prestaköll veröi lögö niður eöa sameinuö öðmm prestaköllum. Þessi prestaköll eru: Ásaprestakall í Skaftafellsprófastsdæmi sem sameinast Klausturprestakalh, Bergþórshvolsprestakall og Kirkjuhvolsprestakall í Rangár- vallaprófastsdæmi sem sameinast öðrum prestaköllum í prófasts- dæminu, Söðulholtsprestakall í Borgarfjarðarprófastsdæmi sem sameinast Staðastaðarprestakalli, Sauðlauksprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi sem leggst niður og í stað þess kemur Tálkna- Qarðarprestakall, Prestbakkapre- stakall í Húnavatnsprófastsdæmi sem sameinast Melstaðarpre- stakalli, Mælifellsprestakall í SkagaQarðarprófastsdæmi sem sameinast Glaumbæjar- og Mikla- bæjarprestaköllum og loks Staöar- fellsprestakall í Þingeyjarprófasts- dæmi sem sameinast Hálspre- stakalli. í tillögum nefndarinnar að breyt- ingum hefur hún meðal annars tekið mið af þáttum eins og mann- Qölda, Qölda sókna, samgöngum, víðáttu prestakalla, þjónustumið- stöðvum eins og sjúkrahúsum og öldrunarheimilum og einangrunar byggða. Meðal breytinga á prófasts- dæmum má nefna að lagt er til aö prófastsdæmi í Reykjavík verði tvö í stað eins áður - Reykjavikurpróf- astsdæmi og Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Hið fyrmefnda næði yfir Seltjamames og Reykjavík vestan EUiðavogs og Reykjanes- brautar og hið síðamefnda yfir Reykjavík austan Elliðavogs og Reykjanesbrautar, Kópavog, Mos- fellssprestakall og Reymvalla- prestakall. Mlvjli égnafninu snaiiega“ „Þú segir fréttir. Tapaði ég þessu máli. Ég breyti þá nafiiinu snarlega," sagði Þórður Þórðar- son, útgerðarmaður á Eyrar- bakka. Þóröur tapaði máli fyrir Hæsta- rétti. Byggingarfélagið Hvoll h/f í Reykjavík stefndi fyrirtæki Þórö- ar, Hvoli h/f á Eyrarbakka og krafðist þess að honum væri óheimilt að nota nafnið Hvoll h/f. Dómur undirréttar féll Hvoli h/f í Reykjavík í vil. Þórður áfrýjaði til Hæstaréttar. „Þetta er alveg furðulegt. Ég á fasteign með þessu nafhi og auk þess em þetta það ólík fyrirtæki að ég hélt að þetta væri allt í besta lagi. Ætii ég skýri fyrirtæki mitt ekki Útgerðarfyrirtækið Hvol h/f,“ sagöi Þórður Þórðarson. Þórði er gert skylt að hafa nafnaskipti á fyrirtæki sínu inn- an fimmtán daga frá uppkvaön- ingu dómsins. Hann var dæmdur til að greiöa málskostnað Hvols h/f Reykjavík fyrir Hæstarétti - 75 þúsund krónur. Máliö dæmdu hæstaréttardóm- aramir Magnús Thoroddsen, Benedikt Blöndal, Bjarni K. Bjamason og Guömundur Jóns- son og Haraldur Henrýsson, sett- ur hæstaréttardómari. -sme Ríkissjóður: Afkoman nei- kvæð um 5.2 milUónir Fyrstu 9 mánuöi ársins var rekstrarafkoma rikissjóðs nei- kvæð um 5250 milljónir kr. og er þaö mun meira en gert var ráö fyrir. Þetta kom fram í máh Ólafs Ragnars Grímssonar Qármála- ráöherra viö utandagskrárum- ræöu á Alþingi, sem boðað var th að hans beiðni, um afkomu ríkis- sjóðs fyrstu 9 mánuði ársins. Þaö vakti reyndar athygli við utandagskrárumræðuna aö hvorki Þorsteinn Pálsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, né Steingrimur Herraannsson, nú- verandi forsætisráöherra, vom viðstaddir umræðuna. Að sögn Qármálaráðherra em helstu skýringar á þessu fráviki þær að verulegur samdráttur hef- ur orðið á veltusköttum, einkum á síðustu Qórum til fimm mánuð- um. Þannig urðu hehdartekjur 1580 miHjónum kr. lægri en áætl- að hafi verið í endurskoðaðri greiösluáætlun. Gjöld ríkissjóðs hafa farið tæp- lega 500 mihjónir fram úr áætlun. Þvi er svo komið aö rekstraraf- koma ríkissjóös er neikvæð upp á 5252 mihjónir í stað þess aö vera 3198 miUjónir eins og júníá- ætiun geröi ráð fyrr. Mismunur- mn er 2054 mihjónir. Sagði Qármálaráöherra að út frá þessu mætti áætla að rekstr- arhalh ársins 1988 verði varla undir þremur mihjörðum kr. -SMJ Aöstoðarmenn: Þorstemn Ólafsson viðskipta- fræðingur hefúr verið skipaður ráðunautur Steingríms Her- mannssonar í efnahags- og at- vinnumálum. Hann er þrettándi aöstoöarmaöur sem ráöherrar ríkissQómarinnar ráöa tíl sín. Þorsteinn Olafsson lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Samvmnusjóös íslands. Áður g»gndi hannýmsum störfum tyr- ir Sambandiö, frá 1980. Þorsteinn var aöstoðarmaður Hjörleifs Guttormssonar meðan hann var iönaðarráðherra 1978 til 1979. -gse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.