Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Ingvi Hrafn er búinn með bókina: „Þaö er ekkert í bókinni sem ég get ekki staðið við. Hún er létt, opin og hispurslaus," segir Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Sjónvarpsins, um bókina sína Og þá flaug hrafninn, sem út kemur i næsta mánuði. DV-mynd GVA Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri ríkissjónvarpsins, er búinn aö skrifa bókina Og þá flaug hrafninn. Hún kemur út eftir tæp- an mánuö og lendir í jólabókaflóð- inu. Ekki er vafi á að margir bíöa þessarar bókar með eftirvæntingu og sennilega hafa ekki allir taugar til aö bíða eftir henni í jólapakk- ann. Búast má viö að Ingvi Hrafn veröi með eina af mest seldu bók- unum fyrir þessi jól. Fyrrum fréttastjórinn skrapp til Flórída í vikunni og ætlaði að eyða þar hveitibrauðsdögum öðru sinni, en hann og eiginkona hans, Ragn- heiður Sara Hafsteinsdóttir, áttu fjórtán ára brúðkaupsafmæli sl. miðvikudag. Rétt áður en Hrafninn flaug vestur gaf hann sér tíma til að segja örlítið frá sjálfum sér og bókinni. „Ég er svo glaður í hjarta mínu. að mér finnst helst að ég hafi losn- að viö eitthvert mein,“ segir Ingvi Hrafn þar sem hann situr við skrif- borð sitt með fætur uppi á borði. Hann er með eigin skrifstofu í Húsi verslunarinnar, þar sem hann starfar við markaösráðgjöf og kynningarstarf. Ingvi Hrafn viröist afslappaður en segir að nóg sé að gera hjá sér. „Ég lærði „Public Relation" í Bandaríkjunum á sín- um tíma og var með skrifstofu hér áður en ég gekk í ríkisfjötrana. Ég segi mönnum hvernig þeir eigi að standa að kynningarmálum og hversu miklum peningum þeir eigi að eyða í þau. í hvaða íjölmiðlum þeir eigi að auglýsa og kynna sínar vörur og hvenær. Markaðssetning hér á landi hefur ekki verið mjög fagleg. Þótt hér séu ágætar auglýs- ingastofur þá er þeirra hlutverk of einhæft. Ég hef búið til auglýsinga- prógramm fyrir fyrirtæki sem ég læt síöan aðra hanna fyrir mig.“ Nýt þess að vera frjáls „Nú nýt ég þess í botn að vera frjáls frá kerfinu. Strax á fyrsta degi mínum sem fréttastjóri fann ég að frelsi mitt skertist gífurlega. Þetta er starf sem maður vinnur frammi fyrir alþjóð og fær skítkast og rósir jöfnum höndum.“ Ingvi Hrafn haföi verið þing- fréttamaður sjónvarpsins i fjögur ár áður en hann réðst í fréttastjóra- starfið. „Þingfréttamannsstarfið var hálft starf og þægilegt að því leyti að ég mætti fjóra daga í viku eftir hádegi í þinginu og fékk jóla-, páska- og sumarfrí eins og þing- mennirnir. Ég gat starfað við mitt fyrirtæki og verið í fréttamenns- kunni líka. Mér fannst mjög gaman að kynnast innviðum stjórnmál- anna. Þetta var liöur í minni eigin sjálfsmenntun og þróun,“ segir Ingvi Hrafn. Stjórnmála- hneyksli Hann kynntist vel stjórnmála- mönnum og þrasinu í kringum þá á sínum tíma og hefur fylgst vel með síðan. „Ég hef gaman af því að standa fyrir utan og fylgjast t.d. með þessari stjórnarmyndum ný- lega sem ég tel vera eitt mesta stjórnmálahneyksli þessarar aldar. Ríkisstjórn sem mynduð var af Stefáni Valgeirssyni og kostaði all- an þennan pening. Það er síðan hlálegt að horfa upp á andsnillinga- postula eins og Ólaf Ragnar Gríms- son verja Stefán Valgeirsson. Hann hlýtur að hafa verið með viðbjóð sjálfur þegar hann var að verja Stefán og hvítþvo fyrir alþjóð, ein- ungis vegna þess að hann útvegaði honum ráöuneyti. Ég veit um út- gerðarmann á Suðurnesjum sem fékk upphringingu þegar sjóðurinn hans Stefáns var kominn í höfn og honum sagt að senda umsókn. - Við sjáum um umsóknina en þiö landið loðnunni hjá okkur, var sagt við hann. Slíkar upphringingar voru úti um bæ og borg og menn héldu áö þessar fyrirgreiðslur úr spillingarsjóðnum kæmust ekki upp. Mér skilst að forsætisráðherra hafi aldeilis tekið bakföll þegar hann frétti þetta," segir Ingvi Hrafn og er sjálfur kominn í ham. „Það er með ólíkindum að þjóðin skuli sitja undir að svona nokkuð geti gerst,“ heldur Ingvi Hrafn áfram. „Auðvitað var lífsnauðsyn- legt í þessu landi að mynduð yrði ný stjórn. Þjóðin hafði ekki lengur efni á þessum óvinafagnaði og þess- ari starfsþjálfun formanns Sjálf- stæðisflokksins í forsætisráðherra- starfinu. En að fá þennan óskapnað yfir sig í skjóli spillingarinnar með Stefáni Valgeirssyni, sem löngum hefur verið talinn ímynd fyrir- greiðslupólitíkusins og spillingar- innar i stjórnmálum, er rosalegt." Davíð næsti formaður Ingvi Hrafn telur að kosningar hefðu verið rétta leiðin. „Það var vitað mál að samstarf Jóns Bald- vins, Steingríms og Þorsteins var löngu brostiö. Það sem gerðist var að Þorsteinn greyið lendir með þeim félögum sem drukku í sig stjórnmálin með móðurmjólkinni. Þorsteinn er hins vegar stjórn- málamaður sem er búinn til, hann er framleiddur." Ingvi Hrafn segist ekki vera flokksbundinn sjálfstæðismaður en ílokkurinn hafi þó komist næst honum í skoðunum. Þegar hann er spurður hvort formennska Þor- steins standi höllum fæti og hvort breytingar verði á næsta lands-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.