Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Líkamsrækt Margir leggja aö jöfnu líkamsrækt með lóöum og mikla vöðva. Þeir sem hafa ekki sóst eftir vöövabúntum hafa því oft gengið rösklega fram hjá tækjasal heilsuræktarstöövanna og taliö tíma sínum betur variö annars staöar. Sérstaklega á þetta viö um konur sem flestar vita ekki hræðilegri til- hugsun en að veröa eins og karl á líkama. Vöðvar þykja ekki ýkja kvenlegir. En margir vita betur því aö líkams- rækt meö lóðum og tækjum þarf alls ekki aö eiga neitt sameiginlegt meö vöðvarækt og lyftingum. Fæstir sem stunda líkamsrækt af þessu tagi sækjast eftir miklum, vel skornum vöðvum. Líkamsrækt með lóðum er öllu heldur frábær styrkingarþjálfun og góö leiö til aö laga ástand slapps kropps. íþróttafólk úr hinum ýmsum grein- um hefur og löngum gert sér grein fyrir mikilvægi þjálfunar meö lóð- um. Alhliða styrking kemur sér ekki síst vel í annarri íþróttaiðkun og þeim fer fjölgandi sem æfa í tækja- salnum eingöngu eða samhhöa góöri teygju- og þolleikfimi. Minni hætta á meiðslum Meö þvílikri þjálfun er líkaminn betur varinn gegn eymslum og meiöslum sem hlotist geta viö aðrar íþróttaiökanir eða aöra áreynslu. Sveigjanleiki sinanna, sem tengja vöðva við bein, eykst og minnkar því hætta á meiðslum. Erlendar rann- sóknir hafa ennfremur leitt í ljós að það eru ekki einungis vöðvamir sem styrkjast við þjálfun með lóðum. Sýnt hefur verið fram á að bein lík- amans styrkist einnig sem vissulega er öllum gott, íþróttafólki sem öðr- um. Eins og áöur segir er vinsælt hjá íþróttafólki að æfa meö lóö. Alhliða líkamlegur styrkur eykst og alhr vöövar líkamans eru notaðir. En oft skortir á aö sú sé niðurstaðan viö iökun sumra íþrótta. Algengt er aö íþróttafólk æfi aöeins thtekna vööva á kostnað annarra. Tökum sem dæmi hlaupara. Þeir ná aldrei aö æfa aha vöðva líkamans viö iðkun sinnar íþróttar. Því getur líkamsrækt með lóðum hjálpaö þeim aö ná ákjósan- legu jafnvægi. I langflestum tilfellum reynir sér- hver íþrótt mikiö á styrk viökom- andi. Nefnum sund, hjólreiöar og hlaup. Frá vöðvunum kemur orkan sem viö notum þegar þessar og aðrar íþróttir eru stundaðar. Hve hratt fólk kemst á hjóhnu er í beinu samhengi viö hversu hratt þaö getur stigiö pet- alana. Bætir líkamlegt ástand Gott og vel, líkamsrækt með lóðum eykur styrk og er frábær þeim sem stunda íþróttaiðkun af ööru tagi. En hvers vegna hefur þessi tegund lík- amsræktar notiö svo mikhla al- mennra vinsælda og raun ber vitni? Líkamsrækt með lóöum er að mati sérfræöinga einfaldlega auðveldasta leiðin til aö bæta hkamlegt ástand hvers og eins. Grannur, stinnur og vel lagaöur líkami fæst eingöngu með þvi aö minnka fitu hans og auka Líkamsrækt með lóðum sérlega árangursrík hlutfah vöðva. Of mikil fita myndar skvap og húðin verður losaraleg og slöpp. Aftur á móti verður húðin slétt og felld þar sem stæltir vöövar eru undir. Þeim sem hyggjast grenna sig er þvi ráðlagt að stunda líkamrækt með lóðum samhhða megruninni. Sé eingöngu farið í megrun minnka vöð- varair líka og því verður húðin áfram slöpp. Auk þess að auka vöðvana og gera líkamann stæltari hefur hkamsrækt með lóðum áhrif á efnaskiptin. Sá sem vill grennast verður að gæta þess að minnka við sig fæðuna sam- hhða hkamsræktinni. Líkaminn að- lagast breyttum aðstæðum og hafa þær áhrif á efnaskiptin. Breyttar aðstæöur eru fólgnar í breyttu hlut- fahi fitu og vöðva. Þó hefur verið bent á að þyngdartap í kjölfar megr- unar er oftar en ekki vegna þess að vöövarnir slappast og léttast þar með. Því reynist oft svo ansi auövelt að bæta á sig þessum aukakílóum þegar aftur er farið aö boröa meira. Þama. getur líkamsrækt með lóð- um hjálpað til. Líkaminn brennir hitaeiningum vegna mikihar áreynslH og þegar á líður brennir hann fleiri hitaeiningum en eha því vöðvar eru mjög virkir og þurfa að brenna talsverðu magni hitaeininga, svona dags daglega. Gott „ellimeðal“ Þeir sem stunda þessa líkamsrækt „eldast líka betur“ en aðrir. Það er staðreynd að með aldrinum breytist hlutfah vöðva og fitu hægt og síg- andi. Líkami meðalmanns um tvítugt ber um 18% af fitu. Um þrítugt hefur fitumagniö yfirleitt aukist í 24%. Þetta breytta hlutfaU hefur í fór með sér að það hægir á efnaskiptunum. Líkamsrækt með lóðum hefur þar mjög góð áhrif og hjálpar við að halda vöðvahlutfalhnu réttu. Því fyrr sem fólk hefur þessa teg- und líkamsræktar því betra. Yngra fólk sér og finnur fyrr fyrir árangri en þeir sem eldri eru. Líkt og komið hefur fram eru konur enn dálítið smeykar viö að taka til við æfingar í tækjasölum líkamsræktarstöðv- anna. Þær hafa séö myndir af konum sem stunda vöðvarækt sem keppnis- íþrótt og eru hræddar við að verða eitthvað í líkingu við þær. En vert er að benda á aö þær konur, sem státa af feiknavöðvabúntum, æfa lík- lega fjóra til sex tíma á degi hverjum. Æfmgakerfi þeirra er aht öðruvísi byggt upp en það sem hinum al- menna áhugamanni er fengið. „Vöðvakvensumar“ hamast viö að lyfta rosalegum þyngslum og taka jafnvel inn karlhormón til að auka enn frekar á árangurinn. Það er erfiðleikum háð fyrir konur að byggja upp vöðva í líkingu við karlana. Hormónastarfsemin býður ekki upp á þvflíkt. Rétt eins og konur og karlar safna fitu á ólikum líkams- hlutum hafa kynin mjög ólíka getu til að safna vöðvum. Lóðin góð með annarri þjálfun Konur eru einatt að reyna að losna við aukakfló og minnka málin. Því er skUjanlegt að þær forðist æfingar ef þær geta átt á hættu að þyngjast við þær og auka málin en ef rétt er að málum staðið er engin hætta á ferðum á þá veru, síður en svo eins og að framan er lýst. Fyrir þær sem vflja léttast er mjög áhrifamikiö að stunda þol- og teygjuleikfimi og svo æfingar með lóðum á eftir. Komið hefur í ljós að þeir sem stunda þess háttar hreyfingu og æfingar saman ná langtum betri árangri en þeir sem tíl dæmis stunda bara leikfími. Skyn- samlegast er aö æfa með lóðum eftir leikfimitímann en ekki öfugt. Nokkur heilræði við æfingarnar 1. Þegar þú kemur að þeim , punkti að ómögulegt er að lyfta lóðunum lengur, þótt þú eigir samkvæmt pró- gramminu eftir að lyfta nokkrum sinnum, þá skaltu létta lóðin og lyfta eins oft og þér er ráðlagt. 2. I' stað þess að létta lóðin geturðu Uka beðið kunningjann að aðstoða þig við lyftingarnar. Þannig léttir auövitað á þér sjálfum. 3. Ef þú vilt auka erfiðiö geturöu reynt að hægja á þér þegar þú lyftir upp og er þú setur lóðin niður aftur. Prófaöu að vera tíu sekúndur á hvorri leið. En athugaöu að fara eins mjúklega að viö lyftum- ar og þú getur og ekki stöðva á milli lyfta. 4. Hversu oft er nóg? Flestum dug- ir aö gera hverja æfingu átta til tólf sinnum. Þegar þú ert farinn að geta gert æfingara- ar auðveldlega tólf sinnum máttu fara aö bæta við þyngdina. 5. Varastu aö gera æfingamar of hratt. Árangursríkara er að gera æfingamar rólega og með eins mikilli mýkt og hægt er. 6. Breytta æfingaprógramminu reglulega. Jafn líkami og sál veröa leiö á aö gera nákvæm- lega sömu æfingamar of oft Með lóðum er auðvelt að skipta um æfingar þótt sömu vöðvarnir séu æfðir og áður. 7. Til að auka flölbreytnina get- urðu iíka stundum prófaö að auka þyngdina en gera æf- ingamar sjaldnar fyrir vikiö. Eða minnkað þyngdina og gert æfingamar oftar. 8. Þar sera þjartslátturinn eykst við æfingamar er ráðlagt aö halda jöfnu striki. Það er að segja að láta ekki líöa langa stund á milli æfinganna. Þeg- ar þú skiptir um tæki til að taka til við nýjar æfingar skaltu ekki hvila þig mikið á milli. Þaö er ekki ráðlagt aö láta hjartsláttinn fara skarpt upp og niöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.