Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 . Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Hversu hratt má flýja? Tvisvar á dag var hringt úr Hvíta húsinu í stöðvar liðsins, sem bjargaði tveimur hvölum úr ís norðan við Alaska í vikunni. Bandaríkjaforseti sendi stærstu flug- vélar og þyrlur hersins til aðstoðar við björgun tveggja táknrænna afkomenda þjóðhetjunnar Moby Dicks. Að lokum leystist hugsjónamálið eins og í farsælum endi kvikmyndar. Sovézki flotinn kom á vettvang í líki tveggja ísbrjóta. í sameinuðu átaki heimsveldanna tveggja, sem farin eru að semja um heimsfrið og vin- áttu, voru hvalirnir tveir frelsaðir úr ísprísundinni. Almennar fréttir komust tæplega að í sjónvarpsstöðv- um vestan hafs, meðan á þessu stóð. Rólegri menn skrif- uðu yfirvegaðar greinar í blöð og vöruðu við hvalabrjál- æði, en enginn tók mark á þeim. Hið góða hafði sigrað enn einu sinni og bandaríska þjóðin fagnaði innilega. Erlend blöð, svo sem Newsweek, spá því, að hvala- björgunin hafi virkjað djúpar tilfmningar í þjóðarsál- inni og sameinað fólk til markviss átaks gegn hvalveið- um í heiminum. í rammagreinum er svo íslands sérstak- lega getið, svo að menn viti, hvar óvininn sé að finna. Hér í dálkum þessum hefur lengi verið varað við til- raunum til að mæta tilfmningamálum af þessu tagi með sveitum raunvísindamanna og löglærðra þrætubókar- manna. Áróðurs-varnarstríð hvalveiðiríkja á borð við ísland var tapað, löngu áður en þessi vika hófst. Að Halldór Ásgrímsson hvalaráðherra og menn hans geti þjarkað rökum og þrætubók um svokallaðar vís- indaveiðar á hvölum upp á umheiminn er svona álíka fráleitt og að hægt sé að þjarka rökum auðlindaskatts og frjálsrar sölu á fiskveiðileyfum upp á Halldór. Þegar Halldór er spurður um sölu veiðileyfa, verður hann svartur í framan og svarar af beinni tilfmninga- semi, en lætur þrætubókina eiga sig. Hið sama gildir um útlendinga, þegar Halldór og menn hans birtast með skýrslurnar sínar. Þeir verða svartir í framan. Grænfriðungar munu fá kvikmyndir um hringorma endursýndar í sjónvarpi, svo og tilraunir íslenzkra stjórnvalda til að smygla hvalkjöti um hafnir Hollend- inga og Finna. Nokkrir hrundir lagmetissamningar eru aðeins upphafið að löngu og sársaukafullu stríði. Fyrir nokkrum mánuðum var skrifað á þessum stað, að „hugsjónir vísindaveiða og þjóðrækni munu vafa- laust verma hjörtu ráðherra og þjóðar, þegar fiskmark- aðir hafa hrunið og lítið annað verður að orna sér við.“ Þessi hitagjafi hugsjóna fer nú senn að bila. Löngu áður var hér í leiðara hvatt til, að áróðursfénu yrði varið til að fá útlendinga til að borða fisk. En þar stóð: „Sjávarútvegsráðherra og meirihluti þjóðarinnar eru sammála um, að meira máli skipti að láta útlend- inga vita, að þeir geti ekki sagt okkur fyrir verkum.“ Halldór Ásgrímsson hefur sér til varnar að hafa sam- kvæmt skoðanakönnunum verið að framkvæma þjóðar- vilja í hvalveiði- og vísindahugsjóninni. En hann hefur um leið sjálfur fengið pólitíska næringu af að magna upp þjóðrembu á gersamlega vonlausu og rándýru sviði. Þjóðrembdir stjórnmálamenn geta haldið áfram að una við að harma tilfmningasemi og tvískinnung útlend- inga og haldið áfram rökræða af þrætubók um, að ekki megi hlaupa of hratt á flóttanum í hvalveiðimálinu. Þeir breyta ekki því, sem ritað hefur verið á vegginn. Heræfingar heimsveldanna í hvalabjörgun valda okk- ur vanda, en ráða ekki úrslitum í hvalastríðinu. Þau voru ráðin, áður en Halldór Ásgrímsson varð ráðherra. Jónas Kristjánsson Þingkosningar í ísrael snúast um hemámssvæðin Misheppnuö herferð inn í Líban- on og eftirköst hennar bitnuöu á Likudbandalagi hægri manna í ísrael í síðustu kosningum til Knesset, ísraelska þingsins. Likud haföi ekki lengur afl til aö mynda ríkisstjórn ásamt bandamönnum sínum, en höfuðandstæöingamir í Verkamannaflokknum bættu samt ekki hiut sinn nóg til að megna að koma saman nýjum meirihluta. Sjálfheldan í Knesset var, í fáti út af verðbólguógöngum, leyst með því að erkifjendurnir í stjórnmál- um skriðu ófúsir í samsteypu- stjórn. Á miðju kjörtímabili höfðu flokksforingjarnir sætaskipti. Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, afhenti Likud- formanninum Yitzhak Shamir for- sætisráðherrastólinn, en tók viö embætti utanríkisráðherra af hon- um. Síðan hefur Peres leitast við aö gera utanríkisstefnuna að stökkpalli til nýrrar meirihluta- myndunar utan um Verkamanna- flokkinn að afstöðnum kosningum til Knesset, og þær fara fram á þriðjudag. Peres kveðst vilja skipta á her- numdu landi fyrir frið við Palest- ínumenn og nágrannaríki ísraels. Shamir vill ekki heyra shkt nefnt, markmið hans og hans nóta er að innlima að minnsta kosti hertekna svæöið á vesturbakka árinnar Jórdan í Ísraelsríki. Þar eru Júdea og Samaría, hluti fyrirheitna landsins úr ritningunni. Hefur Shamir beitt áhrifum sínum á Re- agan Bandaríkjaforseta til að ónýta sameiginleg áform þeirra Peres og Shultz, utanríkisráöherra Banda- ríkjanna, til að koma á friðarum- leitunum i löndunum fyrir botni Miðjaröarhafs. Peres hefur einkum reynt að beita sér fyrir að kvödd sé saman fimm velda ráðstefna ríkja með fastafulltrúa í Öryggisráði SÞ, það er aö segja Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Kína og Sovét- ríkjanna, til að hrinda af stokkun- um friðarviðræðum milh ísraels annars vegar og Jórdans og Palest- ínumanna hins vegar, þar sem pal- estínskir fuhtrúar verði á vegum Jórdans. Botninn datt úr þessari ráðagerð viö uppreisn almennings á hemámssvæðunum gegn hernámsstjórn ísraelsmanna. Upp- reisnin varð til þess að Hussein Jórdanskonungur sá sig tílknúinn að afsala öllu tílkalU konungsættar Hashemíta tU yfirráöa í Palestínu, hún væri með öllu aðskihn frá Jórdan og eini gUdi fuUtrúi íbú- anna væri Frelsissamtök Palest- ínu, PLO. Fyrir tveim árum reyndu þeir Hussein konungur og Jasser Ára- fat, leiðtogi PLO, aö koma sér sam- an um sameiginlegan grundvöll fyrir friðargerö við Israel, en skjótt raknaði upp úr málamyndasam- komulagi þeirra. Konungur lét líka undir höfuð leggjast að láta Arafat vita fyrirfram hvað til stóö, þegar hann þvoði hendur Jórdanstjómar af málefnum hernámssvæðanna og ætlaði PLO að taka við að standa þar straum af opinberri þjónustu Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson við íbúana, nema réttarfari og helgihaldi. Nánustu samstarfsmenn Arafats gáfu í skyn, skömmu eftir yfirlýs- ingu Jórdanskonungs 31. júlí í sumar, að uppreisn Paiestínu- manna á hernumdu svæðunum og afsal Husseins á tilkalli tfl yfirráða yfir þeim gæfi PLO tækifæri til að ná nú verulegu framkvæði. Það fælist í að lýsa yfir stofnun ríkis Pcilestínumanna samkvæmt álykt- un Sameinuðu þjóðanna frá 1947 um skiptingu Paiestinu. Jafnvel kæmi til áhta að mynda útlaga- stjórn fyrir hið nýja ríki. Palestínska þjóðarráðið, þing PLO, átti að koma saman í þessum mánuði til aö taka endanlega ákvörðun. Þeim fundi var skyndi- lega frestað fram í miðjan nóvemb- er. Vitnast hefur að það var gert að ráði Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, en við hann hefur Arafat haft náið samráð síðustu mánuði. Mubarak telur óráð að Paiestínska þjóðarráðið taki sína ákvörðun fyrr en að afstöðnum kosningum í ísrael 1. nóvember og í Bandaríkjunum viku síðar. Svo lagði Mubarak upp í óvænt ferðalag frá Kairó um síðustu helgi ásamt Arafat. Á laugardag ræddu þeir við Hussein konung í jórd- önsku hafnarborginni Aquaba. Eft- ir fundinn var lýst yfir að fullur skilningur ríkti á ný milli Jórdans og PLO og samræmd viðleitni yröi viðhöfð af þeirra hálfu í friðarum- leitunum. Frá Aquaba héldu Arafat og Mubarak til Baghdad, þar sem þeir ræddu málefni Palestínu- manna við Saddam Hussein íraks- forseta. Egyptalandsforseti hefur tvö meginmarkmið með frumkvæði sínu að því að fylkja arabaríkjum að baki Jasser Árafat. Annað er að efla stöðu formannsins innan PLO. Róttækir hópar í samtökunum hafa mótmælt stofnun ríkis Palestínu- manna á grandvehi samþykktar SÞ, því slíkt fæli í sér viðurkenn- ingu á Ísraelsríki. En jafnframt, og ekki síður, hyggst Mubarak styrkja stöðu Peres og Verkamannaflokks- ins í kosningabaráttunni í ísrael. Kannanir benda til að ekki megi á milli sjá hvort Likud eða Verka- mannaflokknum ætli að vegna bet- ur í kosningunum á þriðjudag, en sá stóru flokkanna sem hiýtur fleiri þingsæti fær fyrr tækifæri th að reyna stjómarmyndun. Peres og Bandaríkjastjóm hafa ætíð afsagt að ræða beint við PLO, hvort held- ur er á friðarráðstefnu eða annars staðar. Eftir að Jórdan er aftur komið til sögunnar við hhð PLO, er auðveldara að smokra sér undan þeim heitstrengingum. ísraelsmenn telja þingkosning- amar á þriðjudag þær þýðingar- mestu frá stofnun ríkisins, skrifar Abraham Rabinovich frá Jerúsal- em í International Herald Tribune. Menn vita að nú er kosið um af- stöðu til herteknu svæðanna. Hann bætir við: „Segja má að með nokkram hætti hafi uppreisnin fært aðila hvom nær öðram. Stoltið sem af henni sprettur hefur gert herskárri for- ystu Palestínumanna fært að gera opinberlega djarflegri gælur en nokkra sinni fyrr við hugmyndina um að fallast formlega á tilveru ísraels. Uppreisnin hefur einnig vakið virðingu meðal ísraels- manna. Þeir aðhafast nákvæmlega það sama og við myndum gera í þeirra sporum,“ segir háttsettur herforingi. Forysta Verkamannaflokksins lýsti yfir fyrir háifum mánuði, að fengi hún stjómartaumana í ísrael í hendur að kosningum afstöönum, yrði allt kapp lagt á að koma saman aiþjóðlegri friðarráðstefnu. Efnt yrði til kosninga á hernumdu svæðunum, þar sem Palestínu- mönnum gæfist kostur á að velja sína fulltrúa til friðarviðræðna. Likud hefur fyrir sitt leyti látið við það sitja að heita að heíja á ný land- nám gyðinga á hemámssvæðun- um. En óþekktar stærðír eru margar í flókinni kosningamynd. Til að mynda gæti Verkamannaflokkur- inn tapað tveim eða þrem þingsæt- um, ef arabar með borgararétt í ísrael snúa við honum baki vegna harðneskjulegra aðfara ísraelshers á herteknu svæðunum. Þar hafa hundrað manna, aðallega ungling- ar og börn, verið drepin og þúsund- ir limlestar undir stjórn land- vamaráðherrans Yitzhaks Rabins úr Verkmannaflokknum. Á hinn bóginn hefur Hæstiréttur ísraels ógilt framboð flokksins Kach, sem rabbíi af bandarískum uppruna, Meir Kahane, veitir for- ystu. Kach berst fyrir að arabar verði sviptir borgararétti í ísrael og gerðir landrækir ásamt því að Paiestínumönnum sé smalað brott af herteknu svæðunum. Þetta dæmdi rétturinn óheimila kyn- þáttakúgunarstefnu. Kahane kennir Likud um dóminn, flokks- forystan hyggi gott til glóðarinnar að hirða fylgismenn Kach á sitt framboð. Hefur hann strengt þess heit að sjá svo um aö Likud hefnist í kosningunum eftirminnilega fyrir tiltækið. Heilsast í Baghdad á sunnudag. Frá vinstri: Saddam Hussein, forseti Iraks, Hosni Mubarak Egyptalands forseti og Jasser Arafat, leiðtogi PLO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.