Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. LífsstOI Búningar göngumanna voru hinir skrautlegustu eins og sjá má á baksvip þessara. DV-myndir gb ustu lúðratónarnir út á torginu. Gamall mári með sígarettu í munn- vikinu og atgeir góðan í hendi arkar af stað niður brekkuna.Ljós kviknar á skreytingunum yfir götunum. Há- tíðin er að byrja. Djöfullinn sjálfur og aðrar stór- höfða ófreskjur eru fyrstar upp brekkuna, smellandi kastaníettum viö seiðandi undirspil arabískrar tónbstar. Djöfsi og fylgifiskar hans, sem reyndar eru konur, dilla sér framan í áhorfendur. Á hæla þeim koma litlar englastelpur á vögnum og dreifa pappírsstrimlum yfir nær- stadda. Englarnir eru ekki fyrr horfnir en fyrstu márarnir koma þrammandi hlið við hliö, einir tíu saman, og fara fetið. Fjaðraskúfarnir á höfði þeirra bylgjast í takt við göngulagið. Fyrir hópnum fer foringinn, gengur nokkrum skrefum á undan og sveifl- ar bjúgsverði sínu í kringum sig með miklum tilþrifum. Að launum fær hann dúndrandi lófaklapp frá áhorf- endum. En ef foringjanum líka ekki undirtektirnar er hann ófeiminn viö að hvetja viðstadda til dáða með alls kyns handabendingum og jafnvel léttum danssporum. Á eftir hópnum fer lítil lúðrasveit, eins og á eftir öll- um hópunum sem eiga eftir að ganga upp brekkuna næstu þijár klukku- stundimar eða svo. Og það er engu líkara en allir hijóðfæraleikarar Cal- losa og nærliggjandi bæja hafi veriö kvaddir til. Áfengið fór ómælt ofan i márana og þá kristnu á meðan beðið var eftir að skrúðgangan hæfist. Hrossaskítur um allt Skikkjuklæddir riddarar á glæst- um fákum sínum, hvítum og svört- um, eru meö í göngunni og veifa til áhorfenda eins og sigurvegara er sið- ur. Hestamir leika ýmsar kúnstir með dyggri aðstoð hestasveinanna sem dangla í lappimar á þeim með prikum. Oft liggur þó við að illa fari því steinhellumar á götunum eru sleipar vel. Riddurunum tekst samt alltaf að bjarga sér og reiðskjótunum frá falli. Og þannig áfram endalaust. Síðasti hópurinn leggur á langa brekkuna um klukkan hálfníu. Hrossaskítur þekur göturnar þar sem skepnurnar biðu þess að vera ræstar. Og mál til komið fyrir ferðamennina að halda aftur niður að ströndinni. Hátíðin er þó ekki búin, því fer víðs íjarri. Márar ætla að slá upp dansi undir miðnættið og framtakssamir menn út um allan bæ eru búnir að koma fyrir langborðum í bílskúrum og öðru húsnæði, tilbúnir að bera fram guðaveigarnar fyrir þyrsta stríösmenn. Og eitt er víst, þeir munu ekki láta sitt eftir liggja, ekki frekar en klukkustundirnar fyrir göngima. -gb Afnkd! Safaríferðir ógna dýrunum Hætt er viö að safaríleiðangurs- mönnum þeim sem yfirgefa Kenýa án þess aö sjá fimm helstu veiöidýr Afríku - ljóniö, hlébaröann, filinn, nashyminginn og buffalinn - líöi eins og ferðamanninum sem kem- ur náfolur aftur frá sólarströndu. Þeim finnst feröin vera misheppn- uö. Á ferðaskrifstofu á aðalgötunni í Nairobi hangii' spjald þar sem skýrt er frá hvaða dýr hafi sést við veiðikofa nokkum þar sem gestum er boðið upp á aö virða fyrir sér veiðidýrin við flóðlýsingu. „Eftirtalin dýr sáust við Örkina í gærkvöldi: þrír nashyrningar, tiu fílar, 32 bufflar, ekkert ljón,“ stóð á einu spjaldinu. Kóngurinn afsettur Frægðin, sem dýrin hafa öðlast innan ferðaiðnaðarins, hefur haft sínar neikvæðu hliðar. í sumum þjóðgörðunum getur freistingin fyrir ríkulegiun launum frá efnuð- um gestum erlendum leitt til þess að leiðsögumenn ofsæki skepnurn- ar. „Simba, konungur frumskógar- ins, er ekki lengur hæstráðandi á sínum eigin heimaslóðum,“ sagöi nýlega í grein í dagblaðinu Kenýa Times og var greinarhöfundur ekki ýkja ánægöur með ástandiö. Blaöiö skýrði frá því að í Amboseli þjóð- garðinum nærri Kilimanjaro fjalli hafi ijóniö verið lítillækkaö af hjörðum ferðamanna sem æstir voru f að mynda það. { einu tilvikinu, sagði þar, fóru tíu smárútur út af leyfilegri akst- ursleið til þess að komast nálægt sofandi ljónynju. Ökumennirnir skelltu bílhurðunum og öskruðu þangað til veslings skepnan stökk út í fen á flótta sínum. Eitt sinn varð forvitni ferða- mannanna tfi þess að blettatígur nær svalt í hel vegna þess að hann fékk aldrei tíma tfi veiöa. Blettatíg- urinn er í eðli sínu feimin skepna og mjög eftirsóttur af safarífórum. Jafnvel 1 Maasai Mara, sem eín leiðsögubókin kallar New York dýraheimsins vegna tryllts vfililifs- ins, hefur eitt ljón eða blettatigur, nú eða hlébarði sem er enn sjald- gæfari sjón, orðiö nóg tfi þess að skapa mikinn æsing meðal mann- skepnunnar. Blettatígur í klemmu „Ég hef aldrei séð ástandið svona slæmt,“ sagði hagvanur þýskur lostnir blettatígrar voru eitt sinn umkringdir rúmum tug jeppabif- reiða og hefium frumskógi af myndavélum upp úr opnum þök- um þeirra. ^ _ - „Hvemig vissirðu að blettatigur-'*’1 inn var héma, John?“ spurði Bandaríkjamaður nokkur bfistjóra sinn, sem hafði fylgt rykmekki þriggja eða fjögurra annarra farar- tækja til að komast þangað. „Maður hefur þetta bara á tilfinn- ingunni,“ svaraði bílstjórinn og gaf í skyn að liann væri þefvís með afbrigðum, náttúrlega í þeirri von að fá væna fúlgu að launum. í Kichwa Tembo, veiöikofa af betri geröinni í Maasai Mara, eru glæsimennin í kakífótunum (ein- kennisbúningi safarífara) komin á fætur fyrir sólarupprás, sem er besti tíminn til aö sjá Ijón drepa bráð sína, í stað þess að vera að drolla. „Hér eru tvær tegundir af dýrum - íjóniö og ljónafóðriö," segir Þjóö- verjinn. Nashyrninga- skítur Á milli þess sem hinir efnuðu feröamenn fara í ökuferöir um gresjuna slappa þeir af í sundlaug við vel hirta grasflöt á meöan fjót: *■ vörtusvín eru að hnusa 200 metra frá, handan skfitisins sem á stend- ur: „Villidýr - farið ekki lengra“. Gestunum er uppálagt að yfirgefa ekki tjöld sín að kvöldlagi tfi að rekast ekki á vegvillta gasellu eða eitthvað þaðan af verra. En þeir sem gista í Kichwa Tembo þurfa ekkert á þvi að halda að læðast út um miðja nótt, ólíkt fiestum öðrum. í hústjöldum þeirra eru nefnilega sturtur, salerni og rafmagn. Ekki má svo gleyma rauðklæddu mönnunum af Maasai ættbálkin- um. Þeir yfirgefa nautgripahjarðir sínar á kvöldin og koma til að dansa fyrir ferðamennina. Flestir^ ^ eru með nýtisku armbandsúr, en líka skreyttir á hefðbundinn hátt. Mikfil flöldi safarífara getur verið hinn mesti skaðvaldur en tvö af þessum fimm vinsælustu dýrum eiga sér verri óvini, veiðiþjófana sem hungrar í nashymingshorn og framtennur. í Nairobi keppast minjagripasal- ar um peninga þeirra sem hafa samúð með nashymingnum og selja meðal annars lyklakippur með ekta nashymingaskit. Reuter safariförum og veiðiþjófum. Allt í lagi, fáðu þér þá bara viskí. Skál í botn. Á meðan þessu fer fram sitja gömlu mennirnir á bekkjum og hvareina sem þeir geta tyllt sér niður og spjalla saman á meðan þeir bíða göngunnar. Eftir því sem líður á daginn fjölgar aðeins feröamönnunum með mynda- Ferðamál vélar á maganum. Þeir em samt al- veg ótrúlega fáir, miðað við allar þúsundirnar sem flatmaga á strönd- inni í aðeins um tuttugu kílómetra fjarlægð, óafvitandi um þetta mikla ævintýri sem hér á sér stað. Djöfullinn í broddi. fylkingar Þegar klukkan er langt gengin í sex er stríðsmönnum Jesú og Allah farið að fækka við borðin og þeir sem enn sitja em í óðaönn að búa sig til brott- farar. Eftir liggja flöskurnar eins og hráviði um öll borð og einstaka ligg- ur brotin í ræsinu. Loks deyja síö-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.