Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Sæl nú!... Safnplötur hafa mjög rutt sértilrúmsá undanförnum árum einsog lesendur þekkja gjörla. Er nú svo komið að samtökum breskra hljómplötufram- leiðenda finnst nóg komið og vilja banna fleiri safn- plötusyrpur en þegar eru komnar á markaðinn. Til- efnið er fyrirhuguð útgáfa á nýjum safnplötum sem eiga að heita Multi og eru i ætt við Now og Hits plöturnar sem hafa komið út undan- farin ár. En trauðla gengur þetta hávaðalaust fyrir sig því þau hljómplötufyrir- tæki, sem standa að Multi plötunum, hafa hótað mál- sókn fái þau ekki að halda sínu útgáfustriki einsog þau hafa áætlað... Við sögðum síðast frá tónleikum sem Eddy Grant hugðist halda til styrktar þeim sem urðu illa.úti af völdum fellibyls- ins Gilberts á dögunum. Nú hefurþetta fyrirtæki Grants undið heldur betur uppá sig og hann ekki lengur einn um hituna. Auk hans ætla að troða upp á þessum tón- leikum The Christians, Boy George, Robert Palmer, Five Star, Joan Armatrading og hugsanlega U2... Ný plata frá Sheenu Easton fær mjög lofsamlega dóma vestan hafs og er einu laga plöt- unnar spáð miklum vin- sældum. Lagið heitir 101 ogereftir Joey nokkurn Coco en bakvið það nafn er enginn annar en Prince, hinneini og sanni.Hann hefur áður samið lag fyrir Sheenu og þá undir nafninu Alexander Nevermind eða Alexander Skiptuþérekkiaf- þvison... Don Henley, gamli Eagles-liðsmaðurinn er nú með þríðju sólóplötu sina i smíðum. Löginsemur Hen- ley sjálfur fyrir utan eitt sem Bruce Hornsby semur meðhonum... Átónleikum sem gamli Cream-bassa- leikarinn Jack Bruce hélt i New York fyrir skömmu gerðist það að einn tón- leikagesturinn vatt sér uppá sviðið, setti gítar i sam- band og hóf að leika af full- um móð. Bruce hafði iitið við þetta að athuga þvi hér var á ferðinni enginn annar en gamli Cream-félagi hans Eric Clapton... Allt búið... Popp Defunkt á íslandi - einkaviðtal DV við Joe Bowie Næstkomandi fimmtudagskvöld stígur á sviö í Tunglinu í Reykjavík sex manna djazz-fónk sveit frá New York sem kallar sig Defunkt. Nafniö Defunkt hljómar líklega ekki kunn- uglega í eyrum íslendinga og ér því poppsíöa dagsins undirlögö kynn- ingu á hljómsveitinni. Defunkt var stofnuö í New York áriö 1978 af þremur bræðrum, Joe, Byron og Lester Bowie (þeim hinum fræga). Þeir bræöur settu saman „Jazzpönkfónk“bræöing sem þótti byltingarkenndur og léku í nokkra mánuöi. Þá skildu leiðir en Joe hélt merkinu á lofti, smalaöi saman hljóö- færaleikurum og áriö 1980 kom frumburður Defunkt á markaö. Plat- an vakti almenna ánægju meðal skríbenta og bar hróöur Defunkt upp á yfirborð New York-borgar og út fyrir eplið. Áriö 1982 kom Thermonuclear Sweat út og þótti enn frekari stað- festing á gæðum hljómsveitarinnar. Áriö eftir leystist Defunkt svo skyndilega upp. Joe Bowie söngvari, básúnuleikari og aðalforsprakki De- funkt var djúpt sokkinn. Heróín og önnur eiturlyf tóku sinn toll og voru á góöri leið meö aö leggja Joe aö velli. Hann tók sig þó saman í andlit- inu og þurrkaði sig upp. Defunkt skreið út híði fyrir fáum misserum og fyrir stuttu var þriðja plata sveit- arinnar, In America, gefin út og gefur hún fyrri verkum Defunkt ekkert eftir. Tónlist í fleirtölu Þaö er harla erfitt að ætla sér að teyma Defunkt á ákveðinn bás hvað tónlistarstefnur varðar. í tónlist De- funkt mætast nefnilega flestar þær stefnur og straumar sem rúmast inn- an ramma alþýðutónlistar. Jazz, rokk, fónk, soul og blús: allar þessar stefnur renna saman í einn punkt - í viðfangsefni Defunkt. Út- koman er kraftmikil danstónhst, aggressíf en ekki á sama hátt og hip hop. Tónhstinni á nýju plötunni má á stundum líkja við jazzað aíbrigði af Big Audio Dynamite, svo einhver samlíking sé gefm. En sjón (og heyrn) er sögu ríkari og sjálfsagt að hvetja tónlistaráhuga- menn th að fjölmenna á tónleika Defunkt sem eftir evrópskum blaða- umsögnum að dæma eru almagnað- ir. Brennum yfir í Reykjavík Til að Kynnast Defunkt nánar hringdi umsjónarmaður poppsíð- unnar í forsprakka sveitarinnar, Joe Bowie, þar sem hann var staddur í Manchester ásamt Defunkt sem var þar á hljómleikaferðalagi nú á dög- unum. Bowie var í byrjun spurður út í hugmyndafræði Defunkt. „Lífsmynstur Defunkt var í upp- hafi tilraun til að búa til farveg sem hægt væri að veita í ólíkum tónlistar- stefnum, jazzi, rokki, soul og b’ús, og láta þeim lynda sem heild. Þessi heild (Defunkt er hugtak yfir sam- blöndun áöurnefndra tónlistar- stefna. Innskot SMS) skyldi ekki ein- ungis skapa góða hrynjandi heldur umfram allt vera danshæf. Tónlistin á að vera í senn létt-grípandi og skap- andi. Textamynstur Defunkt hljóðar upp á pólitískar breytingar minnihluta- hópum í hag - textar um lífið og til- veruna, sannleikann og það sem er. Defunkt er þó ekki fantasía heldur hljómsveit sem hefur lífið sjálft að viðfangsefni." - Fehur hugmyndafræði Defunkt að þínum eigin lífsstil? „Já, vitanlega. Til að vera mínu daglega viðfangsefni trúr verð ég að lifa eftir því og ég reyni að vera trúr þeirri lífssýn sem Defunkt endur- speglar. Ég reyni að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í kringum mig á hverjum tíma og reyni að hafa skoðun á hlutunum. Defunkt hefur breyst óhemjumikið á síðustu árum, orðin raunsærri á allan hátt.“ Líf í fókus „Ég var langt leiddur af notkun fíknilyfja fyrir nokkrum árum. Eftir því sem ég eltist varð mér ljósara að ég æddi stjórnlaust um í fjandsam- legum blekkingaheimi." - Hefur þér tekist að vinna búg á eiturlyfjafikninni? „Ég er óvirkur í dag. Það tók mig hins vegar langan tíma að skilja að ég gæti ekki notað áfengi eða önnur vímuefni. Lengi vel blekkti ég sjálfan mig á því að áfengi væri í lagi og agnarögn af hinum „veikari“ fikni- lyfjum. Þetta var sá blekkingaheim- ur sem mér tókst að stökkva út -úr og nú líður mér vel.“ - Er ákveðið texta-þema í gangi á nýju plötunni, In America? Helgarpopp Snorri Már Skúlason „í stuttu máli má segja að textarnir fjalli um tilvistarvandamál Defunkt i Bandaríkjunum. Annars eru text- arnir margbreytilegir. Selfdisclosure (sjálfsrýni) íjallar t.d. um mitt per- sónulega helvíti, fíknilyfin, og hvern- ig mér tókst að losna úr klóm þeirra. Trúarlegur texti er þarna einn, lagið Peace of Mind, sem fjallar um guðs- leit, þaö að meðtaka æðri mátt og þá hugarró sem shkri uppljómun fylgir. Af þessu sést að enginn mannlegur þáttur er Defunkt óðviðkomandi en flestir eiga textarnir þaö sammerkt að fjalla um þann anchega og hkam- lega kraft sem homo sapiens býr yfir en aðeins fáir virkja til fuhnustu." - Áhrifavaldar? „Úr jazzinum er Miles Davis efstur á blaði, Charlie Parker hefur gefið mér mikið og saxófónleikarinn John Coletrain hefur löngum verið í miklu uppáhaldi. Úr rokkgeiranum heilla mig Jimi Hendrix og Led Zeppelin því þeirra er mátturinn og dýrðin. Það er einmitt botnlaus kraftur þungarokksins sem mér fellur vel í geð og sömuleiöis letileg hrynjandi blústónlistarinnar. Afrísk tónhst er brunnur sem lengi má sæKja í og Fela er mér t.d. mjög að skapi. Temptation og James Brown hlustaði ég mikið á sem ungl- ingur og hefur það á vissan hátt mótað tónlistarsmekkinn. Svo er hip hop-ið auðvitað enn ferskt." - Nú er Defunkt á leiðinni hingað til lands og heldur tónleika hér þann 3. nóvember. Er hljómsveitin betri á tónleikum en á hljómplötu? „Hiklaust að mínu mati. Hljóm- sveitin er miklum mun kraftmeiri á sviði, þar er það augnablikið sem ræður, danstakturinn rífur áheyr- endur með sér og það að fá bein við- brögð er uppörvandi. Á tónleikum næst upp stemning sem er afar sjald- gæf í hljóðveri." - Hvernig líst Joe Bowie á að koma upp á klakann til tónleikahalds? „Mér líst ákaflega vel á það og hlakka til að koma. Ég hef reyndar lent einu sinni eða tvisvar í Keflavík á leiðinni yfir Atlantshafiö en htið séð annað en flugvöllinn. Sérstaklega hlakka ég til að stíga fæti á eldfjalla- eyju - það er mér ákaflega spennandi tilhugsun." - Ætlar Defunkt aö gjósa eins og eld- fjall í Tunghnu, íslenskum áheyr- endum til ánægju og yndisauka? „Engin spurning um það. „We’U be on fire.“ Þetta eru síðustu tónleik- ar okkar í þessari Evrópureisu og hljómsveitin mun gefa aUt sem hún á í þessa tónleika. Æth við brennum ekki yfir í Reykjavík."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.