Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. 5 Fréttir FATAFELLUGLÖS Símapantanir einnig »m helgar. Hækkun skatta ekki gæfuleg segir Guðmundur J. Guðmundsson „Mér líst illa á hækkaöa skatta í launafrystingu. Þaö er bein skerðing. Hins vegar vil ég sjá hvernig þessari skattlagningu verður á endanum háttaö. Ráöherrarnir viröast ákveða eitt í dag en hætta viö það á morgun. Hafa þeir ekki hætt viö að skerða ellilífeyrinn? En það skiptir náttúru- lega miklu máli hvort skattar veröa lagöir á almenna launamenn eða hvort þeir veröa einkum lagðir á hátekjumenn. En auknir skattar í launafrystingu - það er ekki gæfu- legt,“ sagöi Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamanna- sambandsins, um boðaðar skatta- hækkanir ríkisstjórnarinnar. Guðmundur sagðist vilja sjá tillög- ur ríkisstjórnarinnar áður en hann gæti metiö hvort þessar skattahækk- anir leiddu beint til hærri kröfugerö- ar af hálfu Verkamannasambands- íns. -gse Þegar ís er settur í glösin afklæðast stúlkurnar, sem glösin prýða, öllum til mikillar ánægju. Þegar ísinn bráðnar fara þær aftur í fötin. Ómissandi á gleðistundum. ATH. Þvoið giösin úr volgu vatni en ekki heitu. Aðeins kr. 1.190,- settið. Bæði settin aðeins kr. 1.900,- Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. ® VISA 0 EUROCARD 61M88 Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastræti, sími 21556. LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. H-17 NIS5AN SUBARU ið að borga opinberum starfsmönn- um óunna yfirtíð. Það heldur áfram bullandi launaskrið hjá ríkinu á sama tíma og allir aðrir lepja dauð- ann úr skel.“ - Nú er ljóst að enn mun bætast við erlendar skuldir þjóðarbúsins á næsta ári, jafnvel þó takist að reka ríkissióð hallalausan. Spáð er óbreyttum viðskiptahalla og hann verður ekki ijármagnaður nema með erlendum lántökum. Er skuldasöfn- unin komin að hættuástandi? „Erlendar skuldir eru fyrir löngu orðnar of miklar. Það safnast bara alltaf í hítina. Þetta misvægi heldur alltaf áfram og aðlögunin aö sam- drætti verður miklu erfiðari. Út- flutningsgreinarnar, sem ættu að geta svarað þessum samdrætti með því að hagræða, vinna vöruna betur og svo framvegis, verða miklu veik- ari. Þau geta ekki brugðist við eins ef hér væri éðlilegt ástand og því verður samdrátturinn miklu meiri,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. -gse „Þetta þýðir náttúrlega að ríkið ætlar að láta þennan samdrátt bitna meira á skattgreiðendum en þeim sem njóta ríkisútgjaldanna," sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslúnarráðs, um boðaðar skattahækkanir á sama tíma og spáð er aö landsframleiðsla flragist sam- an. - Árið í ár verður fjórða árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Halli þessara fjögurra ára er um 20 milljarðar. Hvaöa áhrif hefur svona langvarandi hallarekstur ríkissjóðs? „Það hefur náttúrlega ekki góð áhrif þegar ekki er hægt að fjár- magna þennan halla með innlendum lánum. Ef fólk væri að spara svona geysilega eins og hallinn ber með sér þá horfði þetta öðruvísi við. En eins og þetta er í dag þá er þetta fjármagn- að beint og óbeint með erlendum lán- um. Afleiðingar þess eru að halla- rekstur ríkissjóðs skapar misvægi í þjóðfélaginu. Annars vegar á milli útflutningsgreina og innflutnings og milli framkvæmdagreina og þjón- ustu. Hins vegar skapar þetta mis- vægi milli landsbyggðarinnar og höf- uðborgarinnar. Þegar allur þessi halli er fjármagnaður með erlendum lánum þá er búið til eftirspurnar- ástand eftir vörum, þjónustu og vinnuafli sem gefur bæði ríkinu sjálfu og framkvæmda- og þjónustu- greinum mikið forskot í samkeppni um vinnuaflið. Það er búið til óeðli- legt ástand. Það kom fram um daginn að vinnu- tími hjá ríkinu hefði lengst á sama tíma og hann hefði dregist saman í atvinnulífinu. Þetta er ekkert annað en launaskrið hjá ríkinu. Það er ver- Folk ma ekki við frekari álögum - segir Ögmundur Jónasson „Við viljum fá staðreyndimar á borðið og sjá dæmi fjármálaráð- herra í heild sinni áður en við fjöll- um um það. Við viljum sjá hvar hann ætlar að taka peninga og hvar á að beita þeim. Síðan metum við pakkann allan,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, aö- spurður um boöaðar skattahækk- anir á sama tíma og launafrysting gildir. „Við höfum bent á að í stað þess að íþyngja almennum launamönn- um með þyngri sköttum þurfi aö hækka skattleysismörk og að óeðli- legt sé að hafa einungis eitt skatt- þrep. Frekari álögur á almennt launafólk hefðu í fór með sér kaup- máttarskeröingu og við henni má fólk ekki. Hins vegar þarf að færa til peninga í þjóðfélaginu og það má gera með skattlagningu,“ sagði Ögmundur. -gse Vilhjálrriur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs: Bullandi launaskrið hjá rikí - meðan aðrir lepja dauðann úr skel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.