Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á fasteigninni Víðihvammi 32, kjallara, þingl. eigandi Þorbjörg Sigurjónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 2. nóvember '88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki íslands hf., Reynir Karls- son hdl., Jón Éiriksson hdl. og Skarphéðinn Þórisson hrl. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á fasteigninni Engihjalla 19, 1. hæð F, þingl. eigandi Ein- ar Þ. Einarsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 2. nóv. '88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð þriðja og siðasta, á fasteigninni Digranesvegi 109, þingl. eigandi Þórir Þorsteinsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 2. nóv. '88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendureru Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Tryggingastofnun ríkisins og Bæjarsjóður Kópavogs. Bæjarfógetinn i Kópavogi Bókasafnsfræðingur Bókasafnsfræðingur óskast við bókasafn Sjómannaskólans Á rishæð Sjómannaskólans hefur verið komið upp aðst^ðu fyrir nýtt bókasafn. Ætlunin er að byggja upp safn bóka fyrir sjávarútveg, siglingar, tæki og vélar. Safnið er ætlað eldri og yngri nemendum Stýri- mannaskólans og Vélskóla íslands. Mjög áhugavert starf fyrir bókasafnsfræðing. Uppl. í Stýrimannaskó- lanum, sími 13046, og Vélskóla íslands, sími 23766. AA camtnl/in OPINN KYNNINGARFUI\IDUR í HÁSKÓLABlÓI sunnudaginn 30. október kl. 14 AAsamtökin (Alcoholics Anonymus) eru þúsundum íslendinga leið til betra lífs úr heljargreipum áfengis- og vímuefnaneyslu. Er AA leið fyrir þig? Heldur þú að AA geti hjálpað ættingja þínum eða öðrum ná- komnum þér, sem þú hefur áhyggjur af? Komdu og kynnstu því hvaða leið AA býður til bata - leið sem þúsundir hérlendis og milljónir erlendis hafa farið í átt til nýs og hamingjuríks lífs. AA deildirnar i Reykjavík Mandeville c=u=' i_t=Drvjcuczír>j FRAMLEIÐENDUR HEIMSINS FÍNUSTU D ÖMU- OG HERRA- HÁRKOLLA OGHÁRTOPPA HAFA SÉRFRÆÐING ÞESSA VIKU Á RAKARASTOFUNNI KLAPPARSTÍG, sími 12725; hjá HÁRSNYRTINGU REYNIS, Strandgötu 6, Akureyri, sími 24408 og í KLIPPÓTEKI, Hafnargötu 34, Keflavík, sími 13428. Fjölmiðlar Jón er dæmi um mann sem hefur heflast og batnað i sjónvarpi. Vetrarkoma Þá hefur risinn blásið í herlúðra sína. Rikissjónvarpið hefur kynnt vetrardagskrá sína. Þar kennir margra grasa eins og vænta mátti og víst hefur innlendum þáttum fjölgað verulega frá hinu ömurlega ástandi undanfarinna mánaða. Eft- ir er að sjá hvemig til tekst, hvem- ig innihald þáttanna verður og hvernig útlit þeirra verður. Útlitið - er það nú ekki innihaldið sem mestu máh skiptir? hugsar þú sennilega, lesandi. Vissulega verð- ur enginn þáttur gerður góður af útlitinu einu saman ef innihaldið er lélegt, en gott innihald getur líka orðið þreytandi og raunar hund- leiðinlegt ef hin ytri umgjörð er ekki í lagi. Það er eitt.af lögmálum sjónvarpsins sem mönnum hefur gengið misvel að hlýða. Ég nota hér oröiö útlit í víðustu merkingu þess. Þar undir felh ég m.a. sviðsetningu, uppbyggingu, myndatöku, frágang myndar og hljóðs og síðast en ekki síst framkomu þess fólks er þátt tekur í sjónvarpsdagskránni. Stöð 2 framar í útliti Það verður að segjast eins og er að mér finnst Stöð 2 standa Sjón- varpinu framar á þessu sviði. Það virðist ríkjandi meiri vandvirkni í gerð tiltölulega einfaldra þátta. Skýringuna má vafalítið rekja að hluta til þess að þangað hefur sótt margt fólk, sem hefur mikla reynslu í sjónvarpsvinnu frá gamla sjónvarpinu, en hefur hrökklast þaöan annaðhvort vegna kjara- mála eða vegna þess að það hefur þreyst á umhverfi sínu þar. Við sjáum oftar huggulegt umhverfi þátta á Stöö 2, léttari sviðsmyndir og betri lýsingu. Gott dæmi um vel heppnað útlit þar er t.d. heilsuþætt- irnir, þar sem mikil áhersla er lögð á aölaðandi ytra útlit, enda þótt efnið bjóði ekkert sérstaklega upp á það. Báðar stöðvamar hafa gerst sek- ar um að „henda fólki í loftið“ án þess að það hafi öðlast nægilega leiðsögn eða æfingu. Þetta var allt- af landlægt í gamla sjónvarpinu, samanber gamansöguna um manninn sem næturvörðurinn hitti á ganginum og spurði að hverju hann væri að leita. „Ég er að leita að sjónvarpssalnum, ég á að stjórna þar umræðuþætti í kvöld“ á svariö að hafa verið. Þótt sagan sé ekki sönn þá lýsir hún vissu ástandi og hvorug stöðin virðist alveg laus við það enn. Þá er einnig ljóst að á báöum stöðvun- um eru „gæludýr" sem ekki má styggja og eru sí og æ látin stjórna dagskrám þótt áhorfendur gætu séð af þeim. En sífellt fleiri og fleiri stjórnend- ur þátta fá á sig yfirbragð atvinnu- mennskunnar og það er vel. Á sunnudagskvöld birtist til dæmis ungur maður á skjánum hjá Sjón- varpinu og stjórnaði íjölskrúðug- um þætti austur á SeÚbssi. Skúli Gautason minnir mig hann heiti og hann kom fullskapaður í þáttinn og kynnti með ágætum. Þessi þátt- ur lofar góðu á sínu sviði og fjöl- breytnin var mikil frá gjörningum menntaskólastrákanna til gjörn- inga Guðmundar Daníelssonar og Ólafs Ketilssonar. Maður verður að velja og hafna og ég sleppti Hjalteyrarþættinum og horfði á rabbþátt Jóns Óttars. Jón er dæmi um mann sem hefur heflast og batnað í sjónvarpi. Hann hefur að vísu alltaf vitað hvaö hann vildi og verið góður á sinn hátt, en í upphafi þáttagerðar sinnar fyrir Stöð 2 þótti mér og fleirum hann allt of yfirgnæfandi sjálfur, þætt- imir snerust um hann ekki síður en gesti hans, honum fannst þetta og hitt og Stöðin mælti meö hinu og þessu. Nú yflrgnæfir Jón Óttar Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson ekki lengur gestina heldur iaðar fram hjá þeim skoöanir og um- mæli svo þættirnir renna eins og ljúf lind og eru framúrskarandi dagskrárefni. Blessuð menningin Umfjöllun um hvers kyns menn- ingarefni hefur stóraukist í sjón- varpsstöðvunum undanfarin ár og er þaö vel. Hún hefur vissulega verið misjöfn, bæði að innihaldi og útliti og á stundum hefur hún orðið allt of þunglámaleg. Það á einkum við þegar menningarpostular eldri kynslóðarinnar hafa fengið aö leika lausum hala, vanir allt öðrum miðlum og hafnir yfir gagnrýni. Þessi menningarumfjöllun hefur bæði verið í samsettum þáttum, „magasínum“ eins og það er stund- um kallað á slettumáli fagmanna, og í heilum dagskrám. Báðar stöðv- arnar boða nú talsverða umíjöllun um menningarmál og því ber að fagna. Einhvern veginn hafa menningarmál orðið hornrekur í umfjöllun fjölmiðla, ekki bara hér- lendis heldur og víða erlendis, og skipta þau þó okkur öll miklu máli í okkar daglega lífi þótt við tökum ekki alltaf eftir því. En einmitt vegna þess hve hin alvarlegri menningarmál hafa verið miklar hornrekur, að minnsta kosti sé miðað við íþróttir og poppmúsík, verða fjölmiðlar að fara varlega í umfjöllun sinni um þau, því mað- urinn er nú einu sinni vaninn upp- málaður. Vonandi tekst það. Á mánudagskvöld sýndi ríkis- sjónvarpið dagskrá um Stein Stein- arr. Hún var mjög góð að öllu leyti nema einu: Hún var of löng. Fús- lega skal ég viðurkenna aö ég hafði gaman af flestöllu þvi sem þar kom fram, en samt fannst mér dagskrá- in of löng. Hana hefði annaðhvort átt að stytta eða tvískipta henni. Stuttur tími Eitt af því sem háir ríkissjón- varpinu er hve dagskrártími þess er stuttur. Nú kann einhver að segja að það ætti þá að vera auð- veldara að gera með gott efni. Því er þá fyrst til að svara að gott efni er afstætt hugtak. Við erum vænt- anlega öll sammála um það að gott efni sé þaö sem við vfljum sjá. En þar með er ekki víst að við séum sammála. Sannleikurinn er líka sá að margt gott efni verður útundan eða er sýnt á fáránlegum tíma vegna þess hve stutt dagskráin er. Mestallt bitastætt efni verður að komast að frá því klukkan er rúmlega hálfníu og fram til klukkan ellefu nema rétt á laugardögum. Þetta þýðir að oft verður efni, sem ekki höfðar til meirihlutans, yfirþyrmandi á þess- um stutta tíma og má ekki taka of langan tíma í sýningu í einu. Nú veit ég vel að það er ekki af mannvonsku stjórnenda Sjón- varpsins sem dagskráin er höfð svona stutt. Þar er fyrst og fremst peningaleysi um að kenna. Ja - eða hvað? Varla hefur nú Stöð 2 úr meiri peningum að spiia og er samt með miklu lengri dagskrá og ekk- ert síður metnaðarfulla. Kannski er valið milli einstakra dagskrár- tegunda öðruvísi hjá þeim, þannig að meira fáist út úr liflu fjár- magni. Það hefur til að mynda ver- ið landlæg skylda Sjónvarpsins að taka upp svo og svo mörg íslensk leikrit á ári, hvað sem líður öllum peningamálum. í þetta fara miklir peningar sem ekki verða til annars nýttir. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég telji að Sjónvarpið eigi að leggja leikritagerð af. Hins vegar verður hún að fara úr flokki nátt- úrulögmála og lúta sömu lögmál- um gg önnur dagskrárgerð Sjón- varpsins, ekki hvað síst þegar kreppir að í peningamálum. Vandalaust er að benda á að yfir- leitt hafa íslensk leikrit verið eitt vinsælasta efni Sjónvarpsins, þótt oft hafi deilur risið hátt um efni- sval. Þess vegna mun hinn almenni áhorfandi yfirleitt ekki bera fram þá ósk að þeim fækki. Hann hefur heldur ekki aðstöðu til þess að vega og meta hvað annað hann gæti hafa fengið fyrir þá íjármuni sem til leikritagerðarinnar hafa farið. Þá aðstöðu hafa stjórnendur stofn- unarinnar einir og hún er meðal þess sem þeir verða aö nýta sér ef þeim er alvara með að standast samkeppnina við Stöð 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.